Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Athugasemdir við skrif Gunnlaugs Þórðarsonar Sjúkrahúsin á landsbyggðinni DR. GUNNLAUG- UR Þórðarson veitist harkalega að sjávar- útvegsráðherra og vísindamönnum Haf- rannsóknarstofnunar í skrifum sínum í Morg- unblaðinu 18. og 28. janúar s.l. Tilefnið er aðallega ráðgjöf fiski- fræðinga um ástand rækjustofnsins á Flæmingjagrunni og ákvörðun íslenskra stjómvalda um heild- arafla íslenskra skipa á svæðinu. Telur dr. Gunnlaugur takmörk- un veiða ónauðsynlega og ekkert annað en undirlægjuhátt við út- lendinga. Er þar m.a. vísað til skrifa Jóns Kristjánssonar fiski- fræðings, sem hefur starfað á veg- um eigenda nokkurra úthafsveiði- skipa á Flæmingjagrunni. Ráðgjöf vísindamanna Auðvitað getur menn greint á um vísindalegar kenningar og meðferð niðurstaðna vísinda- manna, en markmiðið er að tryggja varðveislu auðlinda sjávar og hag; kvæma nýtingu til langs tíma. Á alþjóðlegum svæðum beijast ís- lensk stjómvöld ennfremur fyrir því að tryggja íslensku þjóðinni eðlilegan hlut. Á síðasta ársfundi Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðistofnunarinn- ar (NAFO) tóku þrír fiskifræðingar frá Hafrannsóknarstofnuninni þátt í starfí um 40 manna vísindanefnd- ar. Þau gögn sem Hafrannsókna- stofnun höfðu borist frá Jóni Krist- jánssyni voru m.a. lögð fram á fundinum. Niðurstaða vísinda- nefndarinnar var að flest benti til að rækjustofninn á Flæmingja- grunni væri í mikilli hættu. Hlut- fall kvendýra í afla hefði lækkað um 70% frá 1993 til 1996 og sú hætta væri fyrir hendi að stærsti árangurinn (1993) yrði ofnýttur áður en dýr úr honum yrðu hrygn- andi kvendýr síðar á þessu ári. Því yrði að takmarka veiðarnar veru- lega. Aðrar veiðiþjóðir en Islendingar höfðu komið sér saman um veiði- stýringu á Flæmingjagrunni fyrir árið 1996, sem byggði á sóknar- dögum á ákveðnum viðmiðunar- tíma. íslendingar mótmæltu því kerfí og stunduðu fijálsar veiðar á síðasta ári. Besta viðmiðun íslend- inga í fyrrnefndu kerfí em 1191 dagur fyrstu 8 mánuði ársins 1995 þegar íslendingar veiddu um 5.000 lestir. Það eru dagarnir í þessu kerfí sem síðasti ársfundur NAFO skar niður um 10% fyrir árið 1997 og því eru það hreinar blekk- ingar hjá dr. Gunn- laugi þegar hann ber þann niðurskurð sam- an við hlutfallslega aflaminnkun íslenskra skipa vegna heildar- aflatakmörkunar á þessu ári, í stað alger- lega fijálsra veiða okkar á síðasta ári. Það er á grundvelli ráðgjafar fiskifræð- inga um ástand rækju- stofnsins sem íslensk stjómvöld ákváðu 6.800 lesta heildarkvóta fýrir rækju á Flæmingjagrunni á þessu ári. Mikið sé í húfí að íslendingar geti stundað veiðar á þessu svæði um ókomin ár og því verði að koma í veg fyrir ofveiði og hrun stofns- ins. Hafa bæði heildarsamtök sjó- Bæði heildarsamtök sjó- manna og LÍÚ studdu niðurstöður stjórnvalda um Flæmingjagrurin, segir Ari Edwald, enda er markmiðið að stuðla að varanlegri nýtingu. manna og Landssamband íslenskra útvegsmanna stutt þessa stefnu. Bara veiða meira Dr. Gunnlaugur virðist þeirrar skoðunar almennt að veiðiálag hafi engin áhrif til að minnka fiski- stofna, en virðist þó gera ráð fyrir að skortur á veiði valdi „örtröð“! Hann bætir því við málið í Morgun- blaðinu í dag (30. janúar) að þorsk- ur leiti nú í ár landsins vegna fæðu- skorts og þess að hann sé of lítið veiddur. Það er að sjálfsögðu ekkert við því að segja að dr. Gunnlaugur hafi þessa skoðun. En það kemur svo sannarlega á óvart að slíkar kenningar komi úr penna manns sem mér er sagt að hafi átt dijúg- an þátt í þeirri verndun fískimið- anna sem fólst í útfærslu landhelg- innar. Til hvers að færa út land- helgina ef veiðarnar skipta engu máli? Höfundur er aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra og var formaður sendinefndar Islands & síðasta ársfundi NAFO. Ari Edwald Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu ■kjarnl málsins! Kork*o*Plast Kork O Floor er ekkert annaö en hiö viðurkennda Kork O Plast, límt é þéttpressaöar viöartrefjaplötur, kantar meö nót og gróp. UNDIRLAGSKORK IÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM. KORK-gólfflisar með vinyl-plast áferð Kork-odPlast: i 20 gerðum PÞ &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ARMUIA 29 • PÓS7MÖLF 8360 • 128 REYKJAVÍK $IMI 553 8640 568 £ 100 Blað allra landsmanna! - kjarni máhins! HAGRÆÐING, að- haldssemi og ráðdeild er nauðsynleg í ríkis- rekstrinum. Breyting- ar eiga sér stað í þjóð- félaginu, í heilbrigðis- þjónustunni sem ann- ars staðar. Ekki bætir það heilsufar eða líðan að beija höfðinu við steininn. Fólkið í land- inu vill bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á og í sumum tilvikum er hana að- eins að fá á hátækni- húsunum í Reykjavík og á Akureyri. Þessa sér stað bæði á fjárlögum og fjáraukalögum ár hvert þar sem aukning er talsverð til þeirra. Mis- skilnings hefur þó gætt undanfarið í umfjöllun um niðurskurð á lands- byggðarsjúkrahúsum. Alþingi hef- ur ekki tekið ákvörðun um 160 milljóna króna sparnað til þeirra. Framlögum til rekstrarins verður heldur ekki breytt nema með lög- um. Vinnuhópur sem skipaður var af hálfu heilbrigðisráðherra lagði til að skipuð yrði verkefnisstjórn sem leitaði leiða til þess að ná 160 milljóna króna spamaði á þremur árum. Fyrsta skrefið yrði það að skera niður framlögin til 12 sjúkra- húsa á landsbyggðinni um 60 millj- ónir á árinu 1997 og halda síðan áfram og ná 100 milljónum til við; bótar á næstu tveimur árum. í þessu skyni var hagræðingarliður heilbrigðisráðuneytisins skertur um 60 milljónir, lækkaði úr 105 í 45 milljónir og ráðgert að fyrirhug- aður sparnaður kæmi á móti. I fjár- lögum er því gert ráð fyrir 60 milljóna króna sparnaði en eftir er að deila honum niður á sjúkra- húsin. Þannig var málið kynnt af hálfu formanns fjárlaganefndar Alþingis við 3. umræðu fjárlaga. I umfjöllun af hálfu meirihluta ijár- laganefndar kom einn- ig fram að væntanleg- ur sparnaður þyrfti að nást með samvinnu og samráði stjómvalda og heimamanna. Ekki yrði tekin einhliða ákvörðun heldur skyldi tekið tillit til aðstæðna á hveijum stað. Niðurskurður umfram 60 milljónir hefur ekki verið ákveðinn og hlýtur framhaldið að ráðast af því hvernig til tekst með fýrsta skrefið. Verkefnisstjómin á nú í viðræðum við fyrirsvarsmenn sjúkrahúsanna á landsbyggðinni og hefur lagt ákveðnar tillögur fyrir þá, sem þeir munu síðan svara. Að málsmeðferðinni má fínna og verður því ekki neitað að nokkur munur er gerður á sjúkra- húsum í Reykjavík, Hafnarfírði, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi annars vegar og hinum 12 lands- byggðarsjúkrahúsum hins vegar. Rekstrarráðgjafi starfar með ráðu- neyti og forsvarsmönnum að auk- inni hagræðingu, meiri verkaskipt- ingu og samvinnu sjúkrahúsa á Suðvesturlandi. Hins vegar sendir verkefnisstjórnin stjómendum annarra sjúkrahúsa beinar tillögur sínar um niðurskurð í prósentum og milljónum. Forsvarsmenn landsbyggðarsjúkrahúsanna ættu að fá skipaðan hlutlausan rekstrar- fræðing eins og hin og hann leiti leiða með heimamönnum og ráðu- neytinu til meiri samvinnu, ha- græðingar og sparnaðar. Sá aðili þyrfti að setja sig inn í margvísleg- ar aðstæður. Það hefði hentað vel að hann hefði til dæmis verið staddur á Siglufirði í janúarmán- uði. Oft var þá landleiðin ófær vegna snjóa og illviðris, flugsam- göngur lágu niðri dögum saman, Sti'órnendur sjúkrahúsa og allt landsbyggðarfólk á það ekki skilið, segir Hjálmar Jónsson, að gáleysislega sé fjallað um þætti sem miklu varða um líðan og ör- yggi íbúanna. snjóflóðahætta vofði yfír bænum og hafís var og er fýrir ströndum. Við þessar aðstæður hefði verið rétt að hugleiða hvaða hlutar af starfsemi sjúkrahússins væru óþarfir og hvað mætti samnýta með nágrönnum í kjördæminu. Aðstæður eru margvíslegar og nauðsynlegt er að vera gjör- kunnugur þeim þegar tillögur eru gerðar um breytingar. Von er að heimamenn reki upp stór augu þegar því er haldið fram að skera eigi niður framlög til sjúkrahúsa á landsbyggðinni án þess að skerða þjónustuna. Vonandi er hægt að hagræða undir þeim formerkjum, en ekki er hægt að gefa sér það áður en viðræður hefjast. Stjórn- endur sjúkrahúsa og allt lands- byggðarfólk á það ekki skilið að gáleysislega sé ijallað um þætti sem miklu varða um líðan og ör- yggi íbúanna. Einungis umræðan hefur haft skaðvænleg áhrif fyrir landsbyggðina. Nógur vandi hefur steðjað að henni þótt ekki sé geng- ið fram af forsjárlausu kappi í því að koma mönnum í skilning um að þeir búi á vitlausum stöðum á landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisfiokksins á Norðurlandi vestra. Hjálmar Jónsson Þorsteinn Erlingsson og Hvalfjörðxu* I ÁRIÐ 1937 kom út í Frakklandi bók um smáríki Evrópu: „Les petits états d’Europe", og var þetta íslands- heftið. Höfundur Duc Astraudo. Fallegar myndir prýða íslands- heftið. Skógafoss, Gullfoss, Geysir, Hvít- serkur, Mývatn o.s.frv. Á þessum árum var ísland lítt þekkt og oft talað um það í lítils- virðingu: „Litla landið með langa þjóðsöng- inn.“ Þó voru alltaf þó nokkrir sérvitringar, sem kusu að heimsækja eitt af örfáum löndum, sem ekki höfðu verið lögð undir stóriðju og verksmiðjurekstur með tilheyrandi mengun. Heimsstyijöld- in fyrri (1914-18) bjargaði okkur frá áformum Titan hf., sem var um það bil að hefja virkjun Þjórsár við Búrfell, þegar hinn serbneski stúd- ent Princip hleypti af hinu örlaga- ríka skoti í Sarajevo og heimsófrið- urinn hófst (28. júní 1914). II Það lagðist illa í mig, þegar ákveðið var að reisa jámblendiverk- smiðju á Grundar- tanga. Það hvarflaði jafnvel að mér að bjóða landeigendum í Hval- fírði aðeins meira fýrir jarðir þeirra, en vissi sem var, að þá yrði verksmiðjunni bara valinn staður annars staðar. Vegna bú- rekstrar að Alftanesi á Mýrum á árunum 1957-63 átti ég leið um Hvalfjörð ca. 100 sinnum á þessu tíma- bili. I Rabbi, er ég reit í Lesbók Mbl. taldi ég að í aðeins tvö skipti af hundrað, hefði veður verið svo slæmt, að enga fegurð var að sjá í Hvalfírði. í hin 98 skipt- in var sinfónía litanna við völd. Því er það ekki sársaukalaust, að nú hafí verið skipulagðar fímm stór- iðjulóðir við Hvalfjörð á Grundart- angasvæðinu, nr. 2 er í burðarliðn- um, en þijár eru eftir. Það skulu menn muna og muna vel. Þetta er aðeins byijunin. III Þorsteinn Erlingsson er á heim- leið frá Danmörku eftir 12 ára dvöl erlendis. Þá yrkir hann kvæðið: Erlendir auðhrinfflr vilja nú gera ísland að ösku- haug heimsins. Leifur Sveinsson hvetur fólk til að sameinast um að svo verði ekki. „Vara þig Fljótshlíð". I lok kvæðis- ins yrkir hann svo: „Þá manstu að hann Hvalfjörður áleitinn er þó ást okkar gæti’ hann ei slitið. En það segi jeg, hvert sem það flýgur og fer, að fátt hef jeg prúðara litið. Jeg sá þetta glitrandi bláQallabað í brosheiði skínandi daga, en jeg slapp nú yfrum hann alt fyrir það og óskemmdur norður á Draga.“ IV Erlendir auðhringar vilja nú gera ísland að öskuhaug heimsins. Telja ekki ná neinni átt, að 270.000 manns byggi 103.000 ferkílómetra lands. í minningu Þorsteins Erlingsson- ar skulum við sameinast um það, að svo megi aldrei verða. Höfundur er lögfræðingur. Leifur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.