Morgunblaðið - 30.01.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Félagsfundur í
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
Viðskipti með mjólk-
urkvóta verði óbreytt
Eyjafjarðarsveit.
A ALMENNUM félagsfundi
Búnaðarsambands Eyjafjarðar í
vikunni var samþykkt ályktun þar
sem lagt er til að viðskipti með
mjólkurkvóta verði með sama
hætti og undanfarin ár, þ.e. ftjáls
viðskipti milli bænda. Með því
skapist möguleikar á hagræðingu
í greininni, framleiðendum gefst
færi á að auka framleiðslu sína ef
aðstæður eru fyrir hendi.
Formaður Landssambands kúa-
bænda sagðist, í samtali við Morg-
unblaðið í vikunni, hafa lagt til
breytingar í þá veru að allur laus
kvóti færi í einn pott, t.d. hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins og þar
gætu menn boðið í hann. Á fundi
BSE kom hins vegar fram sú skoð-
un að áðumefndar breytingar yrðu
til þess að hækka verð á kvótanum.
Lægri laun bænda
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtaka ís-
lands, var frummælandi á fundin-
um og fjallaði hann m.a. um stöðu
mála og framtíðarhorfur í landbún-
aði. Einmg svaraði hann fjölmörg-
um spurningum fundargesta.
Félagsfundur BSE telur jafn-
framt ljóst að framleiðnikrafa í
landbúnaði sem samið var um í
búvörusamningnum hafi fyrst og
fremst komið fram í lægri launum
bænda sjálfra, enda mjög erfitt að
auka framleiðni á tímum samdrátt-
ar í framleiðslu. Ekki hafi náðst
fram nein veruleg lækkun á kostn-
aðarliðum, svo sem rekstrarliðum
og þjónustu. Á sama tíma eru sí-
fellt auknar gæðakröfur gerðar til
framleiðslunnar. Fundurinn skorar
á BÍ að vinna að bættum kjörum
bænda m.a. með leiðréttingu af-
urðaverðs og því að leita leiða til
lækkunar á aðföngum sem ná
mætti fram m.a. með breyttri
skiptingu kostnaðar milli afurða-
stöðva og framleiðenda.
Á fundinum kom jafnframt fram
að meðal hækkun áburðaverðs milli
ára sé um 7% og skoraði fundurinn
á stjóm Kaupfélags Eyfirðinga að
selja áburð á sama verði og best
býðst annars staðar á landinu.
Opið hús í Há-
skólanum á Akureyri
FORSETI íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, og eiginkona
hans, frú Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir, verða heiðursgestir á
opnu húsi Háskólans á Akureyri
næstkomandi laugardag, 1. febr-
úar. Tíu ár verða í haust liðin frá
stofnun háskólans og verður þess-
ara timamóta minnst með marg-
víslegum hætti á árinu.
Setningarathöfn hefst í Odd-
fellowhúsinu við Sjafnarstíg kl.
10.15 en þar verður m.a. kynning
á framtíðaráætlunum um upp-
byggingu háskólans sem og á
alþjóðastarfí hans.
Húsakynni háskólans við Þing-
vallastræti 23, Glerárgötu 36 og
í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg
standa almenningi opin frá kl. 11
til 17 og munu deildir kynna
starfsemi sína með fyrirlestrum,
tilraunum og sýningum auk þess
að bjóða gestum að taka þátt í
umræðum og athugunum.
Bókasafn háskólans kynnir
tölvuvædda upplýsingaleit, m.a.
af geisladiskum og alnetinu og
fer sú kynning fram í Þingvalla-
stræti. Fræðsluerindi verða flutt
um tölvuþjónustu, upplýsingaleit
og stefnu í málefnum bókasafna.
Blóðþrýstingur mældur
Heilbrigðisdeild kynnir sýna
starfsemi einnig við Þingvalla-
stræti. Flutt verða sex stutt er-
indi, m.a. um heilbrigði, virkni
ónæmiskerfisins, heilbrigða með-
göngu, gigt og streitu og hvort
heilbrigði sé háð stétt og stöðu.
Fyrirlestrarnir verða fluttir frá
kl. 11 tii 13.30 í stofu 21. Gestum
gefst kostur á að fá mældan blóð-
sykur, blóðþrýsting og fleira og
verður unnt að fylgjast með
vinnubrögðum við hjúkrun.
Leikskólabraut
er nýjung
Kennaradeild kynnir nýjung í
háskólanámi hérlendis, leikskóla-
braut sem hóf starfsemi síðastlið-
ið haust og fer sú kynning fram
í stofu 25 á 2. hæð í Þingvalla-
stræti. Fluttir verða tveir fyrir-
lestrar á vegum deildarinnar,
annar um söguvitund íslenskra
unglinga og um rannsóknir á fá-
mennum skólum, sá fyrri hefst
kl. 14 en sá síðari kl. 15. Þá gefst
gestum kostur á að fylgjast með
eðlisfræðitilraunum.
Djúpsteikt fiskroð
Rekstrar- og sjávarútvegs-
deildir kynna sína starfsemi með
sameiginlegri dagskrá i Glerár-
götu. Nemendur kynna verkefni,
aðstoða gesti við að nota tölvur
og bjóða upp á nýstárlegar veit-
ingar, t.d. djúpsteikt fískroð.
Flutt verða allmörg stutt erindi.
I öllum kennslustofum verða
kynningar á námsgreinum, s.s.
framleiðsiu- og vöruþróun, skipa-
og veiðitækni, markaðs- og sölu-
fræði, gæðastjórnun, matvæla-
greinum, líf- og fiskifræði og
upglýsingatækni.
Ókeypis strætisvagnaferðir
verða á hálftíma fresti milli Gler-
árgötu, Sjafnarstígs ogÞingvalla-
strætis.
VIS gefur
leikskól-
um neyð-
arljós
HÉÐINN Emilsson frá Vá-
tryggingafélagi Islands afhenti
Valgerði Magnúsdóttur félags-
málastjóra Akureyrarbæjar
neyðarljós sem sett verða upp
í öllum leikskólum á Akureyri
innan tíðar. Afhending neyðar-
ljósanna fór fram á elsta leik-
skóla bæjarins, Pálmholti.
Héðinn sagði að við áhættu-
skoðun á vegum félagsins hafi
komið í ljós að Ieikskólar og
starfsmenn þeirra eru vanbúnir
að mæta neyðarástandi komi
upp eldsvoði í vondu veðri og
myrkri. Við slíkar aðstæður
fari rafmagnið af. Neyðarljós,
sem kviknar á við rafmagns-
leysi og að til staðar sé vel æfð
björgunaráætlun séu nauðsyn-
leg hveijum leikskóla. VÍS hef-
ur einnig látið sérprenta björg-
unaráætlun sem hönnuð var
m.a. í samráði við Landssam-
band slökkviliðsmanna þar sem
fram koma leiðbeiningar til
kennara og starfsfólks komi til
hættuástands.
Héðinn vænti þess að fram-
tak VIS myndi í nánustu fram-
tíð leiða til þess að lögboðið
yrði að setja neyðarljós upp í
öllum leikskólum.
Valgerður og Tómas Búi
Böðvarsson slökkviliðsstjóri
voru afar þakklát gjöfinni enda
kemur hún í góðar þarfir.
Morgunblaðið/Kristján
TÓMAS Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sýnir Berglindi,
Sunnevu, Eggert og Atla Rafni neyðarljósin.
Morgunblaðið/Kristján
Virkið
skreytt með
jólatijám
ÞÓTT flestar götur á Akureyri
séu auðar eftir hlýindakaflann
síðustu daga eru enn snjóskafl-
ar víða eftir snjóruðningstæki.
Börnin kunna vel við sig í snjón-
um og þau Hákon, Brynleifur
og Sunna voru einmitt búin að
gera virki í góðum skafli við
Víðilund. Sunna hafði komið
sér fyrir í djúpri holu en strák-
arnir voru að skreyta virkið
með jólatrjám.
Dalvíkurprestakall
Magnús G.
Gunnarsson
hiaut kosn-
ingu
MAGNÚS Gamalíel Gunnarsson
hlaut lögmæta kosningu sem sókn-
arprestur í Dalvíkurprestakalli á
kjörmannafundi sem haldinn var á
mánudagskvöld.
Fimm sóttu um stöðuna sem
losnaði þegar sr. Jón Helgi Þórar-
insson var ráðinn sóknarprestur í
Langholtskirkju. Þeir voru sr. Arn-
aldur Bárðarson, sóknarprestur á
Raufarhöfn, sr. Stína Gísladóttir
sóknarprestur í Breiðabólstaðar-
prestakalli í Húnavatnssýslu og
guðfræðingarnir Bára Friðriksdótt-
ir og Sveinbjörg Pálsdóttir.
Hafi að minnsta kosti 25% sókn-
arbarna ekki beðið um almenna
kosningu innan viku verða gögn
send suður á biskupsstofu og geng-
ið frá ráðningu Magnúsar í stöðu
sóknarprests í Dalvíkursókn.
Magnús er fæddur 24. október
1958 í Wuppertal í V-Þýskalandi.
Hann er sonur Gunnars Magnús-
sonar og Guðrúnar Hrannar Hilm-
arsdóttur. Magnús ólst upp í
Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund árið
1980 og guðfræðiprófi í febrúar
1989 og vígðist þá til ísafjarðar,
en 1. september sama ár var hann
kjörinn sóknarprestur í Hálspresta-
kalli, en um áramót 1990 til 1991
tók hann einnig við Staðarfells-
prestakalli.
Eiginkona Magnúsar er Þóra
Ólafsdóttir Hjartar, leikskólakenn-
ari. Þau eiga tvo drengi, Gunnar
Örn 9 ára og Svavar Þór 5 ára.
í Háskólanum á Akureyri
laugardaginn 1. febrúar 1997
Deildir háskólans kynna starfsemi sína í Glerárgötu 36, Þingvallastræti 23 og
Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Opið hús stendur frá kl. 11.00 til 17.00.
Allir eru velkomnir.
£_ Opið hús
lÁRIfhl irvlrvi A
hAskúunn
A AKUBEYBI