Morgunblaðið - 30.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 35
FRÉTTIR
Námskeið í páskaföndri
DÓRA Sigfúsdóttlr heldur nám-
skeið fyrir eldri borgara í páska-
föndri 19. febrúar nk. i Risinu,
Hverfisgötu.
Einnig er Dóra til viðtals um að
Nefnd um
stuðning við
atvinnurekst-
ur kvenna
IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra
hefur skipað nefnd sem falið er að
kanna hvort og þá með hvaða hætti,
stjórnvöld geta stutt við atvinnu-
rekstur kvenna sérstaklega. Nefnd-
in tekur þegar til starfa og er ætlað
að skila ráðherra tillögum sínum í
haust.
í nefndina hafa verið skipaðar:
Jónína Bjartmars, lögfræðingur,
formaður, Ragnheiður Kristjáns-
dóttir, deildarsérfræðingur, iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneyti, ritari,
Jónína Benediktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri, Herdís Sæmundar-
dóttir, kennari, f.h. félagsmálaráðu-
neytis, Elísabet Benediktsdóttir,
f.h. Byggðastofnunar, Vigdís
Hauksdóttir, verslunarmaður og
Brynhildur Bergþórsdóttir, f.h. Iðn-
tæknistofnunar.
Til að leggja mat á þörf á slíkri
þjónustu hér á landi hefur iðnaðar-
og viðskiptaráðherra falið ofan-
greindri nefnd eftirfarandi hlut-
verk: Að kynna sér með hvaða
hætti staðið er að stuðningi stjórn-
valda við atvinnurekstur kvenna í
ýmsum nágrannalöndum okkar.
Sérstaklega er bent á Svíþjóð,
Kanada og verkefni á vegum ESB,
að leggja mat á þörf fyrir sértækar
aðgerðir á þessu sviði hér á landi
m.a. með könnun á viðhorfi kvenna
í fyrirtækjarekstri til þeirra, að skila
ráðherra áliti um hver þörfin fyrir
slíkar aðgerðir er hér á landi og sé
hún til staðar og að skila þá tillög-
um um með hvaða hætti standa
skuli að slíkum aðgerðum.
Nefndin skal hafa samvinnu við
atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni,
atvinnu- og iðnþróunarfélög, Afl-
vaka Reykjavíkur og aðra þá aðila
sem að stuðningi við atvinnulífið
koma. Hún skal skila ráðherra áliti
sínu og tillögum fyrir 1. október
1997.
Ræddu
kvennaþing SÞ
STJÓRN Landssambands sjálfstæð-
iskvenna og Sjálfstæðiskvennafélag
Arnessýslu héldu stjórnarfund laug-
ardaginn 18. janúar sl. í húsnæði
sjálfstæðismanna á Selfossi.
Síðdegis var haldinn opinn fundur
um kvennasamning Sameinuðu þjóð-
anna (CEDAW) er bannar alla mis-
munun gagnvart konum. Þrír lög-
fræðingar kynntu samninginn og
fjölluðu um einstök ákvæði hans:
Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisráðs, Lára V. Júlíus-
dóttir lögmaður og Sólveig Péturs-
dóttir alþingismaður.
í fréttatilkynningu segir: „í erind-
um sínum ræddu frummælendur
taka við hópum, 10 eða fleiri, í
páskaföndurgerð s.s. kransa á
hurðir, borðskraut ýmiss konar og
páskahænur. Upplýsingar veitir
Dóra Sigfúsdóttir, Sólvallagötu 39.
þennan mikilvæga samning sem ís-
land er aðili að og báru ýmis ákvæði
hans saman við íslensk lög, þ.ám.
jafnréttislögin. Almenn þátttaka í
umræðunum var mikil og greinilegt
er að samningurinn, sem fuilgiltur
var af íslands hálfu um miðjan síð-
asta áratug, hefur ýmislegt að
geyma er vekur athygli þeirra sem
hann skoða, sérstaklega með tilliti
til íslenskra laga. Fram kom á fund-
inum að ísland er eitt örfárra aðild-
arríkja Sameinuðu þjóðanna sem
ekki sá ástæðu til að setja neina
fyrirvara um samninginn og var sér-
staklega til þess tekið á fundinum á
Selfossi. Eitt þeirra atriða sem rædd
voru á fundinum var launamunur
kynjanna. Þrátt fyrir að ísland telj-
ist nokkuð framarlega í hópi þjóða
í jafnréttismálum er pottur brotinn
í því efni hér á landi þar sem slíkur
launamunur er viðurkennd stað-
reynd og þar með brot á Kvenna-
samningi Sameinuðu þjóðanna.“
Námskeið fyrir
almenning um
Internet
í VETUR verður boðið upp á tölvu-
námskeið fyrir almenning í verslun-
um Tæknivals hf. alla laugardaga
undir heitinu Lærðu á laugardögum.
„Viðfangsefni febrúarmánaðar
verður Internet. Fólki gefst kostur
á að kynnast upplýsingahraðbraut-
inni frá öllum hliðum. Byijað verður
á tveim námskeiðum um heimasíðu-
gerð, hið fyrra verður 1. febrúar nk.
og það seinna viku síðar. Næstu
laugardaga þar á eftir verður fjallað
um það hvernig á að umgangast
veraldarvefinn, reglur kynntar og
leiðbeint um almenna notkun.
Settar hafa verið upp litlar
kennslustofur í verslunum Tækni-
vals. Sérfræðingar flytja fyrirlestra
og verða fólki innan handar með
leiðbeiningum og sýnikennslu. Öllum
er heimil þátttaka án endurgjalds.
Fyrsta námskeiðið verður í verslun
Tæknivals, Skeifunni 17, Reykjavík,
laugardaginn 1. febrúar kl. 10.30
til 12 og sama dag í verslun Tækni-
vals, Reykjavíkurvegi 64, Hafnar-
firði kl. 12.30 til 14,“ segir í frétta-
tilkynningu.
LEIÐRÉTT
Rangur starfstitill
í FRÉTT um úrskurð samkeppnis-
ráðs í blaðinu í gær var sagt að
Guðmundur Sigurðsson væri lög-
fræðingur hjá Samkeppnisstofnun.
Það er rangt. Guðmundur er við-
skiptafræðingur að mennt og hefur
starfsheitið forstöðumaður sam-
keppnissviðs.
Rangur myndatexti
í frétt um þorrablót í Sólvangi í gær
birtist rangur myndatexti við mynd
af hjónunum Jóhönnu Rannveigu
Pétursdóttur og Bjarna Aðalgeirs-
syni á Mánárbakka. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Frábær
kaupaukatilboð
Vidbæfium viðl
VERSLANIR
LAUGAVEGI 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNN119 -!
5% staðgreiðsluafsláttur
MEÐAN BIR6ÐIR ENDAST!
• ■ . ,-v. ' . .
Isafjörður • Isafjörður • Isafjörður • ísafjörður
n x
á Isafirði
4
ísland að vetri býður
upp á fjölmarga
möguleika til afþreyingar
og skemmtunar.
Skíðaferðir, fjallaskoðun,
listalíf, matur, menning og
skemmtun. Fiugleiðir
innanlands bjóða flug, gistingu,
skemmtun og ævintýri á einstöku
Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa
og fyrirtæki.
Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér
í ógleymanlega helgarferð til ísafjarðar
með Flugleiðum innanlands.
Ísafjardarbær, gleður!
■ íiftljofðuf - RsykjiviV
Gjuugpflkki frú ki
14.230
• Flug fram og tii baka.
• Gisting í 2 nætur með
morgunverði.
• Afslóttarhefti og flugvall-
arskattur innifalinn.
Verð pr. mann.
Gjugghelgin 7.*A fubríiar
Ósvikið vestfirskt þorrablót
Boðið upp á stórskemmtilega helgar-
dagskrá frá föstudegi til sunnudags,
með ótal skemmtiiegum uppákomum:
• Siglingar
• Skíða- og sleðaferðir
• Þorrapizzur
•Tónleikar
• Hlaðborð til sjávar og sveita
• Smakkferð
X
n
r
nmtosFíucte iif.