Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 8

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er alveg einstök tilfinning að hittast hér svona af einskærri tilviljun, hr. foringi . . . Tillögur um breytingar á endurbyggingu Iðnó Borgarstjórn samþykkir BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögur endurbyggingamefndar Iðnó um breytingar á áætlun um endur- byggingu hússins. Samþykktar tillögur miða að því að færa húsið í sem uppruna- legast horf. Samkvæmt þeim verður aðalinngangur hússins við vesturenda hússins en ekki norðu- rendann og umdeildur glerskáli tekinn niður. Borgarstjóri sagði að enda þótt búið væri að verja allmiklum fjár- munum í glerskálann væri eðlilegt að fjarlægja hann. Fullyrti hún að Reykvíkingar hefðu verið vansælir með skálann og að húsið væri ein- faldlega fallegra skálalaust. Kostnaðaráætlanir ekki sambærilegar Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi, gagnrýndi kostnaðaryfirlit í nýju tillögunum um endurbygg- ingu og sagði það ekki fyllilega sambærilegt eldri kostnaðaráætl- un. Þannig væri spamaður ekki nærri eins mikill og fullyrt hafi venð. í erindi endurbyggingamefndar kom fram að kostnaður við fullnað- arfrágang nam 130 milljónum króna en í nýrri áætlun 66,5 milljónum krónum. Inga Jóna sagði að ef samanburður ætti að vera sambærilegur næmi kostnaður við nýjar tillögur nærri 100 milljónum króna. Cfjafatsækurnar vinsælu Spámaðurinn og Mannssonurinn Sígild rit eftir BCaiilil Oíiiran í snilliiarpfðiiigu Ounnars I9al Gunnar Dal segir: „Vegna þess að ég telþað skyldu rithöfunda að þýða öndvegisrit annarra þjóða þýddi ég Spámanninn og Mannssoninn eftir Kahlil Gibran. Án bóka hans getur engin menningarþjóð verið. Ég telþessar bœkur jafngóðar." Bœkurnar fást í öllum helstu bókaverslunum. Muninn bókaútgáfa. Sími 898 5868. Olíulekinn við Ólafsvík Sýni tekin og fylgst með málinu BEÐIÐ verður átekta með frekari aðgerðir eftir að olía lak úr tönkum Rafmagnsveitu ríkisins austan Ól- afsvíkur fyrir rúmri viku. Tekin verða jarðvegssýni en bíða verður unz snjóa leysir með að sjá hvaða afleiðingar lekinn hefur í för með sér, að sögn bæjartæknifræðings Snæfellsbæjar. Hjá Hollustuvernd ríkisins feng- ust þær upplýsingar að málið yrði kannað en talið er að megnið af olíunni hafi runnið í Hvalsá sem er nálægt tjaldstæðum og í sjó fram nokkru innan við hafnar- mynnið. Bjöm Arnaldsson hafnar- stjóri sagði að hjá þeim væri bún- aður til að nota í fyrstu aðgerðum við óhapp sem þetta, t.d. loka af olíuflekki. Sagði hann mat manna að þar sem olíulekinn hefði staðið í nokk- urn tíma væri ljóst að olían hefði að mestu runnið í sjó fram og því væri ekki hægt að nota meng- unarvarnabúnaðinn. Þegar er búið að gera við tankinn sem ol- ían lak úr. Aðalfundur sjúkraþjálfara Varað við „töfralausnum“ Sigrún Knútsdóttir Anýafstöðnu rannsóknarþingi Fé- lags íslenskra Sjúkraþjálfara sem haldið var í tengslum við aðalfund félagsins voru kynntar rannsóknir sem íslenskir sjúkraþjálfarar hafa unnið á undanförnum árum. Tvær rannsóknir snerta hag almennings hvað mest,að sögn Sigrúnar Knútsdóttur, formanns Fé- lags íslenskra sjúkraþjálf- ara, annars vegar rann- sókn um áhrif flæðilínu á störf fiskvinnslukvenna og hins vegar rannsókn um hálsáverka eftir slys. I fyrra var stofnaður rann- sóknarsjóður til að hvetja sjúkraþjálfara enn frekar til dáða á sviði rannsókna en Sigrún segir rannsóknum sjúkraþjálfara sífellt fara fjölg- andi því æ fleiri geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra. - I hverju felst rannsóknin um áhrif fiæðilínu á álagsein- kenni meðal fiskvinnslukvenna? „Hulda Ólafsdóttir sjúkra- þjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins gerði rannsóknina en niðurstöður hennar sýna að álagseinkenni eru mun meiri hjá konum sem vinna við flæðilínu í fiskvinnslu en hjá konum sem sinna öðrum störf- um. Samanborið við rannsókn á sambærilegum hópi fiskvinnslu- kvenna fyrir tilkomu flæðilínunn- ar hafa óþægindi í hnjám og ökklum minnkað en hins vegar aukist í olnbogum og fingrum. Niðurstöðurnar geta því bent til þess að flæðilína i fiskiðnaði hef- ur dregið úr sumum álagsein- kennum en leiði til meiri ein- hæfni þótt vinnuaðstæður hafi að einhverju leyti breyst til batn- aðar.“ - Hverjar voru niðurstöður rannsóknar á hálsáverkum eftir slys? „Kalla Malmquist, forstöðu- sjúkraþjálfarí Sjúkrahúss Reykja- víkur kynnti rannsókn sína á þinginu og í niðurstöðum hennar kom fram að fræðsla og leiðbein- ingar sjúkraþjálfara sem fýrst eftir hálshnykkáverka eru mikil- vægar til að draga úr og jafnvel koma í veg fyrir langvarandi óþægindi. Árið 1992 komu 1344 einstaklingar á slysadeild Borgar- spítalans eftir hálshnykk og var 17% af þeim vísað í sjúkraþjálfun. Um 70% þeirra tók þátt í rann- sókninni. I ljós kom að einungis fjórir voru lausir við óþægindin tveimur árum eftir slys en um það bil helmingur taldi óþægindin ennþá mikil. Margir töldu að sjúkraþjálfun hafí haldið þeim gangandi og að ein- kennin hafi versnað eftir að þeir hættu með- ferð hjá sjúkraþjálf- ara.“ Á aðalfundi félags- ins lýstu sjúkraþjálfarar yfir áhyggjum vegna villandi auglýs- inga í fjölmiðlum um árangursrík- ar meðferðir gegn kvillum og sjúkdómum. Samþykkt var álykt- un um að landlæknisembættið gangist fyrir athugun á sannleiks- gildi slíkra auglýsinga og þess óskað að reynist fullyrðingar um gagnsemi þeirra ekki réttar muni embættið grípa til viðeigandi ráð- stafana. -Hefur landlæknisembættið brugðist við málaleitan ykkar? „Ólafur Ólafsson landlæknir hef- ur tekið mjög vel í ályktun fundar- ► Sigrún Knútsdóttir er fædd í Reykjavík, 20. apríl árið 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og þriggja ára námi í sjúkraþjálfun frá Statens Fysioterapiskole í Osló árið 1972. Árið 1973 hóf hún störf á Borgarspítalanum sem sjúkraþjálfari en frá árinu 1975 hefur hún starfað þar sem að- stoðaryfirsjúkraþjálfari og yf- irsjúkraþjálfari Grensásdeild- ar. Á árunum 1987 til 1992 var hún formaður starfsmannaráðs Borgarspítala og sat í sljórn hans á sama tíma. Hún hefur verið formaður Sjúkraþjálfara- félags íslands frá árinu 1995 og var á sl. aðalfundi endur- kjörin til næstu tveggja ára. Eiginmaður Sigrúnar er Magn- ús Jónsson byggingatækni- fræðingur og eiga þau tvo syni. ins. Þörf er á að grípa til aðgerða nú þar sem slíkum auglýsingum hefur fjölgað ört undanfarið. Samkvæmt læknalögum mega sjúkraþjálfarar og aðrar heil- brigðisstéttir ekki auglýsa né ráð- leggja opinberlega um ágæti vöru eða þjónustu. Þeir sem auglýsa eru oft ómenntaðir á heilbrigðis- sviði og hafa hvorki leyfi né eru undir eftirliti heilbrigðisyfir- valda.“ - Hvers konar auglýsingar er um að ræða? „í mörgum tilfellum er verið að selja fólki „töfralausnir", oft dýrum dómum án þess að sýnt hafi verið fram á gagnsemi þeirra. Sem dæmi um slíkar auglýsingar má nefna ýmiskonar rafmagns- meðferðir, eins og hljóðbylgju- meðferð til „heimanotkunar" vegna verkja og meðferð í trimm- formtækjum sem eigi að hafa góð áhrif til dæmis á bakverki, við brjósklosi, vöðvabólgu og liðagigt, auk þjálf- unargildis þeirra. Vís- indalegar rannsóknir hafa leitt í ljós að ef vöðvi er spenntur með aðstoð rafmagnstækis næst aldrei jafngóður vöðvasamdráttur og ef vöðvinn er spenntur á eðlilegan hátt. Hreyfmg og þjálfun er því alltaf áhrifaríkari þjálfunaraðferð en þjálfun með rafmagni. Ef beita á rafmagnsmeðferð er nauðsyn- legt að meðferðaraðilinn hafí grunnþekkingu á líkamanum og starfsemi hans og á þeim sjúk- dómum sem meðferðin beinist að. Einnig verður hann að hafa þekk- ingu á áhrifum rafmagnsmeð- ferðar á líkamann.“ Rannsóknum sjúkraþjálfara fer fjölgandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.