Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
49. TBL. 85. ARG.
FÖSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Irar geta
loks sótt
um lög-
skilnað
Dyflinni. Reuter.
ÍRSK hjón gátu í gær sótt um
lögskilnað í fyrsta sinn frá því
írland fékk sín fyrstu stjórnlög
árið 1920, en alla tíð síðan hef-
ur hinum kaþólsku íbúum ír-
lands verið meinað að slíta
hjónabandi. Lög sem heimiluðu
hjónaskilnaði voru samþykkt
með naumum meirihluta í þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 1995,
en lögin gengu ekki strax i gildi.
Gert er ráð fyrir, að um 1/4
þeirra 45.000 hjóna, sem skilin
eru að borði og sæng, muni
sækja um lögskilnað. I gær
nýttu sér þó aðeins nokkur
hundruð þeirra sér þennan ný-
fengna rétt.
Það kann þó að taka langan
tíma áður en hjónaböndum
þessa fólks verður slitið. Tafir
á afgreiðslu skilnaðarumsókn-
anna eru fyrirsjáanlegar vegna
vandkvæða í dómskerfínu, sem
tengjast öflugum þrýstingi sem
andstæðingar hjónaskilnaða
beita dómstólana, en vandamál-
ið er ekki sízt takmarkað fram-
boð á dómsölum, sem setja því
hömlur hve mörg skilnaðarmál
er unnt að leiða til lykta á þann
veg sem lög gera ráð fyrir.
Reuter.
Major í
minnihluta
BEN Chatman, frambjóðandi
brezka Verkamannaflokksins,
greiðir atkvæði i aukakosningum
sem fram fóru í gær í kjördæm-
inu Wirral South á NV-Englandi.
Mikil kjörsókn var í þessum síð-
ustu aukakosningum áður en allir
Bretar ganga til þingkosninga í
vor. Samkvæmt síðustu kosning-
aspám áður en blaðið fór í prent-
un benti allt til öruggs sigurs
Chatmans. Verkamannaflokkur-
inn hefur aldrei áður unnið þing-
sæti í Wirral South. Þótt sljórn
íhaldsflokksins tapaði þar með
þingmeirihluta sínum hefur Sam-
bandsflokkur Norður-íra heitið
að veija hana falli.
Reuter.
ÍSRAELSKIR hermenn halda aftur af palestínskum mótmælendum, sem söfnuðust saman við hæðir
í Austur-Jerúsalem, þar sem ísraelsk stjórnvöld ætla að byggja nýtt íbúðarhverfi fyrir 25.000 gyðinga.
Stefna Israels
harðlega gagnrýnd
Jerúsalem, Nablus, París. Reuter.
ÁKVÖRÐUN ríkisstjómar ísraels um að byggja skuli nýtt íbúðarhverfí
fyrir gyðinga í austurhluta Jerúsalem, var harkalega gagnrýnd af ríkis-
stjórnum víða um heim í gær. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
fordæmdi ákvörðunina, og sagði hana brot á samþykktum Sameinuðu þjóð-
anna og á Hebron-samkomulaginu, sem Bandaríkin hefðu gengizt í ábyrgð
fyrir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti harmaði þetta skref ísraelsstjórnar.
Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Nicholas Burns, sagði að
„Bandaríkin hefðu kosið að þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin.“
25% sjö
ára
barna í
megrun
ÞRIÐJUNGUR sænskra barna
á sjö ára aldri vill grennast
og fjórðungur þeirra hefur
þegar farið í megrun, ef marka
má nýlega rannsókn í Svíþjóð,
að sögn Svenska Dagbladet.
„Við komumst að því að
jafnvel sjö ára börn reyna að
grennast," hafði blaðið eftir
Birgittu Edlund, sem hefur
skrifað doktorsritgerð um af-
stöðu barna og unglinga til
megrunar.
Megrun eykst með aldri
Samkvæmt rannsóknum,
sem ritgerðin er byggð á, hafa
25% sjö ára barna farið í megr-
un og hlutfallið nær þrefaldast
meðal barna á aldrinum sjö til
fjórtán ára.
60% stúlkna á aldrinum tíu
til sextán ára sögðust hafa
farið í megrun og 17% drengj-
anna í sama aldurshópi.
Hervé de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði ákvörðun-
ina „mjög alvarlegt vandamál".
Einnig gagnrýndu Sýrland, Egypta-
land, Bretland, Ítalía, Kína og Japan
ákvörðunina og lýstu áhyggjum af
afleiðingum hennar.
Leiðtogar Palestínumanna fund-
uðu í gær með Arafat í bænum
Nablus á Vesturbakkanum. Við
komuna þangað sagðist Arafat for-
dæma ákvörðunina en sagði ekkert
um hvernig hann hygðist bregðast
við að öðru leyti. Stjórnmálaskýr-
endur telja ólíklegt að hann blási
til átaka, einkum með tilliti til þess
að hann á að hitta Clinton Banda-
ríkjaforseta í næstu viku. Hamas,
samtök róttækra Palestínumanna,
hótuðu hins vegar hryðjuverkaárás-
um á ísrael. Arababandalagið hefur
boðað til sérstaks fundar um málið
á sunnudaginn.
Leynilegt samkomulag?
ísraelska dagblaðið Haaretz
sagði frá því í gær að Netanyahu
og Arafat hefðu gert með sér munn-
legt samkomulag um íbúðarbygg-
ingarnar. Samkvæmt því hefði Ara-
fat heitið því að halda mótmælum
Palestínumanna í skefjum vegna
ákvörðunarinnar um að í byggingu
íbúðanna skuli ráðizt. Netanyahu á
að hafa heitið því á móti, að þegar
til þess kemur næst að ísraelar
dragi sig til baka af hernumdu
svæðunum á Vesturbakka Jórdan-
ár, muni þeir skila stærra land-
svæði en um var samið. Talsmenn
beggja fylkinga sögðu ekkert hæft
í þessari frétt blaðsins.
Höfðar mái/21
Flóð í Þýzkalandi
Reuter
ÁR flæddu yfir bakka sína í suð-
vesturhluta Þýskalands í gær
vegna úrhellis og flóðin ollu miklu
umferðaröngþveiti í nokkrum
bæjum. Loka varð fjölförnum göt-
um í miðbæ Heidelberg og umferð
um nokkra þjóðvegi lokaðist. Hér
sjást slökkviliðsmenn feija íbúa
Cochem við ána Mósel milli húsa
í vatnselgnum á götum bæjarins.
Dirfskulegur flótti frá N-Kóreu
Seoul. Reuter. ^
NORÐUR-kóresk kona á þrítugsaldri flúði ber-
fætt yfir jarðsprengjubelti og gaddavírsgirðingar
til Suður-Kóreu í gær, að sögn varnarmálaráðu-
neytisins í Seoul.
Konan fór yfir fjögurra km breitt hlutlaust
belti milli kóresku ríkjanna og embættismenn
ráðuneytisins vildu ekki skýra frá því hvernig hún
komst framhjá fjölmennum hersveitum Norður-
Kóreumanna við landamærin.
„Hún var berfætt og í svartri peysu en við vilj-
um ekki veita frekari upplýsingar um hana þar
sem við verðum að vernda norður-kóreska flótta-
menn,“ sagði talsmaður ráðuneytisins.
Hlutlausa beltið var markað í vopnahléssam-
komulaginu frá árinu 1953 sem batt enda á Kóreu-
Ung kona fór berfætt
yfir j arðsprengjubelti
stríðið en síðan hafa þúsundir jarðsprengna verið
lagðar á svæðinu. Bæði ríkin hafa komið þar fyr-
ir fjölmörgum háþróuðum vopnum.
Konan fannst nálægt suður-kóreskri varðstöð
og kvaðst hafa flúið fátækt í heimalandinu, sem
stendur frammi fyrir hungursneyð vegna flóða sem
eyðilögðu kornuppskeru landsmanna tvö ár í röð.
Suður-kóreskir embættismenn sögðust hafa
ákveðið að veita ekki upplýsingar um flóttamenn
frá Norður-Kóreu þar sem óttast væri að útsendar-
ar kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang réðu þá
af dögum. Einn flóttamannanna lést á sjúkrahúsi
á þriðjudag eftir að hafa fengið skot í höfuðið fyrr
í mánuðinum og útför hans fór fram í gær.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Seoul sagði
að flótti konunnar myndi ekki hafa áhrif á viðræð-
ur Suður-Kóreumanna og Kínveija um Hwang
Jang-yop, hæst setta embættismanninn sem hefur
flúið frá N-Kóreu. Hwang hefur verið í suður-kór-
eska sendiráðinu í Peking frá því hann leitaði
þangað til að óska eftir hæli í S-Kóreu 12. febr-
úar. Viðræðurnar hófust að nýju á miðvikudag.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins kvaðst telja að
Kínveijum væri umhugað um að ergja ekki banda-
menn sína í Pyongyang en myndu þó að lokum
fallast á að heimila Hwang að fara til S-Kóreu.