Morgunblaðið - 30.01.1997, Page 6

Morgunblaðið - 30.01.1997, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ f- FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SKURINN við Valshamar fylltist af aur og varð Valdimar Ottósson fyrir töluverðu tjóni. Skaflar í giljum breyttust í krapa FLÓÐIN sem féllu á Bildudal á mánudagskvöld voru krapa- og aurflóð sem komu úr tveimur giljum í Bíldudalsfjalli, Búðargili og Gilsbakkagili. Mjög svip- uð flóð féllu úr þessum giljum árið 1959 en þá voru líkar aðstæður og nú. Að sögn Kristjáns Jónassonar, yfirmanns snjó- flóðavarna Veðurstofu íslands, var suðvestanátt ríkj- andi um helgina og þá skefur gjarnan meiri snjó í þessi gil en önnur gil á Vestfjörðum. A þriðjudag kom síðan hláka, 3-4 stiga hiti ogtöluverð rigning. Við það hefur snjórinn í giljunum blotnað og breyst í krapa sem féll niður hlíðina um kvöldið. Kristján sagði aðspurður að enginn sérstakur við- búnaður hefði verið á vegam Veðurstofunnar vegna flóðahættu í Bíldudal. Krapaflóð væru einnig tilviljun- arkenndari en snjóflóð og því erfiðara að sjá þau fyrir. Rýmingarkort í vinnslu Ekki liggur enn fyrir rýmingaráætlun fyrir Bildudal en verið er að vinna að gerð svokallaðra rýmingarkorta fyrir staðinn. Kristján sagði að þótt ekki væri vitað til þess að stór snjóflóð hefðu fallið þar, væri slíkt ekki óhugsandi því stórar skálar væru efst í giljunum í fjallinu, og þar gæti vel safnast fyrir mikill snjór. Aur- og krapaskriður hafa fallið nokkrum sinnum á þorpið á Bíldudal en ekki valdið manntjóni Stærsta skríðan féll árið 1959 AUR- og krapaskriður hafa nokkr- um sinnum fallið á Bíldudal, þær stærstu árið 1959. Þessar skriður hafa aldrei valdið manntjóni svo vitað sé. Hins vegar hefur eigna- tjón oft orðið talsvert. Snjóflóð hafa fallið þar tiltölulega sjaldan og valdið frekar litlu tjóni, að því er marka má af heimildum. Samkvæmt ritinu Skriðuföll og snjóflóð eru fyrstu heimildir um skriðuföll á þessum stað Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar, þar sem segir frá karli sem bjó í kofa á Haganesi, andspænis kaupstaðn- um á Bíldudal. Hann falaði kjöt af bóndanum á Hóli en fékk ekki og hafði þá í heitingum. Síðar um veturinn hljóp skriða yfir fjárhúsið á Hóli og bóndinn missti þar allt fé sitt. Talið er að þetta hafi gerst 1797. Árið 1902, hinn 15. janúar, kom skriðuhlaup niður úr gili fyrir ofan Bíldudal og varð þar fyrir nýbyggt hús sem eyðilagðist. Engan sakaði en maður sem svaf í húsinu slapp út. Þijár aurskriður féllu á Bíldudal 22. desember 1931 og ollu skemmdum á húsum, túnum og görðum og brutu raf- veitustólpa. Samkvæmt Morgun- blaðinu flúði fólk úr húsum sem skriðan lenti á. 100 metra breið skriða Stór aur- og vatnsskriða féll úr Búðargili ofan við Bíldudal 17. febrúar 1959 að undangenginni stórfelldri rigningu og asahláku. Var breidd auröldunnar 80-100 metrar. Skriðan stefndi á spenni- breytistöð fyrir rafleiðsluna til Bíldudals en klofnaði og fór meg- inhluti flóðsins framhjá stöðinni og sópaði burtu 50-60 metra veg- arkafla. Flóðið streymdi síðan á þorpið og fór þar yfir margar húsalóðir og færði á þær allt að hnédjúpan aur, mest á svæðinu frá Kurfubletti til Valhallar utarlega í þorpinu. Þá flæddi inn í nokkur hús. Flóðið fór áfram til sjávar og leirlitaði allan voginn. Annað áþekkt hlaup kom úr Gilsbakkagili. Það flæddi yfír nær- liggjandi tún og inn í íbúðarhúsið á Sælandi. Talið var augljóst að skriður hefðu faliið úr hlíðum gilj- anna og stíflað vatnsrennslið, þar til vatnsþunginn ruddi öllu fram. Árið 1968, aðfaranótt 25. ág- úst, féllu að minnsta kosti 6 aur- og gijótskriður í Arnarfirði. Tvær þeirra féllu úr fjallinu ofan Bíldu- dals. Önnur olli ekki tjóni en hin fór þvert í gegnum þorpið og olli miklum landspjöllum. Hún var um 30 metra breið, fór fyrst yfír all- stórt tún, niður milli tveggja ný- byggðra einbýlishúsa, þá yfír aðal- götu bæjarins, framhjá húsinu Lækjarmóti og niður í fjöru. Skrið- an þakti tún aur og gijóti og eyði- lagði girðingar. Gijótskriða féll úr fjall- inu ofan Bíldudals í árslok 1971. Þá losnuðu björg í um 700-800 metra hæð og eitt þeirra, sem var um 4 tonn að þyngd, valt nið- ur fjallið á húsið Ás, sem var eitt af efstu húsunum í þorpinu. Bjarg- ið endaði upp í rúmi húsráðenda, sem voru til allrar hamingju stadd- ir í eldhúsinu. Húsið stórskemmd- ist. Hin björgin voru ekki eins stór og ullu ekki spjöllum en eitt þeirra stöðvaðist á túni skammt frá fjár- húsum. Tvær aurskriður féllu á Bíldudal 19. nóvember 1976 og komu báð- ar úr gili í fjallinu ofan við bæinn. Fyrri skriðan féll á milli tveggja húsa en sú seinni, sem var stærri, fór yfír blómagarð og lóðir og nið- ur aðalgötuna. Varnargarður sem hlaðinn var nokkrum árum áður tók meginhlutann af skriðunum og fleytti þeim meðfram fjallsrót- Aldrei orðið manntjón svo vitað sé Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir UMMERKIN eftir krapa- og aurflóðið úr Gilsbakkagili sjást vel á myndinni og hvernig flóðið fór á milli íbúðarhúsa. Meginhluti þess stöðvaðist við þjóðveginn en það hefði annars valdið meira tjóni. Bíldudalsfjalli 22. október 1985. Skriðurnar féllu á varnargarð ofan Bíldudals en garðurinn náði ekki nógu langt fram dalinn svo aurflóð fór út fyrir hann og niður á milli tveggja húsa, yfír þrjár lóðir við Dalbraut og síðan niður í sjó. Engar skemmdir urðu á húsum j og fólk var ekki í hættu. Snjóflóð 1969 Eldri heimildir greina ekki frá snjóflóðum á Bíldudal. Það fyrsta, sem segir frá í bókinni Snjóflóð og skriðuföll, féll í mars 1969 á íbúðarhús í framanverðu þorpinu og fyllti af snjó. Ung hjón bjuggu í húsinu og vöknuðu þau ekki fyrr en snjórinn var kominn að rúmum þeirra. Árið 1981, í miklu vatnsveðri 26. janúar, féll snjóflóð úr Búðarg- ili á aðveitustöð Rafveitunnar og eyðilagði spenni. Tveimur árum síðar, einnig í janúar, féll snjóflóð vatni blandað úr Búðargili og tók tvö fjárhús með 60 kindum. Einn- ig féll flóðið á raflínu og braut staura. Morgunblaðið/Golli SNJÓFLÓÐASÉRFRÆÐINGAR frá Veðurstofu íslands skoðuðu flóðið og upptök þess í gær. Hér er einn þeirra, Jón Gunnar Egilsson, að mynda afleiðingarnar. um. Engar skemmdir urðu á hús- uð var úr bænum fyllti tæplega um en mikið tjón varð á görðum 200 bílhlöss. og girðingum. Leðjan sem hreins- Margar aurskriður féllu úr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.