Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYINIDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
- j
>
Tökur á rammíslenskri
skrímslamynd hefjast í sumar
LEYNDARDÓMAR íslenskra
skrímsla er heitið á heimildar-
mynd sem kvikmyndafyrirtækið
Andrá er með í framleiðslu.
Handritshöfundur er Þorvaldur
Friðriksson, sérfræðingur í
skrímslafræðum.
Hann og Kári Schram hjá
Andrá hafa fengið um 95% fram-
leiðslufjármagnsins í útlöndum
en myndin er þrátt fyrir það
rammíslensk. „Það er enginn
skilningur fyrir stærri og metn-
aðarfyllri heimildamyndagerð
hér á Islandi, eins og sést glögg-
lega á nýlegri úthlutun Kvik-
myndasjóðs þar sem engin heim-
ildamynd hlaut styrk,“ sagði
Kári í samtali við Morgunblaðið.
Saga íslenskra skrímsla er
gríðarlega mikil og skráðar
heimildir um þau eru til frá land-
námi til dagsins í dag. „Þetta er
hugmynd sem ég hef verið að
kynna í útlöndum í hálft ár og
hefur fengið mjög góðar undir-
tektir. Þetta þykir spennandi,
nýtt og skemmtilegt og það eru
allar Iíkur á að við hefjum tökur
í júlí næstkomandi ef allir samn-
ingar takast.“
Myndin verður tekin á helstu
skrímslaslóðum íslands, sem eru
fleiri en marga grunar að sögn
Kára. „Þorvaldur veit manna
mest um hérlend skrímsli. Hann
mun segja áhorfendum gamlar
sögur sem við myndskreytum á
viðeigandi hátt svo að fólk fái
tilfinningu fyrir þvi hvernig
skrímslin líta út. Auk þess mun-
um við ræða við fólk sem hefur
séð skrímsli," sagði Kári
Schram.
HÉR sést „fígúra“ og íslenskt sjóskrimsl í túlkun listamannsins
Karls Einarssonar Dunganons.
HÉR sjást Gabriel Byrne og Kevin Spacey í hlutverkum sínum í
myndinni „Usual Suspects" sem kjörin var óvæntasta mynd ársins.
Billy Madison best
„BILLY Madison“ var valin besta
myndin sem frumsýnd var á mynd-
bandi á síðasta ári á myndbanda-
hátíð Myndmarks sem fram fór
um síðustu helgi. Meðal annarra
mynda sem hlutu verðlaun voru
„Braveheart", sem var valin besta
dramamyndin, og „Usual
Suspects“ sem var valin óvæntasta
myndin. Flestar myndbandaleigur
landsins eru í Myndmarki og
greiddu þær atkvæði um bestu
myndir síðasta árs. Áður höfðu til-
nefningar verið birtar.
Myndbandahátíð 1997
Úrslit í einstökum flokkum:
Besta markaðssetningin: CIC myndbönd
Besta auglýsingaefnið: Sam/Warner myndbönd
Barnamyndir, leigumyndbönd: Myndform
Llstræn mynd ársins: Prestur / Háskólabíó
Dramamynd ársins: Braveheart / Skífan
Besta frumsýnda ámyndbandi: Billy Madison / CIC myndbönd
Óvæntasta mynd ársins: Usual Suspects / Sam myndbönd
Seven / Myndform
Gamanmynd árslns: Birdcage / Warner myndir
Braveheart / Skífan
HOUSTON og Washington brosleit.
Engillinn Washington
RÓMANTÍSKA gamanmyndin
„The Preachers Wife“ var ný-
lega tekin til sýninga í Sambíó-
unum, en með aðalhlutverk fara
Whitney Houston og Denzel
Washington. Myndin er endur-
gerð „The Bishop’s Wife“ frá
árinu 1947 sem var með Cary
Grant, Lorettu Young og David
Niven í aðalhlutverkum.
Nýjustu fregnir herma að
Houston ætli ekki að láta þar
við sitja. Hún hefur tekið að sér
að framleiða sína fyrstu kvik-
mynd „How To Marry a Black
Man“, sem er byggð á sam-
nefndri bók Minique Jellerette
deJongh og Cassöndru Marshall
Cato-Louis. Kvikmyndin fjallar
um vináttu tveggja kvenna á
vinnumarkaðnum og kynni
þeirra af ástinni.
SÍÐASTA
HRADLESTRARNÁMSKEIÐIÐ..!
03 VUtu marefalda lestrarhraðann og aflíöst í starfí?
03 Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi?
Ef svarið er jákvætt skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrar-
námskeið vetrarins sem hefst fimmtudaginn 6. mars n.k.
Skránmg er í síma 564-2100.
HRAE>LESTRARSKÓLJNN
BIOIINI I BORGIMMI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Að lifa Picasso -k-k-k
Höfundar nokkurra bestu mynda
síðari ár skortir eldmóð í kvik-
myndagerð um meistara Picasso,
en Hopkins kemur til bjargar með
enn einum stórleik (á köflum).
Lausnargjaldið kkk
Gibson leikur auðkýfíng sem lendir
í því að syni hans er rænt. Snýr
dæminu við og leggur lausnarféð
til höfuðs skálkunum. Gibsonmynd
í góðum gír.
Ævintýrafíakkarinn k'A Sjá
Kringlubíó.
Kona klerksins k
Sykursætt og vellulegt fiölskyldu-
drama frá sápudeild Draunaverk-
smiðjunnar.
SAMBÍÓIN,
ÁLFABAKKA
Þrumugnýr kkk'/i
Flugvélatryllir með snarbrjáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Hringjarinn í Notre Dame
kkk
Vönduð, falleg fjölskyldumynd
byggð á hinni sígildu sögu um til-
vistarkreppu kroppinbaksins í Frú-
arkirkju. Litlaus tónlist og fram-
vinda en snjöll, íslensk talsetning.
Sonur forsetans k k
Lumma um forsetasoninn og vin
hans í lífverðinum sem losar um
hann í einangrun Hvíta hússins.
Sinbad á einn hrós skilið og fellur
vel í kramið hjá smáfólkinu.
Ærsiadraugar kk'A
Þokkalegar brellur í kolsvartri hroll-
vekju framleiddri af Zemeckis sem
skilur lítið eftir þrátt fyrir nýstárleg-
an efnisþráð.
Dagsljós kk'h
Þegar sprenging verður í neðan-
sjávargöngum með hroðalegum af-
leiðingum, mætir okkar maður,
Stallone, á staðinn. Og óþarft að
spyrja að leikslokum.
Kona klerksins k Sjá Kringlu-
bíó.
Djöfíaeyjan k k k'A Friðrik Þór,
Einar Kárason, óaðfinnanlegur leik-
hópur og leiktjaldasmiður og reynd-
ar allir sem tengjast Djöflaeyjunni
leggjast á eitt að gera hana að einni
bestu mynd ársins. Endursköpun
braggalífsins er í senn fyndin, sorg-
leg og dramatísk.
HÁSKÓLABÍÓ
Undrið kkk'A
Átakanleg saga um píanósnilling
sem brestur á hátindi frægðar
sinnar er frábærlega kvikmynduð í
alla staði og Rush hlýtur að teljast
sigurstranglegur við Óskarsverð-
launaafhendinguna í mars.
Meðeigandinn k k
Svolítið lunkin gamanmynd um
stöðu konunnar í fjármálaheimi
New York.
Áttundi dagurinn k k'A
Heimar sakleysis og veraldar-
mennsku skerast í ljúfri og einkar
vel ieikinni, belgískri mynd sem
minnir mjög á Regnmanninn.
Dagsljós kk'A (Sjá Sambíón,
Álfabakka).
Leyndarmál og lygar ★★★★
Meistaraverk frá Mike Leigh um
mannleg samskipti, gleði og sorgir
og óvæntar uppákomur í lífi bresks
almúgafólks.
Pörupiltar kk
Fjórir vinir verða fyrir hroðalegri
lífsreynslu í æsku. Stekkur áfram
um nokkur ár, tími hefndarinnar
rennur upp - og nær sér ekki aftur
á strik.
Brimbrot kkk'/i Besta mynd
Lars Von Triers fjallar um nútíma
píslarvott í afskekktu og þröngsýnu
samfélagi. Myndin er á sinn hátt
kraftaverk þar sem stórkostlegur
leikur Emely Watson ber langhæst.
KRINGLUBÍÓ
Þrumugnýr k k'A
Flugvélatryllir með snarbijáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Ævintýraflakkarinn k'A
Mcauley Culkin verður að teikni-
myndafígúru og kynnist klassískum
ævintýrum.
Lausnargjaldið (Sjá Bíóborgin)
Kvennaklúbburinn k k'A
Þrjár góðar gamanleikkonur, Hawn,
Keaton og Midler, fara á kostum
sem konur sem hefna sín á fýrrum
eiginmönnum.
í straffi ★
Yfírdrifin gamanmynd um krakka
sem loka foreldra sína niðri í kjall-
ara í von um að þau nái saman á ný.
Hringjarinn í Notre Dame
kkk
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
LAUGARÁSBÍÓ
Koss dauðans kkk'A
Geena Davis og Samuel L. Jackson
fara á kostum í frábærri hasarmynd
frá Renny Harlin.
Samantekin ráð kk
Stelpurnar í hverfínu taka uppá að
ræna banka og haga sér nákvæm-
lega eins og strákarnir í hverfinu.
REGNBOGINN
Sú eina rétta kkk
Dálagleg, rómantísk gamanmynd
um bræður og kvennamál.
Blár í framan kkk
Framhald Reyks stendur forvera
sínum lítið að baki í „Svona er Bro-
oklyn í dag“.
Banvæn bráðavakt kk'A
Haganlega samansett, lítil spennu-
mynd sem skilur fátt eftir en er góð
og fagmannleg.
Reykur kkk'A
Einfaldleiki og góð saga einkenna
eina bestu mynd síðari ára og gera
hana að listaverki þar sem Harvey
Keitel hefur aldrei verið betri en
tóbakssölumaður „á horninu" í New
York.
STJÖRNUBÍÓ
Þrumugnýr kk'A
Flugvélatryllir með snarbijáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Tvö andlit spegils k k'A
Það gustar af Streisand í róman-
tískri gamanmynd sem tekur sig
full alvarlega þegar líða tekur á.
Jeff á í engum vandræðum með
mjúka manninn.