Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Lögreglan á Akureyri Tvær líkamsárásir og fimm innbrot TVÆR líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu aðfaranótt laugardag. Önnur varð í miðbænum en hin í heimahúsi. Um minniháttar meiðsli var að ræða í öðru tilvikinu en við- beinsbrot í hinu. Sparibaukum stolið Fimm þjófnaðarmái voru kærð til lögreglu. Farið var inn í hús á brekkunni og þaðan stolið tveimur sparibaukum sem fullir voru af smámynt. Einnig var farið inn í hús á Eyrinni og stolið átta þúsund krónum í peningum úr peninga- kassa. Þá var tilkynnt um tvö inn- brot, annað í endurhæfmgastöðina við Skógarlund þar sem litlar skemmdir voru unnar og líklega engu stolið, hitt var í íbúðarhús á brekkunni en þar var einnig litlu stolið. Þá var einnig tilkynnt um tilraun til innbrots í leikskólann Iðavelli við Gránufélagsgötu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þessi innbrot eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregl- una á Akureyri. Að undanförnu hefur einnig bor- ið nokkuð á ijársvikamálum, en þtjú slík komu til kasta lögreglu. Um er að ræða fólk sem stingur af frá ógreiddum reikningum, svo sem á hótelum og fyrir akstur í leigubílum. Verkefni vegna farþegabryggju Tilboð langt undir áætlun TVÖ tilboð bárust í dýpkun, bygg- ingu gijótgarðs og landveggjar fyrir farþegabryggju við Torfunef á Akur- eyri, en þau voru opnuð í gær. Bæði tilboðin voru langt undir kostnaðará- ætlun. Arnarfell átti lægra tilboðið, 1.662.697 sem er 40,5% af áætluð- um kostnaði en tilboð frá GV-gröfum var að upphæð 2.195.246 kr. sem er 53,5% af kostnaðaráætlun, sem var 4.103.269 kr. Innifalið í verkinu er að vinna og flokka gijót í Krossanesnámu, aka þvi að garðstæðinu og byggja gijót- garð, en áætlað er að efnismagn i garðinn verði um 1.900 rúmmetrar. Þá þarf að dýpka innan garðsins í 3 metra. Þessu verkefni á að vera lok- ið eigi síðar en 10. maí næstkomandi. Morgunblaðið/Kristján Stálu trefli af snjókarli UNGMENNI við skál á Akureyri stóðust ekki þá freistingu aðfara- nótt laugardags að príla upp 6-7 metra háan snjókarl sem reistur var á Ráðhústorginu og ræna 13 metra löngum trefli sem hann bar um hálsinn. Trefillinn er gerður úr grófu efni og segldúk og vöfðu ung- menninn trefilinn af karli og höfðu á brott með sér. Lögreglu- menn á eftirlitsferð um miðbæinn veittu því athygli skömmu seinna að karlinn var kuldalegri en hann átti að sér enda helsta skjólflíkin horfin. Eftir stutta leit kom þýfið í leitirnar, og höfðu sökudólgarnir og fleiri vegfarendur á næturgöltri strengt trefilinn á milli sín. Lögreglan lagði hald á hann en þótti torvelt að draga einhvern til ábyrgðar fyrir verknaðinn, enda margir með hönd á þýfinu. Trefillinn var vafinn um háls snjókarlsins að nýju í gær, en tölur sem prýddu hann voru skemmdar þessa sömu nótt og var ekki búið að sauma þær á karlinn aftur þegar krakkarnir á Ieikskólanum Flúðum iitu á Snæfinn snjókarl i gærmorgun. Maður handtekinn á hóteli með kókaín ÞRJÚ fíkniefnamál komu til kasta rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri á laugardag og í einu þeirra fundust 2 grömm af kókaíni við leit á hóteli í bænum. Einn maður var handtekinn á staðnum og var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Á laugardagsmorgun barst lög- reglunni vitneskja um fíkniefna- notkun í húsi á Brekkunni og á vettvangi fundust fjórar hasspípur. Við nánari leit fann hasshundurinn Jens 4 grömm af hassi sem voru vel falin í húsinu. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið og var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Bindur vonir við hasshundinn Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi er farinn að nota hasshundinn Jens við fíkniefnaleit en hann hef- ur verið að þjálfa hundinn til slíks brúks í rúmt ár. Þetta er hins veg- ar í fyrsta skipti sem Jens finnur fíkniefni í raunverulegu máli. Sagðist Daníel ánægður með frammistöððu hundsins og bindur hann miklar vonir við hann við fíkniefnaleit í framtíðinni. Á laugardagskvöld var lögregla kvödd að veitingahúsi í bænum en á kvennasnyrtingu hússins fundust blóðugar sprautur og leikur grunur á að þær hafi verið notaðar í sam- bandi við fíkniefnaneyslu. Málið er óupplýst en í rannsókn. Þá var lögreglan kvödd í hús í miðbænum sl. miðvikudagskvöld, vegna hávaða. Þar fundust sprautur og ýmislegt fleira sem benti til fíkni- efnaneyslu. Við húsleit fannst tölu- vert af lyíjum sem annar tveggja aðila sem komu við sögu hafði náð frá læknum. Tveir menn voru hand- teknir og var þeim sleppt að loknum yfírheyrslum daginn eftir. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRARINN B. Jónsson, umboðsmaður Sjóvá-Almennra á Akur- eyri, og Guðríður Eiríksdóttir, formaður safnaðarsljórnar Akur- eyrarkirkju, takast í hendur. Á milli þeirra standa prestarnir séra Birgir Snæbjörnsson og Svavar Alfreð Jónsson. FORD ECONOliNE 350 XLT árg. 1992 U^fýðlilgði' áBllasöÍU KeflavíkUr, s. 421 4444 / 8931832, hs. 421 3443, Gisli. 7,3 diesel, ný 44" DC, extra low millikassi, 4:88 drif, loftlæstur framan + aftan, aukatankur, 12 manna Clubwagon o.fl. Frábær listi fuilur af glæsilegum vorfatnaói Afgreiðslutími frá aóeins 3 dögum! Kr. 490. - Andlát SIGVALDIÞORLEIFSSON SIGVALDI Þorleifsson útgerðarmaður í Ólafs- firði lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 20. mars síðastiið- inn. Hann fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 8. janúar 1915. Foreldrar hans voru Þorleifur Rögnvaldsson úr Fljótum og Guðrún Sigurðardóttir frá Upsaströnd. Systkini Sigvalda voru Jónína, Rögnvaldur, Sigrún Anna og Unnur en þau eru öll látin. Sigvaldi kvæntist Sigríði Gunn- laugsdóttur árið 1938. Börn þeirra eru Gunnar Þór, framkvæmdastjóri, Egill, verslunarmaður, og Þorleifur Rúnar, framkvæmdastjóri. Sigvaldi stundaði nám við Alþýðu- skólann að Laugum og sótti vél- stjóranámskeið á Akureyri. Hann hóf sjósókn ungur og aðeins 15 ára að aldri keypti hann ásamt Jóni Sig- urpálssyni sinn fyrsta bát. Hann tók þátt í stofnun nokkurra útgerðarfé- laga í Ólafsfirði, Sævalds, Þrists og hlutafélags um kaup á togaranum Norðlendingi. Útgerðarfélagið Sæ- berg stofnaði hann ásamt fleiri útgerðar- mönnum í Ólafsfirði árið 1972. Árið 1990 keypti félagið Hrað- frystihús Ólafsíjarðar, Hráðfrystihús Magnús- ar Gamalíelssonar og togarann Ólaf bekk. Fyrir um tveimur árum eignaðist félagið togar- ann' Hvannaberg, en Sæberg er eitt öflug- asta útgerðarfélag í Ólafsfirði. Sigvaldi átti einnig stóran þátt í uppbyggingu fisk- vinnslu í Ólafsfirði. Sigvaldi rak ásamt fleirum félag sem annaðist flutninga milli Ólafs- íjarðar og Reykjavíkur. Hann stofn- aði Netaverkstæði Ólafsfjarðar og var einn af frumkvöðlum að stofnun verslunarinnar Valbergs. Sigvaldi sat í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar, var kosinn árið 1954 og sat þar óslitið til ársins 1970. Hann átti sæti í nefndum á vegum bæjarins. Hann var stofnfélagi íþróttafélags- ins Leifturs árið 1931 og var í fyrsta knattspyrnuliði þess. Hann var einn- ig stofnfélagi Rótarýklúbbs Ólafs- ijarðar 1955. Kirkju gefið öryggiskerfi SJÓVÁ-Almennar og umboðið á Akureyri hafa gefið öryggiskerfí í Akureyrarkirkju og safnaðarheimili kirkjunnar. Uppsetningu búnaðarins er lokið og var hann afhentur form- lega að lokinni föstuguðsþjónustu í síðustu viku. Eins og kunnugt er var framið innbrot í Akureyrarkirkju í lok nóv- ember á sl. ári og miklar skemmdir ■ unnar á orgeli, altaristöflu og ýmsum kirkjumunun. Guðríður Eiríksdóttir, formaður safnaðarstjórnar, sagði við afhend- inguna að mikið hafi gengið á og því ekki annað fært en að tryggja kirkjuna betur, þrátt fyrir bænir og blessunarorð sem þar eru sögð. Hún sagði stuðning Sjóvá-Almennra því afar mikilvægan. .. ♦ ♦ ♦------ Ungbarnanudd á mömmumorgni DÝRLEIF Skjóldal flytur fyrirlestur um ungbarnanudd á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 26. mars frá ki. 10 til 12. Börnin hafa aðgang að leikföngum og bókum. Gengið er inn um Kapelludyrnar. I i i ) i i L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.