Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 41

Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 41 I I ) V > > > ) I J * I I : , I f _________________________FRETTIR Hjálparstarf Rauða kross íslands erlendis Hjálpargögn send til flóttamanna í Vojvodina VETRARFATNAÐUR, skór, skólavörur og lopi fóru á fimmtu- dag í gámi til Vojvodina héraðs í Júgóslavíu og er sendingin svar við hjálparbeiðni sem Rauða krossi Is- lands barst frá Rauða krossi Serb- íu. Hjálpargögnin eru framlag fyrirtækja og einstaklinga og skólabarna á Vestfjörðum og á Akranesi. „Vojvodina er nyrsta hérað Serb- íu. Fjölmargir flóttamenn búa þar við illan kost, atvinnuleysi er mikið og skólastarf er örðugt vegna þess að börnin hafa ekki nauðsynleg kennslugögn, svo sem skriffæri, stílabækur og fleira. Rauði kross Islands og deildir hans ákváðu því að efna til skyndisöfnunar á skóla- vörum meðal grunnskólabarna á Vestfjörðum og á Akranesi og brugðust skólar, nemendur og for- eldrar frábærlega við hjálparbeiðn- inni. Sem fyrr segir er talsvert magn fatnaðar í gámnum. Um er að ræða vetrarfatnað sem safnast hef- ur meðal almennings og fatnað sem Skjala- stjórnun og upplýs- ingalög NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður haldið dagana 10. og 11. febrúar kl. 13-16.30 báða dagana í Gamla stýrimanna- skólanum við Öldugötu í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. „Kynnt verður undirstöðuatriði skjalastjórnunar, lífshlaup skjals. Helstu hugtök verða skýrð; upplýs- ingaúttekt, skjalaáætlun, skjala- lykill o.fl. Rætt verður um skjala- stjórnun sem altækt átak við að taka á skjalavanda fyrirtækis eða stofnunar. Fylgt verður hugmyndinni um lífshlaup skjals við að útskýra hvernig koma megi á alhliða skjala- stjórnun á vinnustað. Sérstök áhersla er á að kynna hlutverk skjalastjórnunar við framkvæmd upplýsingalaga, sem tóku gildi um sl. áramót. Skipulag og skjöl standa fýrir námskeiðinu og munu Alfa Krist- jánsdóttir, bókasafnsfræðingur og Sigmar Þormar, samfélagsfræðing- ur kenna. Námskeiðsgjald er 11.000 kr. Námskeiðsgögn, þar á meðal bókin Skjalastjórnun ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innifalin í námskeiðsgjaldi,“ segir í fréttatilkynningu. Fundur um aukið frjálsræði HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, leitar svara við þeirri spurningu hvort, og þá hvað, sé að gerast í átt að auknu frjálræði á íslandi í dag. Frummælendur fundarins verða þeir Guðmundur Magnússon, pró- fessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands, Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins og Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra. Fundurinn verður í Valhöll og hefst kl. 20.30. Hann er opinn og eru allir áhugasamir velkomnir. Þessi fundur er sá fyrri af tveimur sem haldnir eru í tilefni af sjötíu ára afmæli Heimdallar um þessar mundir. Hagkaup gaf. Skórnir í gámnum eru einni framlag Hagkaups. Þá er talsvert magn af lopa í gámnum og munu flóttamennirnir framleiða fatnað úr honum. Heildverslun Björns Kristjánssonar gaf tölur og hnappa til framleiðslunnar og veitti verulegan afslátt af pijónum. Þess ber einnig að geta að Samskip flytja gáminn frá Reykjavík til hafnar í Evrópu án endurgjalds. Formaður Rauða kross íslands heimsótti Rauða kross Serbíu í desember síðastliðnum og kynntist hinni miklu neyð sem ríkir meðal flóttamanna og stórs hluta almenn- ings í landinu í kjölfar langvarandi stríðsátaka. Neyðarbeiðnin barst Rauða krossi íslands i kjölfar heim- sóknarinnar og taldi félagið ástæðu til að bregðast skjótt við. Rauði kross íslands hefur tekið þátt í öflugu hjálparstarfí Alþjóða Rauða krossins í lýðveldum gömlu Júgóslavíu undanfarin ár. Á síðasta starfsári varði félagið tæplega 50 milljónum króna til aðstoðar við stríðshijáða íbúa gömlu Júgóslavíu Opel Astra Extreme á markaðinn BÍLHEIMAR bjóða nýja útfærslu af Opel Astra, svokallaða Extreme útfærslu. Extreme er búinn samlitum stuð- urum og speglum, samlitu vind- skeiði aftan á bílnum með bremsu- ljósi, álfelgum og vetrardeklqum, aurhlífum að aftan og framan og fjarstýrðum samlæsingum. Ex- treme búnaðurinn ætti að kosta 146.000 kr. væri hann keyptur sem aukabúnaður en verðmunurinn á Extreme og öðrum sambærilegum útfærslum er einungis 50.000 kr., segir í frétt frá Bílheimum. Opel Astra Extreme fæst þriggja dyra, fjögurra og fimm dyra auk þess sem hægt er að fá skutbíl. Sala á Opel Astra Extreme hefst í þessari viku en um takmarkað magn er að ræða. Myndir frá Skotlandsferð Útivistar ÚTIVIST verður með myndakvöld fimmtudaginn 6. febrúar þar sem sýnt verður frá Skotlandsferð sem félagið fór sumarið 1996. Mynda- kvöldið hefst kl. 20.30 og er haldið í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg. Hópur Útivistar samanstóð af 30 manns og í ferðinni var farið um alla áhugaverðustu staði skosku hálandanna, m.a. var gengið á Ben Nevis, hæsta fjall Stóra-Bretlands. Meðal gististaða í ferðinni má nefna Tomintoul sem stendur hæst allra þorpa í Skotlandi. Hluti ferðarinnar lá um hina sögufrægu leið „The Malt Whiskey Trail“ þar sem ferða- löngum stóð til boða að fræðast um hinar ævafornu aðferðir við viskí- bruggun. Aðgangseyrir er 600 kr. og er hlaðborð kaffinefndar innifalið. All- ir velkomnir. TVEIR starfsmenn Rauða kross íslands ganga frá send- ingu sem fara á til ríkjanna í Júgóslavíu fyrrverandi. auk þess sem fimm sendifulltrúar félagsins störfuðu á svæðinu,“ seg- ir í frétt frá Rauða krossinum. Fyrirlestur um pólun og höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferð SCOTT Zamurut, sem er varafor- maður bandaríska pólunarfélagsins og meðlimur í breska höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðarfélaginu, heldur fýrirlestur um pólun (Polar- ity) og höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð (Crania Sacral Therapy) í Bolholti 4, 4. hæð, í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Fyrirlesturinn er haldinn á veg- um Atlas, félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, og í fréttatil- kynningu frá samtökunum kemur fram að Zamurut muni í fyrirlestr- inum rekja sögu þessara meðferðar- tegunda og varpa ljósi á það hvern- ig þær skarast og geta hvor gagn- ast annarri. Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur kostar kr. 500 og eru kaffiveitingar innifaldar. ——— _ Talsimagjoia til útlanda Sjálfval, 24,5% vsk. innifalinn LÖND UTAN EVRÓPU Dagtaxti Míndtu- ðjald, kr. Nætur- taxti frá kl. 23 Ástralfa 95,00 71,50 Bandaríkin 71,00 53,50 Brasilía 180,00 135,001 Japan 95,00 71,50 Kanada 71,00 53,50i Kína 180,00 135,00 Kúba 210,00 157,50| Mexíkó 140,00 105,00 Nýja-Sjáland Suður-Afríka 95,00 140,00 71,50 105,00 Suður-Kórea 140,00 105,00 VUla í korti KOMIÐ hefur í ljós að meinleg villa var í korti sem birtist hinn 14. des- ember sl. um talsímagjöld til út- landa. í töflu um talsímagjöld til landa utan Evrópu stóð að nætur- taxti hæfist klukkan 21 en hið rétta er að næturtaxtinn hefst klukkan 23. Um leið og taflan birtist rétt biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Skemmtiganga á Þorra í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins, 5. febrúar, verður ýmislegt sér til gamans gert og gönguhraði við allra hæfi. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið um Tjarnarsvæðið og Háskólahverfíð suður í Skeija- fjörð og snúið við þar sem hver er staddur eftir 45 mínútur þannig að allir geta ráðið sínum gönguhraða og komið samtímis „í höfn“ kl. 21.30 og tekið upp nestið sitt, gjarnan þorramat. Boðið verður upp á sýru- drykk og kaffísopa. Þórður kemur með nikkuna. Allir velunnarar Hafn- argönguhópsins og þeir sem alltaf hafa ætlað að koma í ferð með hópn- um er velkomið að slást í hópinn við Hafnarhúsið kl. 21.30. Málþing um Sagnir RITSTJÓRN Sagna - tímarits um söguleg efni hefur bryddað upp á því nýmæli að halda málþing um blaðið fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20 í húsakynnum Sögufélagsins, Fischersundi 3. Tímaritið er gefið út árlega af sagnfræðinemum í Háskóla íslands og er það vettvang- ur þeirra til að koma rannsóknum sínum á framfæri. Á þinginu verða fræðimenn fengn- ir til að fjalla um einstakar greinar sagnfræðinema í 17. árgangi Sagna. Greinahöfundum gefst tækifæri til að fá málefnalega umræðu um ný- birt ritverk sín. Jafnframt fer fram umræða um ritstjórnarstefnu blaðs- ins, framtíð þess og fræðigildi. Sorg og sorgarviðbrögð FYRIRLESTUR hjá Nýrri Dögun verður haldinn í Gerðubergi fímmtu- daginn 6. febrúar kl. 20. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, aðstoðarprestur í Sel- jakirkju mun fjalla um sorg og sorg- arviðbrögð. Þetta er mál sem varðar alla því öll upplifum við sorgina einhvern tíma í lífínu og þá getur verið gott að vita hvað eru eðlileg viðbrögð, segir í fréttatilkynningu frá samtök- unum. Allir eru velkomnir. Þjónusta Ríkisútvarpsins á netinu RÍKISÚTVARPIÐ hefur á undan- förnum mánuðum aukið netþjónustu sína. Ágrip hádegisfrétta og kvöld- frétta frá fréttastofu Útvarps er nú lesið alla daga á netinu til notenda um allan heim. Einnig er vikuleg 15 mínútna samantekt innlendra frétta um alnetið. Fréttayfírlitið er vistað í sjö daga á netinu og geta hlustendur hlustað á það hvenær sem er á því tímabili. Fyrirtækið Intís sér um samband við netið vegna fréttasendinganna, sem fara fram með svokallaðri „RealAudio“-tækni. Daglega eiga sér stað rúmlega 400 tengingar til að kalla fram fréttayfírlitið og þeim fjölgar stöðugt eftir því sem vitn- eskjan um þjónustuna breiðist út. Hægt er að kalla fréttalesturinn fram á vefsíðum Ríkisútvarpsins http://www.ruv.is og á slóðinni http://this.is./ruv. Styrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 1997, 300 þúsund kr. I 4. grein skipulagsskrár stend- ur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagn- fræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritun um sérstök verkefni er varða sögu íslands eða efni því nátengd. Veita má manni styrk til sams konar verkefna er eigi hefur verið í Há- skóla íslands og er sérstakar ástæður mæla með þvi að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um. Umsóknum ber að skila á skrif- stofu heimspekideildar Háskóla ís- lands í Árnagarði við Suðurgötu eigi síðar en 5. mars nk. LEIÐRÉTT Nýsköpunarverðlaun í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um afhendingu Nýsköpunarverð- launa forseta íslands var sagt að Sigrún Erla Egilsdóttir hefði hlotið fyrstu verðlaun fyrir verkefnið „Erlent ferðafólk í náttúru ís- lands". Hið rétta er að Erla Hlín Hjálmarsdóttir hlaut verðlaunin en Sigrún hlaut sérstaka viðurkenn- ingu fyrir verkefnið „Falleg borg sem hefur allt sem þú þarfnast“. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Sat inni að degi, ekki nóttu EKKI reyndist nákvæmlega farið með þann tíma, sem ungur fíkni- efnaneytandi sat í fangageymslum lögreglunnar við Hverfisgötu og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. I fréttinni sagði að pilturinn, sem er 16 ára og þarfnaðist aðstoð- ar þar sem hann náði ekki andan- um vegna hassreykinga, hefði ver- ið fluttur á lögreglustöðina og gist þar um nóttina. Hið rétta er, að piltur var handtekinn skömmu eft- ir hádegi og færður í klefa númer 1, þar sem hann var geymdur þar til víman var runnin af honum. Síðdegis var hann yfirheyrður og síðan sleppt, svo hann eyddi degin- um hjá lögreglu, ekki nóttinni. Pilt- ur er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. [22313 DÖS nszt ixt T JVI A Ekki reyna of mikið á þig Það er lítill ávinningur af því að reyna of mikið á sig. Þú mátt taka á, en ekki þannig að það verði óþægilegt. i£s / Faxafeni • Langarima • Skipholti Safnaóu 5 hollráóum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaöa kortum í Mætti' og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför CAMILLU D. SVEINSDÓTTUR, Mávahlfð 35. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.