Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 19 ERLENT 20 falla í átökum nálægt Bogota Bogota. Reuter. TUTTUGU manns að minnsta kosti féllu í hörðum bardögum visntri- sinnaðra uppreisnarmanna og stjórnarhers Kólumbíu skammt fyr- ir utan höfuðborg landsins, Bogota, að sögn talsmanns stjómvalda. Bardagar hófust sl. föstudag í fjalllendi í Meta-héraði, um 50 km austur af Bogota. Lét stjórnarher- inn til skarar skríða umhverfis bæinn San Juanito skömmu eftir að samtök skæruliða, Byltingar- sveitir Kólumbíu (FARC), höfðu sleppt tveimur mönnum sem þau höfðu í haldi. Annar var kolumbísk- ur kaupsýslumaður og hinn fransk- ur vegaverkfræðingur. Stjórnarherinn sendi fótgöngu- liða á vettvang og beitti fallbyssu- þyrlum auk þess sem sprengjuflug- vélar létu sprengjum rigna yfir ætluð víghreiður skæruliða. Löngum hafa skæruliðar FARC og stjórnarher Kólumbíu tekist á en aldrei svo nálægt höfuðborginni. í gær var 40 hermanna enn sakn- að. Fjarskiptasamband við flokkinn rofnaði um miðjan dag sl. sunnu- dag. Fréttastofan Radionet sagði að a.m.k. 19 hermenn hefðu fallið og átta særst. Starfsmenn Rauða- krossins gengu fram á a.m.k. 20 lík hermanna skammt frá San Juan- ito á mánudag. Til bæjarins streymdu smábændur frá ná- grannaþorpum undan skothríð og sprengjuregni. Reuter Ný höll fyrir kanslarann MÓDEL að nýrri byggingu Þýskalandskanslara, sem rísa mun í Berlín. I gær var fyrsta skóflustungan tekin að húsinu en það á að taka í notkun í maí árið 1999, en sama ár á mestöll þýska sljórnsýslan, þing, flest ráðuneyti og kanslarinn, að flytja frá Bonn til Berlínar. Viðgerðir standa nú yfir á Reichstag, þinghúsinu í Berlín, en nýtt hús verður reist fyrir skrifstofur kanslarans. Þýsku arkitektarnir Axel Schult- es og Charlotte Frank teiknuðu húsið. Kostnaður við flutningana má ekki fara yfir 20 milljarða marka, um 850 milljarða ísl. kr., en gert er ráð fyrir að bygging nýja kansl- arahússins kosti um 400 milljónir marka, um 17 milljarða ísl. kr. Mikil bjartsýni ríkir um að takast muni að flyú’a í maí 1999 eins og áætlað er, og telja sumir að það verði jafnvel hægt fyrr. Roman Herzog, forseti Þýskalands, hefur þegar flutt sig til Berlínar. Níu ráðuneyti munu flytja til Berlínar en sjö ráðuneyti verða eftir í Bonn. Er gert ráð fyrir að um 18.500 opinberir starfsmenn muni taka saman föggur sínar og flylja til Berlínar, svo og tugir þúsunda manna sem starfinu tengjast, svo sem fréttamenn og erlendir sendi- fulltrúar. Gull frá Sviss og Svíþjóð enn í bönkum í Bandaríkjunum og Bretlandi Afhendmgu nasistaguUs frestað New York, Ziirích. Reuter. BANDARIKJAMENN, Bretar og Frakkar hafa ákveðið að fresta afhendingu gullstanga að verð- mæti 68 milljónir dala, um 4,7 milljarðar ísl. kr., sem átti að fara fram á þessu ári, að sögn The New York Times. Telur Bandaríkjastjórn sig hafa í höndum gögn sem styðja fullyrðingar gyðinga um að hluta gullsins hafi verið rænt af gyðingum sem sendir voru í útrýmingarbúðir. Svisslendingar og Svíar skiluðu bandamönnum gullinu í lok heimsstyijaidarinnar síðari. Endanleg ákvörðun um málið verður tekin þeg- ar það hefur verið kannað til fulls. Ahugi er inn- an Bandaríkjastjórnar á að láta gullið renna í sjóð sem greiði bætur til fórnarlamba helfararinn- ar. Gullið er nú geymt í bönkum í Bandaríkjunum og Bretlandi, alls um fjórir milljarðar dala, um 280 milljarðar ísl. kr., og hefur stærstum hluta þess verið skilað til evrópskra seðlabanka á síð- ustu árum. Talsmaður svissneska seðlabankans sagði á mánudag, að óvíst væri, að starfsmenn hans hefðu vitað það 1943, að gulli, sem hann tók við af nasistum, hefði verið rænt í Belgíu. Þá sagði hann það koma fram í skjölum, að Svíar hefðu ekki síður tekið við nasistagulli í stríðinu en Sviss- lendingar. Segja Svía einnig hafa tekið við gulli „Það er rangt, að Sviss hafi verið eina hlut- Iausa ríkið, sem tók við gulli frá þýska ríkisbank- anum,“ sagði Werner Abegg, talsmaður sviss- neska seðlabankans, og bætti því við, að skjöl um samskipti Sviss og Svíþjóðar frá 1943 sýndu, að þá hefðu Svíar einnig tekið við þýsku gulli. Svisslendingar spurðu Svía að því 1943 hvort þeir tækju enn við gulli frá Þjóðveijum og svarið var, að það gerðu þeir og svo var líka 1944. Svissneski seðlabankinn var með þessu að svara yfirlýsingu Alfonse D’Amato, formanns banka- málanefndar bandarísku öldungadeildarinnar, en þar sagði, að svissneski seðlabankinn hefði tekið við 100 tonnum af gulli frá nasistum eftir að Svíar hefðu hafnað því með þeim rökum, að því hefði verið stolið í Beigíu. Abegg sagði, að yfirstjórn Bandamanna hefði vitað af þessum skjölum í viðræðunum, sem leiddu til Washington-samningsins 1946. Stóðu að honum Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar og Svisslendingar og samkvæmt honum hétu þeir síðastnefndu að skila aftur 60 milljónum dollara vegna þess gulls, sem þeir hefðu tekið við af nasistum. Voru vöruð við Abegg lagði einnig áherslu á, að skilja yrði á milli þess, sem var vitað í stríðinu, og þess, sem síðar kom í ljós. Viðurkenndi hann, að skjölin sýndu, að hlutlausu ríkin hefðu verið vöruð við nasistagullinu en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir stríð hve mikil þessi viðskipti voru. D’Amato sagði, að ríki, sem hefðu í raun ver- ið hlutlaus, hefðu ekki tekið við nasistagulli enda hefðu Bandamenn varað við því í janúar 1943. lítið þið ekki á samanburðartöfluna rennið yfir staðalbúnaðinn skoðið fjölbreyttu lánakjörin kíkið á aukapakkana og gaumgæfið verðið Xtra pakkar LSi vél búin: 1.3 lítra rúmmáli 12 ventlum Fjölinnsprautun 84 hestöflum Vökva- og veltistýri Útv./segulb. með 4 hátölurum Stafræn klukka Fjarstýrð opnun á bensínloki Dagljósabúnaður Litað gler Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari með tímarofa Samlitir stuðarar Heilir hjólkoppar Tveir styrktarbitar í hurðum Krumpusvæöi Barnalæsingar o.m.fl. CC 3 Q < Z o ca _i < Q í t/i Qt UJ jz LU Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt O _ L:l_ LIVIikirtKi \aa/ mvriTA /~\DCI kiiccaki 3 dyra bílar HYUNPAt Accent LSi vw GolfCL TOYOTA OPEL Corolla XLi Astra GL NISSAN Almera LX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltistýri J J J J/N J Utvarp + segulb. J J N J/N J Metallakk InnifaliS 18.000 Innifalið 21.000 Innifalið VERÐ 995.000 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 9.742 kr. á mánuði með kaupleigu í 36 mánuði. Kaupverð 995.000 kr. Útborgun(bíll/pen.) 275.000 kr. Lokaafborgun 547.000 kr. Komið svo við hjá okkur, veljið bíl og takið einn góðan hring í rólegheitum. Þá ættuð þið að hafa sannfærst um að þeir sem eignast Accent fá fólksbíl á verði smábíls. - veldu þér einn ur VetrardekRT mottur. hliðarlistar, bónpakki. Vindskeið vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. GSM sími l vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. Geislaspilari vetrardekk, mottur, hliöarlistar, bónpakki. Meðalverðmæti pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrir aðeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM við kaup á Hyundai bifreið. Verð frá <& HYUnDHI tíl framtíðar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236 995.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.