Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 57
I
;
I
I
I
1
1
í
l
Úr dagbók lögreglunnar
14.-17. febrúar
15 grunað-
ir um ölv-
unarakstur
UM HELGINA var tilkynnt um
60 umferðaróhöpp til lögreglunn-
ar í Reykjavík þrátt fyrir bærileg-
ar aðstæður. Auk þess urðu 4
umferðarslys. Fimmtán ökumenn,
sem stöðvaðir voru í akstri, eru
grunaðir um ölvunarakstur. Þá
voru 19 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur og 14 fyrir að
leggja ólöglega.
Tíu ökumenn, sem afskipti
þurfti að hafa af, höfðu ekki öku-
skírteini sín meðferðis og 3 reynd-
ust ökuréttindalausir. Tveir öku-
menn voru sektaðir fyrir að nota
ekki öryggisbelti og í einu tilvika
var farþega vísað úr bifreið þar
sem of marga slíka reyndist vera
um að ræða.
Breyting til batnaðar
Lögreglumenn þurftu að hafa
afskipti af 40 manns vegna slæms
ölvunarástands á almannafæri og
vista þurfti 34 í fangageymslun-
um vegna ýmissa mála. Tilkynnt
var um 2 líkamsmeiðingar, 18
innbrot, 14 þjófnaði og 11 eignar-
spjöll. Þá þurftu lögreglumenn að
sinna 19 tilkynningum vegna há-
vaða og ónæðis innandyra. Oftast
var um að ræða ölvað fólk, sem
ekki kunni sér hóf við „skemmt-
an“ sína.
Lögreglumenn og starfsfólk
ÍTR og útideildar fóru um hverfi
austurborgarinnar á föstudags-
kvöld og aðfaranótt laugardags
til eftirlits með útivistartíma
barna og unglinga. Við eftir-
grennslan sáust krakkar við Hóla-
garð. Rætt var við þau og fóru
þau heim til sín. Eitt foreldralaust
samkvæmi var í húsi við Flúðas-
el. Foreldrarnir komu heim
skömmu eftir miðnætti. Rætt var
við þá, en bömin voru ekki undir
áhrifum áfengis.
Lögreglumenn við eftirlitsstörf
í miðborginni urðu varir við þijá
unglinga á því svæði á föstudags-
kvöld. Þeir voru færðir í athvarfið
og sóttir þangað af foreldrum sín-
um. Það heyrir sem betur fer til
undantekninga að böm og ungl-
ingar finnist í miðborginni eða
annars staðar að kvöld- og nætur-
lagi um helgar. Hér hefur orðið
mikil breyting til batnaðar á
skömmum tíma og er full ástæða
til að fylgja vel eftir því sem áunn-
ist hefur. Mikilvægt er að halda
áfram að bæta um enn betur,
samhæfa og styrkja þá aðila, sem
líklegir em til að geta skilað verk-
um til enn betri árangurs í málefn-
um bama og unglinga.
Reif föt af manni
Síðdegis á föstudag skellti kona
bílhurð á hönd sér með þeim af-
leiðingum að sin slitnaði í fingri.
Ökumenn tveggja bifreiða voru
fluttir á slysadeild eftir harðan
árekstur á gatnamótum Klepp-
smýrarvegar og Sæbrautar. Auk
þess var hundur fluttur ómeiddur
á dýraspítalann.
A laugardag varð árekstur
þriggja bifreiða á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Bústaðaveg-
ar. Tveir ökumenn og farþegi
vom færðir á slysadeild. Aðfara-
nótt sunnudags var gangandi
vegfarandi fluttur á slysadeild
eftir að hafa orðið fyrir bifreið á
Hringbraut gegnt Landspítalan-
um. Meiðsli hans virtust minni-
háttar.
Þá vom ökumaður og tveir far-
þegar fluttir á slysadeild eftir
harðan árekstur þriggja bifreiða
á Fríkirkjuvegi við Skothúsveg.
Meiðsli þeirra virtust einnig
minniháttar.
Líkamsmeiðingarnar vom
óverulegar hvorartveggju. í fyrra
tilvikinu veittist maður að konu í
Hafnarstræti. Hann var handtek-
inn og vistaður í fangageymslun-
um. I síðara tilvikinu réðst ölvað-
ur maður á annan og reif utan
af honum fötin á veitingastað við
Höfðabakka. Manninn sjálfan
sakaði ekki.
Eldur kom upp í mannlausri
íbúð fjöleignarhúss við Blöndu-
bakka aðfaranótt laugardags.
íbúar hússins slökktu eldinn, en
hann hafði kviknað út frá síma-
skrá er gleymst hafði á heitri elda-
vélarhellu.
Lykillinn var í kveikjulásnum
Vegna fréttar nýlega um að
bifreið hefði verið tekin í misgrip-
um við fyrirtæki í Sundahöfn skal
þess getið að kveikjuláslykillinn
hafði verið skilinn eftir í bifreiðinni.
Því miður er þetta ekki eina til-
vikið því iðulega kemur fyrir að
bifreiðum er stolið eftir að öku-
maður hefur yfírgefið bifreið sína
og skilið lykilinn eftir í kveikjulásn-
um. Þá em dæmi um að bifreiðir
hafi horfíð eftir að ökumenn hafa
skilið þær eftir i gangi utan við
fyrirtæki og verslanir. Að þessu
þurfa ökumenn að hyggja ef þeir
vilja draga úr líkum á að óviðkom-
andi geti fært bifreiðar þeirra úr
stað í leyfísleysi.
í innbrotum helgarinnar var
m.a. stolið útvarpstæki, þráðlaus-
um síma, armbandsúri og skipti-
mynt úr fyrirtæki við Bíldshöfða,
tölvuleikjum, sjónvarpstæki,
hljómflutningstækjum og skipti-
mynt úr myndbandaleigu í Graf-
arvogi, bensínkorti úr bifreið við
Vatnagarða, loftpressu, borvél-
um, hjólsögum, slípirokkum og
naglabyssu úr vinnuskúrum við
Vættaborgir, steinsög úr vinnusk-
úr við Strandveg, skíðum og skóm
úr geymslu húss við Þórufell, pen-
ingum úr húsi við Hólavallagötu,
verkfæmm úr geymslum húss við
Spóahóla, skartgripum úr sýning-
arglugga skartgripaverslunar við
Bankastræti og tölvum, prentur-
um og faxtækjum úr fyrirtæki við
Boðagranda.
Fynrlestur um hlutverk
kennara í skólaþróun
i ÐR. MEL West prófessor við Kenn-
| araháskólann í Cambridge flytur
fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunar Kennaraháskóla íslands
í dag, þriðjudaginn 18. febrúar kl.
16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Hlut-
verk kennara í skólaþróun.
I fyrirlestrinum mun dr. Mel
West fjalla um á hvern hátt kennar-
ar geta með markvissum hætti
| stuðlað að umbótum í skólum sínum
4 sem miða að því að bæta gæði náms
j fyrir alla nemendur. Hann mun
I styðjast við líkan sem þróað hefur
verið við kennaradeild háskólans í
Cambridge undir nafninu „Improv-
ing the Quality of Education for
All“. Stuðst hefur verið við þetta
sama líkan í skólaþróunarverkefni
á Norðurlandi eystra sem nefnt
hefur verið Aukin gæði náms
(AGN) og hefur hann veitt ráðgjöf
við framkvæmd þess.
Dr. Mel West hefur um árabil
leiðbeint kennurum við umbótastörf
í breskum skólum og víðar og skipu-
lagt og metið skólaþróunarverkefni.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku í stofu M-301 í Kennarahá-
skóla íslands og er öllum opinn.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Helgi Óiafsson
FULLTRÚAR gefenda tölvanna til Grunnskólans f.v.: Jóhann
Magnús Ólafsson, framkvæmdasljóri Jökuls hf., Hafþór Sigurðs-
son, verksmiðjusljóri SR-mjöls hf., Sigurður Ásgeirsson f.h.
Landsbanka íslands, Líney Helgadóttir, skólasljóri Grunnskól-
ans, Reynir Þorsteinsson og Gunnlaugur Júlíusson, sveitarsljóri
Raufarhafnarhrepps.
Grunnskólinn fær
tölvugjöf
Raufarhöfn - Grunnskólanum á
Raufarhöfn var nýlega afhent
myndarleg gjöf. Jökull hf.,
Landsbanki Islands, SR-mjöl hf.,
Raufarhafnarhreppur, Verka-
lýðsfélag Raufarhafnar og Krist-
ján Önundarson gáfu skólanum
sex öflugar tölvur, skanna og
fullkomna ljósritunarvél til af-
nota við kennslu og skólastarfið.
Þessi myndarlega gjöf kemur
til með að bæta verulega alla
möguleika til tölvukennslu og
tölvuvinnslu við grunnskólann.
Tölvunám er orðið óaðskiljanleg-
ur hluti af námi við grunnskóla,
hvort sem er með notkun hefð-
bundinna tölvuforrita, sérhæfðra
kennsluforrita eða með tengingu
við alnetið. Með þessum tækjum
Málþing í
Skálholtsskóla
MÁLÞING verður haldið í Skál-
holtsskóla 19. febrúar nk. Málþing
þetta er hið þriðja í röð málþinga
um guðfræðileg efni. Að þessu sinni
verður fjallað um „Kennivald Bibl-
íunnar?“.
Fyrirlesarar verða dr. Björn
Björnsson, dr. Clarence Glad, dr.
Einar Sigurbjörnsson og séra
Magnús B. Björnsson. Málþingið
hefst kl. 10 og stendur til kl. 17.
Framsögumenn flytja fyrirlestra
sína fyrir hádegi. Eftir hádegismat
verða alemnnar umræður. Fyrir-
lestrarnir ásamt útdrætti úr um-
ræðunum verða gefnir út í sérstöku
hefti tengdu Kirkjuritinu.
er Grunnskólinn á Raufarhöfn
orðinn vel búinn til að svara þeim
kröfum sem gerðar eru til skóla
nú á dögum hvað aðstöðu varðar
á þessu sviði.
Gefendum var boðið til mót-
töku í grunnskólanum laugar-
daginn 8. febrúar sl. þar sem
gjöfinni var formlega veitt mót-
taka og þeir möguleikar skýrðir
sem tölvurnar fela í sér fyrir
skólastarfið.
Við grunnskólann á Raufar-
höfn stunda nú 58 nemendur nám
og er það eilítil fjölgun frá því
á síðasta ári en Raufarhöfn var
eitt örfárra sveitarfélaga á
landsbyggðinni þar sem íbúum
fjölgaði á siðastliðnum árum.
Fræðslufundur
Minjaogsögu
NÆSTI fræðslufundur Minja
og sögu verður haldinn í Nor-
ræna húsinu miðvikudaginn
19. febrúar og hefst kl. 17.15
Páll Bergþórsson fyrrver-
andi veðurstofustjóri flytur
erindið „Staðhættir í Vín-
landi“.
í erindinu vekur fyrirlesari
athygli á því að staðhættir þar
sem talið hefur verið að Vín-
land hafi verið, virðast falla
alveg að lýsingum íslenskra
fornsagna sem greina frá Vín-
landsferðum, segir í fréttatil-
kynningu frá Minjum og sögu.
Fundurinn er öllum opinn.
Björgum Hvalfirði
Tónleikar í
kvöld
STYRKTAR- og baráttutónleikar
verða haldnir í Borgarleikhúsinu
þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.30.
Fjöldi þekktra skemmtikrafta
koma fram, m.a. Bubbi Morthens,
Kristján Kristjánsson KK og Ríó tríó.
Ferðafélagið
Gengið um
Laugardalinn
FERÐAFÉLAG íslands efnir í kvöld,
þriðjudagskvöld, til hressingar-
göngu. Gengið inn Laugardalinn.
Gengið er í um 1 klst. Gangan
hefst kl. 20 og er við allra hæfí.
Fundur um
fæðuofnæmi
ASTMA- og ofnæmisfélagið heldur
fræðslufund um fæðuofnæmi í fund-
arsal Þjóðarbókhlöðunnar við Birki-
mel í kvöld, þriðjudag.
Erindi flytur Kolbrún Einarsdóttir
sem nefnist „Fæðuofnæmi - Hvað
má borða?“
■ ÁKVEÐIÐ er að hafa „Docu-
menta Gúlp 11“ sýninguna opna
aukadag, 18. febrúar nk., frá kl.
18-22. „Documenta Gúlp 11“ er til
sýnis aðeins þennan eina dag í MHÍ
í Þingholtsstræti 6.
LEIÐRÉTT
Afmælisbarn rangnefnt
í MYNDATEXTA í blaðinu um helg-
ina misritaðist föðurnafn Höskuldar
Skagfjörð og hann var nefndur Hös-
kuldur Jónsson. Beðist er velvirðing-
ar á þessu.
Veggteppavíxl
Með frétt í sunnudagsblaði um
fyrirlestur Elsu E. Guðjónsson á
vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju birtist mynd af öðru vegg-
teppi en því sem textinn átti við.
Myndin, sem birtist, var af vegg-
teppi eftir Unni Ólafsdóttur, sem
heitir Pelíkaninn, tákn krossdauða
Krists, en textinn var um veggteppi
Bjargar Jakobsdóttur: Ævi Krists.
Beðist er afsökunar á þessum mis-
tökum.
Glava AIS framleiðir og markaðssetur vörur til einangr-
unar. Aðalskrifstofur Glava og framleiðsla á glerull og
frauðplasti er í Askim og framleiðsla á glerull í Stjördal.
Aðalskrifstofur Markaðsdeildar fyrirtækisins eru í Ósló,
og útibú í nokkrum stærri bæjum Noregs. Glava er
leiðandi í einangrunarframleiðslu í Noregi og býður
mjög fjölbreytt úrval fyrir byggingar, loft og lagnaiðn-
að. Samanlagðar rekstrartekjur eru ca 450 milljónir
króna og starfsmenn Glava-samsteypunnar eru ca 400.
Umboðsmaður/dreifingaraðili fyrir Glavaflex á Islandi
Við leitum að samstarfsaðila á íslandi til að selja frauðplastvörur undir vörumerki
GLAVAFLEX
GLAVAFLEX er einangrunarefni framleitt úr gerviefni í Noregi.
Varan er notuð til einangrunar á kæli- og loftræstikerfum og
hreinlætistækjum/kerfum.
GLAVAFLEX er hágæðavara og er seld í slöngum, plötum, rúllum og
böndum.
Við höfum áhuga á að komast í samband við kæli- og eða hreinlætistækjaheildsala
er getur hugsað sér að starfa sem sjálfstæður umboðsmaður/dreifingaraðili á íslenska
markaðnum.
Skriflegar umsóknir sendist:
Eksportleder Marianne Groven, GLAVA A/S, Postboks 5017 Majorstua N-0301,
sími 00 47 22 93 17 00, sem einnig veitir nánari upplýsingar.
GLAVA A/S, Fridtjof Nansens vei 14,
P.O. Box 5017, Majorstua N-0301 Oslo.
Sími 00 47 22 93 17 00, fax 00 47 22 93 17 77
FLEX