Morgunblaðið - 30.01.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 30.01.1997, Síða 37
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 37 FRETTIR Hjörtur Nielsen flytur í nýtt húsnæði Hið íslenska k vikmy ndafræðafélag Karsten Fledelius flytur erindi KARSTEN Fledelius, lektor við Kaupmannahafnarháskóla flytur er- indi á vegum Hins íslenska kvik- myndafræðafélags í Norræna húsinu í dag fimmtudaginn 30. janúar kl. 20. Erindið nefnist: „Feature Film as a mirror of changing values“, („Leiknar kvikmyndir sem spegill breyttra viðhorfa"). Sýnd verða mynddæmi og erindið verður flutt á ensku. I rúmlega aldarfjórðung hefur Karsten sinnt kennslu og rannsókn- um á kvikmyndum, jafnt leiknum sem heimildakvikmyndum, m.a. með tilliti til heimildagildis þeirra, hvernig megi nota þær sem sagnfræðilegar heimildir, hvers konar viðhorf þær spegla og hvaða boðskap þær flytja áhorfendum. Fledelius er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og starfar við þá deild sem kennd er við Film- og medievidenskab. Áður vann hann við Sagnfræðistofnun sama skóla en Fledelius er miðaldasagnfræðingur og hefur lagt sérstaka áherslu á Býsanstímann. Fljótlega tók áhugi hans að beinast að kvikmyndum og hefur hann ritað greinar og bækur um kvikmyndir og sagnfræði, flutt fjöida fyrirlestra um efnið, haldið námskeið víða um heim og staðið framarlega í alþjóðlegu samstarfí á rannsóknasviði sínu, m.a. verið for- seti IAMHIST, International Assoc- iation for Audio-Visual Media in Hi- storical Research and Education. Karsten Fledelius er nú staddur á íslandi sem NORDPLUS gestakenn- ari í sagnfræði og hefur með höndum hluta af námskeiðinu „Sagnfræði og kvikmyndir" við sagnfræðiskor Há- skóla ísiands. Mótmæla seina- gangi samn- inganefndar A FUNDI trúnaðarmanna, stjómar °g kjararáðs Sjúkraliðafélags íslands yar eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur trúnaðarmanna, kjara- málanefndar og framkvæmdastjórn- ar Sjúkraliðafélags íslands, haldinn þriðjudaginn 28. janúar 1997, mót- mælir harðlega tregðu samninga- nefndar fjármálaráðherra og Reykja- víkurborgar til samninga við laun- þega. Trúnaðarmannafundur SLFÍ hafnar algjörlega hugmyndum fjár- málaráðherra og fulltrúa Reykjavík- urborgar um aukið forstjóraveldi til geðþóttaákvarðana um kjör starfs- tnanna sinna, án afskipta launþegar- hreyfingarinnar. Vísvitandi er að því stefnt með forstjóraveldi fjármála- ráðherra að afnema samræmda kja- rasamninga og afskipti verkalýðs- hreyfíngarinnar af starfskjörum og réttindum launþega. Fundurinn lýsir eftir afrakstrinum af góðærinu og að honum verði skipt réttlátlega. Góðæri sem ekki gefur tilefni til annarra hækkana en tveggja til þriggja prósenta hækkun- ar á lægstu laun eða u.þ.b. 1.300- 2.000 kr. hækkun á 65.000 kr. mán- aðarlaun er ekki afrakstur góðæris heldur áframhaldandi harðæri fyrir fjölda launþega. Trúnaðarmenn sjúkraliða benda á, að haldi sem horfír er ljóst að þjóðfélaginu er stefnt í harðar vinnu- deilur sem ekki verður séð fyrir end- ann á. Hugmyundir forsætisráðherra að kjarasamningar í góðæri gefi ekki tilefni til meira 2-3% hækkana á laun eru gjörsamlega óviðunandi. Afrakstur slíkra góðærishugmynda ráðherrans svara ekki væntingum launþega og leiðir fyrr en síðar til verkfalla með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Sjúkraliðar gera kröfu um skyn- samlega samninga, betri laun, lægri skatta, lækkun vaxta, samninga um aukinn kaupmátt. Sjúkraliðar kreij- ast þess að góðærið skili sér til þjóð- arinnar en ekki fárra útvalinna." VERSLUNIN Hjörtur Nielsen hef- ur flutt sig í bláu húsin við Faxa- fen, Suðurlandsbraut 52. í fréttatilkynningu segir að á þessu ári bjóði verslunin viðskipta- vinum sínum upp á þá nýbreytni að vera með mánaðartilboð í hverj- um mánuði. Á mánaðartilboðinu Hreyfimynda- félagið sýnir Stórir strákar gráta ekki HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ sýnir í samvinnu við Film Kontakt Nord norsku heimildarmyndina Stórir stákar gráta ekki eða „Big Boys Don’t Cry“ fimmtudagskvöld kl. 19 í Háskólabíói. Myndin segir frá nokkrum strák- um sem lent hafa í fangelsi fyrir afbrot, m.a. fíkniefnabrot, og segir frá því hvernig þeim tekst að fóta sig í meðferðinni innan veggja og utan. Á undan myndinni eru sýndar tvær stuttmyndir. Þorrafagnaður í Neskirkju HALDINN verður þorrafagnaður félagsstarfs aldraðra í safnaðar- heimili Neskirkju laugardaginn 1. febrúar kl. 15. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði auk hefðbundins þorramatar. Verði er mjög stillt í hóf eða 1.300 kr. og eru allir vel- komnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 551-6783 milli kl. 16 og 18 til föstudags. ■ LIONSKL ÚBBURINN Mun- inn stendur fyrir harmonikuballil föstudaginn 31. janúar nk. í Lions- heimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 21. Félagar úr Harmonikufélagi Reylqavíkur sjá um tónlistina og dansgólf staðarins er rúmgott. Allur ágóði af skemmtuninni fer í líknar- sjóð klúbbsins en hann hefur m.a. stutt við bakið á samtökum fatl- aðra, einstaklingum og fleiri sem þurft hafa á aðstoð að halda. Að- íranesevrir er 1.000 kr. Viö erum á vaktinni til 22.00 öll kvöld vlkunnar tCa LYFJA U Lágmúla 5 Sími 533 2300 verði viðskiptavinum boðið að kaupa vörur með góðum afslætti. Febrúarmánuður er fyrsti mánuð- urinn og þá er ný kristalslína boð- in með 20% afslætti auk fleiri smá- tilboða. Verslunin Hjörtur Nielsen hefur nú hafið sölu á Waterford kristalnum. Meðaltalshækk- un til bænda tæp 2% MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins: „Vegna frétta síðustu daga þar sem vitnað hefur verið í Hagtölur mánaðarins um að búvörur sem háð- ar eru verðlagsgrundvelli hafi hækk- að um 6,6% frá janúar 1996 til jan- úar 1997 vill Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins benda á eftirfarandi: Verð til bænda skv. gildandi verð- lagsgrundvelli 1. janúar 1996: Mjólk 1 ltr. 27,66, nautgripakjöt, kg 263,74, kindakjöt, kg 206,18 og slát- ur, stk. 189,02. Verð til bænda skv. gildandi verð- lagsgrundvelli 1. janúar 1997: Mjólk 1 ltr. 28,97, nautgripakjöt, kg 257,10, kindakjöt, kg 206,28 og slát- ur, stk. 178,75. Breyting í % milli ára er: Mjólk +4,74, nautgripakjöt -2,52, kindakjöt, kg +0,54 og slátur, stk. -5,43. Opinber verðlagning breyttist ekki á öðrum afurðum, þ.e. eggjum, kjúkl- ingum eða hrossakjöti. Að teknu tilliti til framleiðslu- magns af hverri afurð var vegin meðalhækkun til bænda á árinu 1996 tæplega 2%.“ Hádegisfundur og* ráðstefna um nýsköpun í atvinnulífi HALDINN verður hádegisfundur og ráðstefna í Háskóla íslands fímmtu- daginn 30. janúar sem ber yfírskriftina Nýsköpun, háskóli og atvinnulíf. Það eru Nýsköpunarsjóður námsmanna og Atvinnumálanefnd Stúdentaráðs sem standa að uppákomunum. Tilefnið er að laugardaginn 1. febr- úar verða Nýsköpunarverðlaun for- seta íslands afhent á Bessastöðum þar sem námsmanni/námsmönnum verða veitt heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi úrlausn á verkefni sem unnið var á vegum Nýsköpunar- sjóðs námsmanna sumarið 1996. Tilgangurinn með þessu er að vekja athygli á Nýsköpunarsjóði náms- manna og að vekja menn til umhugs- unar hvernig auka megi jákvætt sam- starf háskóla og atvinnulífs með sér- stöku tilliti til nýsköpunar. Hádegisfundurinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, kl. 12.10. Þar munu taka til máls Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Stefán Ólafs- son prófessor og Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri Sólar hf. Fundar- stjóri verður Baldur Þórhallsson. Ráðstefnan verður haldin í Þjóð- arbókhlöðunni kl. 15-18. Stærstum hluta ráðstefnunnar mun verða varið í hópstarf. Hópamir og hópstjórar verða eftirfarandi: Kennsla og undir- búningur fyrir vinnumarkaðinn. Hópstjóri: Jón Torfi Jónasson, for- seti Félagsvísindadeildar, Hvernig getur háskóli stuðlað að nýsköpun í atvinnulífí? Hópstjóri: Valdimar Kr. Jónsson prófessor og Hverju hefur Nýsköpunarsjóður námsmanna skil- að? Hópstjóri: Halldór Jónsson, deild- arstjóri rannsóknarsviðs. Að loknu hópstarfí munu verða pallborðsumræður. Ný stjórn Varðar AÐALFUNDUR Varðar - Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík var haldinn laugardaginn 25. jan- úar sl. að Hótel Sögu þar sem m.a. var kosið í nýja stjóm. í stjórn voru kosnir: Baldur Guð- laugsson, formaður, Ámi Sigfússon, Dagný Erna Lárusdóttir, Garðar Ing- varsson, Júlíus S. Ólafssop, Kjartan Gunnarsson, Sigurbjörg Ásta Jóns- dóttir og Sigurður M. Magnússon, meðstjómendur. Auk framan- greindra eru formenn sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík sjálfkjömir í stjórnina. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flutti Davíð Oddsson for- sætisráðherra ræðu. ■ HIÐ árlega þorrablót Bolvík- ingafélagsins verður haldið í Vík- ingasal, Hótel Loftleiða, laugar- daginn 1. febrúar. Hefð er fyrir því að konur mæti í íslenskum búningi á þorrablót sitt í heimabyggðinni. Gaman væri ef konur gætu viðhald- ið þeim sið á þorrablót Bolvíkingafé- lagsins; það er þó alls ekki skilyrði. STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT www.centrum.is/hanz Hanz, Kringlunni 8-12,s.5681925.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.