Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
:
ERLENT
Að baki þessari ákvörðun býr óvíssa um
erfðir í landinu þar sem núverandi soldán
hefur ekki eignast erfíngja.
OMANIR hafa ákveðið að
breyta reglunum um það
hvemig hvernig vali nýs
leiðtoga skuli háttað og
er breytingin í formi eins konar
stjómarskrár sem þeir hafa nefnt
Gmndvallarlögin. Þar er gert ráð
fyrir að soldánsfjölskyldan kjósi
jafnan eftirmanninn þjóðhöfðingj-
ans og skuli hafa lokið því vali áður
en þrír dagar em liðnir frá fráfalli
hans. Það blandast engum sem
þekkir til mála hugur um að þetta
ákvæði er sett inn vegna þess að
Qaboos soldán hefur ekki eignast
erfingja og kvíði er manna á meðal
um hvað verði þegar hann fellur frá.
Það liggur einnig í orðunum um
erfðir að fjölskyldunni er allt að
því uppálagt að velja elsta son þjóð-
höfðingja ef hann er fyrir hendi svo
reikna má með því að þetta endur-
spegli óvissu Omana um erfðir
vegna barnleysis núverandi
soldáns. Qaboos er að vísu enn á
góðum aldri, 56 ára, en engu að
síður hefur þótt ömggara að setja
þetta í lög nú.
Þótt erfðamálin séu kannski það
sem menn reka fyrst augun í þegar
þessi Gmndvallarlög em lesin era
þó ýmis ákvæði þar sem vert er að
staldra við og vekja athygli á og
eiga sér ekki hliðstæðu í stjómar-
skrám arabískra ríkja svo mér sé
kunnugt um.
Ráðherrar mega ekki sitja
í stjórnum fyrirtækja
Það er líklegt að tvær greinar
stjórnarskrárinnar þyki eftirtektar-
verðastar. Það em 53. og 55. grein
en þar er ráðherram og aðstoðarráð-
hermm bannað að sitja í stjómum
fyrirtækja sem em skráð á verð-
bréfamarkaðinum í Múskat, höfuð-
borg Ómans.
Ráðherrar og þeir sem hafa ráð-
herrasess em mýmargir í landinu
og þar með nær þetta til mikils
§ölda manna. Ennfremur er í þess-
um greinum tekið fram að stjómar-
stofnunum sé bannað að eiga við-
skipti við fyrirtæki eigi ráðherrar
og aðstoðarráðherrar einhverra
beinna eða óbeinna hagsmuna að
gæta. Ráðherrar skulu ekki nýta
opinbera stöðu sína sér til eigin
hags eða gróða, segir í lögunum.
Oman hefur verið eitt fárra og
kannski hið eina ríki í heimi araba
þar sem spilling hefur verið nánast
óþekkt en þessum ákvæðum er
greinilega ætlað að koma í veg fyr-
Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir
UNGIR Ómanir.
ir að slík spilling geti komið upp.
Einnig er með þessu dregið úr hættu
á að helstu forréttindaíjölskyldur
landsins sem em tólf og æði marg-
mennar, freistist til að skara eld að
eigin köku.
Enn hefur enginn ráðherra sagt
af sér vegna þessa. En um síðustu
áramót höfðu 20 háttsettir starfs-
menn í ráðuneytum vikið úr stjóm-
um fyrirtækja í samræmi við þessi
lög. Þar með er þó ekki sagt að
þeir geti ekki haft nokkur ítök fram-
vegis því í flestum tilvikum hafa
nánir ættingjar mannanna tekið við
í þeirra stað.
Það er ekki með öllu ljóst hvort
bannið muni einnig ná til svokall-
aðra lokaðra fyrirtækja sem em
ekki skráð á Verðbréfamarkaði
landsins. Mörg þeirra em stór og
mikilsmegandi og hafa gegnt lykil-
hlutverki í hraðri efnahagsuppbygg-
ingu í Óman. Á það mun ugglaust
reyna á næstunni og þá kemur í
ljós hvort ómönsk stjómvöld em
samstíga í því að draga úr tengslum
milli auðs og pólitísks valds.
Eina fyrirmyndarríki
Arabaheimsins?
Óman hefur sérstöðu innan
Arabaheimsins vegna þess að þar
hefur lítið gætt áhrifa íslamskra
bókstafstrúarmanna og þar ríkir
traustari friður og meira samlyndi
en annars staðar í þessum heims-
hluta. Þetta má efalaust rekja til
persónulegra vinsælda og virðingar
Qaboos soldáns sem á yfirvegaðan
og hávaðalausan hátt virðist hafa
verið þegnum sínum fyrirmynd.
Hann hefur einnig aflað sér góðs
orðstírs sem sáttasemjari ef deilur
hafa komið upp milli leiðtoga araba.
Því sorglegra þykir mörgum að
hann skuli ekki hafa eignast erf-
ingja og þær raddir hafa heyrst æ
oftar að ringulreið gæti orðið í land-
inu við fráfall hans.
Gmndvallarlögin eiga sem sagt
að reyna að tryggja að til þessa
komi ekki. En um hríð virtist sem
soldáninn hefði sjálfur augastað á
eftirmanni sínum: Qais Zawawi,
aðstoðarforsætisráðherra sem fór
með stjórnun efnahags- og fjár-
mála. Hann hafði í nokkur ár verið
nánasti samstarfsmaður soldánsins.
Hann var sagður höfundur þeirrar
efnahagsstefnu sem Ómanir hafa
fylgt með góðum árangri. Zawawi
lést í bílslysi sl. haust og var dauði
hans Ómönum mikið áfall.
Eins og fyrr segir hafa bókstafs-
trúarmenn ekki fengið hljómgmnn
í landinu, þó vom 200 handteknir
fyrir tveimur ámm og færðir til
yfirheyrslu en öllum hefur verið
sleppt. Víðsýni í trúmálum er meiri
í Oman en flestum arabalöndum
enda em þeir yfirleitt Ibadhimúslim-
ar en þeir þykja fijálslyndari en
sunnitar og sjitar. Einnig em marg-
ir erlendir menn af öðrum trú-
arbrögðum búsettir í landinu, bæði
hindúar, kristnir menn og fleiri og
fá allir að iðka trú sína að vild.
80 sitja í ráðgjafarnefnd
landsins
í Óman er ekki þing en árið 1991
setti Qaboos á stofn 80 manna ráð-
gjafamefnd sem er kosin eftir hér-
uðum. Af þessum 80 mönnum em
aðeins tvær konur. í Grundvallar-
lögunum er gert ráð fyrir að komið
verði á laggimar eins konar æðri
deild þessarar nefndar en hlutverk
hennar er óljóst orðað í lögunum.
í nýju stjómarskránni er staðfest
sjálfstæði dómsvalds og er það eins-
dæmi I arabalandi. Vestrænn sendi-
ráðsstarfsmaður í Múskat segir að
fyrir utan það sem fyrst var nefnt
í þessum pistli - þ.e. að ráðherrar
sitji ekki í stjómum skráðra fyrir-
tækja, sé kannski ekki mjög margt
í stjómarskránni sem teljist til tíð-
inda. Þar sé þó stjórnskipan landsins
skilgreind ítarlegar en áður og þar
séu hugmyndir sem verði að teljast
róttækar í þessum heimshluta.
Ný stj órnar skrá í Óman
talin fyrirboði breytinga
Stjómendur í arabaríkinu Óman hafa
kunngert, hvemig staðið skuli að vali nýs
þjóðhöfðingja og er það einstætt í araba-
ríkjum, skrifar Jóhanna Krísljónsdóttir.
Rannsóknir Simon Wiesenthal-stofnunarinnar
Gull gyðinga flutt frá
Spáni til Argentínu?
Málaga. Morgunblaðið.
Indland
32 menn
bíða bana
í óeirðum
Agartala. Reuter.
HERMENN héldu í gær uppi
eftirliti í indverska ríkinu Trip-
ura, við landamærin að Bangla-
desh, eftir óeirðir sem kostuðu
að minnsta kosti 32 menn lífið
um helgina.
Yfirvöld í ríkinu sögðu að 27
Bengalir hefðu beðið bana þeg-
ar herskáir aðskilnaðarsinnar
gengu berserksgang um þijú
afskekkt þorp, kveiktu í húsum
og skutu á íbúana þegar þeir
lögðu á flótta. Þrír aðskilnaðar-
sinnar létu lífíð í átökum við
Bengali og hermenn skutu tvo
til viðbótar til bana. Útgöngu-
bann var sett á svæðinu og
hermönnunum var heimilað að
skjóta á alla þá sem brytu það.
Lögreglan sagði að ekki hefði
komið til átaka í gær en mikil
spenna væri enn á svæðinu.
Að minnsta kosti 56 manns
hafa beðið bana í Tripura á
rúmri viku vegna baráttu
Tígrasveitar Tripura (ATTF)
fyrir aðskilnaði ríkisins frá Ind-
landi. Hreyfíngin hefur fyrir-
skipað öllum bengölskum íbú-
um ríkisins að fara í burtu.
Innfæddir íbúar Tripura era
í minnihluta í ríkinu vegna
bengalskra innflytjenda og af-
komenda þeirra, sem hafa bæði
tögl og hagldir í stjórnmálum
og efnahagslífi ríkisins.
SIMON Samuels, forstöðumaður
Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í
Evrópu, hefur farið þess á leit við
yfirvöld bankamála á Spáni að þau
geri hvað þau geti til að unnt reyn-
ist að rekja flutninga á auðæfum
gyðinga, sem hersveitir Adolfs Hitler
gerðu upptæk á ámm síðari heims-
styijaldarinnar og gmnur leikur á
að send hafí verið til Argentínu og
þaðan aftur til Evrópu með aðstoð
spænskra bankamanna. Samuels
sagði eftir fund sinn með Luis Áng-
el Rojo, bankastjóra Spánarbanka,
að hann hefði heitið allri þeirri að-
stoð sem spænsk yfírvöld gætu veitt
í þessu tilliti.
Simon Wiesenthal-stofnunin ísra-
elska hefur mjög látið til sín taka í
þessu skyni víða um heim á undan-
förnum misserum en mesta athygli
hafa vakið kröfur á hendur sviss-
neskum fjármálastofnunum um að
þær veiti upplýsingar um hlut sinn
í varðveislu og tilflutningum á eign-
um þeirra sem týndu lífí í ofsóknum
nasista í valdatíð Hitlers. Þar í landi
sem og víðar, t.a.m. í Svíþjóð, hafa
upplýsingar um framferði og yfír-
hylmingar ráðamanna skapað
nokkra ólgu enda er málið viðkvæmt
og snertir gmndvallarviðmið í sið-
ferðislegum efnum.
Forráðamenn Wiesenthal-stofn-
unarinnar, sem einkum er þekkt
fyrir baráttu sína fyrir því að stríðs-
glæpamenn sem þátt tóku í helför-
inni gegn gyðingum á ámm síðari
heimsstyijaldarinnar svari til saka,
telja sig hafa sannanir fyrir því að
gull í eigu gyðinga í Evrópu hafí
verið sent til banka í Argentínu.
Grunur þeirra er sá að þessir fjár-
munir hafí síðan verið sendir aftur
til Þýskalands eftir að þeir höfðu
verið „þvegnir“ með aðstoð spæn-
skrar peningastofnunar.
Gulli skipt í reiðufé
Þann 23. ágúst 1944 upplýsti
bandaríska utanríkisráðuneytið
sendiherrann í Madrid, höfuðborg
Spánar, um að svissneskur banki
vildi skipta gulli frá Argentínu að
andvirði 20 milljónir svissneskra
franka í seðla í gegnum þáverandi
utanríkisviðskiptastofnun Spánar.
Ráðamenn Wiesenthal-stofnunar-
innar vilja vita hvort þessi gjörning-
ur varð að vemleika. í viðtali við
spænska dagblaðið El País vitnaði
Samuels einnig til heimsóknar arg-
entínsku forsetafrúarinnar Evu Per-
ón til Madrid árið 1947 en þá átti
hún fund með Hjalmar Schacht, sem
skipaður hafði verið umsjónarmaður
með bankaeignum Hitlers og þýskra
nasista. Samuels telur að upplýsa
þurfí hvað fram fór á þeim fundi
og kveður heimildir benda til þess
að fímm þýskir bankar, með útibú
í Argentínu og Madrid, hafí tekið
við andvirði gullforðans frá Argent-
ínu á sjötta áratugnum.
„Okkur virðist ljóst að tilteknir
spænskir embættismenn hafí gert
sér ljóst að gullið sem þeir keyptu
væri illa fengið. Sérhvert ríki sem
þátt tók í þessum óhæfuverkum og
nýtti sér aðstöðu sína er samsekt,"
sagði Samuels. Krafa stofnunarinn-
ar er sú að slóð þessi verði rakin
og að fjármununum verði komið í
hendur réttra eigenda og afkomenda
þeirra.
Eftir síðari heimsstyijöldina var
komið á fót sérstakri nefnd á Spáni,
sem ætlað var að rannsaka allar til-
færslur á gulli, sem áttu sér stað
með aðstoð spænskra fjármálastofn-
ana og gera átti illa fengnar eignir
upptækar. Formlega starfar nefnd
þessi ennþá en Wiesenthal-stofnunin
telur hins vegar að þetta fyrirkomu-
lag hafí hvergi nærri dugað. Simon
Samuels segir að gera þurfi greinar-
mun á þeim flutningi eigna gyðinga
sem nasistar stóðu fyrir á stríðsárun-
um og þeim sem áttu sér stað eftir
að hildarleiknum lauk með hmni
þriðja ríkis Hitlers og fram fóm í
gegnum nýfijálsu ríkin eftir 1945.
Hafna milligöngn seðlabanka
Simons bendir á að nefnd banda-
manna sem mynduð var eftir stríð
til að rannsaka upptöku nasista á
eignum gyðinga hafi komist yfir 367
tonn af gulli og af þessu magni
hafí samtals 30% verið skilað til
tveggja landa, Austurríkis og Ítalíu.
Gullinu hafi hins vegar ekki verið
komið aftur í hendur réttra eigenda
eða afkomenda þeirra og enn standi
rúm fímm tonn eftir af forða þess-
um. Wiensenthal-stofnunin krefst
þess að fómarlömbum helfararinnar
og afkomendum þeirra verði fengin
þessi auðæfí beint og milliliðalaust
en ekki í gegnum seðlabanka við-
komandi ríkja líkt og gert hefur
verið hingað til. „Beiðni mín er sett
fram í nafni allra fórnarlambanna
en er ekki bundin eingöngu við gyð-
inga. Fyrstu fómarlömb nasismans
vom ekki gyðingar, það vom öryrkj-
ar. Tugir þúsunda þeirra liðu miklar
þjáningar í tíð Hitlers þar til kirkjan
í Þýskalandi tók upp málstað þeirra
gagnvart nasistum," sagði Simon
Samuels eftir fund sinn með banka-
stjóra Spánarbanka.