Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður V. Þormar fæddist í Geitagerði, Fljótsdal 13. janúar 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vigfús G. Þormar, f. 3.9. 1885, d. 2.8. 1974, og kona hans Helga Þormar, f. 3.4. 1889, d. 18.4. 1979. Systkini Sig- ríðar eru: 1) Ragn- heiður V. Þormar, f. 19.4. 1920, gift Þórarni Þór- arinssyni, d. 13.5. 1996. 2) Guttormur V. Þormar, f. 19.2. 1923, kvæntur Þuríði Skeggja- dóttur, d. 11.4. 1995. Sigríður giftist Guðmundi Jóhannssyni, f. 8.4. 1917, d. 24.3. 1984. Börn Það er sjónvarsviptir að Sigríði Þormar. En þótt aðrir sjái eftir henni, var hún sjálf löngu tilbúin að „fara“ því heilsan hafði verið slæm mörg undanfarin ár og hún orðin tíður gestur á gjörgæzlu- og hjartadeildum sjúkrahúsanna. Þar þótti hún þægilegur, gamansamur og æðrulaus sjúklingur eins og sést af því, að fyrir skömmu óskaði hún eftir prestsfundi á spítalanum, og þegar menn spurðu hvers vegna, sagði hún að sig langaði til að reykja með honum síðustu sígarett- una. Sígarettur voru sennilega ein orsök heilsuleysis hennar, þótt hún segði okkur reyndar í fyrra kímin á svip, eftir að hafa verið lífguð úr dauðadái með hátækniaðferðum, að með sér á gjörgæsludeildinni hefðu verið níu konur sem svipað var ástatt um, en hún væri sú eina þeirra sem reykti. Líklega hefði henni þótt verra að þola straffið án þess að hafa notið syndarinnar fyrst. Sigríður var ein þriggja systkina frá Geitagerði í Fljótsdal sem öll þóttu með afbrigðum glæsileg. í föðurætt eru þau af gildum aust- firzkum bændum, prestum og þing- mönnum komin, en í móðurætt eru þau Mýramenn, afkomendur Helgu fögru, Þorsteins og Egils á Borg. Mér hefur verið sagt að um það kyn hafi Helgi Hjörvar ort í vísu til Bjarna Ásgeirssonar: Glöggt hefur Mýramannakyn markað sér hinn væna hlyn: Tvennan áttu ættargrip Egils mál en Þórólfs svip. Og sama gæti átt við um Sig- ríði. Eins og kunnugt er, þótti mjög skiptast í tvö horn með niðja Kveld- úlfs: Skalla-Grímur og Egill voru listfengir, dökkir á brún og brá og líkastir hálftröllum, en Þórólfar tveir og Þorsteinn fríðir menn og bjartir yfirlitum. Sigríður var að vísu dökkhærð og dökk yfírlitum en fríðleikskona hin mesta með „klassíska“ andlitsdrætti sem stundum eru kenndir við Suðurlönd. Erfídrykkjur (/læsileg kaf'fi- hlaðborð. fallegir salir og m jög « gðð þjónusta. L pplvsingar í símum 5050 925 og 562 7575 HOTEL LOFTI HÐIR. I C I 1 • • o • I I HO Ttlt Sigríðar og Guð- mundar eru: 1) Vig- fús, f. 30.5. 1944, kvæntur Guðlaugu Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Stefán, f. 25.3. 1946, kvæntur Jónu Gunnarsdóttur og eiga þau fimm börn. 3) Jónína, f. 19.5. 1948, d. 23.5. 1967. 4) Rafn, f. 23.2. 1950, kvæntur Jóhönnu Péturs- dóttur og eiga þau sex börn. 5) Skúli, f. 13.3. 1957, kvæntur Þórdísi Rúnarsdóttur og eiga þau sex börn. Barnabörn Sigríðar eru átján. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ung giftist hún Guðmundi Jóhann- essyni, greindum myndarmanni af austfirzkri rót, og þegar þau sett- ust að í Vík í Mýrdal þótti ekki hallast á um glæsileik þeirra. í Vík bjuggu þau lengst af, eða þar til Lóranstöðin á Víkurfjalli var lögð niður, en þar vann Guðmund- ur. Þau eignuðust fimm börn, og það var mikið harmsefni sem þau komust aldrei yfir að einkadóttirin fatlaðist mikið sem kornabarn, lík- lega af völdum heilahimnubólgu, og var vistuð á hæli að ráði heil- brigðisyfirvalda þeirra tíma. Syn- irnir fjórir og afkomendur þeirra bera hins vegar svipmót sinna myndarlegu foreldra hver með sín- um hætti. Við kveðjum í dag með söknuði mikla mannkostakonu, konu sem kynntist bæði blíðu og stríðu á ævinni, en reis jafnan yfir erfiðleik- ana. Ég, sem minna þekkti hana, man bezt eftir því hve spaugsöm hún var og sjarmerandi, orðheppin og stundum ofurlítið neyðarleg. En hún var líka afar myndarleg hús- móðir, góð móðir og ljómandi amma, enda dýrkuðu barnabörnin hana, en hún hafði þann sjaldgæfa hæfileika að hlusta á börn og setja sig inn í þeirra hugarheim. Það er ekki að ástæðulausu að ýmsar skemmtilegustu minningar Helgu konu minnar, systurdóttur Sigríðar, tengjast heimsóknum til Guðmund- ar og Sigríðar í Vík. Við hjónin sendum börnum þeirra og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Steinþórsson. Sumir eru þeim gáfum gæddir að af nærveru þeirra og viðmóti einu stafar birta og hlýja, og bros þeirra eitt „getur dimmu í dagsljós breytt". Móðursystir mín Sigríður Vigfús- dóttir Þormar, sem nú er kvödd, var þessum kostum ríkulega búin. Kímnigáfa Sigríðar var einstök og fáum hef ég kynnst, sem höfðu jafn glöggt og næmt auga fyrir því spaugilega í daglegu amstri, og gátu hent að því gaman, án þess að særa nokkurn mann. Oft þurfti ekki annað en að nefna nafnið henn- ar til að kalla fram bros og hlátur. Sigríður var fædd í Geitagerði í Fljótsdal, dóttir hjónanna Vigfúsar Guttormssonar Þormar og Helgu Þorvaldsdóttur Þormar. Ung giftist hún Guðmundi Jóhannessyni, glæsimenni ættuðum af Fljótsdals- héraði, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Heimili sitt áttu þau lengst af í Vík í Mýrdal, en Guðmundur starfaði á Lóranstöðinni á Reynis- fjalli, meðan hún var starfrækt, en er hún var aflögð, fluttu þau heim- ili sitt til Reykjavíkur. Þeim var fjögurra mannvænlegra sona auðið, þeirra Vigfúsar, Stef- áns, Rafns og Skúla. Einkadóttirin, Jónína, veiktist ung af heilahimnubólgu og náði aldrei heilsu og fatlaðist svo, að hún varð að dvelja fjarri heimahúsum, á stofnunum, sitt stutta æviskeið. Þennan harm bar Sigríður í hljóði. Frá þeim hjónum stendur nú mikill ættleggur. Ungur dvaldist ég oft á heimili þeirra í Vík, ásamt systur minni, er foreldrar okkar voru í útlöndum. Á þessum árum kynntumst við systkinin best kostum þessara ágætu hjóna og heimili þeirra, þar sem virðing var borin fýrir öllum, háum sem lágum, og íslensk menn- ing var í hávegum höfð, og lítið gefið fyrir meðalmennsku. Þjóðmál voru þar brotin til mergjar af mik- illi alvöru og fullt tillit var tekið til skoðana ungra drengja, sem töldu sig hafa ýmislegt til málanna að leggja, og þeim svarað sem jafn- ingjar væru. Gamansemin sveif þó alltaf yfir vötnunum. Þetta voru ángæjulegar og minnisstæðar stundir og fyrir þær er þakkað þó seint sé. Líf þeirra hjóna var ekki, frekar en margra annarra, eilífur dans á rósum, en skaphöfn Sigríðar var á þann veg, að hún sá alltaf bjartari hliðar tilverunnar. Á síðustu árum hrakaði heilsu Sigríðar mjög, en veikindi sín bar hún eins og hennar var von og vísa með því geði, sem henni var í blóð borið. Undanfarna mánuði hefur hún oftar en einu sinni lagst á sjúkrahús og búast mátti við að kallið mikla kæmi, en jafnhraðan reis hún upp aftur. Þegar kallið kom kvaddi hún þennan heim með þeirri reisn og háttvísi, sem henni var eðlislæg. Hún boðaði til sín þá sem höfðu annast hana síðustu dagana, þakkaði þeim umönnunina og var síðan öll. Eftirminnileg kona hefur kvatt þennan heim. Sigga frænka, ég og þeir sem mér næstir standa þakka þér fyrir þær stundir, sem við áttum með þér. Frændum mínum og þeirra skyiduliði vottum við samúð okkar. Hvíl þú í friði. Þórarinn Þórarinsson Þá er komið að kveðjustund. Þó að vissulega kæmi fréttin af frá- falli ömmu Siggu sem reiðarslag fyrir okkur, máttum við öll vita að því kæmi fyrr en seinna. Við frétt- ina flögrar hugurinn ósjálfrátt til baka, og rifjar upp þær samveru- stundir sem við höfum átt í gegnum tíðina. í seinni tíð höfum við nær eingöngu 'nist í fjölskylduboðum. Þá geislaði jafnan af henni lífsgleð- in og hamingjan. Aidrei lét hún á sínum veikindum bera og aldrei hefur skuggi fallið á samband ömmu Siggu við börn sín, barna- börn, barnabarnabörn og vensla- fólk. Hún lagði einatt hart að þér við að kynnast öllum þessum fjölda, öllu smáfólkinu tók hún fagnandi, öllu venslafólki tók hún sem það væri hennar eigið. Amma Sigga lék á als oddi, frásagnargleði hennar heillaði okkur og mildi hennar og manngæska fyllti ætíð andrúms- loftið í nærveru hennar. Við þökk- um almættinu fyrir þær góðu sam- verustundir sem við áttum með henni. Við vitum að líðan ömmu Siggu er mun betri hjá æðri máttar- völdum en hún var í veikindum hennar og það hjálpar okkur í sorg- inni. Við samhryggjumst systur hennar, börnum og fjölskyldum þeirra og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Olga, Hermann og Guðni. Því miður ertu farin frá mér, amma mín. Aldrei mun ég gleyma þeim stundum sem við höfum átt saman. Þegar þú komst til mín á fímmtudegi til að passa þrjú yngstu systkinin meðan mamma og pabbi og þrjú elstu systkinin fóru að vinna á nætumar, sváfum við alltaf sam- an, við tvær. Það var alltaf svo gott að koma heim til þín, við spiluðum alltaf soffíuspil eins og við kölluðum það, en heitir í raun og veru tveggja stokka spil. Það var alltaf gaman að fara út í búð fyrir þig því að ég fór aldrei kauplaus út í búð. Það var alltaf nægur friður hjá okkur enda áttirðu æðislega góða nágranna í blokkinni, sem hugsuðu SIGRIÐUR VIGFUS- DÓTTIR ÞORMAR alltaf til þín meðan þú varst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Því miður verða ekki eins góð jól núna og áður. Það var alltaf gott að hafa þig á jólunum. Því miður fórst þú 8. febrúar á Sjúkrahús Reykjavíkur, eftir að hafa farið þar inn í nokkur skipti. Hjartað var orðið lélegt enda varstu orðin 75 ára gömul. Amma, mér líður vel út af því að þér líður vel og þig langaði til að deyja, en samt vildi ég hafa þig hérna ennþá. Þakka þér fýrir allar okkar sam- eiginlegu stundir. Þitt tíu ára bamabarn, Hanna Lóa Skúladóttir. Laugardaginn 8. feb. sl. var okk- ur sagt að amma Sigga væri dáin. Söknuðurinn er mikill og margar minningar koma upp í hugann, t.d. um græna Eska-hjólið hennar sem hún átti í Vík. Á því hjólaðir þú út í kaupfélag með hekluðu malartösk- una framan á stýrinu. Tösku sem þú heklaðir úr mjólkurpokum. Húmorinn var alltaf til staðar og oft gátum við brosað eða hlegið að tilsvörum þínum. Þú varst alltaf kölluð amma Sigga, líka þegar langömmubörnin fóru að streyma í ættina. Þú vildir ekki vera kölluð langamma, o nei. Amma Sigga var það og þannig skyldi það verða. Ef eitthvað pirraði þig var það þegar fólk hélt að þú litaðir á þér hárið. En þess þurftir þú ekki því það hélst tinnusvart til síðasta dags. Þú varst búin að vera veik í langan tíma en þegar þú hafðir heilsu til fórstu á leikskólann (eins og hún kallaði Gerðuberg), vannst við ýmsa handavinnu og spjallaðir við fólk. Það átti svo sannarlega við þig. Þú varst alltaf vel til höfð og snyrtileg til fara. Það var líka ein af þínum síðustu óskum að það yrði snyrtilegt í kringum þig. Elsku amma, nú hefur þú fengið langþráða hvíld. Við kveðjum þig í hinsta sinni og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Margrét, Sigríður og Guðmundur. Elsku amma, nú fékkstu loks hvíldina sem þú þráðir. Við minn- umst þess hve mikið þú talaðir um að þinn tími færi að koma og baðst okkur um að gráta þig ekki, en við huggum okkur við það að nú ertu komin til afa. Þegar við vorum yngri var alltaf svo spennandi að fá að sofa hjá þér og afa og vakna eldsnemma og þá varst þú búin að elda gijónagraut- inn þinn handa okkur, sem þér fannst svo gaman því við borðuðum hann allar með bestu lyst. Svo lék- um við okkur í skartgripunum þín- um, og sama hvernig við drösluð- umst með þá, kipptir þú þér ekki upp við það. Og svo öll spilin sem þú safnaðir í ísmolafötuna, þeim dreifðum við um allt stofugólf og reyndum að búa til spilaborgir, en á meðan sast þú róleg að prjóna eða varst að stússast inni i eldhúsi. Við minnumst líka allra gamlárs- kvöldanna sem þú varst hjá okkur og mömmu og pabba á Móaflötinni og borðaðir með okkur kalkúninn hennar mömmu og hældir henni í alla staði, því hrósyrðin sparaðir þú aldrei. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku amma, vitandi það að þú hafír það gott hjá Guði. Guðný, Jónína, Björk, Díana og Jóhanna Rafnsdætur. í dag, 18. febrúar, kveðjum við ömmu okkar Sigríði V. Þormar. Það er mikill söknuður hjá okkur systk- inunum. Þú sagðir okkur sjálf að gráta ekki þegar þú færir vegna þess að þá liði hinum látnu illa. En hjá því verður ekki komist er við hugsum til baka um allar skemmti- legu samverustundirnar. Eitt það fyrsta sem við öll munum eftir er að við tíndum til dót í poka til að hafa með okkur í Torfufellið, þar sem við gistum oft. Öllu verra var þegar þú baðst Dagnýju og Drífu að koma með hjólin sin með sér til þín, því þá gætuð þið hjólað saman út í búð. Þannig gastu strítt tvíbur- unum aðeins, því þú vissir mæta vel að þær skömmuðust sín fyrir að hjóla með 70 ára kerlingu, enda hjóluðu þær á undan og þú kallaðir á eftir þeim tvibbó „bíðið eftir mér“. Mikið gastu hlegið eftir síðustu ferðina á hjóli er þú lést þær styðja við hjólið á meðan þú sast á því. Eftir þetta fóru þær systur einar í búðina. Það er svo margs að minnast úr Torfufellinu. Öll upplifðum við það sama, spilin, sauma- og pijóna- skap, gijónagraut og sendiferðir út í búð sem oftast voru eftir vindl- um og blandi í poka. Ekki má gleyma hvað þú áttir ávallt góða nágranna, enda talaðir þú oft um það. Þú hafðir orð á að Jón og Hólmfríður kæmu fram við þig eins og þú værir dóttir þeirra. Við systkinin öll og foreldrar okkar hugsum til þeirra hjóna með hlý- hug. Meðan þú hafðir heilsu minnumst við öll svokallaðra hundavakta, en það var þegar þú passaðir ýngri systkinin aðfaranætur fimmtudaga í viku hverri. Þá þurftum við að stilla útvarpið á Þórhall miðil, finna þér kaffi og „sígó“ áður en við færum í vinnu. Minnisstætt er það okkur er þú sast niðri í sjónvarpsherbergi á fimmtudögum með kaffi og „sígó“, bijótandi saman þvott fyrir mömmu. Þá gastu einnig orðið orð- ljót ef síminn hringdi eða annar hávaði heyrðist því mamma átti að fá að sofa í næði eftir nætur- vaktir. Mikið var gaman í vetur er við systurnar þijár vorum í FB og stutt að hlaupa yfir til þín þeg- ar göt voru í stundatöflu. Þá feng- um við gijónagraut og annað góð- gæti. Ellegar að læra fyrir næstu kennslustund. Ávallt spurðir þú þess sama, hvort við værum ekki þreyttar og vildum ekki leggja okkur. Þótt við vildum leggja okk- ur var það ómögulegt vegna þess að við gátum ekki treyst því að þú vektir okkur á tilteknum tíma fyrir næstu kennslustund, því þú vildir að við hvíldumst og við ætt- um nokkra punkta til góða. Ef við síðan ætluðum að reyna að læra þá reyndist það ómögulegt því þú talaðir svo mikið við okkur. Þannig að góðgætið og rabbið við þig varð oftast ofan á, þú vildir vita hvernig gengi í skólanum, íþróttunum og ekki síst strákamálunum. Það var mér mikil ánægja að geta keyrt þig í leikskólann þinn sem þú svo kallaðir en þar er félags- starf aldraðra í Gerðubergi. Eg minnist þess er afi heitinn keyrði mig í minn leikskóla. Ekki gastu hlýtt því banni mínu að reyking- ar væru ekki leyfðar í nýja bíln- um mínum. í þær fáu mínútur sem það tók að keyra þig í leik- skólann fékkstu þér alltaf að reykja. Þannig munum við óhlýðnast þér og fella tár. Þú sagðir að þeir sem væru dánir gætu fylgst með okkur hinum, vonandi að rétt sé, því þá getur þú sjálf dæmt um hvort það séu pörupiltar sem við eltumst við eins og þú sagðir oft. Að lokum, elsku amma okkar, nú ert þú komin til þinna nánustu, þannig að þér líður vel. Þú ert ör- ugglega byijuð að spauga og stríða afa. Eftir situr minning um frábæra ömmu, sem aldrei brást. Megi Guð geyma þig. Hrafnhildur Osk, Dagný, Drífa, Daði Rafn og Rebekka Rut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.