Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umræður um stöðu aldraðra á Alþingi
Ellilífeyrir
fylgi verð-
breytingum
Morgunblaðið/Þorkell
ELDRI borgarar fjölmenntu á áheyrendapalla til að hlusta á utandag-
skrárumræðu um stöðu þeirra í skatta- og almannatryggingakerfinu.
Búnaðarbanki íslands
Eðlileg krafa Kaup-
mannasamtakanna
FRIÐRIK Sophusson ú'át'málaráð-
herra segir eðlilegra að ellilífeyrir
taki mið af verðlagsbreytingum
en launum. Hann segir að engu
að síður verði lífeyririnn tekinn til
endurskoðunar í kjölfar kjara-
samninga. Þetta kom fram í um-
ræðum utan dagskrár á Alþingi í
gær um stöðu eldri borgara í
skatta- og almannatryggingakerf-
inu.
Félag eidri borgara í Reykjavík
hefur bent á það að jaðarskattar
hafi mikil áhrif á kjör aldraðra.
Sýnt hefur verið fram á að tíu
þúsund króna hækkun lífeyris-
sjóðstekna leiði í raun til tekju-
missis þegar tekið sé tillit til jaðar-
áhrifa. Tekjutrygging og heimilis-
uppbót lækka og ef tekjur fara
yfir 75 þúsund krónur fellur niður
lyijauppbót og undanþága frá af-
notagjöldum sjónvarps og útvarps.
Agúst Einarsson, þingmaður
Þingflokks jafnaðarmanna, og
málshefjandi, tók jaðaráhrifin til
umræðu á þingi í gær og spurði
hvort fjármálaráðherra myndi
beita sér fyrir því að dregið yrði
úr tekjutenginu bóta og lífeyris.
Hann benti á að haft hefði verið
eftir Ingibjörgu Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra fyrir skömmu að
hún væri hlynnt þvi að ellilífeyrir
yrði að nýju tengdur almennum
launakjörum. Ágúst spurði einnig
hvort gert væri ráð fyrir að aldrað-
ir fengju að taka þátt í tillögugerð
um endurbætur á skattakerfinu,
eins og aðilar vinnumarkaðarins.
Loks nefndi Ágúst að ellilífeyrir
væri hér á landi 2,32% af lands-
framleiðslu en í Svíþjóð væri hlut-
fallið um 10%. Hann sagði að Þing-
flokkur jafnaðarmanna myndi
kalla eftir frekari upplýsingum um
stöðu eldri borgara hér á landi og
í nágrannalöndunum.
Aldraðir fá ekki fulltrúa í
jaðarskattanefnd
Fjármálaráðherra sagði að ekki
væri ráðgert að eldri borgarar
fengju fulltrúa í jaðarskattanefnd,
en að ýmis samtök þeirra hefðu
komið sjónarmiðum sínum á fram-
færi við formann hennar. Hann
benti á að starfandi væri nefnd á
vegum heilbrigðisráðherra við að
endurskoða lög um almannatrygg-
ingar og í henni ætti fulltrúi
Landssamtaka aldraðra sæti.
Nefndinni væri ætlað að einfalda
bótakerfið og að nýta betur fjár-
magnið til þeirra sem mest þurfa
á því að halda og rætt hefði verið
um jaðaráhrif í því sambandi. Frið-
rik tók undir það að jaðaráhrif í
bótakerfínu væru mikil og gætu
orðið mun meiri en í skattkerfinu.
STEFÁN Pálsson bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands telur eðlilegt að
Kaupmannasamtökin skori á kaup-
menn og smásala að krefjast fram-
vísunar debetkorta þegar greitt er
með ávísunum.
„Áður var bankakort án myndar
notað og við vissum af því að það
tryggði ekki að viðkomandi væri
sá sem hann sagðist vera. Með út-
gáfu debetkorta með mynd er slíkt
skilríki orðið sönnun. Mér finnst
mjög eðlilegt að þeir sem taki við
tékkum vilji að þeir sem greiði með
þeim sanni hverjir þeir eru,“ sagði
Stefán. Stefán sagði að bankarnir
ábyrgðust allir allt að tíu þúsund
krónum í formi ávísana ef framvís-
að væri debetkorti. Tvenns konar
debetkort eru tii. Annars vegar
kort með tékkaábyrgðarnúmeri og
hins vegar án þess. Debetkort án
tékkaábyrgðarnúmers gefur til
kynna að handhafi slíks korts eigi
ekki að hafa tékkhefti.
Ranghermt var í Morgunblaðinu
að íslandsbanki ábyrgðist ávísanir
að flárhæð 10 þúsund krónur, án
þess að framvísa þyrfti debetkorti.
Ragnar Önundarson, framkvæmda-
stjóri hjá íslandsbanka, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
bankinn hefði hætt að ábyrgjast
slíkar ávísanir 1. janúar 1995 og
hvetti viðskiptavini sína eindregið
til notkunar debetkorta.
Búnaðarþing
Bændur
ósáttir við
álver
KJARAMÁL, umhverfismál, af-
nám kjarnfóðurgjalds, endurskoð-
un verðlagsgrundvallarins og jarð-
hitaréttindi voru meðal þess sem
rætt var á búnaðarþingi í gær.
Kjaramálaályktun var afgreidd til
annarrar umræðu og í ályktun um
álver sem einnig var samþykkt til
annarrar umræðu segir að stað-
setning álvers á Grundartanga
geti ekki talist viðunandi.
Fjölmargir búnaðarþingsfull-
trúar úr einstökum landshlutum
hafa ályktað og lagt fyrir búnaðar-
þing drög að ályktunum um kjara-
mál. Sammerkt er með tillögunum
að í þeim er lagt til að kjör bænda
verði könnuð. Þannig eru Bænda-
samtökin hvött til að kanna hvem-
ig reka megi öfluga kjarabaráttu
og búnaðarþing hvatt til að taka
kjaramálin til umræðu og móta
stefnu.
í ályktun um álver á Grundar-
tanga segir að marka þurfi skýra
stefnu við uppbyggingu stóriðju á
íslandi sem hafí það að leiðarljósi
að henni sé valinn staður þar sem
hún trufli sem minnst þá atvinnu
sem fyrir er. Krefst þingið þess
að bestu mengunarvarnir séu nýtt-
ar og að staðsetning álvers við
Grundartanga geti ekki talist við-
unandi með tilliti til hreinleika og
ímyndar í landbúnaði þar sem í
Hvalfirði sé bæði að finna land-
búnað og ferðaþjónustu.
Stefnt er að því að störfum
búnaðarþings Ijúki á morgun.
Ráðgert er að spara 60 milljónir á þessu ári í rekstri sjúkrahúsanna á landsbyggðinni
Menn að falla á
tíma varðandi
niðurskurðinn
Fundur verður í dag um tillögur um 160
millj. kr. niðurskurð í rekstrí sjúkrahúsa á
landsbyggðinni. Á fundinum munu takast á
sjónarmið fulltrúa landsbyggðarinnar og
sveitarféiaganna og stjómvalda.
Áætlaður niðurskurður á
framlögum til heilbrigðisstofnana
á landsbyggðinni 1997-1999
Milljónir kr. skv. frumvarpi 1997 Áætlaður niðurskurður, milljónir kr.
Stofnun í/á 1997 1998 1999 Hlutf. ’99
Stykkishólmi 114,5 3,4 6,9 9,2 8%
ísafirði 218,8 5,0 10,1 13,5 6%
Patreksfirði 76,6 4,5 9,1 12,1 16%
Sauðárkróki 291,1 9,2 18,5 24,6 8%
Siglufirði 141,2 6,3 12,6 16,9 12%
Blönduósi 128,3 5,0 9,9 13,3 10%
Hvammstanga 94,1 3,6 7,2 9,7 10%
Húsavík 247,2 7,8 15,7 20,9 8%
Neskaupstað 177,6 0,9 1,9 2,5 1%
Egilsstöðum 110,8 1,9 3,8 5,0 5%
Seyðisfirði 91,3 8,0 16,0 21,4 23%
Vestmannaeyjum 189,3 4,1 8,2 11,0 6%
SAMTALS 1.881,0 60,0 120,0 160,0 9%
LANDSHLUTASAMTÖK sveitar-
félaga hafa boðað til fundar með
sveitarfélögum í landinu vegna fyr-
irhugaðs 160 milljóna króna niður-
skurðar fjárveitinga til næstu
þriggja ára til tólf sjúkrahúsa á
landsbyggðinni. Til fundarins eru
boðuð stjórnvöld heilbrigðismála,
yfirmenn sjúkrahúsa og þingmenn
viðkomandi landshluta. Mikil
óánægja er meðal sveitarstjórnar-
manna og stjórnenda sjúkrahús-
anna með niðurskurðartiílögurnar.
Kristján Erlendsson, skrifstofu-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins og
formaður verkefnastjórnar um nið-
urskurðartillögur, segir að menn
séu að falla á tíma varðandi niður-
skurðinn fyrir þetta ár sem sam-
kvæmt tillögum verkefnastjórnar-
innar átti að vera 60 milljónir króna.
Kristján segir að fundað hafi
verið með fulltrúum allra sjúkra-
stofnana sem þetta kemur til með
að snerta í lok janúar.
„Svör hafa borist frá þeim og
ber mikið á því að talað sé um að-
för að sjúkrahúsunum. Það sem
gerist næst er að við munum halda
fundi á hveijum stað og fara yfir
rekstrarþættina í marsmánuði. Að
því loknu munum við koma með
tillögur. Áður hafa aðeins komið
fram ákveðnar hugmyndir um það
hvernig mætti skipta niðurskurðin-
um niður á stofnanirnár og ákveðin
svæði. Tölurnar voru reiknaðar út
frá ákveðinni formúlu sem byggðist
á landsmeðaltali, hvað þyrfti mörg
almenn sjúkrarúm á hveija þúsund
íbúa og hjúkrunarrými miðað við
hve margir yfír sjötugt væru á
svæðinu. Við mátum þörfina miðað
við hvað teldist eðlilegt umfang
starfseminnar og síðan settum við
á það kostnaðartölur miðað við þær
upplýsingar sem við höfðum annars
staðar að á landinu," sagði Kristján.
Kristján segir að þetta hafi verið
hugmyndir til umræðu en ekki föst
og klár niðurstaða. Verði hagræð-
ingarkröfur til eins sjúkrahúss hins
vegar minnkaðar þurfi að auka þær
til annars sjúkrahúss eigi að ná
þeirri niðurstöðu sem stefnt er að.
Kristján segir að með hugmynd-
unum sem settar voru fram fari af
stað umræða um það hvernig fag-
legu þjónustunni verði best fyrir
komið. „Það getur vel verið að það
verði að fresta eitthvað sparnaðar-
tillögunum en það er mjög mikil-
vægt að þessi umræða fari af stað,“
sagði Kristján.
Hann sagði að heilbrigðisþjónust-
an væri að breytast hvarvetna í
heiminum. Verið væri að fækka
sjúkrarúmum og færa meiri starf-
semi inn á dagdeildirnar og þjón-
ustu utan spítalanna. Frá 1991
hafi sjúkrarúmum til að mynda
fækkað um 90 á handlækninga-
deildum stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík og á spítölum suður með
sjó. Styttri lega er eftir aðgerðir
núna og því ekki þörf á jafnmörgum
sjúkrarúmum.
Kristján viðurkennir að það hafi
hleypt illu blóði í menn að bera til-
lögurnar á borð með þessum hætti
en það hafi þó alls ekki verið takt-
ísk mistök. „Hefðum við boðað
menn á fund í haust án þess að
hafa neitt í höndunum hefðum við
fengið þau svör að ekkert væri
hægt að spara. Alþingi hefur falið
okkur að ná þessum sparnaði, 160
milljónum á þremur árum og þar
af 60 milljónum á þessu ári. Það
mætti hins vegar segja að við séum
að falla á tíma með sparnaðinn í
ár,“ sagði Kristján.
Tillögurnar fela í sér
byggðaröskun
Kristján segir að best sé að
ganga í svona aðgerðir í fullu sam-
ráði við heimafólk. Það sé mjög
viðkvæmt að skera niður starfsem-
ina á stórum sjúkrahúsum á tiltölu-
lega fámennum stöðum. Þar skipti
niðurskurðurinn ekki síður miklu
máli út frá atvinnulegu sjónarmiði.
Ekki sé hægt að horfa fram hjá
byggða- og atvinnuþættinum í
þessu sambandi.
Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavík, segir að auk þingmanna
viðkomandi kjördæma hafi verið
boðið á fundinn nk. föstudag heil-
brigðisráðherra, yfirmönnum
sjúkrahúsanna og læknum á lands-
byggðinni.
Einar segir að mikill hiti sé í
mönnum vegna þeirra hugmynda
sem verkefnastjórnin hefur lagt
fram.
„Við höfnum því að hægt sé að
skera niður einu sinni enn á þessu
sviði án þess að skerða þjónustuna.
Skerðist þjónustan frá því sem nú
er ógnar það framtíð byggðanna
og leiðir af sér byggðaröskun. Ég
tel að byggðaröskunin sé jafn
óheppileg fyrir þéttbýlið á suðvest-
urhorninu eins og hún er fyrir
landsbyggðina. Niðurskurðurinn er
í sjúkrahúsunum en röskunin snert-
ir allt samfélagið. Við mótmælum
því einnig að þarna sé um raunveru-
legan niðurskurð að ræða þegar lit-
ið er til hagsmuna þjóðarinnar allr-
ar því kostnaðurinn mun aukast
annars staðar í staðinn og heildar-
útgjöld ekki minnka,“ sagði Einar.
Hann segir nauðsynlegt að fram
komi hver sé raunverulegur kostn-
aður á hvern íbúa við rekstur
sjúkrahúsanna annars vegar á
landsbyggðinni og hins vegar á
Reykjavíkursvæðinu. Ríkisspítalar
og Sjúkrahús Reykjavíkur séu há-
tæknisjúkrahús.
„Okkur finnst nauðsynlegt að
hægt sé að greina kostnaðinn þar
við almenna þjónustu, eins og
sjúkrahúsin á landsbyggðinni veita.
Stóru sjúkrahúsin eru héraðs-
sjúkrahús fyrir Reykjavík. Við telj-
um að mun hagkvæmara sé að
gera ákveðnar aðgerðir á minni
sjúkrahúsunum heldur en að flytja
sjúklingana til Reykjavíkur og
leggja þá inn á stóru sjúkrahúsin.
Þar eru fullkomnari skurðstofur en
nauðsynlegt er við margar aðgerð-
ir,“ segir Einar.