Morgunblaðið - 30.01.1997, Side 31

Morgunblaðið - 30.01.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 31 s + Halldór Ágúst Gunnarsson var fæddur í Stykkis- hólmi 1. mars 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 23. janúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Gunnar Halldórs- son, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir, f. 1891, d. 1982. Halldór kvæntist 26.12. 1942 Brynd- ísi Helgadóttur frá Akureyri. Þau eignuðust sjö börn sem eru: 1) Auður Gunn- ur, f. 21.8. 1940, gift Halldóri Guðmundssyni, þau eiga þrjú börn. 2) Helga, f. 15.9. 1942, gift Auðuni S. Hinrikssyni og eiga þau fjögur börn. 3) Hugr- ún, f. 24.3. 1945, gift Andr- Elsku pabbi. Nú er lokið þinni hetjulegu baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Það er sárt að hugsa til þess að þú ert ekki lengur hjá okkur. Þú varst stolt okkar allra. Þegar við fórum í heimsókn til þín eða við fengum þig í heimsókn fræddir þú okkur um allt mögulegt og slóst á léttu strengina. Gaman- semin sat í fyrirrúmi. Þú varst mik- ill listamaður í eðli þínu og ber þar hæst ljósmyndaáhugann. Þær eru ófáar myndirnar sem þú tókst, bæði úti í náttúrunni og við margs konar tækifæri okkur öllum til ánægju. Oft fórstu einsamall með rútu á Þingvöll á haustin til að taka myndir af haustlitunum. Þú varst duglegur við að senda okkur stækk- aðar myndir af ýmsu því sem fyrir augun bar og oft léstu fylgja með segulbandsspólu með fallegum lög- um. Tónlistaráhuginn var einnig mik- ill enda áttirðu mikið af plötum, geisladiskum og segulbandsspólum með góðri tónlist. Fyrr á árum var oft tekið lag á harmonikuna eða munnhörpuna. ési Garðarssyni, þau eiga tvö börn, auk þess sem Hugrún á fimm börn frá fyrra hjónabandi. 4) Halla, f. 5.11. 1947, gift Óskari Val- geirssyni, þau eiga fjögur börn. 5) Sig- rún, f. 23.8. 1949, gift Hilmari Krist- ensen. Sigrún á þrjú börn með Halldóri Georg Kristjánssyni sem lést 1987. 6) Gunn- ar, f. 6.9. 1950. 7) Sævar, f. 12.8. 1952. Hann á einn son. Þá átti Bryndís fyrir einn son, Svavar Orn, sem nú er látinn. Hann átti þrjú börn. Útför Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði og geymi allar hugljúfu minningarnar í hjarta mér. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Þín einlæg dóttir, Sigrún. Okkur langar hér í örfáum orð- um að minnast elskulegs afa okkar sem barðist við erfiðan sjúkdóm til síðasta dags. Á þessari stundu koma upp í hugann margar minn- ingar sem okkur er ljúft að geyma. Eins og þegar við vorum lítil hafð- ir þú gaman af að spjalla við okk- ur inn á segulband og geymdir svo spólurnar þar til við vorum fullorð- in og gafst okkur þær þá vel merkt- ar og skreyttar að þínum hætti. í þér bjó mikill listamaður sem ekki fékk að njóta sín til fulls. Alla af- mælisdaga mundir þú og sparaðir ekki símtölin til hamingjuóska, helst vildirðu koma og taka mynd- ir sem og þú gerðir í nokkur ár. Myndavélin var alltaf til taks, oftar en ekki þegar við komum í heim- sókn var tilvalið að taka myndir og skoða nokkur myndaalbúm og þá fylgdu gjarnan skemmtilegar sögur með, því alltaf var stutt í gamanið hjá þér. Þú varst mikill blómaunnandi og stundum var maður leystur út með græðlingum af kólus sem þið amma hélduð mikið upp á. Þú varst mikið fyrir fjölskyldu- og ættartengsl og stóðst fyrir nokkrum ættarmótum. Hvað þú varst ánægður þegar öll barnabörnin hittust fyrir rúmu ári, og þú varðst að koma og taka myndir af hópnum. En, elsku afi, það var svo erfitt og óréttlátt að sjá þig fara á þenn- an hátt, því þú áttir eftir að gera svo margt og ferðast svo mikið með henni Önnu vinkonu þinni, sem reynst hefur þér svo góð. Það er nú samt gott að þú þurftir ekki að þjást lengur og við trúum því að hún amma taki á móti þér. Svo veistu það, afi, að okkur þykir vænt um þig og við munum varð- veita minningu þína. Hvíl þú í friði. Elsku mamma, Guð gefi þér og systkinum þínum, Önnu og öðrum aðstandendum styrk til að taka á þessari miklu sorg. Þín afabörn, Margrét, Hinrik, Hulda Karen og Auðunn Sigurður Auðunsbörn. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á bijóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu i draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum, með óskir þær, er flup hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei ræst. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. Og hinzti geislinn deyr í djúpið, - en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Halldór við þökkum þér yndislegar samverustundir og vott- um um leið öllum ástvinum samúð okkar. Hrafnhildur og Helgi. HALLDÓR ÁGÚST GUNNARSSON Einnig var blómaáhuginn mikill. Sérstakt yndi hafðir þú af Kólus því hann sýnir svo marga liti. Þess vegna varstu ekkert hrifinn af grænblöðungunum mínum. Fjólu- blái liturinn þurfti helst að vera ríkj- andi. Ef ég gaf þér gjöf gætti ég þess alltaf að gleyma ekki fjólubláa litnum. Okkur þótti athyglisvert hversu minnugur þú varst á alla afmælis- daga, okkar barnanna, afabarn- anna og langafabarnanna, eins og hópurinn var orðinn stór. Það hefur áreiðanlega oft verið erfitt hjá þér, pabbi minn, að sjá fyrir þínum stóra barnahóp. En þér var lagið að kenna okkur húsreglurnar og enginn mátti svíkjast um við uppvaskið. Snyrti- mennska varð að sitja í fyrirrúmi enda varstu snyrtimaður sjálfur. Yfirleitt varstu harður á að útivist- artími væri virtur en stundum var hægt að fara samningaleiðina. Hjálpsamur varstu þegar á þurfti að halda og fljótur varstu til ef mála þurfti íbúðina hjá okkur. En þú vildir hafa áhrif á litavalið og varst ekki alltaf sáttur við það sem við völdum. Elsku pabbi, missir þinn og okk- ar var mikill þegar mamma dó. Nú er ykkar beggja sárt saknað. En þú kynntist yndislegri konu, Önnu, og áttir með henni góðar stundir. Þið áttuð svo mörg sameiginleg áhugamál. Þú barst mikla virðingu fyrir henni. Okkur þótti gott að vita af þér í návist hennar. Ég sendi starfsfólki á deild 7A á Borgarspítalanum hugheilar kveðj- ur með þakklæti fyrir þann styrk sem okkur var veittur. Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni og ráð. Nú er mér, Jesú, þörf á þér, Þér hefi ég treyst í heimi hér. (H.P.) + Guðný Briem Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júni 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að- faranótt 25. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lára Jónsdóttir, f. 27.6. 1898, d. 16.8. 1960, og Haraldur Briem Bjömsson, f. 7.2. 1902, d. 17.3. 1930. Guðný á þrjá eldri bræður, Bjöm, f. 1923, Jón, f. 1924, Magnús, f. 1926, og yngri bróð- ur, Jón Aðalstein, f. 1934. Guðný giftist í febrúar 1947 Konráði Guðmundssyni veit- ingamanni. Þau byijuðu bú- Fallinn er frá einstakur Ijúfling- ur, nokkur kveðjuorð til hennar. Ég bjó í sama húsi og hún frá árinu 1989. Þá fluttu þau hjónin, Guðný og Konráð, í húsið við Há- teigsveg 15 og voru þau bæði ákaf- lega áhugasöm að snyrta og fegra lóðina og annað sem tilheyrði eign- inni. Guðný var ávallt áhugasöm um garðyrkju og um garðinn okkar hugsaði hún betur en ég, þótt hún væri orðin mikill sjúklingur síðast- liðin fimm ár. Hennar heímili var afskaplega notalegt, öll hennar snyrtimennska og fallega handa- skap sinn á Akur- eyri en fluttu fljót- lega til Siglufjarðar og síðar um 1952 til Reykjavíkur. Böm þeirra em: 1) Har- aldur f. 1946, bú- settur í Reykjavík, sonur hans er Magnús Bjöm, f. 1977. 2) Björg Hulda, f. 1953, gift Gesti Ó. Sigurðs- syni, bömin em þrjú, Edgar Konráð Gapunay, f. 1975, Guðný Björg, f. 1986, og Sigurður Magnús, f. 1988. Útfór Guðnýjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. vinna var henni mikið til sóma. Kyrrlát og hljóðlát var hún Guðný mín. Þakka ég góða samveru sem aldrei féll skuggi á. Innilega samúð votta ég börnum og aðstandendum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Pálína Þorleifsdóttir. GUÐNÝ BRIEM HARALDSDÓTTIR t Elskulegur faðir okkar, VILHJÁLMUR KRISTINN HALLGRÍMSSON, fyrrv. rafvirkjameistari, frá Felli í Mýrdal, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést 28. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir, Árni Vilhjálmsson. t Hjartkær eiginmaður minn, VALDIMAR F. GÍSLASON kaupmaður, Stangarholti 24, er látinn. Kristjana Þorsteinsdóttir. t Systir mín og frænka, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, áður til heimilis Reynimel 44, Reykjavík, andaðist á elliheimilinu Grund 28. janúar sfðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Gyða Þórðardóttir, Þórður Ág. Henriksson. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, GUNNAR ÓLAFSSON, Skaftahlfð 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi 28. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Inga S. Björnsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Sævar Snæbjörnsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MAGNEA SIGURÐARDÓTTIR, Meðalholti 14, Reykjavík, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 29. janúar. Sigurlín E. Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson, Þórir Magnússon, María Jóhannsdóttir, Gunnar H. Magnússon, Sigrún Geirsdóttir, Grétar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS BERGMANN VALDIMARSSON sjómannatrúboði, Pólgötu 6, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00. Guðbjörg S. Þorsteinsdóttir, Hermann Sigfússon, Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Sigfúsdóttir, Björn Gíslason, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Jón Víðir Njálsson, Þorsteinn Sigfússon, Rósa Kjartansdóttir, Jóhann Sigfússon, Svanfríður Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.