Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKOGRÆKT GEGN
LOFTMEN GUN
ATHYGLISVERÐAR upplýsingar um koltvísýrings-
mengun á íslandi koma fram í viðtali Morgunblaðs-
ins á sunnudag við tvo skógfræðinga, þá Aðalstein Sigur-
geirsson og Þorberg Hjalta Jónsson.
í fyrsta lagi greina vísindamennirnir frá því að fjórðung-
ur mengunarinnar stafi frá fiskveiðum, fjórðungur frá
siglingum og flugsamgöngum, fimmtungur frá iðnaði og
fimmtungur frá bifreiðum og tækjum, en tíundi hluti
mengunarinnar er af öðrum orsökum.
Þetta sýnir að þeir, sem vilja halda koltvísýringsmeng-
un í lágmarki og stuðla að því að ísland standi við alþjóð-
legar skuldbindingar sínar urh að draga úr slíkri mengun,
verða að beina sjónum sínum að fleiru en nýjum iðnfyrir-
tækjum. Stóriðja hér á landi er engan veginn versti meng-
unarvaldurinn; þvert á móti má telja víst að auknar úthafs-
veiðar íslenzkra skipa á undanförnum árum hafi einna
helzt stuðlað að aukinni koltvísýringsmengun. Tíðari sam-
göngur til og frá landinu hafa sömu áhrif. Jafnt í sjávarút-
vegi, samgöngum og iðnaði hljóta menn að leita vist-
vænna lausna og leitast við að nýta hreina og endurnýjan-
lega orkugjafa í sem mestum mæli.
í öðru lagi kemur fram í viðtalinu að íslendingar séu
að mörgu leyti vel í stakk búnir til að vinna á móti koltví-
sýringsmengun með skógrækt og landgræðslu. Uppsöfnun
kolefnis sé hér hröð, stór hluti landsins sé þakinn kolefnis-
snauðum jarðvegi og miklir möguleikar séu því að safna
kolefni í jarðveg og loks séu hér fáir aðrir arðbærir kost-
ir til nýtingar láglendisauðna.
Vísindamennirnir segja að með því að gróðursetja
10.000 hektara af skóglendi árlega megi ná því markmiði
ríkisstjórnarinnar að binda 100.000 tonn af koltvísýringi
fram til aldamóta og binda allan mengunarauka áranna
1990-2000. Þeir velta jafnvel upp þeirri hugmynd að ríki
og fyrirtæki geti í framtíðinni verzlað með kolefnislosun-
arkvóta, þannig að ísland gæti haft tekjur af því að binda
koltvísýring fyrir önnur lönd.
Möguleikarnir í þessum efnum eru sannarlega skoðunar
verðir, ekki sízt vegna þess að auk þess að hamla gegn
áhrifum mengunar stuðlar skógrækt að fegrun landsins
og auknum gæðum þess og bætir fyrir spjöll, sem orðið
hafa á gróðurlendi íslands af mannavöldum.
Þó er mikilvægt að áherzla á skógrækt og landgræðslu
verði ekki til þess að menn slái slöku við í leit sinni að
leiðum til að minnka útblástur koltvísýrings á landinu. í
þeim efnum verður jafnframt að gera samstillt átak og
gera miklar kröfur til einstaklinga og atvinnufyrirtækja.
FÆÐIN GARORLOF OG
KJARASAMNINGAR
IÞEIM viðræðum um kaup og kjör, sem fram hafa far-
ið undanfarið, hefur ekki heyrzt orð frá Alþýðusam-
bandinu eða landssamböndum þess um að tryggja þurfi
körlum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs með kjarasamn-
ingum. Sjálfstæðar konur, hópur ungra kvenna sem starf-
ar á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, hafa bent á að þetta
sé í litlu samræmi við fyrri yfirlýsingar forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar í jafnréttismálum.
Morgunblaðið hefur margoft hvatt til þess að tekið yrði
á þessu máli í kjaraviðræðum, enda eru þær rétti vettvang-
urinn til þess. Ein helzta forsenda þess að hægt sé að
jafna laun og stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum er að
ábyrgð á heimili og börnum sé skipt jafnar á milli þeirra.
Það er líklegra til árangurs að semja um slíkt á milli
aðila vinnumarkaðarins en að löggjafinn þvingi fram rétt
karla til fæðingarorlofs og sennilegra að gagnkvæm sátt
og skilningur ríki í málinu.
Því miður virðist skilningnum áfátt og lítill vilji til að
taka á þessu brýna jafnréttis- og réttlætismáli, nú þegar
til stykkisins kemur. Það er þó enn ekki of seint fyrir
aðila vinnumarkaðarins að setja fæðingarorlof karla á
dagskrá í kjaraviðræðunum og standa þannig við fyrri
yfirlýsingar um að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnu-
markaðnum og draga úr hinum hróplega launamun.
Nokkur málþing um kynferðisofbeldi haldin í febrúar og mars
Hugmyndir um einhliða kvóta íslands í Smugunni
Tala verður
af hispurs-
leysi um kyn-
ferðisofbeldi
Á fyrsta hluta málþings um kynferðisofbeldi
sem hófst síðasta laugardag og haldið verður
næstu laugardaga var meðal annars rætt um
viðhorf réttarkerfísins, vinnureglur á leikskól-
um og um þögn og bannhelgi. Jóhannes
Tómasson fylgdist með nokkrum erindanna.
Morgunblaðið/Kristinn
FJÖLMENNT var á málþingi um kynferðisofbeldi sem haldið var í Reykjavík á laugardaginn var. Slík
málþing eru ráðgerð næstu fjóra Iaugardaga.
RÓUN en ekki stökkbreyt-
ing er í þá átt að vitnis-
burðir barna þyki trúverð-
ugir þegar leitað er sönn-
unar á afbrotum vegna kynferðisof-
beldis, leikskólakennarar eru oft í
vanda þegar grunur vaknar hjá þeim
um að börn hafi orðið fyrir kynferðis-
ofbeldi, setja verður í pólitískt sam-
hengi reynslu þeirra sem orðið hafa
fyrir kynferðisofbeldi og nauðsynlegt
er að geta talað um þessi mál af
hispursleysi. Þetta var meðal þess
sem fram kom í erindum á málþingi
um kynferðisofbeldi sl. laugardag en
slík málþing verða einnig haldin
næstu íjóra laugardaga í Reykjavík.
Margrét Steinarsdóttir lögfræð-
ingur fjallaði um viðhorf réttarkerf-
isins til vitnisburðar barna. Hann
hefði lengst af ekki þótt trúverðug-
ur, talinn ónothæfur hjá börnum
undir 15 ára en viðhorf væru að
breytast smám saman með breyttu
þjóðfélagi. Börn væru vanari því en
áður að vera spurð álits og hræddust
síður en áður yfirvöld og afstaða
þeirra markaðist ekki af óskoraðri
virðingu fyrir valdamönnum.
Hún rakti þijá hæstaréttardóma,
þann elsta frá 1978, þar sem vitnis-
burður barna þótti í sumum tilvikum
ekki nógu trúverðugur til sakfelling-
ar gegn neitun ákærðu. Svo var í
fyrsta tilvikinu þrátt fyrir að stúlka
á sjöunda ári þætti veita skýra frá-
sögn. í öðrum dóminum var maður
sakfelldur fyrir brot gegn tveimur
bömum af þremur sem hann var
ákærður fyrir en refsing héraðsdóms
stytt í hæstarétti. í þriðja tilvikinu
var um að ræða ákæru á hendur
manni vegna brota á fjórum drengj-
um sem ekki voru venslaðir ákærða.
Þótti óhætt að leggja framburð þeirra
til grundvallar þrátt fyrir neitun
mannsins.
Taldi Margrét að vissa þróun
mætti greina í þessum dómum, enda
ætti réttarkerfið að koma til móts
við böm, farið væri að taka fleiri
atriði til greina sem renna mættu
stoðum undir framburð barna, svo
sem álit sérfræðinga. Hún sagði þó
óvarlegt að draga ályktun af svo
fáum dómum og alltaf væri ljóst að
sönnun væri erfið í málum sem þess-
um gegn neitun hins ákærða. Hér
væri því kannski um þróun að ræða
en enga stökkbreytingu.
Erfið mál
Kristín Dýrfjörð leikskólakennari
greindi frá vinnureglum Dagvistar
barna í Reykjavík fyrir leikskólana.
Nefndi hún að í námi sínu í Fóstur-
skólanum, sem hún lauk 1986, hefðu
ákveðin einkenni barna verið útskýrð
með öðrum hætti en að þau hefðu
orðið fyrir kynferðisofbeldi. í dag
myndu hins vegar allar viðvörunar-
bjöllur hringja en hér yrðu leikskóla-
kennarar hins vegar líka að gæta
þess að sjá ekki grýlu í hveiju horni.
Hún sagði ekki spurningu um
hvort heldur hvenær leikskólakenn-
arar þyrftu að blanda sér í mál af
þessum toga og tilkynna til barna-
verndaryfirvalda. Lagði hún áherslu
á mikilvægi þess að skráðar væru
dagsetningar þegar greinilegar at-
ferlisbreytingar kæmu fram hjá
börnunum, ræða yrði við leikskóla-
stjóra og kanna hvort leita ætti ráða
hjá sálfræðingi en kalla yrði einnig
foreldra til á ákveðnu stigi. Sagði
Kristín að hér væri um sérlega erfið
og viðkvæm mál að ræða og að leik-
skólakennarar væru oft í klemmu
með þau.
Guðrún Jónsdóttir ræddi um þögn
og bannhelgi og vildi setja kynferðis-
ofbeldi í samhengi við valdahlutföllin
í þjóðfélaginu, karlar hefðu valdið
að vildu sýna það. Taldi hún ekki
verða neinar breytingar við ríkjandi
valdahlutföll karla og kvenna. Sagði
hún þögnina hafa ríkt um þessi mál,
sérstaklega sifjaspell, og spyija
mætti hvort best væri að geyma og
gleyma, liði þá ekki öllum betur?
Þriðja til fjórða hver stúlka yrði fyr-
ir kynferðisofbeldi innan við 16 ára
aldur og sjöttu til sjöundi hver dreng-
ur og í 90-95% tilvika væru gerend-
ur karlmenn.
Guðrún sagði að sagan sýndi að
alda kynferðisofbeldis risi hæst þegar
kvennabarátta væri í lágmarki. Hún
sagði hlutverk Stígamóta að vera
rödd þolenda, vekja fólk til vitundar
um nauðsyn breytinga og skilnings
á því að kynferðisofbeldi ætti að
heyra sögunni til. Sagði hún safnað
gögnum hjá þeim sem leituðu aðstoð-
ar, haldin námskeið, veitt fræðsla og
efnt til aðgerða. Guðrún sagði nauð-
synlegt að persónuleg reynsla þo-
lenda væri sett í pólitískt og félags-
legt samhengi, fjölskyldur og þjóðfé-
lagið gæti ekki stungið höfðinu í
sandinn og látið sem ekkert væri.
Líkamleg einkenni og hegðun
Björg Eysteinsdóttir ræddi starf
skólahjúkrunarfræðinga og sagði að
við Langholtsskóla væri t.d. starfandi
nemendaverndarráð sem fundaði
vikulega, skipað skólastjóra, aðstoð-
arskólastjóra, sérkennara, skóla-
hjúkrunarfræðingi og skólalæknir
sæti fundina mánaðarlega. Þar væri
m.a. hægt að taka upp mál af þessum
toga.
Björg vitnaði til erlendra rann-
sókna á börnum sem orðið hefðu
fyrir kynferðisofbeldi sem bæði hefðu
ákveðin líkamleg einkenni svo sem
höfuð- og magaverki og sýndu ýmis
viðbrögð svo sem reiði, árásargimi
og þau forðuðust náin sambönd. Hún
sagði börnin gera allt til að þegja
um ofbeldismeðferð sem þau hefðu
upplifað. Sagði hún nauðsynlegt að
tala af hispursleysi um þessi mál.
Hjartagallar, slys, ofnæmi og eyrnabólga meðal umræðuefna á vísindafundi félags barnalækna
JJVERSU oft læknast bólga
eru
miðeyra af sjálfu sér,
sýklalyf betri en að gera ekkert,
hvað er lækning í þessu sambandi,
er það þegar bakteríur eru ekki leng-
ur fyrir hendi eða barnið hættir að
hafa verki? Þessum spurningum
varpaði Þórólfur Guðnason barna-
læknir á Bamaspítala Hringsins
fram í erindi sínu á Vísinda- og
fræðsludegi Félags íslenskra barna-
lækna sl. laugardag.
Þórólfur ræddi meðferð miðeyrna-
bólgu hjá börnum og sagði meðal
annars að eyrnabólga virtist læknast
af sjálfri sér í 80% tilvika en í 90%
tilvika með sýklalyfjum.
Þórólfur Guðnason sagði að menn
væru farnir að staldra við og spyrja
þessara og fleiri spurninga, m.a.
hvort sýklalyfin skiptu máli við með-
ferðina, hver skammtastærðin ætti
að vera, tíðni gjafar og í hve marga
daga. Þórólfur sagði að við væga
bólgu væri rétt að sjá til í tvo til
þijá daga en væri líðan __________
barns verri eftir þann tíma
væri rétt að hefja lyfja-
gjöf. Hann sagði oft þrýst
á lækna að gefa lyf þegar
börn væm óróleg en þó
mætti greina breytingu allra síðustu
ár, m.a. vegna þess að menn vissu
að mikil útbreiðsla sýklalyfja gæti
aukið útbreiðslu baktería.
Meðal annarra erinda á vísinda-
og fræðsludegi barnalæknafélagsins
var erindi Björns Árdals um tíðni
Greining hjartagalla á
meðgöngu mikilvæg
Víða var komið við á fundi bamalækna
síðastliðinn laugardag. Hér á eftir er vikið að
nokkrum þeirra viðfangsefna sem rædd voru
á fundinum.
Kettir valda
oftast ofnæmi
hjá börnum
ofnæmissjúkdóma hjá börnum á ís-
landi. Greindi hann frá rannsókn á
179 börnum fæddum 1987 en eftir
8 ár væru 134 börn í hópnum. Kom
fram að ofnæmiseinkenni fundust
hjá 33% barnanna, meðaltal astma
-------- af þeim væri kringum
13%, exem fyndist hjá
nærri 18% og annað of-
næmi hjá um 10%. Sagði
hann ketti oftast valda
ofnæmi hjá börnum og
þá ekki aðeins köttur á heimili barns
heldur hjá skólafélögum eða öðrum
sem barnið umgengist mikið. Björn
sagði framundan að vinna mikið úr
þeim tölulegu upplýsingum sem
rannsóknin hefði gefíð og væri sú
vinna á frumstigi.
Of mörg slys á börnum
Olafur Gísli Jónsson og Sævar
Halldórsson kynntu samantekt um
höfuðáverka á börnum en árlega
koma milli 350 og 500 börn á slysa-
deild vegna höfuðáverka, síðustu
fímmm árin hefðu alls hátt í tvö
þúsund börn komið á deildina.
Stærsti hópurinn væru börn upp að
fimm ára aldri og drengir væru
stærri hópur en stúlkur.
Ólafur Gísli sagði að með flutn-
ingi barnadeildar Landakotsspítala
í Fossvoginn hefði gefist tækifæri
til nánari kynna og rannsókna á
öllum þeim börnum sem kæmu á
slysadeild og hefðu verið teknar
saman tölur fyrir tímabilið júlí 1995
til ársloka 1996. Um 10% barna sem
kæmu á slysadeild væru lögð inn í
einn til tvo daga, nokkur hópur
dveldi þar lengur og sum væru jafn-
vel nokkrar vikur. Algengustu or-
sakir höfuðáverka yngstu barna
væru fall eða hras heima við eða í
skóla en umferðarslys væru einnig
algeng orsök.
Ólafur Gísli og Sævar sögðu slys
á börnum of algeng og oft mætti
rekja þau til sinnuleysis um öryggi
þeirra og mætti margt betur fara,
t.d. að börn væru ekki höfð laus í
bílum. Þá bentu þeir á að skrá þyrfti
betur slys á börnum í skól- _____
um; sögðu að slasaðist
kennari í skólanum væri
litið á það sem vinnuslys
með tilheyrandi athugun-
um en ekkert slíkt væri ““““
um að ræða hjá börnum. Þeir sögðu
að oft tæki vikur, mánuði og jafn-
vel uppí ár fyrir börn að jafna sig
eftir alvarlega höfuðáverka, höf-
uðkúpubrot og heilaskemmdir og
þyrfti að kanna betur hver væru
hugsanleg langtímaáhrif slíkra
Slys á börnum
má oft rekja til
sinnuleysis
áverka, hvort þeir gætu haft áhrif
á lífsgæði barna síðar, framvindu í
námi og starfi.
Fóstureyðing
stundum valkostur
Hróðmar Helgason ræddi um
greiningu meðfæddra hjartagalla
barna á meðgöngu og sagði að ár-
lega kæmu hér fram þtjú til fjögur
slík tilfelli. í samantekt fyrir árin
1991 til 1995 hefðu talist 24 börn
með slíka galla sem væru alvarlegir
í 21 tilviki en vægir í þremur. Slíkir
gallar eru greindir með ómskoðun
eftir nokkurra vikna meðgöngu og
væri í framhaldi af því hægt að
meta lífslíkur og meðferðarmögu-
leika.
Við mjög alvarlega galla, t.d. þeg-
ar hjartahólf væru mjög vanþroskuð
væri fóstureyðing einn valkosturinn
og hefði sú leið verið valin í 15 tilvik-
um af þeim 24 sem skoðuð voru.
Sagði Hróðmar slíka ákvörðun alltaf
_________ erfiða en hún væri talin
réttlætanleg í þessum til-
vikum þegar ljóst væri að
lífshorfur væru hörmuleg-
ar, einn til tveir dagar.
..... Tvö barnanna dóu í
fæðingu, eitt rétt fyrir fæðingu en
sex eru lifandi og vegnar vel. Hann
sagði greininguna mikilvæga þar
sem hægt væri að bregðast við
ákveðnum göllum í fæðingunni og
strax eftir hana sem yki mjög á
góðar lífshorfur þeirra barna.
Afléttir ekki skyldu
til að leita samninga
*
Utvegsmenn taka vel í hugmyndir um einhliða
kvóta í Smugunni en viðbrögð norskra stjóm-
------------------7---------------——
valda em neikvæð. Olafur Þ. Stephensen
bendir á að þótt einhliða kvóti geti bætt stöðu
íslands á alþjóðavettvangi leysi hann stjóm-
völd ekki undan þeirri skyldu að semja um
Smuguveiðamar.
UGMYNDIR Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra um að íslend-
ingar setji einhliða kvóta
í Smugunni í Barentshafi, náist ekki
samkomulag um veiðamar við Nor-
eg og Rússland, hljóta góðar undir-
tektir hjá íslenzkum útgerðarmönn-
um en síðri hjá norskum stjómvöld-
um. Ljóst er að einhliða kvóti væri
til þess fallinn að bæta ímynd ís-
lands út á við og sýna að íslending-
ar vildu hafa einhverja stjóm á
Smuguveiðunum. Ákvörðun um
slíka kvótasetningu myndi þó
ekki aflétta þeirri skyldu af öll-
um aðilum að semja um veiðam-
ar sín á milli.
Með samþykkt nýrra laga um
fískveiðar utan lögsögu íslands
hefur sjávarútvegsráðherra
fengið heimild til að takmarka
veiðar íslenzkra skipa á úthaf-
inu. Einhliða kvóti á veiðar í
Smugunni yrði væntanlega sett-
ur með vísan til 3. og 4. greinar
þeirra laga.
í 3. greininni segir að ráð-
herra geti sett reglur um veiðar
íslenzkra skipa utan lögsögunn-
ar „sem nauðsynlegar eru til að
fullnægja almennum skyldum
Islands til verndunar lifandi auð-
lindum hafsins.“
I 4. greininni er síðan kveðið
á um að ráðherra skuli með
reglugerð binda veiðar íslenzkra
skipa á úthafínu sérstökum leyf-
um sé það nauðsynlegt, t.d. vegna
alþjóðlegra samningsskuldbindinga
íslands eða til að fullnægja almenn-
um ákvörðunum, sem teknar séu
með stoð í 3. greininni.
Alþjóðlegar skuldbindingar
„Almennar skyldur íslands“ í
þessu sambandi eru væntanlega þær
skuldbindingar, sem felast í hafrétt-
arsamningi Sameinuðu þjóðanna og
úthafsveiðisamningnum, sem er
nánari útfærsla á honum.
í hafréttarsamningnum eru m.a.
ákvæði um að öllum ríkjum beri
skylda til að gera, „einum sér eða
í samstarfí við önnur ríki“ ráðstafan-
ir sem nauðsynlegar kunni að vera
til vemdunar hinna lífrænu auðlinda
úthafsins.
Norðmenn hafa, til dæmis í
greinargerð norska utanríkisráðu-
neytisins til Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA), fært rök að því að
ísland hafí brotið alþjóðlegar skuld-
bindingar sínar með Smuguveiðun-
um. Einhliða kvóti væri viðleitni til
þess að hafa stjórn á veiðunum,
eins og ísland er skyldugt til að
þjóðarétti. Hann myndi hins vegar
ekki aflétta af íslandi þeirri skyldu
að ná fram lausn með samningum,
sem er rauði þráðurinn í ákvæðum
beggja fyrmefndra sáttmála. Nefna
má ákvæði 2. málsgreinar 63.
greinar hafréttarsamningsins, þar
sem segir: „Þar sem sami stofninn
eða stofnar tengdra tegunda em
bæði í sérefnahagslögsögunni og á
aðlægu svæði utan lögsögunnar
skulu strandríkið og ríkin, sem
veiða þessa stofna á aðlæga svæð-
inu, annaðhvort beint eða fyrir
milligöngu viðeigandi undirsvæðis-
eða svæðisstofnana, leitast við að
koma sér saman um nauðsynlegar
ráðstafanir til að vernda þessa
stofna á aðlæga svæðinu."
Alþjóðasamningar leggja íslandi
sömuleiðis þá skyldu á herðar að
styðjast við beztu vísindalegar upp-
lýsingar þegar kvóti á úthafinu er
ákveðinn. Þar væri væntanlega
hægt að leita í smiðju Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins, sem hefur gefíð
ráð um veiðiþol þorskstofnsins í
Barentshafi. Það er nú talið 800-900
þúsund tonn.
Sterkari staða
og hagkvæmari veiðar
„Mér fínnst að það gæti styrkt
samningsstöðu okkar að gefa út
kvóta og takmarka þannig hvað við
myndum veiða,“ segir Kristján
Ragnarsson, formaður Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna. „Við
höfum fylgt þeirri stefnu
að ástunda ábyrgar físk-
veiðar og viljum ekki vera
ásakaðir um að gera hið
gagnstæða.“
Kristján segist ganga
út frá því að yrði settur kvóti á
Smuguþorskinn myndi honum
verða skipt á milli skipa, sem stund-
að hafa veiðar í Barentshafi, eftir
veiðireynslu undanfarinna ára.
Kvótinn yrði jafnframt framseljan-
legur. „Með þessu gætum við gert
veiðarnar hagkvæmari en þær voru
til dæmis í sumar, þegar nánast
allur flotinn fór þarna norður eftir
og hékk yfir nánast engu. Það
myndi ekki gerast ef þetta væri
framseljanlegur kvóti á skip,“ segir
hann.
Hvað á kvótinn að verða stór?
Stóra spurningin er hins vegar
hvað kvótinn yrði stór. Noregur og
Rússland hafa gert íslandi tilboð um
u.þ.b. 13 þúsund tonna kvóta í
Smugunni. Islenzkum stjómvöldum
þykir það of lítið, en hafa gefíð í
skyn að þau kynnu að sætta sig við
15 til 20 þúsund tonn í samningum.
Kristján Ragnarsson vill hins
vegar setja markið hærra: „Að
mínu mati væri mælikvarðinn sá
að við höfum fiskað þarna tvisvar
sinnum 35 þúsund tonn á undan-
förnum þremur árum og einu sinni
22 þúsund. Kvótinn væri því rúm-
lega 30.000 tonn og við myndum
með því tryggja að lengra yrði ekki
gengið. Þorskstofninn í Barentshafi
er í miklum vexti og dreifing hans
þar með að öllum líkindum meiri,
þannig að þetta ætti að verða okk-
ur auðveldari veiði. Þrátt fyrir það
tel ég að við eigum að sýna full-
komna ábyrgð, og tek undir orð
ráðherrans um að við ættum að
setja á þetta kvóta til að tryggja
að við værum að framkvæma
ábyrgar fiskveiðar.“
Kristján segir að enginn geti hald-
ið því fram að 30.000 tonna kvóti
myndi stefna viðgangi þorskstofns-
ins í Barentshafi í hættu, enda hafi
Norðmenn og Rússar ákveðið
800-900 þúsund tonna heildarkvóta
úr stofninum. „Einhveijum myndi
fínnast að við værum bara lítillátir
að sætta okkur við 30.000 tonn,“
segir hann.
Myndi ekki greiða
fyrir samningum
Ingvard Havnen, talsmaður
norska utanríkisráðuneytisins, segir
að yfirlýsing Þorsteins Pálssonar
komi ekki á óvart, enda hafi Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra viðr-
að svipaðar hugmyndir í viðræðum
við norsk stjórnvöld í síð-
ustu viku, í tengslum við
Noregsheimsókn forseta
íslands. „Við vonum að
það takist að ná samning-
um um Smuguveiðamar.
Við erum sammála íslenzkum stjóm-
völdum um að rétt sé að vera áfram
í sambandi vegna þessa máls og það
er ljóst að við myndum harma það
mjög ef ísland tekur það skref að
setja eigin kvóta í Smugunni. Það
myndi ekki beinlínis greiða fyrir
samningum um þorskinn í Smug-
unni,“ segir Havnen.
Hann segir norsk stjórnvöld ekki
taka undir sjónarmið íslenzkra ráða-
manna, sem hafa sagzt svartsýnni
en áður á að hægt sé að ná samning-
um um Smuguveiðarnar. „Viðræð-
urnar hafa staðið í stað nokkuð lengi
og það þykir okkur jafnleitt og ís-
lendingum, en við eram enn reiðu-
búnir að reyna að stuðla að lausn.
Okkur finnst að við Norðmenn höf-
um teygt okkur harla langt,“ segir
Havnen.
NORSKT varðskip reynir að klippa á togvíra islenzks togara í Barents-
hafi. Deilan um þorskveiðar íslendinga hefur nú staðið vel á fjórða ár
án þess að hilli undir lausn.
Ný lög veita
heimild til að
setja kvóta