Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 32
□
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Skoðanakönnun um skólamál
Auka þarf tengsl
foreldra og skóla
í KÖNNUN, sem ÍM Gallup gerði
fyrir menntamálaráðuneytið í
desember sl. um nokkra þætti
skólamála í landinu, kom meðal
annars fram að 81% svarenda
telja að auka eigi tengsl foreldra
og skóla, 90% vilja aukna fræðslu
um fíkniefni og rúmlega 68% vilja
auka fræðslu um jafnrétti í skól-
um.
Tekið var tilviljunarúrtak úr
þjóðskrá og voru þátttakendur á
aldrinum 15-75 ára af öllu land-
inu. Gagnaöflun fór fram í síma
og náðist í 1.157 einstaklinga af
þeim 1.200 sem lentu í úrtakinu,
að því er fram kemur í nýjasta
fréttabréfi menntamálaráðu-
neytisins.
Helstu leiðir til að auka tengsl
foreldra og skóla eru að mati
svarenda þær að virkja foreldra
í skólastarfi og auka samskipti
foreldra og kennara ýmist með
samvinnu þessara aðila eða
öflugri kynningu og fræðslu til
foreldra. Tæplega 52% telja sig
hafa nægar upplýsingar um
skólastarf í landinu, en algengast
er að fólk telji sig vanta upplýs-
ingar um námsefni svo og al-
mennar upplýsingar.
Fylgjandi
blönduðum bekkjum
Tæplega 53% svarenda telja
að hafa eigi blandaða bekki í
grunnskólum en 45% telja að raða
eigi í bekki eftir námsgetu. Þegar
þeir sem eiga börn í grunnskólum
eru skoðaðir sérstaklega, kemur
í ljós að 65% þeirra eru fylgjandi
blönduðum bekkjum. Skiptar
skoðanir eru á því hvort flutning-
ur grunnskólans til sveitarfélaga
leiði til betri eða verri menntun-
ar. 26% telja að það leiði til betri
menntunar en rúmlega 22% til
verri. Tæp 43% telja flutninginn
ekki skipta máli og tæplega 11%
telja að það verði breytilegt eftir
skólum.
Þegar spurt er um viðhorf til
lengingar skólaársins í fram-
haldsskólum kemur í ljós að 47%
eru fylgjandi lengra skólaári en
tæplega 45% svarenda eru á móti
lengingu. 70% svarenda eru
hlynnt samræmdum stúdents-
prófum í einstökum námsgrein-
um, en yngsti aldurshópurinn í
úrtakinu er síst fylgjandi þessari
skoðun.
Úttekt á starfsemi RUM
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur skipað Sveinbjörn Björns-
son háskólarektor formann verk-
efnisstjórnar vegna úttektar á
starfsemi Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála (RUM).
Aðrir í stjórn verkefnisins eru
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, og Þórir
Ólafsson, rektor Kennaraháskóla
íslands. Nefndin skal skila loka-
skýrslu í nóvember 1997.
Samkvæmt lögum um RUM frá
1993 segir að meta skuli starf
stofnunarinnar á þriggja ára
fresti af þar til kvöddum sérfræð-
ingum, sem ráðgjafarnefnd og
ráðherra kalla til.
Aföll og missir barna
NÁMSKEIÐ um hvaða áhrif
ýmiss konar áföll hafa á nemend-
ur og hvernig kennarar, skóla-
stjórnendur og annað starfsfólk
skóla geta brugðist við, verður
haldið á vegum Endurmenntunar-
stofnunar Háskóla íslands 1., 7.
og 8. mars nk.
Ennfremur verður fjallað um
sorg og missi í lífi barna við dauða
nátengdra, við skilnað foreldra
og ofbeldi í skóla milli nemenda.
Umsjón með námskeiðinu hafa
Margrét Arnljótsdóttir og Mar-
grét Ólafsdóttir, sálfræðingar í
Félagi um áfalla- og stórslysasál-
fræði. Námskeiðið er ætlað kenn-
urum og skólastjórnendum
grunnskóla og kostar 8.800 kr.
skólar/námskeið
tölvur |
tungumál
■ Námskeið
- starfsmenntun
64 klst. tölvunám.
84 klst. bókhaldstækni.
■ Stutt námskeið:
Windows 95.
PC grunnnámskeið.
Word grunnur og framhald.
Excel grunnur og framhald.
Access grunnur.
PowerPoint.
PageMaker.
Bamanám.
Unglinganám í Windows.
Unglinganám í forritun.
Internet námskeið.
Hagstætt verð og afar veglegar kennslu-
bækur fylgja með námskeiðum.
Skráning í sfma 561 6699,
netfang tolskrvik@treknet.is,
veffang www.treknet.is/tr
Bi Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 561 6699.
■ Internationa! Pen Friends
útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra penna-
vini frá ýmsum löndum. Fáðu umsóknar-
eyðublað.
I.P.F., pósthólf 4276, 124 Rvík,
sfmi 881 8181.
ýmislegt
■ Barnfóstrunámskeið
fyrir börn fædd 1983,1984 og 1985.
Kennsluefni: Umönnun ungbarna
og skyndihjálp.
1. 5., 6., 10. og 11. mars.
2. 12., 13., 17. og 18. mars.
3. 2., 3., 7. og 8. apríl.
4. 9., 10., 14. og 15. apríl.
5. 21., 22., 28. og 29. apríl.
6. 26., 27., 28. og 29. maí.
7. 2., 3., 4. og 5. júní.
8. 9., 10., 11. og 12. júní.
Metnaðarfull myndlistarkennsla í Foldaskóla
Hagnýtur undirbún-
ingur fyrir atvinnulífið
í FOLDASKÓLA hefur um árabil
verið lagður mikill metnaður í mynd-
listarkennslu undir stjórn Jóhönnu
Þ. Ingimarsdóttur og Sesselju Bjöms-
dóttur myndlistarkennara. Bera lista-
verk á göngum og skrifstofum nem-
endum fagurt vitni, þannig að útlend-
ingar sem heimsækja skólann hafa
oftar en ekki spurt hvort hann sé
myndlistarskóli á grunnskólastigi.
Þá má geta þess að nemendur
skólans hafa tvö undanfarin ár, eða
frá upphafi, unnið 1. verðlaun í hönn-
un á jólaskeið, sem Silfursmiðjan
Ema hefur framleitt í kjöifarið. Sér-
stakt hrós fengu nemendur fyrir
vinnuteikningar, sem voru faglega
unnar. „Ég er sannfærð um að þær
hafa ráðið úrslitum um að nemendur
okkar unnu keppnina,“ segir Sesselja.
Markviss uppbygging
Myndlistarkennarar Foldaskóla
byggja kennslu sína markvisst upp
frá 3. upp í 10. bekk. í upphafi er
nemendum gerð grein fyrir að
ákveðnar væntingar eru gerðar til
þeirra um námið og áhersla er lögð
á persónulegt starf, þannig að hver
nemandi fær að njóta sín. Þá vega
litaverkefni og myndbygging þungt.
„Ég geri þeim einnig strax grein
fyrir að þau em ekki að búa til ljós-
myndir heldur nota eigin útfærslu
til myndsköpunar. Við reynum líka
að byggja alltaf ofan á þá þekkingu
sem fyrir er og eftir því sem þau
eru eldri finn ég að þau tileinka sér
það sem þau hafa lært,“ segir Sess-
elja.
Eitt af því sem hún segir að skipti
verulegu máli er að leggja verkefnin
rétt fyrir, hvort sem verið er að
kenna þeim að skera í dúk og nota
litina eða vatnslita. Sé það gert vinni
þau mjög sjálfstætt, annars fari
tíminn nánast til spillis, þau verði
óörugg og hangi í lausu lofti.
Myndlist of lítils metin
Sesselja er á því að víða sé illa
búið að listakennslu í skólum og hún
sé víða lítils metin bæði af foreldrum
og stjórnendum skóla. Ekki séu
mörg ár síðan nemendur hafi sífellt
verið að biðja um fn' af því þeir
þurftu að passa yngri systkini, fara
í klippingu eða til tannlæknis. „Mér
fínnst viðhorfið hafa batnað með
árunum hér í hverfinu," segir hún,
en bendir á að alltof víða séu ófag-
lærðir myndlistarkennarar við störf.
„Þetta er líkt og ég færi að kenna
ballett, sem ég hef aldrei lært.“
Hún saknar þess að grunnskóla-
nemendur læri ekkert í listasögu og
telur að tengja eigi hana mannkyns-
sögu til að taka ekki tíma frá
sköpuninni í myndlistartimum.
Myndlist sé eitt af fáum fögum þar
sem nemendur styðjist ekki við bók-
ina heldur fái að skapa og túlka
verkefnin á persónulegan hátt. Þó
segist hún geta hugsað sér að kenna
ákveðnar stefnur fái hún kennsluefni
upp í hendurnar. „Þó gætu til dæm-
is 15 mínútur af einhveijum tímum
farið í fyrirlestur þar sem notast
væri við skyggnur til að útskýra
hvað verið er að tala um, en þessi
gögn eru ekki til.“
Hvers vegna myndlist?
Hún segist oft hafa fengið þá
spurningu hvers vegna verið sé að
kenna myndlist. Það sé augljóst að
hún skili sér verulega út í þjóðfélag-
ið. Hún nefnir sem dæmi hönnunar-
keppnina um silfurskeiðina, þar sem
nemendur hafi lært að gera vinnu-
teikningar. „Góð undirstaða í mynd-
list kemur sér einnig mjög vel í
mörgum störfum, en er nauðsynleg
hjá málurum, hönnuðum, útlitshönn-
uðum á blöðum, þeim sem vinna í
leikhúsi og við kvikmyndagerð, hjá
þeim sem gefa litaráðgjöf, við
skreytingu á matreiðslu og þannig
mætti lengi telja. Þar fyrir utan er
sjálfsagt að kenna fólki að lesa
umhverfi sitt á gagnrýninn hátt.“
Hún segist gjarnan vilja sjá fyrir-
tæki koma inn í skólana með
hönnunarsamkeppni af ýmsum toga
en það fari því miður ekki saman
við stefnu Fræðsluskrifstofu að hafa
milligöngu um slíka keppni. Þannig
hafi hönnunarkeppnin um silfur-
Morgunblaðið/Hildur
MEÐ samstarfinu er boðið upp á nemendaskipti milli Háskólans á Akureyri og Tækniskóla íslands.
Samstarf Tækniskóla Islands og Háskólans á Akureyri
Háskólamenntun efld
í þágu atvinnulífsins
VILJAYFIRLÝSING þess efnis að
auka samvinnu milli Tækniskóla ís-
lands og Háskólans á Akureyri um
kennslu og aðra starfsemi var undir-
rituð af rektorum skólanna, þeim
Guðbrandi Steinþórssyni og Þorsteini
Gunnarssyni, miðvikudaginn 12. febr-
úar sl.
Samstarfið tekur til allra fagsviða
háskólanna, sem báðir þjóna ákveðn-
um þörfum starfsmenntunar. Mark-
miðið er að efla háskólamenntun enn
frekar í þágu atvinnulífs um allt land.
Kanna þarfir atvinnulífsins
Viljayfirlýsing skólanna snýr einnig
að því að kanna á hvern hátt þeir
geta uppfyllt þarfir atvinnulífsins fyr-
ir sérmenntað vinnuafl, einkum á
Austurlandi og Vestfjörðum. „Ein-
kenni á útskrifuðum nemendum þess-
ara skóla er að þeir hasla sér völl í
fyrirtækjum um allt land og taka
þátt í að byggja upp atvinnulífíð þar.
Hins vegar þarf að efla þrótt fyrir-
tækja enn meir í kringum allt land
og þar er háskólamenntun einn frum-
krafturinn. í því skyni snúum við
bökum saman,“ sagði Þorsteinn
Gunnarsson, rektor HA.
Guðbrandur Steinþórsson, rektor
TI, sagði að kæmi í ljós að þörf væri
fyrir ákveðna menntun, sem ekki
stæði mönnum nú til boða, yrði kann-
að hvort laga mætti eitthvert nám,
sem fyrir hendi er, að henni. „Aftur
á móti að koma á fót nýju námi er
stórt skref og verður ekki gert án
blessunar stjómvalda," sagði hann.
Ný tegund náms
Meðal þess sem skólarnir stefna
að er að koma á fót nýrri tegund
BS-náms í upplýsingatæknifræði,
sem fram fer bæði við HA og TÍ.
„Við teljum okkur skynja að þarna
sé þörf. Ekki er óalgengt að í fyrir-
tækjum sé töluvert háþróaður búnað-
ur til að safna saman upplýsingum
um framleiðsluna en fáir sem kunna
að sækja þessar upplýsingar og nota
þær til að renna frekari stoðum und-
ir starfsemina," sagði Guðbrandur
Steinþórsson.
Námið mun taka 3-3 '/2 ár og verð-
ur það hugsanlega byggt upp sem
tvær samhliða greinar með sameigin-
legum grunni. Annars vegar er um
að ræða grein sem snýr að upplýs-
ingastjómun og úrvinnslu þeirra upp-
lýsinga sem fengnar em úr fram-
leiðsluferlum, bókhaldi fyrirtækja o.fl.
Hin greinin er fremur hugsuð sem
tæknileg, þ.e. kunnátta í sjálfum
tæknibúnaðinum, hönnun hans,
hvemig hann virkar o.fl. „Úrvinnslan
er eftir en við stefnum að því að ekki
líði alltof langur tími áður en þetta
kemst í framkvæmd," sagði Guð-
brandur.
Stúdentaskipti
Meðal annarra samstarfsverkefna
má nefna stúdentaskipti, sem gæti
verið 1-2 annir eða stök námskeið.
Nám verður einnig metið á milli skól-
anna þannig að jafnvel er hægt að
hefja nám í einum og Ijúka því í öðr-
um. Sömuleiðis horfa rektorar skól-
anna mikið til fjarkennslu í samvinnu
skólanna. Hugmyndin er ekki að
kenna sömu hluti á báðum stöðum
heldur nýta það sem skólarnir hafa
að bjóða hvor öðrum upp á og þá
jafnvel þannig að nemendur fylgist
með námskeiðum í gegnum sjón-
varpsbúnað.