Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 27 LISTIR LISTIR Gríðarstórt anddyri bylgjast um sali hússins rétt eins og Norðurljós. Norðurljósin hafa efalaust farið á kostum, þegar menningar húsið var vígt, en til hátíðabrigða var boðið upp á flugeldasýningu. Húsið sem slær taktinn í menn- ingarlífinu Á laugardag var opnað grænlenskt menningarhús í Nuuk á Græn- landi. Þar með eignast Grænlendingar loks stóran hátíðarsal þar sem hægt er að bjóða upp á ýmsa menningarviðburði, auk þess sem vonast er til að húsið verði einn af miðpunktunum í bæjarlíf- inu. Urður Gunnarsdóttir var viðstödd opnunarhátíðina. LÍKLEGA getur vart lengri opnunarhátíðar en þegar menningarhúsið í Nuuk á Grænlandi var opnað á laugardag. Boðið var upp á tæplega hálfan sólarhring af skemmtiatriðum og ræðuhöldum, sem um 500 gestir, frá Finnlandi í austri til Kanada í vestri, sóttu. Var dagskránni sjón- varpað beint um gjörvallt Græn- land. Fulltrúi íslands á hatíðinni var Sinfóníuhljómsveit íslands, sem lék með þjóðarkór Grænlands og flutti einnig hátíðarmars eftir Pál ísólfsson. Húsið Ieysir brýna þörf fyrir sal þar sem hægt er að halda sýningar, tónleika og mót- tökur, sýna leikrit og kvikmyndir en ekkert slíkt hús var í Nuuk. Húsið heitir Katuaq sem þýð- ir trommukjuði og er hugs- unin að baki-því sú að hann slái taktinn í grænlensku menningarljfi. Það var vel við hæfi að boðið var upp á trommudans við opnunarhátíðina en grænlensk menning er meira en trommudans; leikverk og dans, rokktónlist, kristileg tónlist, kórsöngur og harmónikkuspil voru á meðal þess sem boðið var upp á á laugardag. Á meðal tónlistarmannanna sem fram komu var ein vinsælasta söngkona inúíta, Susan Aglukark, sem er frá Kanada en nýtur geysi- legra vinsælda á norðurslóðum, m.a. í Nuuk, enda flykktust aðdá- endur hennar að henni að tónleik- um loknum. Sunnudag var boðið upp á unglingaleikhús, tónleika þjóðarkórs Grænlands og bæj- arhljómsveitarinnar í Nuuk og sóttu hundruð bæjarbúa þá tón- leika, og fengu sér kaffi og kökur í boði hússins. Sunnudagskvöld lék Sinfóníu- hljómsveit Islands á hátíðatónleik- um í menningarhúsinu og í gær og dag voru haldnir tónleikar fyrir öll skólabörn í Nuuk, um 2.500 talsins, sem fæst hafa nokkurn tíma séð eða heyrt sinfóníuhljóm- sveit. íslenska sinfóníuhljómsveitin fór í tónleikaferð til Grænlands árið 1987 og var þá fyrsta sinfóníu- hljómsveitin sem það gerði. Engin hljómsveit hefur fetað í fótspor hennar á þeim áratug sem liðinn er og segir Jan Klövstad, forstjóri menningarhússins, Grænlendinga ákaflega þakkláta íslendingum fyrir að leggja fé til ferðar hljóm- sveitarinnar til Grænlands. Margar góðar gjafir bárust hús- inu á opnunardaginn, rúmar 13 milljónir ísl. kr. í gjöfum hvað- anæva, m.a. frá Reykjavíkurborg, sem færði menningarhúsinu rúma 1 milljón ísl. kr. að gjöf og styttu eftir Asgrím Sveinsson, Veðurspá- manninn, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri færði menningarhúsinu með þeim orðum að hér færi táknræn gjöf þar sem styttan kallaðist „Maður sem gáir til veðurs". í landi þar sem veður spilar enn stærri þátt í daglegu lífi fólks en á íslandi, er það líklega vel við hæfi. Af öðrum íslenskum gjöfum má nefna framlag Seyðis- fjarðar, sem var einna fyrst til að senda menningarhúsinu í Nuuk framlag, upp á 100.000 ísl. kr. Eins og áður segir voru rúmlega 500 gestir viðstaddir; menningar- mála- og samstarfsráðherrar Norðurlandanna, ráðherra norður- héraðanna í Kanada, embættis- menn frá Norðurlandaráði, fjöldi norrænna og grænlenskra stjóm- málamanna og ráðamanna, svo og hundruð grænlenskra listamanna. Iðnaðarmennirnir voru að fram á síðustu stundu við að gera húsið klárt fyrir opnunarat- höfnina en það er einkar glæsileg bygging. Kostnaður við hana var 91 milljón danskar krónur, tæpur milljarður ísl.kr. í landi þar sem atvinnuleysi og gífurleg húsnæði- sekla eru stærstu vandamálin, var bygging hússins vissulega um- deild.„Eg veit ekki til þess að menningarhús hafi nokkurn tíma verið byggt án þess að um það hafi verið deilt og sú var einnig raunin hér. En mótvindurinn hefur smám saman breyst í meðvind og það er mikill áhugi hér fyrir menn- ingarhúsinu,“ segir Norðmaðurinn Jan Klövstad, forstjóri þess. Hann segir það staðreynd að húsið sé í raun fyrsta kvikmyndahúsið í Nuuk og því hafi unga kynslóðin fagnað. „Fyrsta sýningin verður 28. febrúar og þá verður sýnd mynd Bille Augusts, „Lesið í snjó- inn“ sem fjallar um Grænlending- inn Smillu. Það reyndist þjóðráð, nú þegar hafa verið seldir yfir 4.000 miðar á sýningamar,“ segir Klövstad. Agnethe Davidsen, borg- arstjóri í Nuuk, fagnaði því sér- staklega í ræðu sinni á opnuninni að nú loks gætu Grænlendingar upplifað þá einstöku tilfinningu að sitja í myrkvuðum bíósal og halda í hönd þess sem maður elskar. Klövstad hóf störf fyrir rúmu ári en hann var áður for- stjóri Norræna hússins í Þórshöfn í Færeyjum um 4 ára skeið. „Munurinn á þessu húsi og norrænu húsunum í Þórshöfn og í Reykjavík er sá að þetta er fyrst og fremst grænlenskt hús. Græn- lendingar greiða stærstan hluta kostnaðarins við húsið, um 58%, Norðurlandaráð greiðir um 28% og afganginn greiða einkaaðilar. Húsið er rekið af grænlensku Sinfóníuhljómsveit íslands lék með þjóðarkór Grænlands. heimastjórninni og bæjarstjórninni í Nuuk.“ Klövstad segir að sú stóra ákvörðun að byggja menningarhús þrátt fyrir þrýsting um að veita fé í önnur verkefni, svo sem að byggja húsnæði, sem mikill skortur er á, veiti mönnum mikið aðhald. Nota verði það fé vel sem til hússins rennur í landi þar sem skortur er á svo ótalmörgu. Klövstad segir að hinar fjölmörgu gjafir og sá velvilji sem verkefninu hafí verið sýndur, sé þó sönnun þess að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða er ákveðið var að ráðast í bygg- ingu hússins. „Það er ákaflega mikilvægt að hafa hús sem þetta. Það mætir mikilli þörf fyrir sal þar sem hægt er að halda tónleika, flytja leikverk og sýna kvikmyndir. Húsið gefur grænlenskum lista- mönnum tækifæri til að koma fram og gestum möguleika á að heim- sækja Grænland. En húsið er ekki upphaf og endir alls, það er mjög mikilvægt að fara með sýningar úr húsinu og til minni bæja og sveitarfélaga, segir Klövstad. Spurningin um hvað grænlensk menning sé, hefur hvað eftir annað stungið upp kollinum í samtölum við menningarfrömuði og stjórn- Morgunblaðið - símamynd/Rax málamenn. „Grænlensk menning er annað og meira er trommudans. Menningarmiðstöð er ekki safn, heldur á að leggja áherslu á lif- andi list“ segir Jonatan Motzfeld, fyrrverandi formaður landsstjórn- arinnar en hann situr nú á Lands- þinginu, og undir þetta taka fleiri. „Það verður aldrei of mikið af trommudansi en hingað til hefur of lítil áhersla verið lögð á list- greinar á borð við leiklist og þar þurfum við að vinna upp mikinn tíma,“ segir Lars Emil Johansen, formaður Landsstjórnarinnar. „Menningarhúsið verður vonandi gluggi okkar út í heim, og gluggi heimsins að grænlenskri menn- ingu. Þá vonum við ekki síður að það verði einn af miðpunktum bæjarlífsins, að fólk komi hingað til að fá sér kaffi og hittast." Jan Klövstad telur alls enga ástæðu til að óttast að með tilkomu hússins muni vestræn menningaráhrif ríða yfir græn- lenska menningu af enn meiri þunga en fyrr og ganga af henni dauðri. „Þessar raddir voru uppi þegar Norræna húsið í Færeyjum var opnað en raunin reyndist allt önnur, þetta hleypti auknum krafti í menninguna og styrkti hana. Ég er þess fullviss að það sama gerist hér.“ Norður ljós NORÐURLJÓSIN eru grunn- hugmyndin að baki bygging- unni að sögn arkitektanna þriggja sem teiknuðu hana; Morten Schmidt, Bjarne Ham- mer og John Lassen. Þeir eru danskir, starfa í Árósum, og unnu samkeppni sem um 220 tillögur bárust í. Húsið er um 3.800 fermetrar að stærð og einkennist af gríðarstóru and- dyri sem bylgjast um sali húss- ins rétt eins og Norðurljós. Lars Emil Johansen, formaður lands- stjórnarinnar, lagði út af þessu í ræðu sinni við opnunina, kvaðst vona að rétt eins og norðurljósin endurnýjuðust sí- fellt, myndi húsið verða til þess að hleypa nýjum krafti í græn- lenska menningu og endurnýja hana. Schmidt segir þá félaga hafa lagt út frá andstæðum í náttúr- unni, svo sem hinu mikla Ijósi og svarta myrkri, miklu yfir- borði og hinu samanþjappaða, hinu breiða og hinu mjóa. „Svart gólfið skapar andstæðu við hvíta veggina; hið stóra and- dyri við minni sali; og sjálft húsið virðist ýmist breitt eða langt og mjótt, eftir því hvaðan horft er á það. Við reynum að láta húsið falla vel að öðrum byggingum hér í miðbænum, og að náttúrunni, t.d. eru engir stórir gluggar í því. En rétt eins og í öðrum norrænum bygging- um skiptir ljósið höfuðmáli og okkur er engin launung á því að þar sækjum við áhrif okkar fyrst og fremst til finnska arki- tektsins Alvars AIto.“ Ekki verður annað merkt en að fólk sé almennt ánægt með húsið, þó að gagnrýnisraddir hafi verið uppi um það að menn- ingarhúsið sé ekki grænlenskt, heldur danskt. Lars Emil Jo- hansen svarar því til að húsið sé grænlenskt, það sé byggt miðað við grænlenskar aðstæð- ur til að þjóna Grænlendingum og ekki sé nokkur ástæða til að hallmæla fallegum hlutum vegna þess eins hvaðan þeir komi. /m \ SlCKK x'vKRISTALL- TILBODSDAQAR Matar og kaffistdla||Ö/,;;^ | 6 manna matar -eða Kaffistell: "BLÁA LAUFIÐ" kr. 2.950,- "VORIÐ" kr. 3.400,- "CORTINA" kr. 4.975,- "PIANO" - sjá mynd.. 6 m. matarstell kr. 7.950,- 6 m. kaffjstell kr. 7.500,- Húsgögn - Hjólaborð - Speglar Lampar - GIös - Hnífapör ------ . Margt fallegt fyrir ^RKRISTALL heimi,ið Þitt Kringlunni og Faxafeni (Líttu í kjallarann þar) Heimsferðir kynna glæsilega ferðaáætlun í sumar og bjóða þér hagstæðustu tilboð sumarsins til Costa del Sol. Undirtektirnar hafa verið hreint ótrúlegar, í gær bókuðu 458 manns sumarferðina sína í sólina i sumar og nú bjóðum við 250 sæti með 8.000 kr. afslætti i valdar brottfarir til Costa del Sol i sumar. Bókaðu þig strax og tryggðu þér heitasta staðinn í sumar. Ótrúlegar undirtektir. 458 sæti seld í gær. Vikulegt flug í allt sumar. Co&ta del Sol 39.532 kr. Verðdæmi miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára, 21. maí í 2 vikur á Minerva Jupiter hótelinu - með afmælisafslætti. 51.06 Miðað við 2 í stúdíóíbúð með afmælisafslætti, 21. maí. 1 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17 • Reykjavík Sími 562 4600 • Fax 562 4601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.