Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 11
KJARASAMNINGAR UNDIRRITAÐIR
Samkomulag
deiluaðila
Atkvæði
verða talin
15. apríl
Samkomulag um afgreiðslu
kjarasamninga VMSÍ, Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar
og Verkakvennafélagsins
Framsóknar, Samiðnar og
Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna.
Með hliðsjón af fyrirsjáan-
legum töfum á afgreiðslu
kjarasamninga vegna páska-
hátíðar hafa aðilar orðið sam-
mála um að viðhafa eftirfar-
andi verklag við lok yfirstand-
andi kjaradeilu:
1. Atkvæðagreiðslum aðila
um afgreiðslu kjarasamn-
inga skal lokið eigi síðar
en kl. 22 mánudaginn 14.
apríl 1997.
2. Atkvæði skulu talin þriðju-
daginn 15. apríl og úrslit,
þ.m.t. þátttaka, kynnt rík-
issáttasemjara fyrir kl. 16
þann dag.
3. Með samkomulagi þessu
frestast yfirstandandi og
boðaðar verkfallsaðgerðir
hlutaðeigandi félaga til kl.
24 miðvikudaginn 23. apríl
nk. og koma þá til fram-
kvæmda hafi samningur
verið felldur í leynilegri
atkvæðagreiðslu félags-
manna.
Deilt um hvort ætti að
fresta eða aflýsa verkföllum
VINNUVEITENDUR og forystu-
menn landssambanda og verkalýðs-
félaga deildu hart í gærdag um hvort
aflýsa ætti yfirstandandi og boðuð-
um verkfallsaðgerðum eða fresta
þeim. Vinnuveitendur kröfðust þess
að Dagsbrún, Framsókn, Hlíf og
Félag járniðnaðarmanna aflýstu yf-
irstandandi verkföllum þessara fé-
laga en fulltrúar þeirra höfnuðu því.
Undirritun samninga dróst í allan
gærdag vegna þessa ágreinings.
Skv. nýjum lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur er samningsaðilum
ávailt heimilt að aflýsa vinnustöðv-
un. Ef fresta á boðaðri eða yfirstand-
andi vinnustöðvun með skömmum
fyrirvara þarf samþykki beggja að-
ila.
Talsmenn deiluaðila héldu því
fram í gær að hér væri tekist á um
grundvallaratriði en síðdegis féilust
vinnuveitendur á sjónarmið verka-
lýðsfélaganna um frestun og varð
að samkomulagi að fresta þeim til
23. apríl en þá koma vinnustöðvanir
á ný til framkvæmda ef kjarasamn-
ingar verða felldir í leynilegri at-
kvæðagreiðslu félagsmanna.
Talmenn launþegafélaganna bentu á
að ef verkföllunum hefði verið aflýst
en samningarnir yrðu svo felldir í
atkvæðagreiðslu þyrftu félögin að
láta fara fram nýja allsherjarat-
kvæðagreiðsiu meðal félagsmanna
um boðun verkfalla, en það hefði
mikinn kostnað í för með sér fyrir
félögin.
Samningarnir undirritaðir. Frá vinstri: Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, Björn Grétar Sveins-
son, formaður VMSI, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, Gieir
Gunnarsson, aðstoðarríkissáttasemjari og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ.
Nokkur verkalýðsfélög höfðu þeg-
ar samþykkt boðun verkfalls sem á
að hefjast 3. apríl þegar samningar
voru undirritaðir og í fjölda annarra
verkalýðsfélaga standa atkvæða-
greiðslur um verkföll yfir eða eru í
þann mund að hefjast. Skv. upplýs-
ingum sem fengust hjá talsmönnum
félaganna í gærkvöldi telja þeir óhjá-
kvæmilegt vegna ákvæða nýju
vinnulöggjafarinnar að ljúka at-
kvæðagreiðslum og talningu at-
kvæða á næstu dögum þrátt fyrir
gerða samninga. Ef niðurstöður
verða þær að verkföll verða sam-
þykkt munu félögin fyrst senda
vinnuveitendum tilkynningu um
vinnustöðvun og í framhaldi af því
verður svo send tilkynning um frest-
un verkfalla.
Að sögn fulltrúa launþegahreyf-
ingarinnar í gærkvöldi er ljóst að
næstu dagar verða notaðir til að
kynna nýgerða samninga áður en
leynilegar atkvæðagreiðslur fara
fram sem ekki er búist við að verði
fyrr en eftir mánaðamót. Nýgerðir
kjarasamningar gilda frá undirritun
þar til úrslit atkvægreiðslna liggja
fyrir en til að fella samninginn þarf
minnst fímmtungur félagsmanna að
taka þátt og meirihluti þeirra að
greiða atkvæði gegn honum. Ef um
póstatkvæðagreiðslu verður að ræða
gildir niðurstaða hennar óháð þátt-
töku.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
Set^a svipmót á þá samn-
inga sem á eftir koma
FJARMALARAÐHERRA segir að
nýgerðir kjarasamningar vinnuveit-
enda, ríkis og Reykjavíkurborgar
við landssamtök og félög innan
Alþýðusambands íslands hljóti að
setja svipmót á þá samninga sem
á eftir koma, þar á meðal við félög
opinberra starfsmanna, þótt að
sjálfsögðu þurfi að taka tillit til
aðstæðna í hveiju tilviki.
„Landsmenn hljóta'að gleðjast
yfir því að endi sé bundinn á verk-
föli með samningum. Kjarasamn-
ingarnir sem gerðir hafa verið eru
frá 2‘A til þriggja ára. Það er að
sjálfsögðu mikilvægt og verður von-
andi til þess að hægt verði að við-
halda efnahagslegum stöðugleika.
Gerist það munu skilyrði skapast
fyrir því að kaupmáttur vaxi meira
hér á landi en í samkeppnisiönd-
um,“ sagði Friðrik Sophusson.
Brautin rudd
Spurður um áhrif þessa á þá
samninga sem ríkið á eftir að gera
við félög innan BSRB og BHM sagði
fjármálaráðherra að samninga-
nefnd ríkisins hefði tekið þátt í
þessari samningahrinu. Að undan-
förnu hafi einnig verið haldnir Qöl-
margir fundir með félögum og sam-
böndum opinberra starfsmanna.
„Þessir nýgerðu kjarasamningar
hljóta að setja svipmót sitt á þá sem
á eftir koma, þótt að sjálfsögðu
þurfi að taka tillit til sérstakra að-
stæðna í hveiju tilviki. Ríkið gerir
yfir hundrað kjarasamninga og það
tekur því nokkurn tíma að koma
þeim á en ég vona að brautin hafi
nú verið rudd.“
Friðrik sagði að ríkisstjórnin
myndi leggja fram frumvarp um
skattaútspil stjórnarinnar strax eft-
ir páska. Það yrði í því formi _sem
kynnt var forystumönnum ASÍ, að
öðru leyti en því að ákvæði um
breytingar á vaxtabótum hafi verið
felld út enda verði þau skoðuð nán-
ar á næstunni.
„Á þessari stundu er auðvitað
ekkert hægt að fullyrða um áhrif
samninganna á ríkisbúskapinn en
þeir sem stóðu að þeim halda því
fram að þeir stuðli að stöðugleika.
Það er mest um vert að koma í veg
fyrir þenslu í efnahagslífínu og halla
á ríkisbúskapnum," sagði Friðrik
Sophusson fjármáiaráðherra.
Ólafur B. Ólafsson formaður VSÍ
Kallar á mikið átak
hjá vinnuveitendum
„ÞAÐ verður mikið átak fyrir
vinnuveitendur að standa undir
þessum samningi. Það mun hins
vegar hjálpa okkur að þessi samn-
ingur er til þriggja ára, sem er
lengri samningstími en við höfum
áður samið um,“ sagði Ólafur B.
Ólafsson, formaður VSI.
„Það er ljóst að þessir samning-
ar fela í sér meiri upphafshækkan-
ir en við höfðum stefnt að svo að
þeir munu þar af leiðandi hafa í
för með sér meiri verðbólgu en við
vildum stefna að, þ.e. 2-2,5%.
Verðbólgan mun verða eitthvað
meiri, en við vonumst til þess að
þessi langi samningstími gefi fyrir-
tækjunum möguleika á að laga sig
að aðstæðum og þar með að ráða
við þær kostnaðarhækkanir sem
samningarnir hafa í för með sér.“
Ólafur sagði að það sjónarmið
vinnuveitenda, að aflýsa ætti öllum
verkföllum við undirskrift samninga
væri eðlilegt, ekki síst með vísan
til breytinga á vinnulöggjöfinni.
„Lögin nýju um stéttarfélög og
vinnudeilur eru skýr að því leyti
að við undirskrift samnings tekur
hann gildi og þar með eru öll verk-
föll úr sögunni. Fulltrúar verka-
lýðsfélaganna óskuðu hins vegar
mjög eindregið eftir því að fá að
fresta þeim verkföllum sem í gangi
voru og þegar boðuðum verkföll-
um. Til þess að leysa málið að
þessu sinni létum við til leiðast að
fallast á þessa ósk viðsemjenda
okkat-.“
Lægstu laun
hækka verulega
„ÉG tel að hér hafi verið gerðir
nokkuð góðir samningar,“ segir
Grétar Þorsteinsson, forseti ASI.
„Helsta einkenni þeirra, líkt og
flestra samninga sem gerðir hafa
verið á seinustu vikum, er að hækka
verulega lægstu laun. Það hefur
meðai annars verið gert með því
að færa taxta að greiddu kaupi.
Við höfum enga ástæðu til að ætla
annað en að verðlagsforsendur
standist og þá munum við ná um-
talsverðum kaupmáttarauka í þess-
um samningum, sem ætti að færa
okkur nær þeim kjörum sem félag-
ar okkar í nágrannalöndunum búa
við.
Það er opnunarákvæði í þessum
samningum ef verðlagsmál fara
verulega úrskeiðis. Það á að tryggja
það aðhald sem við teljum mjög
nauðsynlegt. Við óttumst nokkuð
þær verðhækkanir sem hafa átt sér
stað á síðustu vikum og dögum.
Það er háskalegt ef framhald verð-
ur á því,“ segir Grétar.
Hann sagði aðspurður að alltaf
væri umdeilanlegt hvort nægilega
skýr opnunarákvæði væri að fínna
í samningum. „Menn töldu að þessi
samningstími og þetta tryggingará-
kvæði væri viðunandi og við yrðum
að Iáta á það reyna. Ef allir, at-
vinnurekendur, launþegar og ekki
síst stjórnvöld, vinna að því að halda
verðlagi í skefjum þá á þetta ekki
að vera áhætta,“ segir hann.
Sættir sem báðir geta unað við
Grétar segir að ágreiningur sem
upp kom í gær milli samningsaðila
um hvort fresta ætti eða aflýsa
vinnustöðvunum varðaði nýju
vinnulöggjöfína. „Við höfðum á til-
finningunni að atvinnurekendur
ætluðu að ná hér fram þeirri niður-
stöðu að verkföllum og boðuðum
aðgerðum yrði aflýst, sem yrði for-
dæmi í framtíðinni. Við sjáum ekk-
ert í lögunum sem kallar á þetta,
heldur er beinlínis vikið að því í
greinargerð laganna að þessar leik-
reglur verði með svipuðum hætti
og í gömiu löggjöfínni. Menn náðu
sáttum sem báðir geta unað við,“
sagði Grétar.
Yfirlýsing
forsætisráðherra
í FRAMHALDI af viðræðum við
fulltrúa ASÍ og VSÍ vill forsætis-
ráðherra taka fram að forræði
hinna almennu lífeyrissjóða á 10%
sameiginlegu framlagi vinnuveit-
enda og launþega verði tryggt í
þeirri löggjöf sem nú er í undir-
búningi.
Að því er varðar skattamál,
sbr. yfirlýsingu frá 10. mars sl.,
mun ríkisstjórnin falla frá fyrir-
huguðum tillögum um breytingar
á vaxtabótakerfinu.
Áréttuð er sú yfírlýsing forsæt-
isráðherra að bætur í trygginga-
kerfínu muni hækka um þá með-
alhækkun launa sem verður í al-
mennum kjarasamningum að
mati ríkisstjórnarinnar.
Reykjavík, 24. mars 1997,
Davíð Oddsson.