Morgunblaðið - 05.02.1997, Side 28

Morgunblaðið - 05.02.1997, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GÆÐAMATI SKÓLASTARFI NIÐURSTÖÐUR úr samræmdum prófum síðustu þriggja ára voru birtar sl. þriðjudag og er þar um að ræða meðaltöl skóla um allt land eftir námsárangri nemenda i 10. bekk. Þetta er í fyrsta sinn, sem slíkar upplýsingar eru birtar og sýna þær talsverðan mun á námsárangri nemenda í Reykjavík og á landsbyggðinni, svo og á milli einstakra skóla. Menntamálaráðherra og forvígismenn þessarar samantektar vara við því, að niður- stöðurnar séu túlkaðar sem gæðamat á skólastarfi í ein- stökum skólum eða landshlutum, því margt annað komi þar til álita. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sagði þegar hann kynnti niðurstöðurnar, að upplýsingarnar væru sett- ar fram til að auka uppbyggilegar umræður um mennta- mál og stefnt sé að því, að upplýsingagjöf um skólamál verði aukin á næstu árum. „Það er von mín, að aukið upplýsingastreymi um skólastarf sé til þess fallið að efla menntun í landinu og með auknum upplýsingum sé hægt að vanda betur til stefnumótunar, auka samstarf foreldra og skóla og gera skýrari kröfur til skólanna og auðvelda þeim að taka ákvarðanir um málefni sín,“ sagði mennta- málaráðherra. Við því er að búast, að foreldrum, nemendum og skóla- mönnum bregði við, þegar slíkar upplýsingar um náms- árangur í einstökum skólum eru birtar í fyrsta sinn. Að sjálfsögðu beinast augu foreldra að skólum barna sinna og vilja fá skýringu á stöðu þeirra. Það er einmitt þetta sem kennarar hafa verulegar áhyggjur af, að sögn Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands íslands, því þeir óttast mistúlkun á niðurstöðunum. „í meðaltalskúrfu er einhver efstur og einhver neðstur og þá reyna menn að meta, hvaða þættir hafa áhrif og sú hætta er fyrir hendi, að kennslan verði það fyrsta sem menn bendi á,“ segir Eiríkur og segir jafnframt, að fjölmarga aðra þætti verði að hafa í huga. Miklar breytingar urðu sl. haust á starfsumhverfi grunn- skólanna með flutningi þeirra frá ríki til sveitarfélaga. Þau munu framvegis bera alla ábyrgð á rekstrinum og aðbúnaði, en ríkið mun áfram móta heildarstefnuna, m.a. með setningu námskrár. Með flutningnum munu tækifæri foreldra stórbatna til að hafa áhrif á starf skólanna og námsaðstöðu í þeim. Vafalaust munu sveitarstjórnarmenn leggja metnað sinn í að gera starf skólanna sem best og skilvirkast. Upplýsingarnar, sem nú hafa verið birtar, geta verið sveitarstjórnum og foreldrum vegvísir við endur- mat á starfi þeirra og til að ráða í hvar skórinn kreppir. Hafa verður í huga, að umbætur á skólastarfi skila sér ekki í bættum námsárangri fyrr en eftir langan tíma. Engar skyndilausnir eru til. Kennarar og skólastjórar þurfa ekki að vera viðkvæmir fyrir þeirri umræðu, sem mun fylgja í kjölfar birtingar samantektarinnar. Hún getur aðeins orðið til góðs og hvatning til að gera betur. í því sambandi má minna á þá miklu umræðu, sem fylgt hefur í kjölfar birtingar TIMSS-skýrslunnar svonefndu og samanburðinn, sem mest hefur verið fjallað um, á árangri íslenzkra nemenda og nemenda í Singapore í raungreinum. Sú umræða hefur vakið upp kröfur um úrbætur í raungreinakennslu og ýmsar tillögur og ábendingar hafa komið fram um leiðir til þess, m.a. um nýjar og betri námsbækur. Foreldrar, skólamenn og stjórnvöld eiga að líta á niður- stöðurnar úr samræmdu prófunum sem tækifæri til að bæta úr þeim annmörkum, sem virðast vera á starfi grunn- skólanna. Lífleg umræða í þjóðfélaginu er nauðsynleg og reyndar forsenda vandaðs undirbúnings að úrbótum í skólastarfinu og hvert beri að stefna. Þá er þörf á því, að auka enn við upplýsingagjöf um allt það starf, sem fram fer í skólunum, svo unnt verði í framtíðinni að byggja á víðtæku gæðamati. Slíkt mat stuðlar að auknum metn- aði í skólunum, jafnt hjá kennurum og nemendum, og samkeppni milli skóla er æskileg. Gæðamat verður jafn- framt hvatning til endurnýjunar og framfara í skóla- starfi, sem er óhjákvæmilegt eigi íslenzk ungmenni að standa jafnfætis, eða skara fram úr, jafnöldrum sínum í öðrum löndum. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR BANDARÍKIN greiða mikinn meirihluta kostnaðar við rekstur Keflavikurflugvallar þótt herflug sé nú oi völlinn. Hér eru Boeing 737-þota Flugleiða og F-15 orrustuþota varnarliðsins (í baksýn til hægr ísland hefur g Vs til Vt kostní ISLAND hefur greitt fimmt- ung til þriðjung kostnaðar vegna flugumferðar á Kefla- víkurflugvelli á undanförn- um árum. Sum ár hafa Bandaríkin greitt yfir 80% kostnaðar. Borg- araleg flugumferð er hins vegar orðin meirihluti umferðar um völl- inn, en herflug Bandaríkjanna komið í minnihluta. í grófum dráttum gildir sú verkaskipting á vellinum að Bandaríkin greiða rekstur og viðhald flugvallarins en ísland greiðir flugumferðar- stjórn. Ýmsar undantekningar eru þó frá þessari reglu. Samkvæmt viðauka við varnar- samning íslands og Bandaríkjanna greiða Bandaríkin allan rekstur og viðhald flugvallarins sjálfs. Þar með talið er malbikun og annað viðhald flugbrauta, flugvélastæða og ak- brauta, snjóhreinsun, hálkuvarnir og rekstur og viðhald lendingar- ljósa, þ. á m. rafmagnsreikningur- inn fyrir ljósin. Bandaríkin bera einnig allan kostnað af slökkviliði vallarins. ísland hefur greitt mikinn minnihluta kostnað- ar vegna flugumferðar á Keflavíkurflugvelli * undanfarin ár. Olafur Þ. Stephensen kynnti sér hver borgar hvað á vellinum. Kostnaður Bandaríkjamanna allt upp í rúman milljarð á ári Samkvæmt tölum frá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli var kostn- aður Bandaríkjanna af þessum verkþáttum 7,1 milljón dollara (490 milljónir króna á núverandi gengi) árið 1996. Útgjöld Flugmálastjórn- ar á Keflavíkurflugvelli voru þá um 255 milijónir króna, eða rétt rúm- lega þriðjungur af heild- _________ arrekstrarkostnaði flug- vallarins. Hér er rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar ekki tekinn með í reikninginn. Tekjur íslend- inga meiri en kostnaður Undanfarin sjö ár hefur kostnað- ur Bandaríkjanna af rekstrinum verið nokkuð sveiflukenndur vegna mismikillar viðhaldsþarfar. Minnst- ur var kostnaðurinn árin 1995,1994 og 1992, en þá var hann á bilinu 6-7 milljónir dollara. Árið 1993 greiddu Bandaríkin hins vegar 16 milijónir doliara (1,1 milljarð króna) og þar af var kostnaður vegna malbikunar heilar tíu milljónir doll- ara. Árið 1990 var kostnaður Bandaríkjanna 13 milljónir dollara og arið 1991 9,5 milljónir. Á þessu sama tímabili hafa út- gjöld Flugmálastjórnar á Kefla- víkurflugvelli verið á bilinu 220-250 miiljónir króna og hafa íslendingar samkvæmt því borið u.þ.b. fimmt- ung til þriðjung af kostnaðinum við rekstur vallarins. Metárið 1993 greiddu Bandaríkin yfir 80% kostn- aðarins. Ein af ástæðunum fyrir minni kostnaði síðustu ár er lokun einnar af þremur flugbrautum vallarins seint á árinu 1994, en hún fól í sér talsverðan sparnað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má búast við miklu viðhaldi á flugbraut- um á þessu ári og kostnaður Banda- ríkjanna gæti því orðið taisvert meiri en í fýrra. íslendingar sjá um lendingar- búnað og flugumferðarstjóm Bandaríkin eiga mest af bygging- um og tækjum á vellinum. Allt fram á síðasta áratug keyptu Bandaríkin tæki og bún- að, sem nauðsynlegur var til að Keflavíkurflugvöllur fullnægði kröfum Al- þjóðaflugmálastofnunar- innar, samkvæmt samkomulagi ís- lenzkra og bandarískra stjórnvalda frá 1974. Undanfarin ár hafa ís- lendingar hins vegar greitt fýrir ný aðflugstæki, sem keypt hafa verið, og séð um rekstur þeirra. Á þessu ári er tii dæmis gert ráð fyrir að um 27 milljónum verði varið úr rík- issjóði til kaupa á nýjum blindað- flugstækjum. íslendingar sjá um viðhald á sjö skúrum á flugvellinum, þar sem iendingar- og aðflugsbún- aði er komið fyrir, og var viðhalds- kostnaðurinn um 5 milljónir á síð- asta ári. Bandaríkin byggðu og eiga flug- turninn á Keflavlkurflugvelli og greiða fyrir ailt viðhald á bygging- unni, en í henni starfa bæði íslenzk- ir flugumferðarstjórar og banda- rískir starfsmenn. íslendingar greiða hins vegar ræstingu og ann- an _ rekstrarkostnað. íslenzku flugumferðarstjórarnir, sem eru 24 talsins, sjá um flug- turnsþjónustu, aðflugsstjórnar- þjónustu fyrir bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll, upplýsinga- þjónustu og viðbúnaðarþjónustu. Þessi þjónusta er veitt bæði banda- rískum herflugvélum og borgara- legu flugi. I flugturninum eru nokkrir bandarískir starfsmenn undir stjórn Islendinga og sjá þeir um svokallaða lokastefnustjórnun fyrir herflugvélar. íslendingar greiða laun flugum- ferðarstjóra og einnig eftirlitsmanns með lendingarbúnaði, _______________ tæknifræðings, öryggis- varða við Leifsstöð, flug- vallarstjórans og skrif- stofuliðs hans. Laun ann- arra starfsmanna, til dæmis slökkviliðsmanna, Bandarikin. Sparn< lokun i flugbr greiða Eini snjómoksturinn, sem Islend- ingar kosta, er aukasnjómokstur á flughlaðinu við Leifsstöð ef mikil úrkoma er, auk moksturs á bíla- stæðum við flugstöðina og veginum að henni. Snjómoksturskostnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.