Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Sextán unglingar úr Leikklúbbnum Sögu taka þátt í samnorræmi leikverkefni
Fjöldi þátttakenda frá
6 löndum í Fenris IV
SEXTÁN unglingar úr Leik-
klúbbnum Sögu á Akureyri taka
þátt i samnorræna leiklistarverk-
efninu Fenris IV. Þátttaka í verk-
efninu er hápunktur leiklistar-
starfs klúbbsins.
Eins og nafnið gefur til kynna
er þetta í fjórða sinn sem unnið
er að þetta verkefni, fyrst var efnt
til þess árið 1985 og síðan á fjög-
urra ára fresti. Þetta er stórt verk-
efni, að sögn þeirra Evu Signýjar
Berger og Berglindar Hólm Ragn-
arsdóttur úr Leikklúbbnum Sögu.
Alls verða þátttakendur á bilinu
70 til 80 og koma þeir frá 6 lönd-
um, 16 frá íslandi, 13 frá Svíþjóð,
11 frá Noregi, 19 frá Danmörku,
8 frá Finnlandi og 5 frá Færeyjum
auk þess sem Grænlendingar senda
þtjá þátttakendur nú, en hafa ekki
áður verið með.
Mikill undirbúningur
Undirbúningur hófst haustið
1995 og hefur staðið frá þeim tíma.
Um síðustu áramót dvöldu þátttak-
endur í æfingabúðum í Humlebæk
í Danmörku þar sem búin var til
beinagrind að leikverkinu, en Skúli
Gautason hefur verið ráðinn leik-
stjóri verksins, Nilla Ekström frá
Svíþjóð handritshöfundur og þá
mun Cristian Blak frá Færeyj-
um/Danmörku sjá um tónlist. Um
páskana um hópurinn hittast að
nýju í Sala í Svíþjóð og verður
verkið þá unnið í endanlega mynd.
Fenris-hringferðin hefst svo í
júli næstkomandi. í bytjun mán-
aðarins koma þátttakendur saman
á Islandi og dvelja í tvær vikur.
Þá fyrri verður slegið upp æfinga-
búðum á Akureyri og verkið frum-
sýnt í byrjun seinni dvalarvikunn-
ar. Hópurinn mun svo ferðast um
landið og sýna leikverkið. Farið
verður með Norrænu til Danmerk-
ur og Ieikverkið sýnt á danskri
grund í vikutíma. Turku í Finn-
landi er næsti áfangastaður og
mun hópurinn einnig dvelja eina
viku þar í landi áður en farið verð-
ur yfir til Svíþjóðar með eins dags
stoppi á Álandseyjum. I Svíþjóð
tekur hópurinn m.a. þátt í stórri
leiklistarhátíð í Orebro.
Norræn goðafræði
Norræna goðafræðina verður
meginþema næsta verkefnis, en
unglingarnir taka þátt í að smíða
hljóðfæri, gera búninga og leik-
mynd og gera yfirleitt allt það sem
viðkemur sýningunni þannig að
hyggja þarf að mörgu. „Þetta er
mikil vinna, en alveg óskaplega
skemmtileg," segja þær Eva Signý
og Berglind. Norðuriandamálin
eru í hávegum höfð í tengslum við
verkefnið og enskan ekki leyfð.
Komi upp samskiptavandamál eru
þau leyst með líkamstjáningu og
þolinmæði. Sterk vinabönd mynd-
ast innan Fenris hópsins og telja
gamlir Fenris farar tækifærið
ómetanlegt að eignast vini á Norð-
urlöndunum.
Fenris verkefnið hefur síðustu
fimmtán ár haldið lífið í Leik-
klúbbnum Sögu og hafa ungling-
arnir lagt á sig ómælt starf við
að afla fjár til að geta tekið þátt
í þessu viðamikla verkefni. Þær
Eva Signý og Berglind segja að
nú sé verið að safna styrkjum t.d.
hjá fyrirtækjum á Akureyri og
gagni söfnunin vel.
Morgxinblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
BJÖRN Friðþjófsson framkvæmdastjóri Tréverks afhendir Atla
Friðbjörnssyni oddvita lykil að húsinu.
íþróttir og félags
starf í nvju húsi
Dalvík. Morjrunblaðið.
NYTT félagsheimili og íþróttahús að
Húsabakka í Svarfaðardal var tekið
í notkun sl. laugardag.
Bamakór Húsabakkaskóla hóf
dagskrána með söng undir stjóm
Rósu Kristínar Baldursdóttur. Atli
Friðbjömsson oddviti rakti aðdrag-
anda byggingarinnar, Helgi Már
Halldórsson arkitekt greindi frá und-
irbúningsvinnu og hönnun og Björn
Friðþjófsson framkvæmdastjóri Tré-
verks afhenti Svarfdælingum húsið
formlega og gaf 30 bolta.
Helgi Símonarson frá Þverá, sem
kominn er á 102. aldursár, flutti
nokkur orð, en hann hefur lengi ver-
ið ötull liðsmaður þess að slík bygg-
ing rísi í Svarfaðardal. Hann sagði
m.a. að á langri ævi hefði hann gert
sér grein fyrir mikilvægi góðrar
hreyfingar fyrir líkama og sál og
fagnaði því að nú væri risið íþrótta-
hús fyrir unga fólkið.
Séra Jón Helgi Þórarinsson flutti
blessunarorð. Rögnvaldur Skíði Frið-
bjömsson bæjarstjóri á Dalvík flutti
kveðju frá Dalvíkingum. Tjarnar-
kvartettinn og Samkór Svarfdæla
sáu um tónlistarflutning ásamt
Barnakómum.
Haldin var samkeppni um nafn á
húsið og þriggja manna dómnefnd
valdi nafnið Rimar, en þrjár tillögur
höfðu borist um það nafn. Tillögurn-
ar áttu þau Vilhjálmur Bjömsson,
Jón Þórarinsson og Svana Halldórs-
dóttir og Amgrímur Baldursson.
Nefnið er dregið af Rimum, hæsta
fjalli (1.288 m) við austanverðan
Svarfaðardal.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
ALLS taka 16 unglingar frá Akureyri þátt í stóru leikverk-
efni, Fenris, sem sýnt verður á Norðurlöndunum í sumar. Á
myndinni eru talið að ofan frá vinstri, Gunnhildur, Sandra,
Kjartan, Lilja, Ása, Vala, Dís, Berglind, Harpa, Eva Signý, Ragn-
hildur, Silja og Þórdís.
Folda hf. í framleiðslu á útilífsfatnaði
Starfsfólki
fjölgað um 20-30
FOLDA hf. á Akureyri hefur gert
samstarfssamning við Jan Davids-
son hönnuð og mun innan tíðar
hefja framleiðslu á útilífsfatnaði
sem kemur á markað hérlendis
næsta haust. Sérstök sportvömdeild
hefur verið stofnuð innan Foldu og
á næstunni verða ráðnir 20-30
starfsmenn til viðbótar við þá 50
sem fyrir starfa hjá fyrirtækinu.
Útilífsfatnaðurinn verður fram-
leiddur undir merkjum Don Cano
og Cintamani og er hannaður af
Jan Davidsson. Hermann Sigur-
steinsson, framkvæmdastjóri
Foldu, segir að hér sé um að ræða
gæðafatnað. Efnið í fatnaðinum er
þróað í samvinnu við japanskt text-
ílfyrirtæki og er nýtt á markaðnum.
Það er þriggja laga, alveg vatns-
þétt með góða útöndum og er mjög
létt.
„Við fullyrðum að Cintamani
útilífsfatnaðurinn sé jafngóður því
besta í heiminum í dag. Fatnaður-
inn verður notaður af Islendingun-
um þremur sem ætla að klífa Mo-
unt Everest í næsta mánuði og af
íslenskum fylgdarmönnum þeirra
og það segir sína sögu. Don Cano
fatnaðurinn fer hins vegar frekar
inn á hinn almenna markað,“ segir
Hermann.
Don Cano fatnaður var fram-
leiddur hér á landi og erlendis á
síðasta áratug og er merkið nokkuð
þekkt hérlendis. Jan Davidsson,
sem er sænskur að uppruna, hefur
búið á íslandi frá árinu 1983. Hann
hefur starfað víða um heim og er
mjög reyndur á sínu sviði.
Jan segir að Island sé mjög góð-
ur staður til að þróa útilífsfatnað
og hann segir það hafa komið sér
JAN Davidsson, hönnuður og
Hermann Sigursteinsson,
framkvæmdastjóri Foldu.
skemmtilega á óvart hversu mikil
þekking og kunnátta er innan
Foldu í framleiðslu á fatnaði. „ís-
lenski markaðurinn er ekki stór en
í okkar langtímamarkmiðum stefn-
um við einnig að því að koma fram-
leiðslunni á erlendan markað,“ seg-
ir Jan.
Hermann segir að með því að
hefja framleiðslu á útilífsfatnaði,
sé verið að skjóta styrkari stoðum
undir rekstur fyrirtækisins, auk
þess sem nýting á húsnæði og
starfsfólki verður betri. „Við höfum
þurft að fjárfesta í nýjum vélum
vegna framleiðslunnar en við rek-
um hér eina öflugustu textílverk-
smiðju landsíns.“
Félag vélsleðamanna
í Eyjafirði
Okeypis
GPS-nám-
skeið
NÁMSKEIÐ í rötun og notkun
GPS-staðsetningartækja og átta-
vita verður haldið á vegum Félags
vélsleðamanna í Eyjafirði dagana
20. til 22. febrúar næstkomandi.
Skráning á námskeiðið fer fram
hjá Haftækni og þurfa þátttakend-
ur að hafa með sér áttavita og
GPS-tæki. Námskeiðið er félags-
mönnum að kostnaðarlausu.
Samskonar námskeið verður einn-
ig haldið þriðjudagskvöldið 25.
febrúar og laugardaginn 1. mars
næstkomandi.
Það verður haldið í húsnæði
Hjálparsveitar skáta á Akureyri,
Lundi við Skógarlund. Leiðbein-
andi verður Sveinbjörn Dúason,
slökkviliðsmaður og margreyndur
björgunarsveitarmaður. Kennt
verður fimmtudagskvöldið 20.
febrúar og fyrir hádegi laugar-
daginn 22. febrúar en verkleg
æfing verður eftir hádegi sama
dag. Farið verður í grunnþætti
rötunar, notkun áttavita og GPS,
en þetta eru nauðsynleg öryggis-
tæki fyrir vélsleðamenn og alla
fjallafara.
----»■■■♦—♦-
Vatnsljón í
Raflagnadeild
ALLMIKIÐ tjón varð í Raflagna-
deild KEA á laugardagsmorgun
þegar brunaslanga sem vatns-
þrýstingur var á sprakk og flæddi
vatn um gólf á lager og verslun.
Gunnar Austfjörð deildarstjóri
Raflagnadeildar sagði að menn
sem voru á leið í vinnu hefðu
fyrstir orðið lekans varir, en vatn
flæddi úr versluninni inn i for-
stofu og þaðan út á gangstétt.
Vatnið náði um 5 sentímetra hæð.
Gunnar telur að tjón sé heldur
minna en í fyrstu var haldið, en
enn sé þó eklri ljóst hversu mikið
það er.
-----»• ■♦■ ♦-
Laxós í Ólafsfirði
Ekkert upp
í kröfur
SKIPTUM er lokið í þrotabúi Lax-
óss ehf. í Ólafsfirði en félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta fyrri
hluta október síðastliðins. Engar
eignir fundust í búinu, greiðslur
fengust því ekki upp í lýstar kröf-
ur sem námu samtals rúmum 26,3
milljónum króna auk vaxta og
kostnaðar eftir úrskurðardag
gjaldþrotaskipta.
Einnig er lokið skiptum í búi
Reykbæjar á Akureyri en félagið
var úrskurðað gjaldþrota síðasta
haust. Engar eignir fundust í bú-
inu þannig að skiptum lauk án
þess að greiðsla fengist upp í lýst-
ar kröfur sem samtals námu um
14,1 milljón króna auk vaxta og
kostnaðar.
-----» ♦ -♦---
Jurtavörur
GÍGJA Kjartansdóttir flytur fyrir-
lestur og kynnir jurtavörur á opnu
húsi fyrir foreldra með ung börn
frá kl. 10 til 12 á morgun, miðviku-
daginn 19. febrúar. Allir foreldrar
eru velkomnir með böm sín, en
leikföng og bækur eru til afnota
fyrir þau. Gengið er inn um kap-
elludyr.