Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FRÁ æfingii nemenda Menntaskólans að Laugarvatni á Kabarett. Sýning Nönnu Ditzel SÝNINGAR á húsgögnum, skartgripum og textílum eftir danska listhönnuðinn Nönnu Ditzel verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 16. Sendiherra Danmerkur, Klaus 0. Kappel flytur ávarp. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnar sýninguna, en henni lýkur 23. mars. Sunnudaginn 2. mars held- ur Nanna Ditzel fyrirlestur um verk sín í Ráðhúsinu kl. 16.00 Danska sendráðið og Nor- ræna húsið standa að sýning- unni. Eyjólfur Pálsson og Stefán Snæbjörnsson önnuð- ust undirbúning og útlit sýn- ingarinnar í samvinnu við Nönnu Ditzel. K ARL AK V ARTETTINN Út í vorið. Út í vorið á Hvolsvelli KARLAKVARTETTINN Út í vorið heldur söngtónleika í félagsheimilinu Hvoli á morg- un, laugardag, kl. 16. Efnisskráin mótast af þeirri hefð, sem ríkti meðal ís- lenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og hefur einkum verið sótt í sjóði Leikbræðra og MA kvartettsins s.s. Haf, blikandi haf, Capríljóð, Óli lokbrá, Kveldljóð, Mansöngur og Ó, Pepíta. Þar er einnig að finna dæmi um útsetningar Carls Billich, sem hann gerði fyrir MA kvartettinn, á dægurlög- um eftir Schubert fyrri ára. Þá hefur Bjarni Þór Jónatans- son útsett iög fyrir kvartett- inn og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Einnig eru lög eftir Bellmann á efnis- skrá. Loks má nefna útsetn- ingar Magnúsar Ingimarsson- ar á lögum sem vinsæl voru fyrir nokkrum áratugum. Kvartettinn skipa Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Ás- geir Böðvarsson, sem allir hafa verið félagar í Kór Lang- holtskirkju. Við hljóðfærið er Bjarni Þ. Jónatansson, sem jafnframt er aðal þjálfari og leiðbeinandi kvartettsins, raddþjálfari er Signý Sæ- mundsdóttir. Menntskæl- ingar að Laugarvatni sýna Kabarett HÓPUR nemenda í Menntaskól- anum að Laugarvatni hafa und- anfarin misseri unnið að uppsetn- ingu söngleiksins Kabaretts eftir Joe Masteroff með tónlist eftir Fred Ebb. I kynningu segir að mikill fjöldi nemenda hafi lagt metnað sinn í að gera sýninguna sem glæsilegasta með hjálp leikstjór- ans, Ingunnar Jensdóttur og tón- listar- og söngstjórnendanna Hilmars Arnar Agnarssonar og Hjartar Hjartarsonar. Sýningar hópsins verða sem hér segir: Frumsýning verður á árshátíð menntaskólans laugardaginn 1. mars kl. 18. Onnur sýning 2. mars í sal gamla íþróttahússins á Laugarvatni. 7. mars í Félags- heimilinu Brún í Borgarfirði. 8. mars í Félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi, tvær sýn- ingar 9. mars í Félagsheimilinu Gunnarshólma, A-Landeyjum, 11. mars á Hótel Flúðum, Hruna- mannahreppi, tvær sýningar 14. mars í Félagsheimili Kópavogs og 15. mars í Félagsheimilinu Leikskálum, Vík í Mýrdal. ♦ ♦ ♦---- Síðasta sýning- arhelgi Olivurs MÁLVERKASÝNINGU færeyska listmálarans Olivurs við Neyst, sem undanfarið hefur staðið yfir í bak- sal Gallerís Foldar við Rauðarár- stíg, lýkur sunnudagir.n 2. mars. Á sama tíma lýkur kynningu á verk- um Elínar G. Jóhannsdóttur í kynn- ingarhorni gallerísins. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Finnskar og álenskar bókmenntir kynntar BÓKAKYNNING á vegum norrænu sendikennaranna og bókasafns Norræna hússins verður áfram haldin 1. og 2. mars í Norræna húsinu. Að þessu sinni verða finnsk- ar og álenskar bækur til umfjöllun- ar. Laugardaginn 1. mars kl. 16 mun Marianne Bargum, útgáfustjóri og framkvæmdastjóri hjá útgáfunni Söderström & Co. í Helsingfors fjalla um bókaútgáfuna í Finnlandi á síðastliðnu ári. Gestur á kynning- unni verður finnski rihöfundurinn OIli Jalonen. Hann segir frá verkum sínum og les upp á sænsku. Olli Jalonen er fæddur 1954. Hann er með próf í þjóðfélagsfræð- um, og hóf snemma að skrifa. Hann er sagnaskáld sem gjarnan veltir fyrir sér siðfræðilegum spurning- um. Hann sendi frá sér fyrstu bæk- urnar 1978, smásögur undir heitinu Unien tausta og skáldsöguna Sulkaturkki. Hann hefur verið iðinn við pennann og sent frá sér næstum árlega bækur af ýmsum toga: skáldsögur, barnabók og vísindarit. Skáldsagan Isáksi ja tyttáreksi (Faðir og dóttir), sem kom út 1990 færði honum Finnlandia-verðlaun- in 1991 og var bókin tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1993. Síðasta bók Jalonens sem kom út 1996 heitir Kenen kuvasta kerr- ot. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á norsku og sænsku. Marianne Bargum, sem ætlar að segja frá bókmenntaárinu 1991 í Finnlandi og á Álandseyjum, starf- aði lengi sem blaðamaður, en síð- asta áratug hefur hún haft með höndum að kynna finnskar bók- menntir utan Finnlands. Hún var ráðin sem bókmenntaráðunautur Oli Jalonen Leo Löthman 1991 hjá finnsk-sænska útgáfufyr- irtækinu Söderström og Co., og frá 1996 hefur hún verið framkvæmda- stjóri og útgáfustjóri hjá Söd- erström. Sunnudaginn 2. mars kl. 16 verða álenskar bókmenntir kynntar og annast Marianne Bargum einnig þá kynningu, og gestur verður rit- höfundurinn Leo Löthman. Löthman er fæddur 1948 í Ábo, en fluttist ungur að árum til Marie- hamn á Álandseyjum. Hann hefur fengist við mörg störf um ævina, m.a. unnið með geðsjúkum, fengist við skipasmíðar, fiskirækt, skógar- vörslu, sérkennslu og verslun svo eitthvað sé nefnt. Hann byijaði seint að skrifa. Fyrsta bók hans kom út 1992, skáldsagan Varför inte Tile og vakti athygli. Hann hlaut viðurkenningu og styrk fyrir skáldsöguna frá Nordisk Minist- errád, einnig frá Sænska menning- arsjóðnum og landstjórn Álands- eyja. Önnur bók hans H.C. Damö kom út 1994 og hann vinnur nú að þriðju skáldsögunni. Bók hans, Varför inte Tile, hefur verið lýst sem nútíma skelmissögu, sem er blönduð hálu háði. Norskar bókmenntir verða á dag- skrá laugardaginn 8. mars og þá verður rithöfundurinn Kjell Askild- sen gestur á kynningunni. Burtfararpróf frá Nýja tónlistarskólanum KATLA Björk Rannversdótt- ir lýkur prófi sínu með opin- berum tónleikum í Gerðu- bergi, á sunnudaginn kl. 16. Katla, sópran, hóf nám í Tónlistarskólanum í Kópa- vogi, lærði þar á fiðlu og píanó. Katla söng í kór Menntaskólans í Kópavogi og einnig í Söngsveit Fil- harmoníu. Katla hóf söngnám hjáEl- ínu Sigurvinsdóttur, en sl. fimm ár hefur hún verið í Nýja tónlistarskól- anum, en aðalkennari hennar þar er Signý Sæmundsdóttir. Katla hefur komið fram sem einsöngvari, bæði innan og utan skólans, m.a. söng hún hlutverk Papagenu í uppfærslu skól- Katla ans á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Nú æfír Katla hlutverk Hannerl í söng- leiknum Meyjarskemmunni eftir þá Fr. Schubert og Berté, en söngleikurinn verður sýndur í lok marz- mánaðar í tilefni tveggja alda fæðingarafmælis Schu- berts. Björk Viðfangsefni á tónleik- unum eru ma. aríur eftir Purcell, MoZart, Donizetti og fl. Ljóð eftir m.a. Schubert, Schumann, Britten og Bizet og Lög handa litlu fólki, eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Píanóleikari á tónleikunum verður Vilhelmina Ólafsdóttir, píanókenn- ari. Gömlu þýsku meistararnir HELGA Þórarinsdóttir víólu- leikari og Miklós Damay píanó- leikari halda tónleika í Lista- safni Islands á morgun, laugar- dag, kl. 17. Helga er í árs leyfi frá störfum við Sinfóníuhljóm- sveit íslands þar sem hún er fyrsti víóluleikari. Miklós er Ungveiji, búsettur á íslandi. Hann hlaut Tónvakaverðlaun Ríkisútvarpsins fyrr í vetur. Helga hefur verið búsett í Minnisóta í vetur og hefur leik- ið fyrir þarlenda áheyrendur sömu verk og hún mun flytja á tónleikunum í Listasafninu. „Þetta eru gömlu þýsku meist- ararnir; Bach, Schumann, Beet- hoven og Brahms. Þessi efnis- skrá er mjög þægileg og létt áheyrnar, enda var mér sagt úti í Minnesóta að það þýddi ekkert annað en að hafa hana þann- ig. En um leið og þetta eru áheyri- leg verk þá eru þau öll í miklu uppá- haldi hjá mér.“ MIKLÓS Dalmay og Helga Þórarins- dóttir leika saman á píanó og víólu í Listasafni íslands á morgun. Leikin verðuir Sónata nr. 3 í g- moll eftir Bach. Verkið var samið fyrir gömbu og sembal eins og tvær aðrar sónötur sem tónskaldið samdi á árunum 1717 til 1723. „Það hefur verið mjög í tísku undan- farin ár,“ segir Helga, „að spila þessi verk og önnur frá barokk- tíma á upprunaleg hljóðfæri en ég held að það sé að breytast svolítið aftur. Fólk er búið að fá svolitla leið á kennimennsk- unni. Gamban og harpsikordin hafa þynnri tón en þau hljóð- færi sem við erum að nota núna og gefa ekki jafn mikla mögu- leika á blæðandi túlkun.“ Eftir Schumann verða leiknar Ævintýramyndirnar sem hann samdi árið 1851. Hafí tónskáldið haft ákveðin ævintýri í huga þegar hann samdi verkið þá lét hann aldrei uppi hver þau væru. Eftir Beethoven verður flutt Rómansa í F-dúr, opus 50 sem samin var árið 1802. Og eftir Brahms verður flutt Sónata í Es- dúr, opus 120, nr. 2. Verkið er sam- ið árið 1894, þremur árum fyrir dauða Brahms. Frátekið borð TVÆR sýningar verða um helgina á einþáttungnum Frá- tekið borð eftir Jónínu Leós- dóttur. í Borgarieikhúsinu verð- ur sýning kl. 16 á laugardag, og á Hótel Örk í Hveragerði kl. 21 á sunnudag. Frátekið borð er örlagaflétta í einum þætti um tvær konur sem setjast við sama borð á veitingastað. Þær þekkjast ekki en eiga samt sitthvað sameigin- legt. Leikarar eru Bryndís Petra Bragadóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Galleríkeðjan Sýnirými kynnir sýn- ingar í mars ÞÓRARINN Blöndal opnar sýn- ingu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. í gallerí Barmi mun skáldið Margrét Lóa Jónsdóttir sýna ljóðasafn sitt „Úrval“ sem er úr fimm bókum hennar frá 1985 til 1996. Vegna smæðar gallerísins er hér um afar smáa bók að ræða og eflaust minnsta Ijóðasafn sem gert hefur verið hérlendis. Sýningin verður opn- uð í þætti Hemma Gunn á laug- ardagskvöldið og mun Hemmi Gunn sjálfur bera galleríið þennan mánuð. I símsvaragall- eríinu Hlust (s:551 4348) verð- ur frumflutt símaleikritið „Pa- perdog“ eftir Sigtrygg Magna- son. Leikendur eru: Jón Ingi Hákonarson, Álfhildur Þórðar- dóttir og Sigtryggur Magnason. Hinn 8. mars kl. 16 hefur göngu sýna nýtt sýnirými sem ber heitið 20m2, það er staðsett á Vesturgötu lOa og er 20 fer- metrar að stærð og í umsjón Helga Hjaltalín Eyjólfssonar. Fyrstu sýningu í 20m2 heldur Hannes Lárusson og ber hún heitið „Svart-hvítt“. Feðg’in sýna FEÐGININ Bjöm Halldórsson gullsmiður og Gæflaug Bjöms- dóttir opna sýningu í Listasetr- inu Kirkjuhvoli, Akranesi, á laugardag. Bjöm sýnir myndir sem hann teiknaði þegar hann var við nám í Iðnskólanum í Reykajvík árin 1946-1948. Hann sýnir einnig listmuni úr tré, silfri og gulli. Gæflaug sýnir myndir sem hún hefur unnið með mismun- andi aðferðum. Hún hefur lokið námskeiðum í Myndlistaskóla Reykjavíkur og lýðháskóla í Danmörku. Sýningin stendurtil 16. mars og verður Listasetrið opið virka daga frá kl. 19-21 og frá kl. 15-18 um helgar. Sýningn Helg’u í World Class að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Helgu Sigurðardóttur í líkams- ræktarstöðinni World Class, lýkur nú um helgina. í kynningu segir m.a. að við- fangsefni sýningarinnar sé mik- ilvægi meðvitaðrar sameiningar líkama og sálar. Helga hefur unnið við gerð „vemndar- mynda“ til margra ára og kallar list sína „List sálarinnar". Sýningin er opin alla daga til kl. 17, og til kl. 19 laugar- dag og sunnudag. I tengslum við sýninguna hafa verið gefín út kort um talnaspeki, en frummyndimar eru m.a. á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.