Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 37«
verið var að siða mann til held ég
að það hafi gert mér gott. Allaveg-
ana er ég nú þakklátur fyrir allar
þær lífsreglur og annað því skylt.
Áður en Gógó fór upp á spítala
bað hún mig um að halda öllum
systkinunum saman, passa upp á
að við ræktuðum öll samskipti,
hringdum og fleira í þeim dúr.
Ég gerði mér ekki grein fyrir því
þá að hún hafði grun um hvert
stefndi. Það var svo sterkt í mér
að ekkert gæti komið fyrir Gógó.
Hún var amma dætra minna og
átti að vera það áfram næstu tutt-
ugu til þrjátíu árin að minnsta kosti.
Ránargrundin var ömmuhús og voru
grautardagar sem hún var oft með
hávaðasamir og skemmtilegir því
börnin voru orðin svo mörg og er
enn að fjölga.
Gógó var svo hreinskilin að hún
átti ekki erfitt með að siða bömin
til, og kunna öll böm í fjölskyldunni
reglurnar hennar ömmu Gógóar um
hvemig skal gengið um á Ránar-
grundinni.
Hlynur og böm, Guð blessi ykkur
og hjálpi að kveðja „mömmu“.
Ingimundur.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (K. Gibran.)
Nú þegar hátíð ljóssins er rétt
mnnin framhjá, nýtt ár hafið og
maður horfir björtum augum fram
á vorið og til framtíðar, er skyndi-
lega eins og ekkert hafí tilgang
lengur. Allt þetta veraldlega vafstur
verður svo hlægilega ómerkilegt.
Ég sit hljóð og hálfdofin, þetta er
eitthvað svo óraunvemlegt og erfitt
að meðtaka það að hún Gógó sé
farin, sofnuð burt frá okkur hinum,
sem stöndum eftir og verðum að
vaka og horfast í augu við kaldan
vemleikann. Dauði Gógóar kom sem
reiðarslag, svo allt of .fljótt á ævi,
sem hefði átt að vera miklu lengri.
Mér finnst ég hafa þekkt hana
Gógó alla ævi, en í raun ná kynni
okkar níu ár aftur í tímann. Aðstæð-
ur höguðu því svo að ég og fyrrver-
andi sambýlismaður minn vomm á
Ránargrundinni þegar þau dvöldu
erlendis. í rúmt ár bjuggum við svo
með Gógó. Frá þeim tíma á ég mjög
dýrmætar minningar, við sitjandi í
eldhúsinu yfir kaffibollum og klein-
um, þar sem málin vom skoðuð ofan
í kjölinn, við að vinna að handa-
vinnu, við saman á námskeiði, við
borðandi poppkorn fyrir framan
sjónvarpið.
Seinna þegar samvistum mínum
við bróður hennar lauk, hélt hún
sínu sambandi við mig. Þá tóku við
símhringingar og heimsóknir. Alltaf
var Gógó til staðar og tók á móti
öllum opnum örmum. Kærleikurinn
og hlýjan, sem geislaði .frá henni,
gleymist seint þeim sem hana
þekktu. Hún mátti ekkert aumt sjá
og var alltaf tilbúin að setjast niður
og hlusta eða bara spjalla um lifið
og tilganginn með því. Ef vandamál
komu upp var gott að tala við hana,
því það var öruggt að þegar út í
bíl var komið, voru allar áhyggjur
og svartsýni farin lönd og leið. Já,
stóri, stóri faðmurinn hennar Gógó-
ar rúmaði alla í einu.
Persónuleiki Gógóar einkenndist,
að mínu mati, af hreinskilni, já-
kvæðni, glettni og kærleika. Eftir
að hafa umgengist hana kemur upp
í hugann sú ósk að ég geti að ein-
hveiju leyti tekið upp hennar aðals-
merki, þ.e. að láta umhverfí mitt
vita af umhyggju minni og innileg-
um kærleik til náungans.
Þú varst mér það, sem vatn er þyrstum manni,
þú varst mitt frélsi’ í dimmum fangaranni
og vængjalyfting vona bami lágu
og vorsól ylrík trúarblómi smáu.
(Ó. Andrésdóttir.)
Ég sendi aðstandendum Gógóar
mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég
óska þess af heilum hug að Guð
gefi ykkur styrk til að takast á við
framtíðina, þar sem góðar minning-
ar um dóttur, eiginkonu, móður,
ömmu og systur verða ykkur leiðar-
ljós.
Guð geymi minningu minnar
kæru vinkonu.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi okkar og sonur,
SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON,
Gunnarsbraut 40,
Reykjavik,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
2. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15.00.
Auður Jónsdóttir,
Hlin Sveinbjörnsdóttir, Hávar Sigurjónsson,
Hrólfur Þeyr Þorrason,
Sveinbjörn Hávarsson,
Auður Hávarsdóttir,
Róshildur Sveinsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir,
HUGI PÉTURSSON,
Aðallandi 6,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. febrúar
kl. 15.00.
Gróa Herdís Bæringsdóttir,
Klara Peterson, Ásgrfmur Peterson,
Belinda Peterson
og systkini.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
HERMANN GUÐLAUGSSON,
Njálsgötu 27,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. febrúar
kl. 13.30.
Jarðsett verður að Görðum, Álftanesi.
Guðrún Finnbogadóttir,
Finnbogi Hermannsson, Hansína Garðarsdóttir,
Guðlaugur Hermannsson, Ásdís Gunnarsdóttir,
Sesselja Hermannsdóttir, Benedikt Skarphéðinsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA MAGNEA
SIGURÐARDÓTTIR,
Meðalholti 14,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá kirkju Fíladelfíu-
safnaðarins, Hátúni 2, föstudaginn
7. febrúar kl. 13.30.
Sigurlfn E. Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson,
Þórir Magnússon, Marfa Jóhannsdóttir,
Gunnar H. Magnússon, Sigrún Geirsdóttir,
Grétar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Hverfisgötu 92a,
Reykjavík,
sem lést á Hvíta bandinu miðvikudag-
inn 26. janúar sl., verður jarðsett frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 6. febrúar
kl. 15.00.
Guðbjörg Helgadóttir Olsen, Svend A. Oisen,
Hafdís Helgadóttir,
Kristfn Helgadóttir, Einar Torfason,
Hulda Elvý Helgadóttir,
Ómar Þór Helgason, Klara Guðnadóttir,
Guðný Kristánsdóttir,
Helgi Helgason, Rós Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILHJÁLMUR KRISTINN
HALLGRÍMSSON
frá Felli f Mýrdal,
til heimilist f Lönguhlfð 3,
Reykjavfk,
sem lést þriðjudaginn 28. janúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 10.30.
Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Þór Pálsson,
Árni Stefánsson Vilhjálmsson,.
Helga Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug vegna andláts
ÞORVALDS ÁGÚSTSSONAR,
Laugateigi 22,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Þorvaldsson, Vallý Helga Ragnarsdóttir,
Steinunn Kr. Þorvaldsdóttir, Finnur Geirsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar
PÁLS EINARS
ÁSMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar.
t
Útför mannsins míns, föður, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
GUNNARS ÓLAFSSONAR,
Skaftahlíð 26,
Reykjavfk,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 6. febrúar kl. 15.00.
Inga S. Björnsdóttir,
Hulda Gunnarsdóttir, Sævar Snæbjörnsson,
Ingunn Sævarsdóttir, Birna Sævarsdóttir
og barnabarnbörn.
Ragnheiður Pálsdóttir
og fjölskylda.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
BENEDIKTS HAUKSSONAR
GRÖNDAL.
4L
t
Útför föðurbróður okkar,
JÓHANNESAR EGILSSONAR
frá Laxamýri,
verður gerð frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Gunnar Sigurðsson,
Jóhann Sigurðsson.
Ólafía Einarsdóttir
og systkini hins látna.
Lokað
Vegna jarðarfarar ÁGÚSTAR BÖÐVARSSONAR,
fyrrverandi forstjóra Landmælinga íslands, verður
stofnunin lokuð frá kl. 13.00 í dag, miðvikudaginn
5. febrúar.
Landmælingar íslands.
Sigríður Lind.