Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 47 Ein af mínum ljúfustu bernsku- minningum tengist dvöl hjá ættingj- um í Geitagerði í Fljótsdal sumarið 1942. Heimsstyijöld geisaði. Skot- grafir höfðu verið grafnar á næstu götuhornum og stríðsflugvöllur í Vatnsmýrinni var nánast í hlað- varpa heimilis foreldra minna. Reynt var að senda konur og böm burt frá höfuðborginni sumarlangt. í Geitagerði bjuggu föðurbræður mínir Stefán og Vigfús og Helga eiginkona þess síðarnefnda, ásamt Guttormi og Sigríði, börnum Vig- fúsar og Helgu. Sigga frænka var dökk á brún og brá og með liðað hár og þótt ég væri ungur að árum skynjaði ég að hún var óvenju falleg ung stúlka. í Fljótsdalnum var styrjöldin fjarlæg, þar sáust hvorki hermenn eða stríðstól. Frændur mínir unnu bústörfín á hefðbundinn máta. Vél- menningin hafði ekki haldið innreið sína. Ekki var vinnuhörku fyrir að fara hjá þessu frændfólki mínu og framlag mitt til bústarfa harla tak- markað. Sigga frænka tók mig undir sinn verndarvæng þetta sum- ar. Ég fékk að sofa út á morgnana og það kom fyrir, að ég fékk morg- unverð færðan í rúmið. Díklega hefí ég ekki átt betri daga um ævina en þetta sumar í Geitagerði. Ungir og myndarlegir menn heimsóttu Geitagerði. Síðar rann upp fyrir mér, að þeir voru að gera hosur sínar grænar fyrir heima- sætunni. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Sigga var heitbundin Guðmundi Jóhannessyni og gengu þau í hjónaband ári síðar. Guð- mundur var hress maður í fram- komu. Hann var vel greindur og hafði mjög ákveðnar róttækar skoðanir á þjóðmálum. Þormars- fjölskyldan á rætur að rekja til presta og bænda á Austfjörðum og er íhaldssemi inngróin í erfða- vísa ættarinnar. Guðmundur og Sigga bjuggu lengst af í Vík í Mýrdal. Guðmund- ur starfaði hjá Pósti og síma við Loranstöðina á Reynisfjalli. Þau eignuðust 4 dugmikla syni og eina dóttur, sem þau misstu unga. Guð- mundur kom gjarnan við á heimili foreldra minna, er hann átti erindi til Reykjavíkur. Hann stóð stutt við, en lét í ljós skoðanir á þjóðmál- um umbúðalaust. Féllu þær í grýtt- an jarðveg. En það fór svo, að for- eldrar mínir fyrirgáfu honum „vinstri villuna" og var hann ávallt velkominn gestur á heimili þeirra. Á tímabili lá leið mín til Víkur í Mýrdal vegna starfa. Börnin mín fengu þá tækifæri til að kynnast Siggu frænku og hændust að henni. Guðmundur og Sigga fluttu til Reykjavíkur, þegar Loranstöðin á Reynisfjalii var lögð niður 1978. Guðmundur lést árið 1984. Eftir að Sigga flutti til Reykja- víkur jókst samgangur. Hún aðstoð- aði föður minn, þegar á þurfti að halda, en hann dó í hárri elli. Sigga var ávallt kærkominn gestur, þegar haldið var upp á merkisatburði í fjölskyldu minni. Síðustu árin átti hún við vaxandi heilsubrest að stríða og þurfti oft að dveljast á sjúkrahúsum. Þegar ég heimsótti hana sl. haust sagðist hún vona að þrautagöngu sinni færi brátt að ljúka. Henni hefur nú orðið að ósk sinni. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Þormar. Elsku Sigga. Okkur langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Við bjuggum undir sama þaki og þann- ig hófust kynni okkar. Af þeim er ekkert nema gott að segja. Þú varst alltaf svo indæl og ljúf, og börnin hrifust af þér eins og við hin. Það var alltaf gaman að hitta þig og ræða atburði líðandi stundar. Við munum sakna þín héðan úr Torfufelli og við þökkum allar liðn- ar samverustundir. Við og fjölskyld- ur okkar vottum ættingjum og vin- um innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu Sig- ríðar. Margrét Gísladóttir, Sigríður Sigmarsdóttir. HAFÞORINGI MAGNÚSSON + Hafþór Ingi Magnússon var fæddur á Akureyri 1. nóvember 1978. Hann lést á heimili sínu 11. febrúar síð- astliðinn eftir hetjulega baráttu við veikindi sín. Hann var sonur Sólrúnar Maríu Gunnarsdóttur og Magnúsar Jóhanns- sonar. Þau slitu samvistum og flutti þá Sólrún með Haf- þór og eldri bróður hans, Gunnar Þór, að Munka- þverárstræti 13. Þar bjuggu þau, uns Sólrún giftist Lofti Pálssyni og fluttu þau í Múlas- íðu 22. Hafþór var nemi í VMA. Útför Hafþórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. En það er hið eilífa líf, að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir Jesúm Krist. Jóh. 17.3. Þegar síminn hringdi hinn 11. febrúar og færði mér þær fréttir að Haffi eins og við kölluðum hann í daglegu tali væri dáinn, kominn heim til Drottins, þá kom mér í hug hvílík gæfa það var að vita það að hann á unga aldri lærði að þekkja Drottin Jesúm Krist, sem frelsara sinn og Drottin í lífi sínu, og sjálfur er ég glaður að ég fékk að leiða hann til Krists sem ungan dreng, en Haffí var aðeins tveggja ára þegar hann byrjaði á Ástjörn, en Sólrún móðir hans vann til fjölda ára í þvottahúsi Ástjarnar, og var hún einnig með eldri son sinn með sér, Gunnar. Það var mikil gæfa fyrir okkur á Ástjöm að fá Sollu því að þó að nóg væri að gera í þvottahúsinu þá hafði hún alltaf tíma fyrir lítil, sorgmædd hjörtu. En þó að Solla hætti að vinna á Ástjörn þá héldu drengirnir áfram að koma, þegar Haffi hafði aldur til þá fór hann að koma sem sjálf- boðaliði, og átti hann mörg hand- tökin og var alltaf gott að biðja hann, þegar þurfti að fara í vinnu- ferðir. Oft var það að hann sá mig vera að bisa við eitthvað að hann kom og tók af mér byrðina, þannig var Haffi, ég hugsaði oft um það að þó að hann hefði verið sonur minn þá hefði hann ekki getað ver- ið mér betri. Þegar hann fór að vinna í fullu starfi einkenndi það hann strax hversu gott var að treysta honum, en mesta yndi hans var að stjórna leikjum fýrir börnin, þó sérstaklega í körfubolta, en þar hafði hann mikinn áhuga og var af lífi og sál með Þórsurum. Þessi 16 ár sem Guð leyfði okkur að vera samferða, verða mér ávallt dýrmæt í minningunni um góðan dreng sem fékk aðeins 18 ár, en gaf okkur svo ótrúlega mikið, og ég þakka þér, Haffi minn, allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, en Ástjörn átti hug þinn allan, og veit ég með vissu að ég má líka færa þér okkar hinstu kveðjur og þakkir frá öllum á Ástjörn. Minnisstæðar eru mér morgun- og kvöldbænastundir okkar og það gladdi mig mikið þegar Haffi fór að taka þátt í bænastundunum, og voru bænir hans fullar af kærleika og trú. Það var því mikið reiðarslag þegar við fréttum að Haffi væri alvarlega sjúkur, ég man hvað ég átti erfitt þegar ég kom í fyrstu heimsókn á sjúkrahúsið, en þá var það Haffi sem styrkti mig, sá ég þá hversu. mikinn andlegan styrk hann átti, og varð það mér mikil blessun að hlusta á bænir hans, hann gleymdi ekki að biðja fyrir þeim sem erfitt áttu og voru allt í kring um hann. Þannig var Haffi, ávallt gefandi undir öllum kring- umstæðum, og dáðist ég að því hversu hann barðist af mikilli karlmennsku í þessum erfiðu veikind- um. Nú hefur hann feng- ið að reyna hversu mik- il gæfa er fólgin í því að treysta Jesú Kristi bæði í lífí og dauða. í unglingastarfinu var Haffi ómissandi og lét sig ekki vanta, og er nú stórt skarð komið í hópinn sem kemur saman á föstudags- kvöldum. Elsku Haffi minn, við hjónin þökkum þér samfylgdina og þökkum að leiðarlokum allar góðu stundirnar. Elsku Solla og Loftur og Gunn- ar, við hjónin biðjum Guð að styrkja ykkur og vera með ykkur í sorginni. Guð blessi ykkur. Bogi og Margrét. Elsku hjartans Haffi okkar. Þá er komið að kveðjustund þar sem þú hefur hafið hina löngu ferð. Við komum ekki til með að sjá þig aftur í þessu lífi, en þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Þú varst frændinn sem við litum upp til og bárum virðingu fyrir, „stóri bróðir- inn“ sem vantaði. Þú gafst þér tíma til að tala og leika við okkur og leyfðir okkur að fíflast í tölvunni þinni. Þú varst yfirleitt kátur og hress þegar við komum í heimsókn og gerðir að gamni þínu, enda var húmorinn í lagi. Við dáðumst að baráttu þinni við veikindin sem báru þig ofur- liði. Það er sárt að sjá á eftir þér, en við gleðjumst yfir því að þján- ingu þinni er lokið og að þér líður vel. Með þessum fáu orðum kveðj- um þig og þökkum fyrir samveruna og vonumst til að þú komist alla leið. Aðstandendur Haffa, okkar inni- legustu samúðarkveðjur og megi Guð hjálpa ykkur í sorg ykkar. Ragnhildur Arna, Elva Hrönn, Hjörtur Þór og Ingi björg Sandra Hjartarböra. í himininn er horfinn mér, til Hans, af vegi manna. Lifðu þó og leiktu þér, í ljósi minninganna. Elsku Haffi. Kveðjustundin er runnin upp og þú ert farinn í ferðina miklu. Það er undarlegt að hugsa til þess að ég á ekki eftir að sjá þig þegar ég kem í Múlasíðuna. Þig sem ég hitti fyrst þegar þú varst nokkurra daga gamall. Leiðir okkar áttu oft eftir að liggja saman; ég fékk að fylgj- ast með þér vaxa úr grasi og þrosk- ast. Það var stutt á milli heimila okkar móður þinnar og þú og Ragn- hildur dóttir mín urðuð leikfélagar og vinir. Oft var það svo að það var ekki alveg vitað á hvorum staðnum þið bjugguð. Seinna varðstu uppáhalds frændi yngri barnanna minna, því alltaf hafðir þú tíma fyrir þau þegar við komum í heimsókn. Ánnaðhvort spjallaðir þú við þau eða komst þeim af stað í einhvern leik. Þegar þau voru ánægð settist þú hjá okkur hinum. Það var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Þannig var það líka í nóvember síðastliðnuin, þegar þú varst að fræða mig um aðgerðina sem þú áttir að fara í til Svíþjóðar. Ekki var í þér kvíði eða hræðsla, aðeins tilhlökkun og gleði yfir nýju lifrinni sem þú áttir að fá. Þannig munum við þig. Góðan dreng, bjartsýnan, með mikla kímnigáfu. Þakka þér, Haffi minn, samfylgdina og megi þér vegna vel á nýjum slóðum. Aðstandendum þínum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Með þessum fáu orðum langar okkur til að kveðja vin okkar Haf- þór, þennan ljúfa og góða dreng, sem er farinn frá okkur eftir mikil og erfið veikindi. Það er sárt að sjá á eftir honum og við söknum hans mikið, en það er huggun að vita að honum líður betur þar sem hann er núna hjá Drottni, laus við allan sjúkleik og þrautir. Hann kom á barnafundi á Sjónar- hæð á Akureyri frá unga aldri og þar hófust kynni okkar. Síðar tók hann þátt í unglingastarfinu og við kynntumst honum einnig við sum- arbúðirnar Ástjörn, Kelduhverfí, sem dvalarbarni og síðar sem starfsmanni. Það er óhætt að segja að hann hafí verið fastagestur á Ástjörn á sumrin og á unglinga- fundunum á Sjónarhæð á vetuma. Það var svo eðlilegt og sjálfsagt að hann kæmi sumar eftir sumar og vetur eftir vetur eins og hann hafði alltaf trúfastlega gert, en nú höfum við aðeins minninguna um liðnar stundir, sem koma aldrei aft- ur. Við munum geyma þessar ljúfu minningar um þennan góða dreng, það er dýrmæt reynsla að hafa kynnst honum. Haffi var traustur og góður fé- lagi og það var einkenni á honum hversu bóngóður hann var. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og það voru ófáar vinnuferðir á vorin til Ástjarnar sem hann tók þátt í til að undirbúa sumarbúðastarfið. Við munum sakna hans sárt í vor þegar við förum í vinnuferðir án hans. Það var okkur mikil gleði að hann hafði tekið þá ákvörðun að fylgja Kristi. Trúin veitti honum mikinn styrk í erfiðleikunum. Við báðum með honum í veikindum hans og þótt hann væri sjálfur al- varlega veikur þá bað hann mikið fýrir öðrum sjúklingum, sem honum fannst eiga meira bágt heldur en hann. Elsku Sólrún, Loftur og Gunni. Við finnum sárlega til með ykkur því þið hafið misst svo indælan og góðan dreng. En Guð geymir hann og varðveitir að eilífu. Það er okkar huggun í sorginni. „Ég sá nýjan himin og nýja jörð ... og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra. Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fýrra er farið.“ Opinbenin Jóhannesar 21:1-4. Árni og Magnús Hilmars- synir, Níls Stórá. Hafþór Ingi Magnússon lést á heimili sínu 11. febrúar sl. eftir stutta en mjög hetjulega baráttu við illkynja krabbamein, aðeins 18 ára gamall. Hafþór hef ég þekkt síðan hann var bara smásnáði, eða frá því að Sólrún móðir hans og Loftur bróðir fóru að búa saman. Það kom fljótlega í ljós að Sólrún og Loftur áttu mjög vel saman, og náði Loftur strax góðu sambandi við bræðruna Hafþór og Gunnar Þór. Sérstaklega náðu _þeir Loftur og Hafþór vel saman. Eg man svo vel eftir því þegar Loftur vann á steypubíl um tíma að hann tók Hafþór stundum með sér í bílnum. Þetta þótti Hafþóri ofsalega gaman og var hann með algjöra steypubíla- dellu á þessum tíma. Sumarbúðirn- ar að Ástjörn voru stór og ríkur þáttur í lífi Hafþórs. Þar undi hann sér ákaflega vel, fyrstu árin sem einn af litlu drengjunum en síðan sem einn af starfsfólkinu. Þarna eignaðist hann góða vini, og einn þeirra er Bogi Pétursson, en milli þeirra var einstök vinátta. Hafþór var afar náinn afa sínum, honum Gunnari Kristjánssyni, föður Sólrúnar, og þótti þeim ákaflega vænt hvorum um annan. í þessum erfiðu veikindum Hafþórs, var Gunnar honum mikil stoð, enda leið varla sá dagur að Gunnar kæmi ekki í Múlasíðuna til að heimsækja Hafþór. Eitt áhugamál áttum við Hafþór saman, og var það körfubolti. Haf- þór var gjörsamlega gagntekinn, og lét sér ekki nægja að mæta á alla heimaleiki Þórs undanfarin ár, heldur lagði hann á sig rútuferðir, bæði til Sauðárkróks og Borgar- ness. Einnig hafði hann safnað úr- klippum í mörg ár og var kominn með heilmikið safn. Til að sýna Hafþóri þakklæti fyrir svo dyggi- legan stuðning og einnig til að styðja hann í baráttunni við krabba- meinið mættu nokkrir leikmenn úr Þórsliðinu heim til hans og færðu honum mynd og áritaðan körfu- bolta. Þetta gladdi hann óskaplega, og ekki gladdi þetta síður Loft og Sólrúnu. Hafþór tók þessum veikindum með miklu æðruleysi, og vildi sem minnst um þau tala. Hann vildi hafa allt sem eðlilegast og gerðu Sólrún, Loftur og Gunnar Þór allt til þess að svo mætti vera. Ég man t.d. síðasta gamlársdag sem við áttum saman heima hjá þeim í Múlasíðunni, að þá göntuðust þeir bræður hvor við annan eins og þeir höfðu alltaf gert, þrátt fyrir að Hafþór væri helsjúkur. Þó þeir bræður væru ólíkir á flestan máta, var mikill bræðrakærleikur þeirra á milli. Hafþór var einstaklega kurteis og dagfarsprúður drengur, og vildi öllum vel. Hann trúði á Jesúm Krist og var hann mjög sannur í sinni trú. Hafþór var mjög samviskusam- ur með allt sem hann tók sér fýrir hendur, og honum var alltaf hægt að treysta. Elsku Sólrún, Loftur, Gunnar Þór og Gunnar, ykkar missir er svo mikill og sár. En eftir standa marg- ar minningar um yndislegan dreng sem gaf okkur öllum svo mikið. Guð veri með ykkur Magnúsi föður Haf- þórs og hans nánustu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elsku Hafþór, með þessum fá- tæklegu orðum viljum við kveðja þig, kæri vinur, og þakka þér fýrir allar þær ljúfu minningar sem þú skilur eftir þig. Þín er sárt saknað. Hvfl í guðsfriði, pllið míns hjarta. Gröf þín bíður. Ég vil eigi kvarta. Þó titrandi finnist mér taugamar slitna og tárin á brennandi kinnum hitna það er ekki um of fyrir þig. (Sigvaldi S. Kaldalóns.) Kveðja, Olga, Konráð og börn. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 ■ SÍMI 557 6677 BS. HELGASON HF STEINSMIÐJA Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Hanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.