Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðfrelsi og þorrablót ÞESSA dagana er þorramatur tilreiddur um land allt og borinn fram að gömlum og góðum þjóðleg- um sið. Menn minnast þess oft að veitingahúsið Naust reið á vaðið á sínum tíma og endurvakti fornar venjur með trogum og tilheyrandi er Halldór Gröndal réð þar ríkjum og sagði fyrir verkum. En nú spyr margur: Hvenær var sá siður fyrst tekinn upp í Reykjavík að félög efndu til þorrablóta? í gömlum bréfum, sem varðveitt eru á skjalasöfnum er margt fróð- legt að finna. Þar fást svör við mörgum spurningum er varða sögu þjóðlífs og siðvenjur ýmsar. I bréfa- safni Sigmundar prentara Guð- mundssonar, sem varðveitt er í skjalasafni eru gagnmerkar upplýs- ingar um sögu prentlistar, vélakost, bókaútgáfu, samkeppni, stjórnmál og mannfundi, klíkur og kaupsýslu, drengskap og óheilindi. Þar er einn- ig gamansöm lýsing á þorrablóti, sem Sigmundur segir frá og mun vera eitt hið fyrsta, sem getið er um að fram fari í Reykjavík, árið 1880. Sigmundur prentmeistari Guð- mundsson var nafnkunnur maður. Hann naut mikillar virðingar sökum mannkosta, skarprar greindar og námsgáfna. Svo fjölhæfur var hann í sérgrein sinni, prentverki, að allt lék í höndum hans. Kornungum var honum falið að sjá um kaup á prent- vélum og flutning þeirra til lands- ins. Þótt Sigmundur væri alinn upp á sveit tókst honum með aðstoð góðviljaðra manna að brjótast til mennta og verða fremstur í sinni grein, rómaður af kunnáttumönn- um fyrir listrænt handbragð og smekkvísi. Það væri verðugt við- fangsefni að hyggja að bréfum Sig- mundar prentara. Segja sögu hans. Minnast fjölbreyttra starfa hans að framförum, rifja upp gamansemi hans og glettur, og reka sigursæla baráttu hans við andstæðinga er reyndu að koma honum á kné, en sumir þeirra bjuggu um sig í bijósti hans sjálfs og hugarheimi. Jón landritari Jónsson var ötull stuðningsmaður Sigmundar og hjálparhella. Hyggjum nú að kafla Páll Eyjólfsson Indriði Einarsson Sigurður Vigfússon Jón Theódór Jónsson Jónasson úr bréfi er Sigmundur ritar Eiríki Magnús- syni meistara í Cam- bridge hinn 9. febrúar árið 1880. Meginefni bréfsins fjallar um prentvélar, bókaút- gáfu og höfunda. Frá því efni má segja síð- ar. Hér er kafli um þjóðfrelsi og þorrablót: Bréf Ingimars „Héðan er lítið tíð- inda: Kotungsskapur og agg er helzti ávöxt- ur tímans. í vetur hef- ir verið höfðað hér hvert málið á fætur öðru út af litlum orsökum; „vasaprocuratorar" og bæjarfóget- inn - sem er ráðríkt lítilmenni - er vill skera úr sem flestu, hvetja hvern mann til málaferla. - Jón ritari hefir verið að halda fyrirlestra um stjórnfrelsi, í vetur, og hefir það eigi gengið atburðalaust af. Eitt kveldið, þegar hann var kominn í ræðustólinn, og var að tala um rétt- indi kaupmanna, sagði hann meðal annars: „Það er víst, að góð verzlun- arstétt er rétthá, og á heiður skil- inn, en öðru máli er að gegna um þær hér verandi dönsku umrenn- andi búðarlokur>‘ o.s.frv. Gall þá við allt í einu sá óáheyrilegasti hljóðfæra-söngur? sem ég hefi heyrt, og mun heyra: Það voru búðarlokur og þeirra sinnar; höfðu sumir „trompeter", sumir „flöitur", sumir „munnhörpur" o.fl. Gekk þetta ná-gaul í hálfan annan tíma, ritarinn var að beijast við öndina, með að koma upp einhverju orði af síns hjarta áhugamáli, stjórn- frelsinu, en óhljóðin tóku yfir allt, og neyddist hann þá loks til að yfir- gefa stólinn, en þá kastaði tólfun- um: hinir ætluðu þá að grípa hann, en hann smaug þó úr greipum þeirra, með tilstyrk nokkurra sjó- manna, og eltu búðarmenn hann með svo sterkum óhljóðum, að heyrðust um bæ allan, og hlupu hvorir tveggja sem mest máttu, Jón á flótta, en hinir ráku. Höfðu búðar- menn heitingar í frammi, en vernd- armenn Jóns kváðu þá eigi skyldi drepa hann, meðan sín nyti við; búðarmenn ráku flóttann upp að dyrum landshöfðingja, frá húsi nokkru nýbyggðu suður frá kirkj- unni (á tjarnarbakkanum). Meðan þessu fór fram, var presturinn að gefa saman hjón í kirkjunni, og kvaðst hafa komizt í raun með ræðu sína sökum óhljóðanna í hinni kirkjunni (stjórnfrelsis-kapellunni). Gullsmiður nokkur, Páll Eyjólfsson (í „Geysi“ - veitingaskála) komst svo við af þessari ofsókn, að hann skrifaði landshöfðingja - nafnlaust - bréf, og bað hann taka ofan í „lurginn" á lögreglustjórninni fyrir það, að þjónn hennar (Þorst. Jóns- son) sem hefði verið á fundinum hefði æst skrílinn, í stað þess að þagga niður í honum. Undir bréf þetta skrifaði Páll - í stað nafns síns - „nokkrir borgarar" bæjarins? En sá er skrifaði bréfið fyrir Pál ljóstraði öllu leyndarmálinu upp. Lét þá fógetinn (lögreglu) þjón sinn stefna Páli, og fylgdust þá 4 af óhljóða-mönnum með, fyrir því að Páll hafði „lagt nöfn þeirra við hé- góma“ í sama lh. bréfi, svo út úr þessu urðu 5 mál. Sjálfur hefi ég komist í 2 mál í vetur. Það fyrra Þorrablót eru haldin vítt og breitt um land allt, með tilheyrandi mat- föngum. Pétur Péturs- son kannaði hvenær sá siður var fyrst upp tekinn, að félagasamtök efndu til blóta. af því ég hafði þau orð um einn af vinum fógetans, (Kr. OÞ) for- leggjarann „að ég tryði honum til einskis ærlegs (drengilegs) þar eð ég þekkti hann ekki að neinu þess konar - maður þessi hafði þá ný- lega haft í frammi, við mig brigð- mælgi og ósannindi, en þar á mót hafði ég ekki reynt neitt gott af honum. Fyrir þessa goðgá var ég dæmdur í 26 króna sekt (af fóg.). Annað málið reis af því, að ég kall- aði danskan strákaling, sem var að þrasa við mig, „tíkarson“, og kost- aði það 10 krónur. Hér á maður að lifa „saklausu" lífi!!! Hér var nýlega stofnað félag, er nefnir sig „fornleifafélag" (hið ísl.). Forsprakkar eru Sigurður Guð- brandsbróðir og Indriði Einarsson Guðrúnarnautur? (Hjaltalín). Hið helzta afreksverk þessa félags er, að það stofnaði til búralegs áts (þorrablóts) og var þar étið réttum beinum: hákarl, skata, hangikjöt o.þ.h., en einhver nýmóðins sopi hefír þó runnið þar um borðin (gólf- ið?) því sagt er að Sigurður hafí orðið svo þungur ofan til í líkaman- um, að borð, sem hann lá fram á brotnaði, en undir því hafði staðið næturgagn, og lenti höfuðið Sigurð- ar í því ógerðar „koffri"; en ekki er þess getið, að hann hafi fundið þar neinar /ornleifar . . . - í félagi þessu er „noblesse“ bæjarins: landsh., landfóg., assessores, o.s.frv.“ Af bréfi Sigmundar verður ljóst að höfðingjar þyrpast í Fornleifafé- lagið. Félagaskrá þess má sjá í Árbók Fornleifafélagsins. Um verslunarmenn þá sem um er rætt og eltingarleik þeirra við Jón ritara má fræðast í samtíma- blöðum . . . Verslanir í Reykjavík voru helstar þessar: Thomsens- verslun við Lækjartorg, Siemens- búð við Lækinn, Smithsverslun í Nýhöfn, Knudtzonsverslun í Hafn- arstræti, Brydesverslun norðan Hafnarstrætis, Fischersverslun við Aðalstræti. Frekari talning krefst meira rýmis en leyft er að sinni. Indriði Einarsson staðfestir frá- sögnina um forgöngu Sigurðar Vig- fússonar. Hann segir í bók sinni „Séð og lifað“. Einu sinni fékk hann upp þorrablaut, - áður voru Þor- láksmessukvöld töluvert í móð. Hann signdi fullin og minntist hinna fornu guða, eins og hafði verið títt í heiðni. Hann gerði það til þess að gefa mynd af siðunum. Hann lifði sig svo inn í þetta, að hann sagði í síðustu ræðu sinni: „Og á þessa guði viljið þið ekki trúa“. „Fremur vakti þetta hneyksli og ýmsa tiltektarsemi í bænum heldur en hitt. Þess er skylt að geta, að Sigurður Vigfússon var guðhrædd- ur og trúaður maður, þótt hann gengi svo inn í hofgoðahlutverkið sem hann gerði.“ Indriði segir frá kvöldboði er hann sat í Kaupmannahöfn hjá Ei- ríki Garðprófasti. Þar var setið við toddýdrykkju. Sigurður fornfræð- ingur var meðal gesta. Að lokinni ræðu húsbóndans stóð Sigurður upp og hélt klukkutíma ræðu um forn- skáldin. Þegar hann loksins settist niður sagði Eiríkur Jónsson: „Og svo er nú Egill Skallagrímsson". „Gleymdi ég Agli Skallagrímssyni?" sagði Sigurður, spratt upp eins og stálfjöður og hélt ræðu um hinn gleymda skáldjöfur í meira en klukkutíma. Hann eyðilagði alveg kvöldið fyrir öllum hinum.“ Jón Helgason biskup kallar Sig- urð „stóreinkennilegan mann“, en Sigurður sagði sjálfur um sig og iðn Passíusálmamir og séra Hallgrímur HVE lengi myndi ís- lenzka þjóðin lesa Pass- íusálmana, eða hlusta á þá lesna í útvarpi, eftir að því hefði verið komið inn hjá henni, að þeir væru bókmenntir, að: eins bókmenntir? I nokkrar aldir hafa sálmarnir verið bænir, bænamál og hugsvölun þjóðarinnar, allrar þjóðarinnar. Fjöldinn hefir beinlínis elskað þá, lesið þá, sungið þá, lært þá og vitnað í þá í daglegu lífi, og allt þetta vegna töfra þeirra, já, þrátt fyrir Dr. Benjamín H.J. Eiríksson ir bókmenntir — og annað ekki, þá myndu þeir óhjákvæmilega missa þessa töfra, þá guðrækni og það guð- rækilega hugarfar, sem felst í ætlan höf- undar. Um leið væri brotið gegn skýrum tilgangi og vilja séra Hallgríms. En er nokkur hætta á því, að reynt verði að svipta þá þessum töfrum, þessu valdi yfír sálum mannanna og gera þá að bók- menntum aðeins? Já, því miður. stirt málfar þeirra á köflum; töfra þeirra sem bæna, guðrækni og hug- Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti fyrir 16 árum tók svölunar. Sálmarnir rekja söguþráð, passíuna. Um leið eru þeir bænir, eða með bænasvip, og lýkur oftast með bæn og stundum með amen. Fimmtíu sálmar. Fimmtíu bænir. Um leið og sálmarnir væru orðn- hún við embætti með hátíðlegri at- höfn. Hún flutti ræðu við það tæki- færij eins og gert höfðu fyrri forset- ar. Eg veitti því athygli, að hún lét hjá líða, að gera eins og forverar hennar í embætti höfðu allir gert: Um leið og Passíusálm- arnir væru orðnir bók- menntir myndu þeir missa töfra sína, segir Benjamín H.J. Eiríks- son, þ.e. guðræknina og guðrækilegt hugarfar. Að biðja Guð að blessa íslenzku þjóðina. Þetta þótti mér yfirsjón, einkum með tilliti til þess að þorri þjóðarinnar trúir á Guð og svo ákvæðis stjórnarskrárinnar. En hvað sem þeim jöklabræðrum kann að finnast, þá er forsetinn tákn hins íslenzka ríkis og ríkisvalds, og ber því skilyrðislaus virðing allra ís- lenzkra ríkisborgara, óháð persón- unni sem gegnir embættinu, og meðan forsetinn gegnir embættinu. Nú er svo komið, að frú Vigdís sjálf og stjórnendur Ríkisútvarpsins telja hana rétta persónu til þess að lesa Passíusálmana í útvarpið. Þetta þótti mér bera vott um lélega dóm- greind hjá báðum. Ég hlustaði á frúna lesa fyrsta sálminn. Þegar forsætisráðherrann tekur sig til og yrkir jólasálm fyrir Morgunblaðið, þá er alls ekki að vita við hveiju megi búast hjá fyrr- verandi forseta lýðveldisins sem var að láta af embætti, svo að segja rétt í þessu. Ég hlustaði svo sem oft áður. Allt í einu datt botninn úr lestrinum. Þögn. Ekkert arnen á eftir bæninni! Hvað hafði komið fyrir? Var þetta þá ekki bænamál? Það var ekki um að villast: Lesarinn var að tilkynna það, að hann hefði verið að lesa bókmenntir frá fyrri öld, nánar tiltekið frá 17. öld, fyrst og fremst merkilegar bókmenntir, ekki bænamál. Fornaldarleg guðrækni væri nokkuð sem ekki væri við hæfí nútímans, öld upplýsingar og mennta, vísindalegrar þekkingar og kommúnisma, sálarrannsókna og geimferða, og umfram allt; sjálf- stæðra, hugsandi einstaklinga. Hlustandi, staddur í guðrækilegum hugleiðingum og bænum sálma- skáldsins, fékk þarna yfir sig kalda vatnsgusu, beint úr ískaldri rök- hyggju tízkunnar. Lesarinn virtist segja: Þú átt að skilja, að þú ert í nútímanum! Ég er að lesa bók- menntir, ekki bænastagl. Það er bara þetta: Með þessu brýtur frú Vigdís þvert gegn augljósum til- gangi og vilja séra Hallgríms Pét- urssonar. Og er víst að þjóðin vilji þetta? Já, hvernig leit séra Hallgrímur á þetta mál? Vitnisburður hans er skýr: Hver einasti sálmur er bæn að miklu leyti. Og það er fyrst og fremst sá þáttur þeirra sem heillar. Flestir landsmenn þekkja hin ódauðlegu bænarerindi eins og þau um hveitikornið og móðurmálið. En eins og ég sagði: Sálmarnir eru passían, en um leið guðrækilegar hugleiðingar og bænir. Hughrif þeirra eru fyrst og fremst bænir hins trúaða menns: Þessa bæn veittu mér (6. s). Líttu svo Ijúft til mín, svo leysist vandi (12. s). I raun- inni getur það verið villandi að taka þannig einstaka sálma út úr. Sálm- arnir eru mest ein löng bæn hins trúaða. Skáldið sér þó stundum ástæðu til þess að gefa lesandanum kristilega áminningu. Það einkennilega er, að séra Hallgrímur sér sjálfur ástæðu til þess að taka þetta atriði sérstaklega fyrir, þetta, að segja amen eftir lesturinn. Eftirfarandi sálmum lýk- ur á amen: Eilíft það okkar samtal sé, uppbyijað hér á jörðinni. Amen ég bið, svo skyldi ske. (5. s)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.