Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 20
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 Kosningamar í Tsjetsjníju Basajevjátar ósigur og snýr sér að viðskiptum Gronsí. Reuter. SHAMIL Basajev, einn helsti leið- togi skæruliða í Tsjetsjníju og harðlínumaður í sjálfstæðisbaráttu landsmanna, viðurkenndi í gær ósigur sinn í forsetakosningunum, sem fram fóru fyrr í vikunni. Jafn- framt lýsti Basajev yfir því að hann myndi una niðurstöðum kosning- anna og sigri Aslans Maskhadovs. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hlaut Maskhadov 64,8% greiddra atkvæða í kosningunum á mánudag en Basajev 22,7%. Starfandi forseti Tsjetsjníju, Zeli- khan Jandarbajev, var í þriðja sæti og hafði hlotið rúm 10% at- kvæða. Tölvurnar heilla Basajev, sem er 32 ára og Rúss- ar telja hættulegasta hryðjuverka- mann á rússnesku landsvæði, kunngerði að hann hygðist ekki andæfa stjórn Maskhadovs, mannsins sem verið hefði leiðtogi hans í sjálfstæðisstríðinu gegn Rússum. Vísaði hann á bug öllum fullyrðingum um klofning í rcðum skæruliðaleiðtoganna, sem háðu harða baráttu um forsetaembættið er oftar en ekki einkenndist af persónulegum árásum og svika- brigslum. Basajev lét þess og getið að hann hygðist hætta afskiptum af stjóm- málum og snúa sér að tölvuviðskipt- um. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir honum. Ég mun snúa mér að mínum einkamálum og láta til mín taka í viðskiptum, tölvuviðskipt- um.“ Basajev lét þessi orð falla í höfuðstöðvum sínum í Minutka- hverfínu í Grozní en sá hluti borgar- innar er rústir einar eftir átök skæruliða og rússneska hersins. Sterk staða Fréttaskýrendur eru almennt þeirrar hyggju að Aslan Maskhadov geti verið stoltur af sigri sínum og þeim árangri sem hann hafí náð í sjálfstæðisbaráttunni. Tsjetsjenar njóti samúðar heimsbyggðarinnar vegna þeirra fórna sem þeir hafí þurft að færa í sjálfstæðisbarátt- unni, sem kostað hefur tugi þús- unda mannslífa. Þá hafi þeim tekist að niðurlægja rússneska herinn og nú sé kominn fram á sjónarsviðið sterkur leiðtogi þjóðarinnar, sem kosinn hafí verið í kosningum er njóti alþjóðlegrar viðurkenningar. Milosevic vill viðræður Belgrad. Reuter. SLOBODAN Milosevie, forseti Serbíu, segir, að viðræður séu leið- in til að leysa deiluna um kosninga- svik og er sammála því, að ofbeldi komi að engu gagni. Kom þetta fram hjá ígor ívanov, fyrsta aðstoð- arutanríkisráðherra Rússlands, í gær. Ivanov, sem ræddi við Milosevic í fyrradag, sagði, að deilan um niðurstöðu sveitarstjórnarkosning- anna í Serbíu væri innanríkismál og því hefði það ekki verið hans hlutverk að miðla málum, aðeins að lýsa áhyggjum með ástandið í landinu. „Milosevic fullvissaði mig um, að tillögur um lausn deilunnar væru væntanlegar og væri þar gert ráð fyrir viðræðum við öll stjórnmáia- samtök í landinu," sagði ívanov. ívanov gagnrýndi ýmis Evrópu- ríki fyrir að reyna að hafa áhrif á þróun mála í Serbíu á sama tíma og þau neituðu landinu um aðild að stofnunum á borð ÖSE, Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu, og Evrópuráðinu. Lokadagar útsölnnnar VffiFLWJOiVI 1. febrúar í Bláu húsin við Suðurlandsbraut 54 (Exo húsgögn flytur) oýQdmsljés Krínglan, sími 568-9511 Reuter ÁTTRÆÐ rússnesk kona grætur er hún þiggur ölmusu í rústum Grozní, höfuðstaðar Tsjetsjnyu. Átökin í borginni bitnuðu ekki síður á Rússum búsettum þar en Tsjetsjenum og algengt er að betlarar eigi allt sitt undir náungakærleik þeirra sem studdu Aslan Maskhadov, hinn nýkjörna forseta Tsjetsjnyu. Nýr kanslari Austurríkis Aukín atvinna og hlutleysi sett áoddinn Vín. Reuter. VIKTOR Klima, sem á þriðjudag tók við embætti kanslara Austur- ríkis af Franz Vranitzky, hélt í gær jómfrúarræðu sína á þingi og hét því að beijast gegn atvinnuleysi um leið og hann hygðist leggja áherslu á hlutleysi Austurríkis. Vamarmál hafa löngum verið viðkvæm í Austurríki og sagði Klima að ekki yrði nein breyting á 41 árs hlutleysi landsins án víð- tæks stuðnings almennings. Endalok kalda stríðsins, inn- ganga í Evrópusambandið og kröf- ur fyrrverandi Varsjárbandalags- ríkja, sem liggja að Austurríki, um að aðild að Atlantshafsbandalag- inu hafa verið kveikja að líflegum umræðum um hlutleysið, sem er kveðið á um í stjómarskrá Austur- ríkis. Eldraun Klima í stjórnmálum var í embætti fjármálaráðherra, þar sem hann þurfti að leggja ríka áherslu á aðhald og sparnað í fjár- lögum við litlar vinsældir almenn- ings. Hann sagði í gær að ekki yrði dregið úr aðhaldi, en hins veg- ar ætlaði hann ekki að missa sjón- ar af þeim, sem minna mættu sín í þjóðfélaginu. „Ríkið ætti að vera til staðar til að gegna skyldum sínum þegar hinn frjálsi markaður bregst,“ sagði Klima. Klima er 49 ára gamall og átt- undi kanslari Austurríkis frá því að annað Iýðveldið var stofnað árið 1945. Hann tekur við Austurríska Reuter VIKTOR Klima, kanslarí Austurríkis, flytur sína fyrstu ræðu í embætti í austurríska þinginu. jafnaðarmannaflokknum (SPÖ) á viðkvæmum tíma. Flokkurinn hef- ur ekki notið minna fylgis frá stríðslokum og innan hans er ágreiningur um allt frá einkavæð- ingu til hlutverks Austurríkis í al- þjóðlegu varnarsamstarfi. Her Burundi vænd- ur um fjöldamorð Genf. Reuter. HER Burundi, sem hrifsaði völd á liðnu ári, hefur myrt þúsund menn frá upphafí desembermánaðar sam- kvæmt yfírlýsingu, sem mannrétt- indaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna gaf út í gær. Þar sagði að morðin bæru því vitni að ofbeldi væri að færast í aukana í átökum hersins, þar sem Tútsar hafa tögl og hagldir, og skæruliða úr röðum Hútúa, sem eru í meirihluta meðal íbúa landsins. I yfírlýsingunni sagði að skæru- liðar Hútúa_ hefðu einnig framið fjöldamorð. Á sama tíma hefðu þeir myrt 58 menn. Að sögn mannréttindaskrifstof- unnar hefur herinn undanfarið fylgt þeirri stefnu að flytja bændur úr röðum Hútúa með valdi og hvor- ir tveggja, herinn og skæruliðar aukið notkun jarðsprengja. Sagði að mesta ódæðisverkið hefði verið framið 2. og 3. desem- ber þegar hermenn myrtu 700 manns á Kayanza-svæðinu. Herinn neitar ætíð að hafa myrt Hútúa og kennir skæruliðum um fjöldamorð. Tútsar eru aðeins fjórð- ungur íbúa Burundi og þeir óttast að verða þurrkaðir út gefí þeir eftir völd í hernum. Shkele beðinn um að mynda stjórn GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, fól Andris Shkele forsætisráðherra, sem í liðinni viku sagði af sér, að mynda nýja stjórn. Shkele sagði af sér í fússi eftir að Ulmanis hafði skorað á þingið að hafna nýjum fjár- málaráðherra, sem forsætis- ráðherrann studdi. Shalikashvili hyggst hætta JOHN Shalikashvili, yfírmað- ur bandaríska herráðsins, hef- ur tilkynnt William Cohen vamarmálaráðherra að hann hyggist láta af störfum í sept- ember, að því er sagði í til- kynningu frá Bandaríkjafor- seta í gær. Shalikashvili hefur gegnt starfínu í tvö tveggja ára tíma- bil og er ákvörðun hans í sam- ræmi við hefðbundna setu yfír- manna herráðsins. Enginn hershöfðingi hefur gegnt þessu starfi lengur en fjögur ár. Shalikashvili er sextugur og fæddist í Varsjá í Póllandi. 50.000 naut- gripum verði slátrað HORST Seehofer, heilbrigðis- ráðherra Þýskalands, hvatti í gær til þess að öllum þýskum nautgripum, sem eru af bresku kyni, yrði slátrað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kúariðu. Talið er að um sé að ræða 50.000 gripi. Ótti við kúariðu hefur magnast í Þýskalandi eftir að sjúkdómurinn greindist í kálfí sem talið er að hafi fæðst í Þýskalandi, og 41 árs gömul kona lést af sjúkdómi, sem hefur verið rakinn til kúariðu. Leiðtoga- fundur vegna gíslamáls RYUTARO Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, og Al- berto Fujimori, forseti Perú, ætla að sögn japanskra emb- ættismanna að eiga fund í Toronto í Kanada á laugardag til að ræða leiðir til að fá lausa 72 gísla, sem nú hafa verið í haldi hjá perúskum skærulið- um í bústað japanska sendi- herrans í Lima í sex vikur. Sagt var að ákveðið hefði verið að þeir hittust í hlutlausu landi og Kanada orðið fyrir valinu. 30 farast í bruna í Kína TALIÐ er að a.m.k. 30 manns hafi beðið bana og tugir manna slasast þegar mikill eldur kviknaði í hóteli í borg- inni Changsha í Hunan-héraði. Sagt var að hundrað menn hefðu verið lagðir á sjúkrahús. Starfsmaður sjúkrahúss í Hunan-héraði sagði að verið gæti að allt að 200 manns hefðu farist í brunanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.