Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURLAND 2000
er stefnumótunarverk-
efni sem Atvinnuþró-
unarsjóður Suðurlands
stendur fyrir í samsterfi
við SASS, samband
sveitarfélaganna á Suð-
urlandi. Hugmyndin
kom fram hjá Þorsteini
Inga Sigfússyni, pró-
fessor og framkvæmda-
stjóra Verkfræðistofn-
unar Háskóla íslands. á
fundi iðnaðarmanna á
Selfossi fyrir um tveim-
ur árum. Verkefnið er
að mestu fjármagnað
af Byggðastofnun og
sjóðum Evrópubanda-
lagsins. Bæði vegna
starfs Atvinnuþróunarsjóðs og af
öðrum ástæðum er margt spennandi
að gerast í atvinnuuppbyggingu á
Suðurlandi, en þar hefur verið vel
að verki staðið og má segja að fyrir-
tæki flykkist nú inn á Suðurland og
á skömmum tíma hafa með því
móti skapast um 100 störf beint
fyrir utan óbein störf sem ávallt
fylgja slíkri uppbyggingu.
A kynningarfundi á undirverkefn-
um Suðurlands 2000 á Hótel Sel-
fossi fyrir skömmu kynntu Óli Rúnar
Ástþórsson, framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarsjóðs Suðurlands,
verkefnið og Helga Kristjánsdóttir,
markaðsráðgjafí Atvinnuþróunar-
sjóðsins, og Páll Bjarnason á Verk-
fræðistofu Suðurlands fjölluðu um
ýmsa þætti sem unnið er að, m.a.
landfræðilegt upplýsingakerfi á Suð-
urlandi, LUKAS, og notagildi þess.
Fjölmenni var á fundinum.
Sjóklæðagerðin og fleiri aðilar
keyptu fyrir skömmu til Suðurlands
fataiðnaðarfyrirtækið MAX og er
framtíðaruppbygging
þess hafin á Suður-
landi. Fyrsta lota í þeim
efnum er á Hellu og er
reiknað með 40 störf-
um í fýrirtækinu á
fyrsta ári.
Þá hefur álglugga-
fyrirtækið Finestra
(sem þýðir gluggi á lat-
ínu) hafíð rekstur á
Hellu, en það kemur
úr Hafnarfirði. Fyrir-
tækið hefur verið end-
urfjármagnað og er í
nánu sambýli við gler-
verksmiðjuna Samverk.
Reiknað er með 10 árs-
verkum í Finestra.
Innréttingafyrirtæk-
ið Fagform hefur hafið starfsemi á
Hvolsvelli, en það er í eigu heima-
Á skömmum tíma
hafa skapast um 100
störf á Suðurlandi, segir
Árni Johnsen, fyrir
utan óbein störf sem
ávallt fylgja slíkri
uppbyggingu, sem þar
hefur verið.
manna í samstarfí við Stólinn í Kópa-
vogi. Fyrirtækið er staðsett í fyrrum
verkstæði Kaupfélags Rangæinga.
Reiknað er með 10 störfum í fram-
leiðslu.
Þá er hafín ofnaframleiðsla á
Skeiðunum, eins konar deild úr
Ofnasmiðju Suðurnesja sem er einn-
ig í eigu heimamanna, en þar er
gert ráð fyrir 8 nýjum störfum.
Á Eyrarbakka er unnið að frekari
útfærslu á áli í Alpan verksmiðjunni
og er þar ýmislegt forvitnilegt til
athugunar.
í Vestmannaeyjum er nýstofnað
fyrirtæki heimamanna að festa kaup
á 1.800 fermetra húsnæði undir
hurðaverksmiðju sem framleiðir
gæðahurðir fyrir Þýskalandsmark-
að. Fyrirtækið er keypt úr Mos-
fellsbæ og er reiknað með 15-20
störfum í fyrirtækinu.
í Hveragerði er Dvalarheimilið
Ás og Grund í Reykjavík að hefja
byggingu á nær 30 rúma hjúkrun-
arheimili, en það mun fjölga störfum
milli 20 og 30.
í Hveragerði er Einar Hákonarson
listmálari að byggja listamiðstöð
með sýningaraðstöðu, ráðstefnuað-
stöðu, verkstæði og veitingaaðstöðu
og þar munu skapast störf.
Til Selfoss er Prentsmiðja Suður-
lands búin að kaupa fyrirtækið
Kosti, kortagerðarfyrirtæki sem hef-
ur unnið mikið fyrir sveitarfélög og
smærri félög í landakortum og bækl-
ingum, en þar er reiknað með 4
störfum.
í Þorlákshöfn er tekin til starfa
loðnubræðsla sem getur unnið úr
800 tonnum á sólarhring. Hún er
að stærstum hluta í eigu heima-
manna.
Hér hefur verið stiklað á marg-
breytilegum fyrirtækjum sem eru
að hasla sér völl á Suðurlandi, því
þar er vænt umhverfí, traust vinnu-
afl og nálægð við helstu markaði
en flóra fyrirtækjanna sem eru ný
af nálinnni er miklu viðameiri en hér
hefur verið nefnt. Margt fleira mætti
nefna og mörg smærri fyrirtæki
hafa náð góðum árangri á stuttum
tíma og má nefna fyrirtæki á Sel-
fossi sem sinnir líkkistusmíði og
gróðrarstöð á Flúðum sem ræktar
jarðarber.
Allt um það sýnir þessi yfirferð
svart á hvítu að það er engin deyfð
yfir tilþrifum í atvinnuuppbyggingu
á Suðurlandi, enda flest svo aðgengi-
legt sem best getur verið.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins & Suðurlandi.
Fyrirtæki
flykkjast
á Suðurland
Árni
Johnsen
Hínn drjúgi þáttur
ÞAÐ VAR fallega
gert af Ara Edwald,
aðstoðarmanni sjáv-
arútvegsráðherra, að
taka upp hanskann
fyrir herra sinn með
athugasemdum sínum
um skrif mín og sýndi
hina sönnu þjónustu-
lund, sem er svo mikil-
væg að áliti margra til
þess að slífa metorða-
stigann.
Hins vegar þóttu
mér lokaorð athuga-
semda hans vera ill spá
um þá stigaferð, en
þau eru þessi: „Til
hvers að færa út land-
helgina efveiðar skipta engu máli.“
Það er nýtstárlegt að láta sér
detta í hug að líkja saman baráttu
minni fyrir útfærslu landhelginnar,
sem byggð var á fornum rétti ís-
lensku þjóðkirkjunnar og sérstöðu
til fiskimiðanna umhverfís landið
og nú á síðustu tímum til réttar á
fiskimiðum í Norður-Atlantshafí og
varðaði sá þáttur baráttu minnar
hundruð þúsundir milljarða króna
um ókomna framtíð og svo á hinn
bóginn niðurskurðum sjávarútvegs-
ráðherrans á kvótum á Flæmska
hattinum, Reykjaneshrygg og ís-
lensk-norska sfldarstofninum, sem
kostað hafa íslensku þjóðiwna tugi
milljarða í rýrðum þjóðartekjum.
Hins vegar má Ári Edwald eiga
það að vera fyrsti pólitíkusinn í
Sjálfstæðisflokknum, sem á minni
löngu ævi hefur viðurkennt opinber-
lega „að hafa heyrt að ég hafí átt
drjúgan þátt í útfærslu landhelginn-
aP‘. Að vísu hefur aðeins heyrt
þetta, svo að mér hann skylt að
gera honum aðeins betri grein fyrri
„hinum djúga þætti“
mínum, þannig að
hann geti betur áttað
sig á málavöxtum. Er
í aðalatriðum stuðst við
bók mína „Ævibrot",
sem Setberg gaf út
1990 og fæst enn hjá
bókarforlaginu!
Afskipti mín af land-
helgismálum hófust
19. september 1951
með grein í Alþýðu-
blaðinu og Sjómanna-
blaðinu Víkingi og má
segja að sú barátta
standi enn, þó að í
breyttu formi sé. Hún
hefur aðallega birst í
blaða- og tímartisgreinum, nærri
sjötuíu talsins. Auk þess er um tug-
ur greina um hina hrapallegu með-
ferð Jan Mayen-málsins.
Fyrir rúmlega 45 árum varði ég
doktorsritgerð mína um „Landhelgi
íslands með tilliti til fískveiða" við
einn virtasta háskóla heims, París-
arháskóla. Kjarni hennar var krafan
um 50 sjómílna landhelgi.
Ábendingar mínar um 50 sjó-
mílna landhegli mættu fáheyrðri
andstöðu, einkum meðal forystu-
manna eins stjórmálaflokks, m.a.
með brigslyrðum um óheiðarlega
aflaðra lærdómsgráðu. Varð það til
þess, að ég höfðaði þijú meiðyrða-
mál, sem öllum lauk með jákvæðum
dómum, en smánarbótum til mín.
Útvarpserindi, sem til stóð að ég
flytti, voru stöðvuð, einnig var 1.
desember ræða 1952, sem Súdenta-
ráð HÍ hafði einróma samþykkt að
ég fiytti, stöðvað samkvæmt fyrir-
mælum að ofan.
Minna má á, að það var beinlínis
fyrir mín orð, að Þórarinn Þórarins-
Fyrir rúmlega 45 árum
varði ég doktorsritgerð
mína, segir dr. Gunn-
laugur Þórðarson í
fyrri grein af tveimur,
um „Landhelgi íslands
með tilliti til fiskveiða“.
son, ritstjóri Tímans, gerði loks 21.
maí 1952 alvarlegan fyrirvara í leið-
ara blaðsins um að útfærslan í 4
sjómílur, 10. maí sama ár, væri
ekki lokaskrefið í málinu. Þær að-
gerðir höfðu sætt harðri gagnrýni
af minni hálfu, vegna þess hve
skammt var farið.
Fjögra sjómílna landhelgi hélst
óbreytt fram á árið 1958. Frá 22.
febrúar til 30. apríl var alþjóða
Hafréttarráðstefnan í Genf haídin.
Eitt af verkefnum hennar var setn-
ing alþjóðalaga um fískveiðiland-
helgi þjóðanna. í blindni sinni lagði
þáverandi utanríkisráðherra og
landhelgisráðgjafí hans áherslu á að
sett yrðu alþjóðalög um 12 sjómflna
landhelgi, svokölluð 6 + 6 regla.
Mér stóð stuggur af þessum
ráðagerðum tvímenninganna og
gagnrýndi hana óspart. Varð þessi
óhugur minn til þess, að ég sendi
öllum sendinefndum á Hafréttar-
ráðstefnunni doktorsritgerð mína,
en hún hafði verið gefin út með
styrk frá Alþingi fyrr á þvi ári.
Hér er svar mitt hálfnað. Slæ
botn í það á morgun.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Dr. Gunnlaugur
Þórðarson
Burt með
kvótann
ÍSLENSKUR sjávarútvegur hefur
verið í sífelldri geijun undanfamar
aldir. Þilskipaútgerðin, togaraöldin,
síldveiðiævintýrin eða skuttogara-
byltingin voru allt eðli-
legt framhald eða þróun
sem mátti að einhveiju
leyti sjá fyrir eða var
óumflýjanieg.
Allar þessar breyt-
ingar og aðrar sem orð-
ið hafa í aldanna rás á
útvegsmálum lands-
manna hafa verið gerð-
ar af sjómönnum og
útgerðarmönnum. Fólki
sem lifði og hrærðist í
veiðum og verkun afla.
Mönnum sem áttu allt
undir því að vel tækist
til um allar breytingar
og nutu einnig góðs af
þeim. En öll þessi miklu
umskipti eru hjóm eitt
samanborið við þá
ákvörðun hins háa Alþingis að koma
á hagræðingu í útgerðarmálum
Gamaldags útgerðar-
menn týna tölunni, segir
Egill Guðmundsson,
og útgerðin snýst æ
meir um brask með
kvóta.
landsmanna og til varð kerfí sem í
daglegu tali fólks kallast kvótabrask.
Margir benda á batnandi hag út-
gerða og segja að þessi breyting sem
alþingismenn komu í lagagjöming
hafí náð tilgangi sínum fyllilega.
Útgerðin blómstri sem aldrei fyrr og
það er vafalaust rétt. Með öðrum
orðum, þau fyrirtæki sem hafa yfir
fískistofnum landsmanna að ráða,
sýna ótrúlega góða afkomu og arður
til hluthafa er án efa í samræmi við
það. Kerfísbreytingunum er af mörg-
um þakkað það góðæri sem útgerðin
býr við um þessar mundir, en ekki
aukningu sjávarafla.
En hvaða verði er þetta góðæri
keypt og hvemig hefur verið farið
með þá sem í upphafí lögðu gmnninn
að góðum kvóta? Eru það sjómenn
og útgerðarmenn sem sitja nú sælir
við það allsnægtaborð sem tók þá
alla Islandssöguna að dúka?
Það er alkunna að mörg sjávarút-
vegsfyrirtæki stóðu illa í lok níunda
áratugarins og þeim gekk illa að
vinna sig út úr vanda sem fyrst varð
sýnilegur þegar tókst - svo að segja
í einu vetfangi - að kveða niður
verðbólgu hér á landi. Þau urðu að
reiða sig á „velvild" fjármálastofnana
og segja má að bankar og aðrir sjóð-
ir hafí ráðið miklu um ákvarðanir
sem teknar voru um uppstokkun og
endurskipulagningu þeirra.
Víða var því svo háttað um fyrir-
tæki í veiðum og vinnslu sjávarafla
að landvinnslan var sjálfstæð eining
og útgerðin einnig. Þetta var mikil-
vægd; atriði þegar kvótinn fór að
skipta máli sem „eign“ fyrirtækj-
anna. Mörg skipin stóðu vel eigna-
lega en landvinnslan illa. Bankamir
áttu mest veð í húsum og fasteignum
í landi og var því kappsmál að samr-
uni yrði á fyrirtækjunum þannig að
útgerð og vinnsla yrðu eitt. Þegar
því marki var náð höfðu lánadrottnar
fyrirtækjanna náð tangarhaldi á
þeim verðmætum sem felast í kvót-
anum. Eign sem koma mátti í verð
og ráðstafa með klókindum burt úr
héraði en verðlaus húsin stóðu eftir.
Eins gátu „ráðgjafar" og lánadrottn-
ar hvatt til þess að skipin væru seld
til að létta skuldabyrðina og sátu
menn þá eftir með minni skuldir en
einnig með hús sem höfðu ekkert
hráefni til að vinna. Fólkið atvinnu-
laust og svipt möguleikanum til að
sækja sér björg í bú, en bankamir
stóðu heldur betur en áður.
Skipstjórar sem margir hveijir eru
kunnir aflamenn, eru settir af skipúm
sínum þegar þau eru seld og standa
eftir á bryggjunni og hafa engan
rétt lengur til að stunda sjóinn. Kvót-
inn hvarf með skipinu.
í mörgum grónum út-
gerðarplássum ganga
nú þeir sjómenn sem
lagt hafa grunn að
kvótaeigninni atvinnu-
lausir eða veija nauðug-
ir viljugir ótrúlega stór-
um hluta tekna sinna í
kvótakaup útgerða sem
geta síðan ráðstafað
honum að vild sinni, en
bundið skipin um lengri
eða styttri tíma, eða
sent þau vanbúin í út-
hafið hvort sem veiðist
þar eða ekki. Á meðan
geta þeir braskað með
kvótann í stað þess að
veiða. Með öðrum orð-
um, til er að verða
herraþjóð sem í skjóli kvótaeignar
ræður hvort og hvaða sjómenn fá
að stunda vinnu sína og ákveður ein-
hliða með margvíslegum skiptum á
aflaheimildum hvaða verð greitt er
fyrir aflann.
Gamaldags útgerðarmenn eru að
týna tölunni, fyrirtæki þeirra eru
flest að komast á almennan markað
og smám saman missa þeir völdin í
hendur manna sem kunna betur til
verka í „nútíma rekstri“. Rekstri þar
sem útgerð snýst í æ ríkara mæli
um brask og tilflutning fjármagns í
formi kvóta. Í stað útgerðarmanna
er að verða til stétt spákaupmanna
sem eru úr öllum tengslum við þau
rótgrónu viðhorf þjóðarinnar að físk-
veiðar og vinnsla afla séu sjálfsögð
mannréttindi en ekki ölmusugjafir
einhverra kvótabraskara.
Umræðan um kvótamál lands-
manna eru reyndar komin út um víð-
an völl, allir telja sig eiga fískinn í
sjónum og þeir sem aldrei hafa nærri
fískveiðum komið heimta að þeir fái
sinn kvótahlut greiddan út, eða í það
minnsta að þeir sem vilja veiða borgi
fyrir aðganginn að þessari „þjóðar-
eign“. Fiskurinn í hafinu er ekki eign
nokkurs manns fyrr en hann er
veiddur, þannig hefur það alltaf ver-
ið og verður, ef hefð og sanngirni
fá að ráða. Hver einasti þegn lands-
ins sem vill og getur á að hafa fijáls-
an aðgang að veiðum og vinnslu sjáv-
arafla og þeir sem ná árangri hagn-
ast en hinir hverfa að einhveiju öðru.
Sjávarútvegsráðuneytið getur í
nánu samstarfi við Hafrannsóknar-
stofnun ákveðið veiðiþol fiskistofn-
anna og haft náið eftirlit með því
að til ofveiði komi ekki, skipt sókn-
inni niður í tímabil eins og gert var
í eina tíð og sett upp eftirlitskerfí
sem virkar og er virt.
Þær útgerðir sem hafa keypt eða
áunnið sér kvóta tapa í sjálfu sér
engu á fijálsum aðgangi allra að
auðlindinni vegna þess að þær hljóta
að vera vel í stakk búnar til að taka
þátt í frjálsri keppni um þann tak-
markaða afla sem úthlutað er á ári
hveiju en ef þær geta ekki spjarað
sig eru þær í raun ekki meira virði
en innistæðulausar ávfsanir.
Alþingismenn virðast margir
slegnir blindu þegar rætt er um órétt-
læti „kvótalaganna", þannig sagði
formaður sjávarútvegsnefndar í út-
varpi fyrir stuttu að fara yrði með
gát í allar breytingar á lögunum
vegna þess að útgerðin í landinu
yrði að búa við öryggi og festu. Nær
hefði verið að huga að öryggi og hag
þjóðarinnar allrar áður en ráðist var
í breytingar á fískveiðistefnu lands-
manna, í stað þess að svipta hana
þeim rétti til fískveiða sem hún hefur
búið við frá því að land byggðist. í
stað þess að standa vörð um órétt á
alþingi að setja lög sem auka rétt-
læti og skapa þegnunum sem jafn-
asta möguleika til að nýta þær auð-
lindir sem við búum við.
Höfundur er vélfræðingur,
bókmenntafræðingur og kennari.
Egill
Guðmundsson