Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Atli Gíslason settur yfir rannsókn DÓMSMÁLARÁÐHERRA setti í gær Atla Gíslason hæstaréttarlög- mann sem rannsóknarlögreglustjóra ríkisins til að fara með opinbera rannsókn á samskiptum lögreglunn- ar í Reykjavík og Franklíns Kristins Steiner, sem grunaður hefur verið og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. í samræmi við beiðni dómsmála- ráðherra frá 19. mars síðastliðnum, hefur ríkissaksóknari mælt fyrir um opinbera rannsókn á samskiptum lögreglunnar í Reykjavík og Frank- líns Kristins Steiner. Þau mál voru rædd fyrir skömmu í utandagskrárumræðum á Alþingi, í kjölfar tímaritsgreinar þar sem lög- reglan var borin þungum sökum, meðal annars að hafa haldið hlífi- skildi yfir umræddum Franklín og meintri eiturlyfjasölu hans, gegn því að veittar væru upplýsingar um aðra aðila í fíkniefnaheiminum. RLR annist rannsókn Ríkissaksóknari hefur falið Rann- sóknarlögreglu ríkisins rannsókn málsins. Ríkissaksóknari beindi jafn- framt þeim tilmælum til dómsmála- ráðherra að skipaður yrði sérstakur rannsóknarlögreglustjóri til að ann- ast stjóm þessarar rannsóknar og að hann fái sér til fulltingis sérstak- lega tilkvadda aðstoðarmenn, lög- fræðing og tvo rannsóknarlögreglu- menn. ♦ ♦ ♦ Óttiaf völdum LSD UPPVÍST varð um neyslu LSD í húsi í Ásunum á laugardag, þegar neytandi þessa hættulega fíkniefnis hafði samband við lögregluna í Reykjavík. Hann sagði farir sínar ekki sléttar og óskaði aðstoðar lög- reglu, á þeim forsendum að hann hefði fundið til ótta þegar áhrifanna fór að gæta. Maðurinn heimilaði lögreglu hús- leit en engin slík efni fundust við leit á heimili mannsins í Ásunum. Viðkomandi var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Sama kvöld var þremur stúlkum á átjánda ári vísað frá borði flutn- ingaskipsins Serenu, sem lá í Sundahöfn á laugardagskvöld. Um nóttina voru tveir menn færðir á lögreglustöð eftir að fíkni- efni og þýfi fundust í fórum þeirra þar sem þeir voru í Tryggvagötu. Þá voru ökumaður og farþegi fluttir á lögreglustöð grunaðir um fíkniefnamisferli eftir að hafa verið stöðvaðir á Hringbraut á föstudag. Fjórir franskir lögreglumenn í erfiðleikum á göngu á hálendinu Björgunarþyrlan send fyrir misskilning MISSKILNINGUR varð til þess að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var send í Nýjadal við Tungnafells- jökul sl. sunnudag til að sækja fjóra franska lögreglumenn sem lent höfðu í erfiðleikum á göngu sinni yfir landið. Mennirnir voru tryggðir og mun því Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af björguninni. Mennimir höfðu verið á göngu síðan á föstudag í þarsíðustu viku. Á miðvikudag tóku sig upp gömul meiðsli í hné hjá einum mannanna. Hann bar á sig smyrsl en það reynd- ist valda ofnæmiseinkennum, bólgu bæði á hnénu og í andliti. Það jók á erfiðleika mannanna að festingar á snjóþrúgum tveggja þeirra brotn- uðu. Þrúgurnar voru af nýrri tegund og höfðu þeir meðal annars fengið styrk frá framleiðanda þeirra til far- arinnar. Á sunnudag ákváðu menn- imir að hætta ferðinni og leita að- stoðar. Sendu of margar tegundir merkja Frakkamir voru með svokallað Argos-staðsetningartæki í leigu frá Flugbjörgunarsveitinni sem sendir skeyti til gervihnattar sem síðan berst björgunarsveitinni. Hægt er að senda nokkrar tegundir skilaboða með tækinu, en Frakkarnir sendu bæði merki um að þeir kæmust ekki lengra og Mayday-neyðarmerki. Vegna neyðarmerkisins var ákveðið að senda þyrlu til að sækja þá. Mennirnir voru fluttir til Reykja- víkur og sá meiddi á sjúkrahús. Hann reyndist vera kalinn í andliti, en meiðslin voru ekki alvarleg. Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson TVEIR Frakkanna ganga um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í Nýjadal á sunnudag. Frakkarnir eru sérsveitarmenn í lögreglunni og starfa meðal annars í frönsku Ölpunum. Þeir eru félagar í alþjóðasamtökum lögreglumanna og höfðu samband við starfsbræður sína hér á landi og Flugbjörgunar- sveitina til ráðgjafar áður en þeir lögðu af stað í ferðina. Að sögn Eiríks Beck lögregluþjóns, sem var- mönnunum til aðstoðar, var þeim meðal annars ráðlagt að hafa með sér Argos-tækin og tryggja sig vel. Eiríkur segir að hefði neyðar- merkið ekki verið sent út hefði ver- ið látið duga að senda bíl eða snjó- sleða eftir mönnunum. Veður var gott og mennirnir voru staddir í skála. „Þetta var hlutur sem við höfðum ekki gengið nógu vel frá áður en þeir lögðu af stað. Það varð ákveðinn misskilningur." Eigum að gera kröfu um Argos-tækin Eiríkur segir að þrátt fyrir mis- skilninginn hafi Argos-tækin sann- að gildi sitt. „Við eigum að gera kröfu um að fólk sem er að fara um landið að vetrarlagi, hvort sem það eru Islendingar eða einhveijir aðrir, sé með þessi tæki. Þetta er engin fyrirhöfn, því tækin senda sjálfkrafa frá sér staðsetningar- merki. Það fer lítið fyrir þeim og leigan er svipuð og á farsíma. Þetta getur sparað vinnu hundraða leitar- manna og dýr tæki og búnað.“ Frakkarnir hafa ekki gefist upp á fyrirætlunum sínum. Að sög Ei- ríks stefna þeir að því að koma aftur til landsins árið 1999 og ljúka ferðinni. Efast um öryggi hjá Rich-Ieiguflugfélaginu Enginn vafi þegar Flug- leiðir leigðu vél þaðan Club Wagan 350 XLT, 4x4, árgerð 1333 Bíllinn er 12 manna, breyttur af Bílabúð Benna og kom fyrst á götuna í júlí 1993. • Ekinn 39.000 km. Sami eigandi frá upphafi •7,3 lítra díselvél með Banks Turbo • Dana 60 framhásing • ARB loftlæsingar að framan og aftan • Rancho RS9000 loftdemparar • 35" BFGoodrich dekk og A.R. álfelgur •4 IPF kastarar • Pioneer geislaspilari og margt fleira. ____________________Upplýsingar í síma 896 8770.^// FLUGÖRYGGI var til umfjöllunar í bandaríska sjónvarpsþættinum „Sex- tíu mínútur" á Stöð 2 á sunnudagskvöld og var m.a. fjallað um kæru og dóm á leiguflugfélagið Rich International Airways vegna brota á reglum um flugöryggi. Flugleiðir leigðu vél frá þessu félagi í ársbyijun 1991 vegna einnar eða tveggja ferða milli Bandaríkjanna og Evrópu. Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra Flugleiða, sagði að á þeim tíma hefðu gögn frá banda- rískum flugmálayfirvöldum sýnt að öryggismálum félagsins hefði verið vel borgið. Sagði hann Flug- leiðir alltaf óska eftir slíkum gögn- um ef leigja þyrfti vélar frá erlend- um flugfélögum. í sjónvarpsþættinum var rakið hvernig Rich-flugfélagið, sem rek- ur 21 þotu, flestar breiðþotur, og flýgur með um eina milljón farþega árlega, sinnti illa viðhaldi. Voru flugvirkjar látnir gefa vélum vott- orð um flughæfni þótt vitað væri að ógert væri við bilanir og sýnt var dæmi um hvernig einni vél félagsins var flogið milli nokkurra staða án þess að skipt væri um aðra framrúðuna í stjórnklefa sem sprunga var í. Samkvæmt reglum ber að skipta um sprungna rúðu þar sem ella getur loftþrýstingur fallið, rúðan hugsanlega skaðað flugmenn og vélin jafnvel farist. Vildi ekki fljúga I þættinum var rætt við flug- mann sem var rekinn árið 1995 vegna þess að hann vildi ekki fljúga vél með bilaða hurð, hafði verið beðinn að binda hana aftur með vír eða kaðli. Sagði hann þjálf- un flugmanna félagsins ekki sem skyldi. Sami flugmaður sagði einn- ig frá því að það hefði ítrekað komið fyrir að flogið hefði verið yfir Atlantshafið með biluð flug- leiðsögutæki. Þá hefðu þeir bara reynt að koma auga á og ná sam- bandi við aðrar vélar til að komast heilu og höldnu á áfangastað. Nefndi hann að þetta hefði verið injög lærdómsríkt og bætti við í gamni að hann treysti sér eftir þetta til að fljúga tækjalaus yfir Atlantshafið! Einn af eigendum Rich, Linda Rich Harrington, kærði félagið til Flugmálastofnunar Bandaríkj- anna, FAA, en það var móðir henn- ar sem stofnaði félagið. Sagði hún í þættinum að deild stofnunarinnar í Miami hefði jafnan litið undan þegar bent var á að öryggismálum flugfélagsins væri áfátt. Sagði hún yfirmenn félagsins ekki heldur hafa hlustað á ábendingar hennar og kvað hún öll öryggismál félags- ins í ólestri eftir að stofnandi fé- lagsins féll frá fyrir þremur árum og stjúpi hennar tók við sem for- stjóri. Sagðist hún ekki vilja sjá vélar með Rich ættarnafninu fa- rast og því kærði hún félagið í fyrra. Var það dæmt til greiðslu 2,6 milljóna dollara sektar fyrir að fara ekki að reglum um öryggis- mál. Verða að fá vottun Einar Sigurðsson sagði að þegar Flugleiðir þyrftu að leigja erlendar flugvélar, sem væri örsjaldan, helst þegar áætlun gengi úr skorðum, t.d. vegna stórviðra, væri aðeins skipt við félög sem hefðu viður- kenningu flugmálayfirvalda, JAA sem eru Evrópusamtök flugmála- stjórna eða FAA, Flugmálastjórn Bandaríkjanna. Þar fyrir utan hefði félagið aðgang að víðtækari upplýsingabanka varðandi örygg- ismál flugfélaga sem FAA hefur komið upp. Vélin lenti í mikilli snjókomu og hvassviðri „Það voru engin spurningamerki við Rich-flugfélagið þegar við leigðum af því vél einu sinni eða tvisvar,“ sagði Einar en það var um mánaðamót janúar-febrúar árið 1991 og var mikið hvassviðri og snjókoma þegar vélin lenti í Keflavík. „Ef einhver vafi er á ferð- inni taka menn enga áhættu og fara annað því það eru mörg félög sem leigja út vélar. Við leigjum ekki vélar af erlendum flugfélögum nema búið sé að ganga úr skugga um að fyrir liggi vottun um rekst- ur og öryggismál frá þessum viður- kenndu aðilum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.