Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 17
VIÐSKIPTI
SAMNINGUR Ríkiskaupa og ACO ehf. undirritaður. F.v. Ólafur Ástgeirsson, verkefnisstjóri Rikis-
kaupa, Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa og Einar Bjarnason, markaðsfulltrúi ACO ehf.
PURA CUT frá MARBERT
Ekki lengur feita og glansandi húö
Regulating
kremið gerir glansandi húð matta og kemur réttu jafnvægi á húðina. Sérstaklega ætlað fyrir blandaða húð. PURA CUT Regulating Cream PURA CUT Begufating Cteam * PURACUT Edartcmg Gd Ofi'Frce
Balancing Gel er sérstaklega ætlað fyrir feitari og óhreinni húð. Gelið MARBEBT MARBERT
hefur þurrkandi
áhrif og mattar
húðina. Komdu
við og fáðu prufur:
MARBERT
esia=!-uozsrrw
Libia Mjódd. Nana Hólagarði. Holtsapótek Glæsibæ. Spes Háaleitisbraut.
Evíta Kringlunni. Brá Laugavegi. Bylgjan Kópavogi. Snyrtihöllin Garðabæ.
Sandra Hafnarfirði. Galley Förðun Kelfavík. Krisma ísafirði. Tara Akureyri.
Apótekið Húsavík. Apótek Vestmannaeyja.
Ríkiskaup og ACO
gera með sér samning
RÍKISKAUP og ACO undirrit-
uðu nýverið samning varðandi
kaup Ríkisstofnana á rekstrar-
vörum fyrir tölvur og prentara.
Um er að ræða rammasamning
til tveggja ára. Ríkiskaup var
með útboð sem opnuð voru til-
boð í 10. desember síðastliðinn.
Alls tóku ellefu fyrirtæki þátt í
þessu útboði og var ACO ehf.
eitt fjögurra fyrirtækja, sem
ákveðið var að ganga til samn-
igna við, af hálfu Ríkiskaupa.
Eimskipafélag íslands
Viðskiptateng-
ing á alnetinu
EIMSKIP býður nú viðskiptavin-
um sínum aðgang að Brúnni, fjar-
tengingu við gagnagrunn félags-
ins í gegnum alnetið. Brúin veitir
viðskiptavinum Eimskips aðgang
að upplýsingum um einstakar
sendingar og stöðu þeirra, opnar
þeim möguleika á að skoða reikn-
inga og fylgiskjöl og panta komu-
tilkynningar á faxi, segir í frétta-
tilkynningu frá Eimskip.
Eimskip hefur fram til þessa
boðið aðgang að Brúnni með bein-
Hnutengingu. Með því að bjóða
tengingu við Brúna í gegnum al-
netið nýtir Eimskip sér upplýs-
ingatæknina til að auka enn frek-
ar þjónustu við viðskiptavini fé-
lagsins.
Á vefsíðum Eimskips á alnetinu
eru nú einnig sérstök tölvupósts-
form fyrir viðskiptavini til að
senda beiðnir um tilboð, flutning
og aðra þjónustu beint til flutn-
ingadeilda félagsins. Þar eru einn-
ig sem fyrr upplýsingar um skrif-
stofur félagsins og umboðsmenn
hérlendis og erlendis, skipakomur,
búslóðaflutninga, þjónustuáætlan-
ir og aðra flutningatengda þjón-
ustu.
Til að fá aðgang að Brúnni
þurfa viðskiptavinir Eimskips not-
endakenni og aðgangsorð. Frekari
upplýsingar um hvernig tengjast
má Brúnni fást hjá Eimskip í síma
525 7240, eða í gegnum tölvupóst
til mottaka@eimskip.is. Slóðin að
heimasíðu Eimskips á alnetinu er
http://:www.eimskip.is
Morgunblaðið/Þorkell
Nýr verðbréfamarkaður
Búnaðarbankans
NÝR verðbréfamarkaður
Búnaðarbanka íslands tók til
starfa fyrir nokkru og í síðustu
viku var efnt til móttöku í til-
efni af því í húsakynnum bank-
ans í miðbænum, í framhaldi
af því að afkoma bankans á síð-
asta ári var kynnt. Taldir f.v.:
Pálmi Jónsson, formaður
bankaráðs, Stefán Pálsson,
bankastjóri, Sólon Sigurðsson,
bankastjóri, Þorsteinn Þor-
steinsson, forstöðumaður verð-
bréfaviðskiptasviðs Búnaðar-
bankans, og Jón Adolf Guðjóns-
son, bankastjóri.
ðll þjónusta
á einum stað
í Sundakletti, þjónustumiðstöð Eimskips í Sundahöfn, er boðið upp á alla þá þjónustu 1
sem þörf er á við tollafgreiðslu, greiðslu á aðflutningsgjöldum og afhendingu á *
vörusendingum sem fluttar hafa verið til landsins með Eimskip. Þar er staðsett °
viðskiptaþjónusta Eimskiþs, útibú Landsbanka íslands og afgreiðsla Tollstjórans f
í Reykjavík. *
í Sundakletti er boðið upþ á almenna viðskiþtaþjónustu auk þjónustu vegna tollskýrslu-
gerðar, skiptingu farmbréfa og búslóðaflutninga.
„í Sundakletti getur þú fengiö afgreidd öll
flutningsskjöl á einum staö í einni ferö.
Starfsfólk viöskiptaþjónustunnar leggur
metnað sinn íað veita viðskiptavinum sínum
persónulega, góöa og skilvirka þjónustu.“
Eimskip býður viðskiptavinum heildar-
lausnir í flutningaþjónustu, inn- og útflutning,
vöruhúsaþjónustu, innanlandsflutninga,
framhaldsflutninga og forflutninga erlendis.
EIMSKIP
Sími 525 7000 • Fax 525 7179
Netfang: mottaka@eimskip.is
Heimasíða: http//www.eimskip.is