Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR Samkvæmiskjólaleigur Einfaldir svartir kjólar vinsælastir Tími árshátíða er runninn upp og margar konur eru famar að hafa áhyggjur af í hvaða kjól þær eigi að vera. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir kannaði verð og úrval á nokkmm samkvæmiskjólaleigum. Á UNDANFÖRNUM árum hefur það færst í vöxt að konur leigi sér kjól fyrir árshátíð og jafnvel auka- hlutina við hann líka. Öllum þeim sem rætt var við á kjólaleigum bar saman um að vinsælustu kjólamir væru svartir og einfaldir. Þar fyrir utan eru það vínrauðir, flöskugrænir og kóngabláir kjólar sem eiga upp á pallborðið. Katrín Óskarsdóttir hjá Brúðar- kjólaleigu Katrínar segir að konum þyki það ekki tiltökumál lengur að leigja sér kjól. „Fyrir nokkrum árum þótti það ekki við hæfí að vera í leigð- um kjól en núna verð ég ekki lengur vör við þetta viðhorf," segir hún. Mest leigt af kjólum I stærðum 16 og 18 Katrín er með kjóla í öllum stærð- um og stórum stærðum líka en hún segist sauma þá sjálf því þeir kjólar sem bjóðast erlendis í yfirstærðum eru yfirleitt of gamaldags fyrir ís- lenskar konur. „Mér fínnst algeng- ustu númerin sem ég er að leigja í kjólum hækka með hveiju árinu. Eins og málum er háttað núna leigi ég mest af kjólum í stærðum 16 og 18. Auðvitað er ég með kjóla í minni númerum og stærri en þetta eru algengustu númerin," segir hún. Katrín hefur verið með kjólaleig- una heima hjá sér en ætlar í mars að fiytja hana um set í Álfabakka í Mjódd. Konur á öllum aldri leigja sér kjól „Það þarfnast ekki umhugsunar, svartir einfaldir kjólar eru lang vin- sælastir,“ segir Guðbjörg Birna Gunniaugsdóttir hjá Rómó í Keflavík þegar hún er spurð hvernig kjóla konur velji sér. „Hinsvegar eru margar konur farnar að leigja kjóla í öðrum litum eins og græna eða rauða kjóla.“ Guðbjörg segir að við- skiptavinirnir séu á öllum aldri, frá undir tvítugu og fram á sextugs- Hvað kostar að leigja samkvæmisfatnað? ML Hátíðar- ífS \ /L*. Samkvæmis- búningur fyrir / \ J kjólar Smóking herra Aukahlutir Brúðarkjóialeiga Dóru Faxafeni 9, Rvk. 4.000-7.000,- 3.200.- ekki til skaitgripir 1.000-3.000 kr.y-'L/ hanskar 500 kr. / Brúðarkjólaieiga Efnalaugarinnar g^j tj| Nóatúni 17, Rvk. 3.700,- 6.800 Brúðarkj.leiga Katrínar Óskarsd. 4 qoo-5 000 - Griótasel 16. Rvk. 3.500,- 6.500 hanskar lánaðir með m I 9 Fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3, Garðabæ 5.000.- 3.200.- 6.500 lánað með / ' í Brúðarbær Hjallabrekku 37, Kópavogi 3.500-4.500,- 3.500.- 6.500 Rómó Hafnargötu 54, Keflavík 3.500-5.000.- 3.500.- ekki til hanskar frá —■£ & 500 kr. Saumakúnst Möðrusíðu 10, Akureyri 4.000-6.000.- 3.900.- ekki til hanskar frá 500 j skartgripir 500-5.000 kr7''-~^®-—^íSKm Morgunblaðið/Ámi Sæberg KONUR á öllum aldri leigja sér samkvæmiskjóla og úrvalið á leigun- um er töluvert. Flestar leigurnar eru einnig með úrval af kjólum í yfirstærðum. eða sjötugsaldur. „Við leigjum tölu- vert út á land og þá gjarnan nokkr- um vinkonum í einu.“ Hjónin koma saman Hún segir algengt að hjón komi saman og leigi sér föt fyrir árshátíð, hann til dæmis smóking og hún kjól og yfirleitt kemur fólk með nokkrum fyrirvara. „Við leigjum mest einfalda kjóla sem við höfum sjálfar saumað," seg- ir Birgitte Bengtsson klæðskeri, en hún ásamt Þórunni Sigurðardóttur kjólameistara reka fyrirtækið Saum- akúnst á Akureyri. Birgitte segir eins og allir aðrir viðmælendur að svart sé liturinn sem flestar konur spyiji um þegar þær koma á kjólaleiguna til þeirra. „Þær skipta oft um skoðun og við leigjum töluvert af kjólum í öðrum litum eins og bláum og vínrauðum. „Semalíu- skartgripir eru síðan vinsælustu skartgripirnir með svörtu kjólun- um.“ Viðamiklir kjólar fyrir fínu böliin Þegar Frímúrarar eða Oddfellow- ar halda böll er mikið að gera hjá Saumakúnst. „Þá er virkilega gam- an, því við þessi tækifæri bregða þær útaf vananum og eru til í að fara í viðamikla og litskrúðuga „gala- kjóla“, segir Birgitte. Að sögn Birgitte þjóna þær fleir- um en Akureyringum, fólk úr næstu byggðarlögum leigir gjarnan hjá þeim fatnað. „Það er ekkert óalgengt að konur hafi ekki tök á að koma til okkar og þá fáum við bara málin og senuum þeim ferðatösku af kjólum sem þær geta síðan valið um.“ Alttað iqo/o afg CBplð um lasllgina Fisléttir raðgreiðslusamningar Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 588 0500 • fax 588 0504 Rýmum fyrir nýjum tækjum Morgunblaðið/Ásdís Lesendur spyrja Vínber helm- ingi dýrari ? LESANDI hringdi og vildi gjarnan fá útskýringar á því hversvegna steinlaus vínber væru á helmingi hærra verði þessa dagana en venju- lega, kílóið kostar á bilinu sex til sjö hundruð krónur? Svar: Engir tollar eru á vínbeij- um nema 14% virðisaukaskattur og því er útskýringuna ekki þar að finna. Að sögn Gunnars Gíslasonar framkvæmdastjóra hjá innflutn- ingsfyrirtækinu MaTa er ástæðan sú að verið er að skipta um upp- skerusvæði á þessum árstíma, hverfa frá Kaliforníu og fara til Suður-Afríku. „Allra fyrstu vínber- in frá Suður-Afríku eru frekar dýr og ekkert til af vínbeijum í Kalifor- níu. Þar að auki eru allir að beijast um þessi sömu vínber sem eru að koma á markaðinn bæði í Evrópu og Bandaríkjunum." Hann segir hinsvegar umdeilanlegt hvað sé eðlilegt verð á vínbeijum. „Er dýrt að kaupa kíló af vínbeijum á 600 krónur miðað við kíló af einhveiju sælgæti til dæmis? Gunnar segir að vínberin séu að lækka í verði þessa vikuna og þau koma til með að lækka eitthvað meira á næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.