Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D 24. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eldfimt ástand í Búlgaríu STJÓRN sósíalista í Búlgaríu lýsti því yfir í gær að ástandið i landinu væri „eldfimt“ og hvatti flokka stjórnarandstöðu til að fallast á fund þar sem ákvörðun yrði tekin um dagsetningu þing- kosninga. Sósíalistar fengu um- boð til stjórnarmyndunar i fyrra- dag, þrátt fyrir andstöðu og mótmæli almennings og stjórnar- andstöðu. Sagði innanríkisráð- herrann, Nikolai Dobrev, að stjórnarandstaðan yrði að gera sér grein fyrir því hversu alvar- legt ástandið væri og að nýja stjórnin sem sósíalistar væru að reyna að mynda ætti aðeins að sitja i þijá til fimm mánuði. Efna- hagur Búlgariu er í kalda kolum og í gær lýsti Petar Stoyanov, forseti landsins, þvi yfir að Búlg- arir gætu að öllum líkindum ekki greitt afborganir af erlendum skuldum sinum i ár, nema til komi fjárhagsaðstoð erlendis frá. Einnar klukkustundar alls- Reuter heijarverkfall var í Búlgaríu í gær og lömuðust samgöngur og ýmis atvinnustarfsemi á meðan á þvi stóð. Þessi maður var einn af þeim sem stöðvuðu umferð um götur Sofiu, höfuðborgar Búlg- aríu, í gær. Finnar endurmeti afstöðu til NATO Helsinki. Reuter. FINNAR kunna að þurfa að endur- skoða afstöðu sína til Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og gera það upp við sig hvort þeir eigi jafnvel að sækja um aðild, segir Anneli Ta- ina, varnarmálaráðherra. Þótt Finnar hafí ekki óskað eftir aðild að NATO hafa þeir ekki „lokað dyrunum" að bandalaginu, sagði Ta- ina í samtali við Helsingin Sanomat. „Stækkunarferlið innan NATO fer geyst, með nýjum sveigjum og beygj- um, svo að mögulegt er að stefnu- breyting verði einnig að eiga sér stað í Finnlandi," sagði Taina, aðspurð um hvort aðildarumsókn væri væntanleg á borð ríkisstjómarinnar á þessu kjör- tímabili, sem lýkur 1999. Finnar gengu í Evrópusambandið 1995 og telja stjórnvöld að sú aðild sé grundvöllur öryggis Finnlands. Lýsti Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, því yfir fyrir skemmstu að Finnar hefðu enga þörf á því að sækja um aðild að NATO. Varnarmálaráðherrann er hins vegar á því að „réttlætanlegt sé að gera ráð fyrir því að nánari sam- vinna í tengslum við stækkun NATO og friðarsamstarf bandalagsins muni leiða til þess að allt hernaðaröryggi í Evrópu reiði sig á NATO.“ Finnar taka þátt í friðarsamstarf- inu og sagði Táina að ef það sam- starf yrði aukið, ættu Finnar að sækjast eftir setu í ráði NATO-þjóða og ríkja friðarsamstarfsins, sem rætt hefur verið um að stofna. Hæstiréttur Pakistan dæmir brottrekstur Bhutto réttmætan Bhutto telur að má eigí flokk hennar út Karachi. Reuter. BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, kvaðst í gær búast við því að reynt yrði að ganga áf flokki sínum dauðum, eftir að hæstiréttur landsins felldi þann úrskurð að rétt og lögiega hefði ver- ið staðið að því er forseti landsins, Farooq Leghari, leysti þingið upp og vék ríkisstjórn hennar frá yöldum í nóvember á síðasta ári. Ákvörðun hæstaréttar þýðir að gengið verður til þingkosninga þann 3. febrúar nk. „Þeir geta ekki losnað við okkur úr stjómmálum. Þeir vilja má okkur út að lögum,“ sagði Bhutto á blaða- mannafundi sem hún hélt í Karachi, skömmu eftir að úrskurður hæsta- réttar lá fyrir. „Nú munu þeir setja saman upplognar morðákærur á hendur mér og koma mun til fjölda- handtakna á mönnum okkar,“ bætti hún við. Hún sagði úrskurð hæsta- réttar ekki koma á óvart. Það hefði verið ljóst þegar rétturinn hafði ekki fyrirskipað að stjórn hennar tæki sæti að nýju fimm vikum eftir að henni var komið frá völdum, likt og gerðist árið 1993 er stjórn Nawaz Sharif var vikið frá. Bhutto sakar hæstarétt um að fella dóm sinn nú til að hafa sem mest áhrif á þingkosningar sem fram fara á mánudag. Þá gaf hún til kynna að rétturinn væri andsnúinn Bhutto- ijölskyldunni en föður hennar, Zulf- ikar Ali Bhutto, var komið frá í valda- ráni árið 1977 og hann síðar hengd- ur. Ekki sagðist Bhutto eiga von á því að kosningarnar myndu fara heiðarlega fram en hún sagði flokk sinn ekki myndu hunsa þær. Nauð- synlegt væri að afhjúpa fyrirætlun forsetans og bráðabirgðastjórnar hans. Andstæðingar Bhutto hafi sett sér það markmið að drepa bróður hennar, Murtaza, í september sl., koma henni frá völdum, kljúfa flokk hennar og koma flokki forsetans til valda. Reuter BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, boð- aði í gær til blaðamannafundar á heimili sínu þar sem hún sak- aði hæstarétt og forseta landsins um að vera andsnúna fjöl- skyldu sinni og vilja koma flokki hennar endanlega frá. Saddam sagður hafa sett eiginkonu sína í stofufangelsi Merki um valda baráttu í Irak Washington. Reuter. TALSMAÐUR Bandaríkjaforseta sagði í gær að ýmis merki væru um að hörð valdabarátta væri nú háð í írak. Vísar hann til frétta, sem hafðar voru eftir háttsettum manni í bandaríska hernum, um að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði sett eiginkonu sína í stofu- fangelsi. Ekki fylgdu neinar skýringar -fullyrðingunum um stofufangelsi og ekki hefur fengist upplýst hve- nær það gerðist eða hvers vegna. Heimildarmaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, gat sér þess til að skotárás á son Saddams, Uday, í síðasta mánuði, hefði ýtt undir ótta forsetans um öryggi sitt. Sagði heimildarmaðurinn að Saddam skipti enn oftar um dval- arstað en áður vegna þessa. Uday liggur enn á sjúkrahúsi og er búist við að hann muni missa annan fótinn þar sem drep er komið í hann. Talsmaðurinn, Mike McCurry, sagði ýmsa atburði að undanförnu benda til þess að flókin valdabar- átta sé háð í írak og að Banda- ríkjamenn fylgdust grannt með þróun mála þar, vegna öryggis- mála á Persafióasvæðinu. ■ Eiginkonan sögð/18 Reuter ÍRASKA sjónvarpið birti í gær viðtal við Uday, son Sadd- ams, sem liggur á sjúkrahúsi í Baghdad eftir skotárás sem gerð var í síðasta mánuði. Er búist við að taka verði annan fótinn af honum vegna dreps. Tekur alnetið tímasókn fram? London. Reuter. NÁMSMENN, sem nýta sér alnetið við nám, geta náð jafn- góðum árangri og jafnvel betri en þeir sem sækja tíma, að því er fram kemur í breska vísindaritinu New Scientist Þar segir frá rannsókn sem gerð var á 33 nemendum í félagsfræði við Kaliforníu- háskóla í Northridge. Fengu þeir nemendur, sem fengu kennslu um alnetið, að jafnaði 20% hærri einkunnir en þeir sem sóttu tíma í háskólanum. Þá kom einnig í ljós að hópur- inn, sem nýtti sér alnetið, varði lengri tíma í námið, skildi námsefnið betur og vann betur saman. Enginn náms- mannanna vissi að þeir væru þátttakendur í tilraun. Jerald Schutte, sem fram- kvæmdi rannsóknina, telur skýringuna á því að hópvinna alnetsnemanna var árangurs- ríkari vera þá að þeir hafi talið það nauðsynleg tengsl við námið þar sem þeir sóttu ekki tíma. Helmingur nemendanna sótti kennslu einu sinni í viku um 14 vikna skeið, en hinn helmingurinn hittist einungis í upphafi annar og við lok hennar. Alnetsnemarnir nýttu sér tölvupóst þegar þeir unnu saman og ræddu saman viku- • lega á spjallrásum alnetsins með aðstoð Schutte.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.