Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sjávarþorp í
faðmi samfylkingar
ÞAÐ ER orðið sjald-
gæfara en áður var að
sjávarþorp lendi í al-
varlegum atvinnuerfið-
leikum. Fyrrum var
það algengt. Og póli-
tískar björgunarað-
gerðir á kostnað skatt-
borgaranna voru nær
daglegt brauð.
A þessu hefur orðið
grundvallarbreyting á
þessum áratug. Það
má fyrst og fremst
rekja til stöðugleika-
stefnu í efnahagsmál-
um og fiskveiðistefn-
unnar. En eigi að síður
er það svo að í sjávar-
útvegi geta komið upp erfiðleikar í
rekstri rétt eins og í öðrum atvinnu-
greinum. Möguleikar til þess að
endurskipuleggja og endurfjár-
magna rekstur sjávarútvegsfyrir-
tækja eru hins vegar betri nú en
áður var. Pólitísk afskipti eru ekki
lengur lykillinn að rekstri þessara
fyrirtækja.
Á móti nýju hlutafé
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag hafa upp á síðkastið verið að
kynna stefnumál svokallaðrar sam-
fylkingar jafnaðarmanna. Það er
um margt athyglivert að sjá hvem-
ig samfylkingin opnar faðm sinn á
móti sjávarþorpunum.
Þegar þorpsbúar spyija ráða um
það hvemig best sé að fá nýtt hlut-
afé og nýja hluthafa í fyrirtæki
þorpsbúa eiga forystu-
menn samfylkingar-
innar skýr svör. Þeir
minna á að nýlega hafi
þeir gefið út aimenna
viðvörun í helstu fjöl-
miðlum landsins gegn
því að nokkur maður
fjárfesti í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Sér-
staka áherslu hafi þeir
lagt á að lífeyrissjóðir
komi ekki nálægt upp-
byggingu sjávar-
útvegsfyrirtækja á
landsbyggðinni.
Þeir gera þorpsbú-
um grein fyrir því að
þeir hafi enga trú á
rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og
því sé fjármunum fjárfesta og líf-
eyrissjóða betur komið í þjónustu-
fyrirtækjum í þéttbýlinu eða í út-
löndum.
Hærri vexti
Þegar þorpsbúar hafa fengið
skýr svör um þetta inna þeir kurt-
eislega eftir því hvernig sé að fá
lánsfé. Við slíkum spurningum eiga
forystumenn samfylkingarinnar
einnig afdráttarlaus svör.
Þeir upplýsa þorpsbúa um, að á
Alþingi hafí þeir tekið mjög
ákveðna afstöðu með stuðningi við
lagafmmvarp ríkisstjórnarinnar
sem á að tryggja öryggi í lánsvið-
skiptum þegar veð er forsenda lán-
veitingar. Hins vegar hafi þeir á
þeim vettvangi hafnað því með öllu
Þegar Sighvati Björg-
vinssyni er sagt að
sjávarþorp sé að deyja,
svarar hann, segir
Þorsteinn Pálsson: Af
hverju borgar blessað
fólkið ekki hærri skatta?
að siíkar aðgerðir næðu til sjávarút-
vegsins. Þeir greina þorpsbúum frá
þeirri skoðun sinni að í sjávarútvegi
megi ekki gilda almennar viðskipta-
reglur að þessu leyti.
Formaður Alþýðuflokksins upp-
lýsir þorpsbúa um það að á Alþingi
hafi hann varpað ljósi á þá stað-
reynd að ríkisstjórnin vildi koma á
þeirri skipan að lítill lífeyrissjóður
í smáu þorpi úti á landi sem lánað
hefði útgerðarfyrirtæki með veði í
skipi ætti að geta bannað útgerðar-
manninum að selja frá sér kvótann.
Öryggisreglur af þessu tagi geti
samfylkingin aldrei þolað.
En samfylkingarmenn eru heið-
arlegir og þeir upplýsa þorpsbúa
um það að þessi afstaða þeirra
muni hafa þær afleiðingar að sjáv-
arútvegsfyrirtæki fái mun tak-
markaðri lán en aðrar atvinnugrein-
ar. Og að því leyti sem þau fáist
hljóti þau að bera hærri vexti fyrir
þá sök að ekki megi tryggja sömu
viðskiptahætti í sjávarútvegi og
Þorsteinn
Pálsson
annarsstaðar í atvinnulífinu. Að
þessu leyti telji þeir að þjónustufyr-
irtækin eigi að njóta forréttinda.
Hærri skatt á fyrirtækið
í þorpinu
Og nú þykir þorpsbúum sem fok-
ið sé í flest skjól en vilja þó enn
spyija hvort ekkert sé þá til ráða.
Þá svara samfylkingarmenn einarð-
lega og benda á að í nafni réttlætis-
ins verði fyrirtækið í þorpinu að
greiða hærri skatta.
Stærsta baráttumál samfylking- -
ar jafnaðarmanna virðist vera það
að leggja á sérstakan fiskiskatt.
Þeir hógværu tala um að hann geti
numið 5-6 milljörðum króna.
í stóru sjávarútvegsplássi eins
og Vestmannaeyjum vilja þeir taka
um 600 milljónir króna út úr at-
vinnulífinu, til viðbótar við þær 70
milljónir sem þegar eru greiddar á
grundvelli úthlutaðra aflaheimilda.
Það jafngiidir öllum tekjum bæjar-
sjóðs og um 500 þúsund krónum á
hveija fjögurra manna fjölskyldu. í
sveitarfélagi eins og Bolungarvík
vilja þeir taka 9Q milljónir króna
frá atvinnulífinu til viðbótar við þær
10 sem þegar eru greiddar og flytja
suður til Reykjavíkur. Það jafngild-
ir ríflega 300 þúsund krónum á
hveija fjögurra manna fjölskyldu.
Trillukarlar greiði líka
fyrir réttlætið
Það eru nokkrir trillukarlar í
þorpinu. Samfylkingarmenn benda
á einn þeirra til þess að skýra út
hvernig réttlæti fiskiskattsins virk-
ar. Hann á bát með 50 tonna þorsk-
aflahámarki.
Þessi trillukarl hefur í laun 1,8
milljónir króna á ári þegar búið er
að greiða kostnað við útgerð trillun-
ar. Hann á nú, miðað við 6 millj-
arða króna heildarfískiskatt, að
greiða 600 þúsund kr. á ári. Árs-
launin hans eiga því að lækka niður
í 1,2 milljónir króna eða um þriðj-
ung; í nafni réttlætisins að sjálf-
sögðu.
Þorpsvinnslan má ekki
vinna eigin fisk
Þorpsbúar hafa á tilfinningunni
þegar þessi svör hafa fengist að
skattur sem þessi ýti mjög undir
hugmyndir manna um • að breyta
skipinu þeirra í frystiskip. Þeir sjá
litla möguleika á því að afrakstur-
inn af útgerðinni megi nota til þess
að endurskipuleggja fiskvinnsluna.
Og þegar þeir hugsa um hvaða
áhrif þetta geti haft fyrir sjávarút-
veginn í heild gera þeir sér grein
fyrir því að ekki er ólíklegt að
minnsta kosti þriðjungur fólks í
fiskvinnslu á öllu landinu muni
missa atvinnuna. Fleiri þorp munu
lenda í erfiðleikum, það er væntan-
lega meiri jafnaðarmennska.
Þegar þorpsbúar gerast ágengir
og spyija um fleiri úrræði á verk-
efnaskrá samfylkingarinnar stend-
ur ekki á svörum fremur en fyrri
daginn. Samfylkingarmenn segja
að ekki megi gleyma að upplýsa
þorpsbúa um að þeir hafi flutt frum-
varp á Alþingi þess efnis að stóru
fískvinnslufyrirtækin eigi að fá rétt
til að bjóða í fiskinn þeirra áður en
hann verður fluttur til vinnslu í
frystihúsinu í þorpinu. Þeir skýra
það út fyrir þorpsbúum að það sé
fullkomið óréttlæti að frystihús í
litlu þorpi í þröngum firði geti
ákveðið upp á eigin spýtur að vinna
fiskinn frá eigin skipum. Það geti
þau því aðeins fengið ef stóru frysti-
húsin hafi ekki áhuga á að yfír-
bjóða fiskinn frá þeim.
Þegar formaður Alþýðuflokksins
sér að tvær grímur eru farnar að
renna á þorpsbúa snýr hann til
Reykjavíkur, heldur fund í Alþýðu-
húsinu og spyr: Af hveiju borgar
blessað fólkið ekki hærri skatta?
Höfundur er
sjávarútvcgsráðherra.
í tilefni af
landsbyggðarbréfi
leit út fyrir þegar leyst
var frá augunum að
vildarvinurinn góði
hefði verið að verki. Svo
var þó ekki, því „stjóm-
andi“ þáttarins var sá
sem hélt um skærin.
Eins er það í kvótakerf-
inu, það eru auðvitað
„stjórnvöld" sem öllu
valda, en þeir sem eru
þeirra útvaldir og njóta
afraksturs óréttlætisins
vilja með öllum tiltæk-
um ráðum ríghalda í
óbreytt ástand. Veldur
það þeirri afstöðu fram-
kvæmdastjórans að
honum beri sem lands-
byggðarmanni að hafa
Guðjón Ármann
Einarsson
skoðun sem
En af hveiju and-
skotast flestir aðrir en
útvegsmenn og kvóta-
eigendur svona út í
kerfið? Að mínu mati
ber oftlega á misskiln-
ingi þegar kvótakerfið
ber á góma. Kvótakerf-
ið sem kerfí er ekki
hinn eiginlegi skað-
valdur.
Skaðvaldurinn er
lagaraminn sem heim-
ilar framkvæmd kerfis-
ins með þeim hætti sem
raun ber vitni. Þar af
leiðandi eru það stjóm-
völd sem höfuðábyrgð
bera í þessu máli. Hitt
er svo annað mál að sumir útvegs-
JÆJA - þá hefur landsbyggðar-
fólk fengið að vita hvert er sterk-
asta vopn landsbyggðarinnar til að
lifa af. Bjarni Hafþór Helgason,
framkvæmdastjóri Útvegsmanna-
félags Norðurlands, tilkynnti lands-
byggðafólki og öðrum landsmönn-
um þetta í landsbyggðarbréfí sem
birtist í Morgunblaðinu 18. janúar
sl. Og hvert er svo sterkasta vopn-
ið að mati talsmanns útvegsmanna?
Jú, það er „kvótakerfið". Hvað
skyldu nú margir íbúar landsbyggð-
arinnar vera á sama máli? Ætli
framkvæmdastjórinn og fyrrum
fréttamaðurinn hafí aldrei á sínum
fréttamannsferli orðið var við af-
stöðu fólks á landsbyggðinni til
þessa margumtalaða kvótakerfis?
Hann var þó sem fréttamaður stað-
settur úti á landi og hefur vafalítið
talið sig landsbyggðarfréttamann.
Ætli viðbrögð íbúa byggðarlaga,
sem í einni svipan hafa misst
stærstan hluta úthlutaðra veiði-
heimilda, hafí ekki orðið svipuð og
viðbrögð framkvæmdastjórans þeg-
ar hann með bundið fyrir augun
missti uppáhalds hálsbindið sitt í
beinni útsendingu Stöðvar 2 hinn
20. janúar sl. „undrun og reiði“.
Uppáhaldshálsbindið ekki lengur
til. Og ekki nóg með það, heldur
þóknast örfáum útvöldum? Útvöld-
um sem í skjóli þess umhverfis sem
látið er viðgangast við framkvæmd
kvótakerfisins hafa jafnt og þétt
aukið hlut sinn í sameiginlegum
potti landsmanna og auðgast
óheyrilega á sama tíma og hlutur
annarra rýrnar að sama skapi. Eða
þeirra útvöldu sem í skjóli sama
umhverfís hafa selt eða leigt frá
sér sameign þjóðarinnar og lifa í
vellystingum, áhyggjulausir og
finnst kerfið býsna gott.
menn og kvótaeigendur svífast
einskis við að notfæra sér meinbugi
á framkvæmdareglum kerfisins.
Sumir þeirra ganga svo langt að
aðferðir þeirra eru langan veg frá
markmiðum kerfisins, ogjafnframt
langt utan þess sviðs sem siðgæðis-
vitund almennings rúmast innan.
Stjómvöld láta þær aðferðir hins
vegar viðgangst að því er virðist
af einskærri þjónkun við hina fáu
útvöldu, og hafa þar með algjörlega
brugðist þeirri skyldu sinni að sjá
svo um að kerfið virkaði eins og
upphaflega var til ætlast, og afleið-
ingarnar koma betur og betur í ljós.
Kvótakerfíð er skömmtunarkerfí,
og slík kerfi hafa alltaf leitt til
misnotkunar og spillingar. Kvóta-
kerfíð er engin undantekning. Það
mátti því öllum vera ljóst þegar
kerfið var sett á að afar mikilvægt
væri að framkvæmdareglur yrðu
skýrar og ótvíræðar, og þær þyrfti
að lagfæra strax og meinbugir
kæmu í ljós. Það hefur ekki verið
gert og þvi stefnir í vaxandi óefni,
verði ekki brugðist við og óþolandi
gallar kerfisins lagfærðir. Það að
úthluta einhveijum athafnafrelsi til
aðgerða sem eru takmarkaðar hlýt-
ur að byggjast á því að sá sem
úthlutun fær, framkvæmi aðgerð-
irnar.
Að öðrum kosti hefur sá hinn
sami ekkert við úthlutunina að gera.
Af afstöðu stjórnvalda verður ekki
ráðið að miklar breytingar séu í
vændum og sumir stjórnmálamenn
með fagráðherrann í broddi fylking-
ar tala eins og ekkert sé að og
kerfið algott. Já, jafnvel svo gott
að þeir sem leyfa sér að gagnrýna
og benda á augljósa galla kerfisins
sem hljóta að verða öllum til skaða
þegar fram í sækir er líkt við land-
ráðamenn. í blaðagreininni sem
fyrr er vitnað til er fjallað um veiði-
Skaðvaldurinn er laga-
ramminn, segir Guðjón
Ármann Einarsson, og
ábyrgðin er stjómvalda.
leyfagjald og landsbyggðinni stillt
upp sem andstæðum pól við suð-
vesturhornið margfræga, sem muni
ef slíkt gjald kæmist á soga til sín
fjármuni frá landsbyggðinni. Svona
uppstilling er fráleit. En því miður
er það árátta sumra manna að stilla
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorni
landsins ávallt upp sem helsta óvini
landsbyggðarinnar. Sjómönnum er
það a.m.k. ljóst að fiskur er dreginn
að landi allt í kringum landið og
væntanlega mundi veiðileyfagjald
verða innheimt sem flatur skattur
án tillits til landsvæða. Það er einn-
ig ljóst að flestir sjómenn hafa ver-
ið mótfallnir veiðleyfagjaldi, og þá
ekki síst þeir sjómenn sem nauðug-
ir greiða nú þegar dijúgan hluta
launa sinna í veiðileyfagjald, vegna
brasks með veiðiheimildir. Margir
þeirra hafa þó smám saman vegna
brasksins hallast að þeirri skoðun
að að þeir fjármunir sem frá þeim
eru teknir á þann hátt væru betur
komnir í sameiginlegum sjóði lands-
manna en hjá einstaklingum eða
útgerðum sem hrifsa þá til sín í
skjóli kerfísins, og stjórnvöld láta
viðgangast. Sjómenn sem fýrir
barðinu á braskinu verða eru stað-
settir um allt land, þó magnið sé
mismunandi milli svæða. Magntölur
ráðast einkum af því á hvaða svæð-
um þeir sem mestu fjárhagslega
burði hafa haft til að kaupa til sín
veiðiheimildir frá öðrum svæðum
eru staðsettir. Þeir sterku gera síð-
an sjómenn þeirra svæða sem keypt
er frá að leiguliðum sínum og inn-
heimta þar með af þeim veiðileyfa-
gjald. Fari svo að opinbert veiði-
leyfagjald í einhverri mynd verði
tekið upp, geta andstæðingar þess
þakkað þeim sem leikið hafa lausum
hala og hagað sér eins og að fram-
an er rakið í skjóli vitlausra reglna.
Reglna sem stjórnvöld veija og láta
undir höfuð leggjast að lagfæra.
Við aðra verður ekki að sakast.
Þrátt fyrir framangreinda lýsingu
á umhverfi kvótakerfísins er rétt
að taka fram að hún á sem betur
fer ekki við um atvinnugreinina i
heild. í mörgum tilvikum eru sam-
skipti aðilanna varðandi þessi mál
í góðu lagi. Það er raunar óskiljan-
legt af hveiju þeir útgerðaraðilar
sem hafa allt sitt á hreinu hvað
þetta varðar, spyrna ekki við fótum
og leggja því lið að losna við brask-
arana.
Fjöldi þeirra tilvika sem eru með
öllu óþolandi er hins vegar óhugn-
anlega mikill. Því breytir ekki sá
endalausi áróður sem rekinn er fyr-
ir því að öll tilvik sem nefnd eru
séu tilbúningur forystumanna sjó-
manna.
Þótt margir sjómenn séu ósáttir
við kvótakerfíð eru þeir ekki í stríði
við það sem kerfi! Þeir eru í stríði
við það umhverfí sem kerfinu hefur
verið búið og leiðir af sér það órétt-
læti sem æ fleirum verður ljóst að
getur ekki gengið. Það stríð hlýtur
að verða háð þar til fullur sigur
vinnst.
Höfundur er framk væm dastjóri
Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Öldunnar.
Brúðhjón
Allm borðbiinaðu) Gksilcg gjafavara Bi úðarhjöna lislai
Langavegi 52, s. 562 4244.
Vl'.RSI.UNlN