Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frumriss og eldri verk MYNPLIST Gallcrí It o r £ MYNDVERK Gunnlaugur Scheving. Myndir úr eigu Grétu Link Sörensen. Opið frá 12-18 alla daga. Til 18. febrúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ telst ávallt mikill viðburður er fram koma óþekkt verk eftir Gunnlaug Scheving, sem var einn okkar stóru málara. í aðeins fjóra daga hefur verið sett upp sýning á verkum listamannsins i listhús- inu Borg og munu þær allar eða að meginhluta til vera úr safni Grétu Link Sörensen, sem hann var kvæntur um tíma. Þetta eru nokkrar gamlar mynd- ir sem Gunnlaugur málaði á Seyðisfirði og hafa aldrei verið sýndar áður, einnig frumriss að myndefnum sem hann seinna þró- aði til mikilla afreka, skóla, mód- el- og mannamyndir. Þótt þetta sé nokkuð sundurlaus blanda eru að vonum gullfallegar myndir inn á milli og sumt á sýn- ingunni hefur gildi fyrir rannsókn- ir á list hans t.d. litlu landslags- myndirnar frá skólaárunum, sem hafa það eitt sameiginlegt með seinni tíma vinnubrögðum að bera í sér þá birtu og ljósflæði sem voru höfuðeinkenni vatnslita- MYND af konu (eiginkona listamannsins), olía á léreft. mynda hans alla tíð. Úrsvöl íslenzk birta, þótt hún sæki hliðstæðu til vissra þátta í myndheimi áhrifa- stefnunnar og málverka Bonnards. Nokkur meiri háttar verk eru á sýningunni svo sem af sitjandi konu séð aftanfrá, gamalli konu og loks mynd af eiginkonunni á endavegg, sem er mjög norræn í allri útfærslu. í öllum þessum myndum koma fram ýmis höfuð- einkenni vinnubragða Gunnlaugs í mannamyndum, grófar pensil- strokur og hrjúf en mögnuð blæ- brigði. Einkum vakti hið sterka litnæma málverk af eiginkonunni athygli mína vegna skyldleika við norska málara eins og Edvard Munch og Ludvig Karsten, þótt listamaðurinn hafi sett jarðtengd og merkjanleg fingraför sín á úr- vinnsluna. Rýninum þótti rétt að vekja sér- staka athygli á framtakinu, eink- um og sér í lagi vegna þess, að ýmsir þeir hafa látið sig vanta sem helst ættu að storma á vett- vang... Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Kristinn ALINA Dubik og Iwona Jagla fluttu lagaflokka eftir Chopin, Brahms og Mussorgskí á tónleikunum í Gerðubergi. Um ástina o g dauðann TONUST Gerðubcrg LJÓÐATÓNLEIKAR Alina Dubik og Iwona Jagla fluttu lagaflokka eftir Chopin, Brahms og Mussorgskí. Sunnudagurinn 16. febrúar, 1997. SAGT er að íslendingar séu al- vörugefnir en þegar litið er til ljóðagerðar og sönglistar, eru íbúar Austur-Evrópu trúlega ekki síðri í þungbúinni listsköpum. Þetta kom upp í hugann, þegar litið var yfir efnisskrá ljóðatónleika Alinu Du- bik og Iwonu Jagla, sem haldnir voru að Gerðubergi sl. sunnudag. Þar var tekist á við tregafulla söngva eftir Chopin, ástasöngva sígauna, sem Brahms útsetti og Söngva og dansa dauðans, eftir Mussorgskí. Tónleikamir hófust á sex söngv- um eftir Fredrich Chopin sem allir eru úr op. 74. í þessu ópusnúmeri eru 17 lög, gefin úr í Berlín 1857 (tvö þeirra áður í Kiev 1837 og 38). Fyrsta lagið á tónleikunum, Riddarinn (Wojak) er nr. 10, Fjarri augliti mínu, heitir annað lagið og er nr. 6, það þriðja, Boðberinn (Posel) er nr. 7, Hringurinn (Pi- erscien), var fjórða í röðinni en það er nr. 14, Unnusta mín (Moja pi- eszczokta), fimmta lagið, er nr. 12 og síðasta lagið Sumbl (Hul- anka) er nr. 4. Hringurinn og Unnusta mín eru samin 1836 og 37 en hin fjögur 1830. Öll lögin eru einföld að gerð og minna mjög á pólska alþýðusöngva og dansa. Þetta er ljúf tónlist sem Alína Dubik flutti af miklum innileik og mjög fallega, eins t.d. annað lagið Fjam augliti mínu. Átta af 11 sígaunaljóðum, sem Brahms samdi fyrir söngkvartett, upp úr ungverskum þjóðlögum, umritaði hann fyrir einsöng með píanóundirleik. Þessi sérkennilegu lög voru um margt vel flutt en það helst vantaði í þau var meiri and- stæður hljóðfalls og túlkunar á ástríðum og söknuði. Alina Dubik er góður söngvari er býr vel að góðri kunnáttu, mikilli reynslu og góðri rödd. Túlkun hennar var á köflum nokkuð einlit, sérstaklega í Brahms, en í Söngvar og dansar dauðans, eftir Mussorgskí, reis túlkun Alínu Dubik hæst. Vöggu- vísan, nr. 2, var frábærlega flutt og sama má segja um Kvöldljóðið og í síðasta laginu, Hershöfðing- inn, náðu báðar listakonurnar, að magna upp sérkennilegan óhugn- aðinn. Iwona Jagla lék mjög vel, og átti góðan dag, sérstaklega í fal- legu lögunum eftir Chopin og hinu yfirdramatíska söngverki Mus- sorgskís, um þann dans og söng dauðans, sem enginn flýr að taka þátt í og syngja. Tónleikarnir voru sem sagt helgaði ástinni og dauð- anum og er varla hægt að finna sterkar samtvinnaðar andstæður. Jón Ásgeirsson Stórskotahríð STOCKHOLMS saxofonkvartett. TONLIST Norræna húsinu STOCKHOLMS SAXOFONKVARTETT Flytjendur Sven Westerberg, sópran- saxófónn, Jörgen Pettersson, alt- saxófónn, Leif Karlborg, tenórsaxó- fónn og Per Hedlund, barítonsaxó- fónn. Föstudaginn 14. febrúar. MARIE Samuelsen f. 1956 átti fyrsta verkið á tónleikum kvöldsins, Signal hét það, og signal var það svo sannarlega, byijaði á fullu og þar sem hugmyndin endurtók sig í mjög flóknum ryþma. Þegar lát- laust hamraði ryþminn og sterkt spilið byijaði að verða einhæft breyttist verkið í eins konar um- myndanir og segja verður að alls ekki var hægt annað en að skemmta sér yfir verkinu og tilburðum spilar- anna. Þessi tegund tónlistar nær því aðeins marki að frábærlega sé spilað og svo var sannarlega í þessu tilfelli, með félagana frá Stokk- hólmi, sem voru ótvíræðir snillingar á saxófónana sína. En þeir leika ekki einungis á hljóðfærin, heldur léku þeir einnig með líkamshreyf- ingum, sem eins gátu minnt á sjó- mann stíga af sér ölduna, en í hljóð- staf við það hljóðfall, sem þeir blésu úr hljóðfærum sínum. Miklu meiri mátti þessi dans eða hreyfingar þeirra ekki vera svo ekki hlytist af sjóveikikennd meðal farþega um borð. Signal er skrifað fyrir saxó- fónkvartett og lifandi elektrik, en þá er hljóðnemi tengdur við hvert hljóðfæri og síðan tónninn magnað- ur upp og afbakaður nokkuð gegn- um magnara, og slíkur var styrkur- inn að jafnvel daufdumbir þurftu að halda fyrir eyrun. Anders Hillborg, f. 1954. átti verk fyrir altsaxófón og segulband. U-tangia-na kallar hann það og er heitið mér a.m.k. óskiljanlegt án skýringa. Jörgen Pettersson lék verkið mjög vel, svolítið djassað verk og inn á milli gægðust fram eins konar þjólagastef. Fyrir minn smekk var tónbandið dálítið yfir- hlaðið og mátti Jörgen hafa sig all- an við að komast í gegn. SVEN Melin, f.1957, átti ágæt tilbrigði yfir sænsk lag, nefnir það Kállarbacksvariationerna, skrifað fyrir altsaxófón, tvo tenórsaxófóna og barítonsaxófón, þetta er alveg nýtt verk, ekki sérlega frumlegt, samið 1996 og fær tvær og hálfa stjömu. Lamentatio hét síðasta verk fyrir hlé, eftir Erkki-Sven Túúr, f. 1959. Þetta verk var leikið án magnara, byijaði á kyrrstæðum hljómum, brá fyrir lyrik á köflum, ekkert af- sjirengi frumlegt, heiðarlegt verk. Á undan verkunum fluttu félagam- ir skýringar nokkrar á verkunum, eða höfundi. Nokkuð stakk það undirritaðan, að menn komnir frá skandinavísku landi skyldu endilega þurfa að flytja þessar skýringar á ensku. Ekki er ennþá búið að sam- þykkja enskuna sem alþjóðatungu- mál og málum er illa komið þegar afkomendur víkinganna í norðrinu þurfa að eiga saman tjáskipti á tungu þeirrar þjóðar sem þeir nídd- ust einna mest á, meðan þeir voru og hétu og létu engla-her skjálfa fyrir sér. Eftir Þorstein Hauksson var flutt nýtt verk, Exhalatio, fyrir saxófón- kvartett. Áheyrilegt verk, og kannske það alvarlegasta á tónleik- unum, klassískt tematisk vinna, ekki meira þjóðlegt en svo að verið gæti verið frá hvaða landi sem er, og kannske er það visst áhyggju- efni að svo fá tónskáld ,íslensk, skuli ekki þora að vera þjóðleg. I verki Þorsteins fannst mér síst að dans Svíanna gerði verkinu gott. Acordeón de Roto Corazón, heitir dálítið djassað og geggjað verk eft- ir Javier Alvarez, f. 1956. eigi að síður líklega gott verk. Dror Feiler, f. 1951, átti síðasta verkið á efnis- skránni, Anvil and Parachutes, fyr- ir saxófónkvartett og segulband. Þetta verk byijaði með hreinni stór- skotaliðsárás á áheyrendur og stóð skothríðin í átta mínútur, og magn- aðist hún allt til enda, en þá voru flestir að niðurlotum komnir, bæði áheyrendur og flyjendur. Aukalag þurfti þó til, því hér var um framúr- skarandi hljóðfæraleikara að ræða, spil þeirra að vísu dálítið ýkt, en þeir réðu við það. Aukalagið var einhvers konar grísk-sænsk Haban- era. Ragnar Björnsson Tímarit • TÍMARITIÐ Breiðfirðingur 54. árgangur er komið út jól, en hann er elsta núlifandi átthagarit lands- ins. Meðal efnis í þessu hefti er greinin Göngukona á grýttri slóð eftir Jón Marinó Samsonarson um eina síðustu förukonu á Islandi, Þjóðhildi Þorvarðsdóttur frá Leikskálum, sem dvaldist um hríð í Vesturheimi. Tómas R. Einarsson tónlistar- maður gerir grein fyrir síra Friðrik Eggerz í Akureyjum og umdeildum höfðingja á Skarðsströnd í saman- tektinni íhaldssamur bardaga- klerkur. Birtar eru minningar Kristjönu V. Hannesdóttur skóla- stýru í Námsferð um Norðurlönd árin 1925 og 1926. Einar G. Pét- ursson skrifar um hinn dularfulla dýrling í Dölum Góðimaðurinn Þórður. Hulda Skúladóttir skrifar um Skólahald í Neshreppi utan Ennis 1910-1946. Friðjón Þórðar- son greinir frá nýsettum lögum og nefnd um Vemd Breiðafjarðar. Birt eru tvö ljóð ásamt lögum eftir Ólaf Magnússon frá Hellissandi og hugvegkja um minjasöfnun eftir Sæmund Björnsson frá Reykhól- um. Langt er nú komið að setja sam- an skrá yfir efni Breiðfirðings frá upphafi og verður hún væntanlega gefín út í sérstöku hefti. Enn er þót leitað að nokkrum höfundum efnis. Ritstjórar Breiðfirðings eru Árni Björnsson ogEinar G. Pétursson en afgreiðslu annast Bergsveinn Breið- fjörð Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.