Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 4

Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Um 3 þús- und undir- skriftir með álveri TÆPLEGA þijú þúsund und- irskriftir söfnuðust á Akranesi og í Borgarnesi í undirskrifta- söfnuninni „Álver já takk,“ sem Áhugafólk um atvinnuupp- byggingu á Vesturlandi hefur staðið fyrir undanfarna daga. Að sögn Péturs Ottesen bæj- arfulltrúa og eins aðstandenda söfnunarinnar eru þetta betri undirtektir en menn þorðu að vona, þó að mikil bjartsýni hafi ríkt frá upphafi. „Við munum afhenda iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra undirskrift- arlistana í Alþingishúsinu í dag klukkan 13 og þar með er því verkefni sem við tókum að okk- ur lokið,“ segir Pétur. FRÉTTIR Tryggingaráð fjallar um nýjar reglur um tannréttingar Greiddur verði 7 0 þúsund kr. styrkur TRYGGINGARÁÐ hefur nú til skoðunar tillögur að nýjum reglum um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannréttingar þeirra sem eru 20 ára og yngri, og er samkvæmt þeim gert ráð fyrir að frá og með 1. janúar síðastliðnum verði greiddur 70 þúsund króna styrkur vegna meðferðar með föst- um tækjum, þ.e. spöngum. Eldri reglur sem giltu til síðustu áramóta fólu í sér að tryggingaryf- irvöld ákvörðuðu samkvæmt mati hveijir fengju endurgreiðslu kostn- aðar vegna tannréttinga, og var þá eingöngu endurgreiddur kostnaður vegna þeirra sem flokkuðust sem alvarleg tilvik. Fjallað verður um tillögurnar á fundi Tryggingaráðs næstkomandi föstudag og verði málið afgreitt taka nýjar reglur gildi eftir næstu helgi. Hluti styrks greiddur vegna eldri meðferðar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins miðast þær reglur sem nú er fjallað um í Tryggingaráði við það að hægt verði að koma til móts við alla þá 20 ára og yngri sem þurfa á alvarlegum tannrétt- ingum að halda. Miðað er við að styrkurinn verði greiddur í þrennu lagi, þ.e. að lokinni ísetningu fastra tækja, 12 mánuðum síðar og við lok meðferðar með föstum tækjum. Skilyrði er að hveiju sinni nemi upphæð þeirra reikninga sem fram- vísað er að minnsta kosti þrefaldri styrkupphæðinni. Gert er ráð fyrir því að þeir ein- staklingar sem byijuðu í meðferð með föstum tækjum á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til síðustu ára- móta, og voru 20 ára eða yngri þegar meðferð hófst, fái greiddan hluta styrksins. Frakkar unnu sveita- keppnina í brids FRANSKA sveitin vann sveita- keppni bridshátíðar sem lauk á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Frakkarnir hlutu 198 stig. í öðru sæti var sveit VÍB með 187 stig og í þriðja sæti sveit Hjördísar Eyþórsdóttur með 186 stig. í verðlaunasætum enduðu einnig sveit Landsbréfa með 185 stig, Roche með 181 stig og sveit Samvinnuferða-Land- sýnar með 179 stig. Níutíu og átta sveitir tóku þátt í mótinu. ■ Einvígi/45 Lögregluþjónn sem slasaðist á Eskifirði útskrifaður af sjúkrahúsi Morgunblaðið/Benedikt LÖGREGLUMENNIRNIR Bjarni Sveinsson (t.h.) og Þórhallur Árnason við flak jeppabifreiðarinnar sem þeir segja að hafi bjargað lífi þeirra, þegar gerð var á þá árás með stórvirkum lyftara. „Vorum í bráðrí lífshættu“ LÖGREGLUÞJÓNNINN sem slas- aðist á Eskifirði er æði rann á ungan mann aðfaranótt laugardags var útskrifaður af sjúkrahúsi á Neskaupstað í gær. 22 ára gamall Akureyringur, búsettur á Eskifirði seinustu mánuði, hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 17. mars næst komandi og gert að sæta geðrannsókn, vegna þeirra skemmda sem hann olli á Eskifírði að morgni seinasta laugardags. Maðurinn tók kraftmikinn gafallyftara frystihússins Frið- þjófs traustataki og ók á hús og bíla í bænum með þeim afleiðing- um m.a. að lögreglumaður slasað- ist, þijár bifreiðar eru taldar gjöró- nýtar og tvær aðrar talsvert skemmdar, auk tjóns sem varð á húsi sýslumannsembættis, girð- ingum og fleiri eignum. Lyftarinn er um sjö tonn að þyngd og hafði tjónvaldurinn unnið á honum um skeið. „Við vorum í bráðri lífshættu, það er alveg á hreinu. Það má þakka fyrir að við vorum á sterkbyggðum og stórum jeppa en ekki fólksbíl,“ segir Þór- hallur Ámason varðstjóri sem var í bílnum þegar árásin var gerð. „Bíllinn var sterkur og ég held að ekkert ökutæki lögreglunnar í landinu hefði staðist þetta eins vel og hann. Eftir atlöguna var hann samt dreifður um allt planið,“ seg- ir Bjarni Sveinsson, lögreglumaður. Að sögn Þórhalls höfðu þeir Bjami haft lítilsháttar afskipti af manninum, skömmu áður en á hann rann fyrrgreint æði, eftir ósætti hans við unnustu sína. Að sögn Inger L. Jónsdóttur, sýslumanns á Eskifirði, er ekki búið að meta heildartjónið sem maðurinn olli, en ljóst sé að það skipti milljónum. Tryggingamats- menn em væntanlegir til Eskifjarð- ar í dag til að meta tjónið. Yfirheyrslur yfir tjónvaldinum hófust á laugardagskvöld, þegar áfengisvíman var runnin af honum, en að sögn Inger var fátt um skýr- ingar á framferði hans og kvaðst hann muna mest lítið eftir atburð- um. Hann sætir varðhaldi á Akur- eyri. Lögregla leggur i hald á myndbönd 1 LÖGREGLAN í Reykjavík lag:ði í gærdag hald á myndbönd og geisla- diska með kvikmyndinni Independ- ence Day, ID 4, í versluninni 2001 á Hverfisgötu vegna meintrar óleyfi- legrar sölu og dreifíngar. Hald var lagt á efnið að kröfu Skífunnar ehf., umboðsaðila Twentieth Century Fox Film Corp., sem framleiddi kvik- myndina. Skífan telur sig eiga dreifingar- rétt á myndinni með samningum við erlend kvikmyndafyrirtæki og kærði dreifmgu og sölu verslunarinnar til lögreglunnar. Sigurður Þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri 2001, er ósáttur með að lagt hafi verið hald á efnið áður en fenginn væri úrskurður um lög- mæti innflutnings verslunarinnar. Sigurður segir fyrirtæki sitt í full- um rétti. Myndböndin hafi verið keypt af löglegum umboðsaðilum í Bretlandi og geisladiskarnir í Banda- ríkjunum. „Myndböndin eru flutt inn frá EES-landi og t.a.m. var innflutn- ingstollur felldur niður af þeim í samræmi við gildandi reglur í EES- ríkjunum," sagði hann. I kæru Skífunnar er fullyrt að með sölu erlendu myndbandanna, L sem væru ótextuð og óskoðuð af Kvikmyndaeftirlitinu, væru lög um f skoðun kvikmynda og bann við of- ) beldismyndum brotin. í kærubréfi er bent á að ákvæði laganna skyldi dreifingaraðila hér á landi að sjá til þess að Kvikmyndaskoðun fái mynd- ir umsvifalaust til skoðunar. Sigurður segir að stór hluti rekst- ursins snúist um pöntunarþjónustu og vonlaust að láta skoða hveija ein- ustu mynd. Hann bendir ennfremur L á að reglur í Englandi um aldurstak- mörk séu jafnvel strangari en hér á I landi og m.a. þess vegna hafi hann ) ekki kallað kvikmyndaeftirlitið til í tengslum við innflutninginn. Nýr prófastur tek- ur við á Kjalamesi \ BISKUP íslands hefur auglýst sótt um lausn frá embætti frá 1. V apríl vegna aldurs. Hann var kjörinn sóknarprestur 1. júní 1966 og skip- aður prófastur 15. apríl 1977. Að sögn Ólafs Skúlasonar, biskups íslands, hafa allir þjónandi prestar og þrír fulltrúar leikmanna í Kjalar- nesprófastsdæmi skilað inn tillögum um nýjan prófast. Gunnar Kristjáns- son, sóknarprestur á Reynivöllum í | Kjós, hlaut flestar tilnefningar í emb- ættið og gerði biskup að tillögu sinni » til kirkjumálaráðherra í gær að hann | yrði skipaður prófastur. lausar stöður sóknarprests í Garða- prestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og stöðu sóknarprests í Ljósavatns- prestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Jafnframt því losnar embætti próf- asts í Kjalarnesprófastsdæmi og hefur biskup lagt til að Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reyni- völlum í Kjós, verði skipaður í stöð- una frá 1. apríl nk. Séra Bragi Friðriksson, sóknar- prestur og prófastur í Garðapresta- kalli í Kjalamesprófastsdæmi, hefur Morgunblaðið/Golli * I franska sjónvarpið SEXTÁN manns þreyttu í gær- kvöldi forkeppni um þátttöku fyr- ir íslands hönd í spurningaþætti í franska sjónvarpinu FR 3. Sigur- vegarar urðu þau Egill Amarson, heimspekinemi, Guðrún Norð- fjörð, frönskunemi, Sigmjón Hall- dórsson, starfsmaður í gestamót- töku Hótels Sögu og Brynjar Karlsson, eðlisfræðingur. Fara þau til Frakklands í byrjun apríl til þátttöku í spurningakeppni um menningarmál, þar sem keppt verður við níu aðrar þjóðir. Sigur- vegarinn hlýtur m.a. peningaverð- laun, rúmar 600 þúsund íslenskar krónur, ferðalag og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.