Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 45
sína, gullsmíði: „Gullsmið má nota
til hvers sem er“.
Um Eggert Theodór Jónasson
bæjarfógeta, sem Sigmundi liggur
svo kalt orð til sagði Jón biskup
Helgason: „ ... einstakt prúðmenni
og skyldurækinn með afbrigðum,
en jafnframt gæflyndismaður hinn
mesti, sem tók á málum með mann-
úð og mildi, enda ávann hann sér
fljótt óskoraða hylli og virðingu
bæjarmanna."
Um Pál Eyjólfsson gullsmið sagði
Jón biskup: „að mörgu merkilegur
karl og greindur vel.“ Um Jón rit-
ara má segja líkt og sagt var um
Brján konung: „Féll, en hélt velli“.
Steingrímur Thorsteinsson segir
um hann látinn. „Mikill var „triumf“
klikkunnar þegar Jón ritari dó, og
hef ég ekki séð hrafna hlakka meira
yfir hestskrokk en þeir fögnuðu
yfir láti hans. - Sannur mannskaði
var að Jóni.“
Knud Zimsen borgarstjóri segir
að Jón landritari hafi staðið í fylk-
ingarbijósti þess hóps, sem drepa
vildi á dreif mókinu í bæjarmálum.
„Zimsen þakkar Jóni og baráttu
hans fyrir framförum að hreyfing
komst á hafnarmál. Jón vildi að
byggð yrði „hafskipabryggja í
Reykjavíkurhöfn“.
Indriði Einarsson var jafnan
kvikur á fæti og lipur í hreyfmgum.
Hann kostaði kapps um að varð-
veita fjör og frískleik. Halda sér
„unglegum". Eitt sinn kom hann á
ferðalagi sínu um Borgarfjörð á
læknisheimilið að Kleppjárnsreykj-
um. Jón Bjarnason frá Steinnesi var
þá héraðslæknir í Borgarfirði. Kona
hans, Anna Þorgrímsdóttir, tengda-
móðir mín sagði mér söguna um
heimsókn Indriða. Hún var frænka
konu hans. Anna vissi að Indriða
þætti vænt um að heyra „kompli-
ment“ um unglegt útlit. Hún segir:
„Mikið haldið þér yður vel revisor.
Þér eruð eins og ungur maður.
Engin hrukka sjáanleg." „Ég skal
trúa yður fyrir leyndarmáli, mín
fagra frú og frænka konunnar
minnar. Ég nota alltaf Sítrónu Cold
creme á hveijum morgni.“ Því má
bæta við að ég minnist Indriða frá
árlegum skemmtunum Leikfélags
Reykajvíkur í litla salnum í Iðnó.
Þar var hann fremstur allra í fjör-
legum dansi, sem dunaði þá. Hann
unni leikhúsinu og lifði í draum-
heimi leiklistar. Svili hans, séra
Jens Pálsson prófastur í Görðum
hafði líka klappað honum á öxlina
í leikhúsi í Kaupmannahöfn er Indr-
iði sat töfrum sleginn af hrifningu:
„Þú getur einhvemtíma búið til leik-
rit, sem er eins fallegt og þetta.“
Höfundur er þulur.
Amen segir og upp á það
önd mín glaðvær á hveijum stað. (22. s)
Amen þess óskum vér. (26. s)
Og ég þar upp á, aum mannkind,
amen af hjarta segi. (25. s)
Amen, Amen um eilíf ár. (50. s)
Svona leit þá séra Hallgrímur á
sálmana. Það er því meira en lítið
dularfullt, svo að ekki sé meira
sagt, að ekki skuli hægt að verða
við augljósum tilgangi og vilja séra
Hallgríms og flytja sálmana með
þeim hætti, sem er í samræmi við
innihald þeirra. Sálmarnir eru fyrst
og fremst bænir og þannig lesnir
og skildir af þjóðinni. Þá á því að
flytja á þann hátt sem hæfir því
efni. Sálmarnir eru það sem þeir
segjast sjálfir vera: Hjartnæmar
bænir. Þeim á því að ljúka nú sem
ævinlega; með amen.
Að lokum: Hvernig hafa útgef-
endurnir litið á þetta atriði?
Ég hefi útgáfurnar frá 1880 og
1957 víð höndina. í báðum er prent-
að amen á eftir hveijum sálmi.
Þetta gera útgefendurnir, bæði
vegna þess sem séra Hallgrímur
segir og svo þess, að þeir vita að
þannig les þjóðin. Hún er að lesa
sér til hugarhægðar og sáluhjálpar.
Það er þetta sem lesmáti frú Vigdís-
ar truflar.
Höfundur er hagfræðingur.
Tvímenningur á Bridshátíð
Einvígi milli Sævars og
Sverris, Sontags og Feldmans
BRIPS
Ilótcl Loftlciðir
BRIDSHÁTÍÐ HIN 16.
í RÖÐINNI
15.-17. febrúar.
ALAN Sontag og Mark Feldman
sigruðu í tvímenningskeppni Brids-
hátíðar, sem lauk sl. laugardag.
Þeir háðu einvígi í lokasetunum við
Sverri Ármannsson og Sævar Þor-
björnsson en önnur pör áttu ekki
möguleika á efsta sætinu. Sontag
og Feldman fengu 59,2% skor en
Sverrir og Ármann 58,9.
Sontag og Feldman fóru mikinn
í fyrstu umferðunum og höfðu skor-
að tæp 600 stig yfir meðalskor og
voru með 62,8% skor eftir 9 umferð-
ir. Frakkarnir Henri Szwarc og
Philippe Cronier voru þá í öðru
sæti með 61,5% en síðan komu 6
íslenzk pör. Skúli Skúlason og Jón-
as Róbertsson voru þriðju, Haukur
Ingason og Jón Þorvarðarson fjórðu
og Guðmundur Páll Arnarson og
Þorlákur Jónsson fimmtu. Sverrir
og Sævar voru í 10. sæti með 57,%.
Sterk hindrun
Sævar og Sverrir mættu Szwarc
og Cronier snemma í mótinu og
íslendingarnir fengu topp í þessu
spili eftir velheppnaðar sagnir Sæv-
ars:
Norður gefur, enginn á hættu
Vestur
♦ 8732
¥ÁK43
♦ G2
♦ 964
Norður
♦ ÁKD654
¥ 10952
♦ _
♦ 1052
Austur
♦ G9
¥D
♦ D874
♦ ÁKDG73
Suður
♦ 10
¥ G876
♦ ÁK109653
♦ 8
Sævar opnaði á 3 spöðum í norð-
ur og Cronier sagði eðlilega 4 lauf.
Sverrir passaði og Szwarc lyfti í 5
lauf. Sævar fann lykt af þessum
sögnum og doblaði og vörnin fékk
síðan tvo tígulslagi, eina tígul-
trompun og tvo spaðaslagi. 500 til
NS og toppur.
Eftir 17 umferðir höfðu Sævar
og Sverrir tekið forystuna og
Sontag og Feldman voru í öðru
sæti. Frönsku Óympíumeistararnir
voru svo í 3. og 4. sæti. Selfyssing-
arnir Kristján Már Gunnarsson og
Helgi G. Helgason voru fimmtu og
Jens Jensson og Ármann J. Lárus-
son, faðir Sverris, í sjötta sæti.
Síðustu umferðirnar voru hreint
einvígi milli tveggja efstu paranna.
Sverrir og Sævar voru með 30 stiga
forskot þegar sezt var að borði í
síðustu umferðinni. Þeirra andstæð-
ingar voru Páll Valdimarsson og
Ragnar Magnússon, þekktir harð-
jaxlar í tvímenningi, en Sontag of
Feldman spiluðu gegn ísak Emi
Sigurðssyni og Þresti Ingimarssyni.
Pörin í baráttunni sátu bæði NS
og byijuðu á að segja og vinna 3
grönd sem gaf ágæta skor. í öðru
spilinu fengu Sontag og Feldman
að spila 3 tígla og gáfu út 100
meðan andstæðingarnir gátu unnið
2 hjörtu og fengið 110. Þetta var
því gott spil hjá Bandaríkjamönnun-
um en Páll og Ragnar fóru í 3 hjörtu
sem töpuðust svo Sverrir og Sævar
fengu töluna.
í þriðja spilinu fóru Sverrir og
Sævar í 3 grönd, eins og flest pörin
í salnum. Spilið fór illa og endaði
að lokum 2 niður. Þeir Sontag og
Feldman náðu hins vegar að stoppa
í 1 grandi sem vannst slétt.
Úrslitaspil
Þetta var svo úrslitaspilið:
Vestur, NS á hættu.
JHorgunblaðið/Amór
Þeir háðu einvígi um efsta sætið í tvimenningnum. Á efri myndinni
eru sigurvegararnir Alan Sontag og Mark Feldman en okkar menn
Sævar Þorbjömsson og Sverrir Ármannsson á neðri myndinni.
Norður
♦ D10762
¥Á
♦ D95
♦ Á875
Vestur Austur
♦ K3 ♦ 85
¥ DG109864 ¥ 752
♦ Á7 ♦ KG6432
♦ 64 ♦ KD
Suður
♦ ÁG94
¥ K3
♦ 108
♦ G10932
Páll opnaði á 1 hjarta með vestur-
spilin, eins og flestir aðrir, og þeir
Ragnar enduðu í 4 hjörtum eftir
að Sævar og Sverrir höfðu barist
með spaðalitinn. NS fengu síðan
sína 4 augljósu slagi og skrifuðu
50 í sinn dálk, og það var raunar
algengasta niðurstaðan í salnum.
Við hitt borðið opnaði Þröstur
hins vegar á 4 hjörtum með vestur-
spilin. Sontag í norður doblaði til
úttektar og Feldman í suður breytti
í 4 spaða. Þeir voru passaðir til
ísaks og með passi hefði hann
tryggt sér töluna, því 4 spaðar fara
a.m.k. 1 niður. En ísak bjóst ekki
við svona mörgum vamarslögum á
hendi Þrastar og fórnaði því í 5
hjörtu. Þau dobluðu Ameríkanarnir,
uppskára 300, topp í spilinu og sig-
ur i mótinu.
Sontag var meðal fyrstu boðs-
gesta á fyrstu Bridshátíðinni 1982
og sigraði þá með félaga sínum
Peter Weichsel.
Veitt vora peningaverðlaun fyrir
15 efstu sætin. 3.400 dalir fyrir
fyrsta sætið, 2.400 fyrir annað,
1.600 fyrir þriðja, 1.200 fyrir fjórða
sæti. Þá stiglækkandi og niður í
100 dali fyrir 13.-15. sætið sam-
tals 11.600 dalir eða um 800 þús-
und krónur.
Lokastaðan í tvímenningnum
varð þessi:
AlanSontag-MarkFeldman 1.104
SverrirÁrmannss. - SævarÞorbjömss. 1.061
Alain Levy - Christian Mari 7 62
Henri Szwarc - Philippe Cronier 760
Lis McGowan - Ken Baxter 701
Stefán Stefáns. - Hróðmar Sigurbjömss. 574
Kristján M. Gunnarss. - Helgi G. Helgas. 552
Jónas P. Erlingss. - Steinar Jónsson 550
Mapús Mapúss. - Sigurður Vilhjálmss. 511
EstherJakobsd. - Valgerður Kristjónsd. 505
Hjördís Eyþórsdóttir - Curtis Cheek 484
MunawarSawirudin-DadanWaradia 481
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 481
GaiyAthelstan-TomSmith 476
SantjePenelewan-FrankyKarwur 430
Keppnisstjórar voru Jakob Krist-
insson, Sveinn Rúnar Eiríksson og
Stefán Jóhannsson. Reiknimeistar-
ar Steingrímur G. Kristjánsson og
Sveinn Rúnar. Elín Bjarnadóttir var
mótsstjóri.
Arnór Ragnarsson
Guðm. Sv. Hermannsson
STOFriATíIR - EinSTAKLinGAR
Ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum
frá 296 kr. 09 fataefni frá 150 kr. m.
VIRKA
Mörkinni 3, sími 568 7477 Laugard. kl. 10-14
til 1. júní.
jSgSTff
Opið mánud.-föstud.
kl. 10-18.
MICRON
1 TÖLVUR
fyrir kröfuharða
Tölvu-Pósturinn
HámnrksgæS Lágmarksverð
GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM,
SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601
FERMINGARTILBOÐ
Ný]a myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
WETR0K DuomatíC 320
Litlu, öflugu og
meðfærilegu
gólfþvottavélarnar
frá Wetrok. Einstök
hönnun og gæði.
Viðhald í lág-
marki.
Fáanleg
fyrir 220v
og 24 v.
Hagstætt
verð.
WETR0K
ræstivagnar
Hágæða
svissneskir
ræstivagnar.
Margar
gerðir.
Uppfylla
allar kröfur
ræstitækna.
Verð frá kr.
9.070 m/vsk.
WETR0K - Bantam ryksugur
Öflugar, sterkar, léttar
og meðfærilegar
ryksugur fyrir
stofnanir og
fyrirtæki.
Svissnesk gæði
og hönnun.
Orkunotkun í
lágmarki.
Mjög endingar-
góðar.
Verð frá kr. 19.585 m/vsk.
WETR0K -
Duovac vatns-og
ryksugur
Öflugar, sterkar,
endingargóðar,
og þægilegar í
meðförum.
Verð frá kr.
54.520 m/vsk.
Ennfremur bjóðum við upp á allar
gerðir af góifþvottavélum, bónvélum
og teppabreinsivélum frá WETR0K.
Margra ára reynsla hérlendís.
Fjðldi ánsgðra notenda.
KAUP^ELhf
Gilsbúð 5, Garðabæ
sími 565 9100 fax 565 9105