Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 17
'I
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 17
VIÐSKIPTI
Hraðfrystihús Eskifjarðar skilaði 312 milljóna króna hagnaði í fyrra
Hagna ðurinn
jókst um 72%
HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar hf. á árinu 1996 nam um
312 milljónum króna eftir reiknaða
skatta að fjárhæð tæplega 126
milljónir. Þetta er um 72% meiri
hagnaður en árið 1995 þegar hann
nam um 181 milljón.
Heildarvelta félagsins nam 3.846
milljónum, en að teknu tilliti til afla
til eigin vinnslu var veltan 3.106
milljónir og hafði aukist um tæp
52% milli ára. Hagnaður af rekstri,
þ.e. án tillits til fjármagnsliða, nam
alls 543 milljónum, en var 284 millj-
ónir árið áður. Hagnaður fyrir
skatta nam 438 milljónum, en nán-
ari upplýsingar um rekstur og fjár-
hags félagsins er að finna á með-
fylgjandi yfirliti.
Bókfært eigið fé félagsins var
845 milljónir í árslok 1996 eða um
26% af heildareignum, borið saman
við 503 milljónir árið áður.
Heildarfjárfestingar félagsins á
árinu 1996 námu alls 763 milljónum
króna.
Gott útlit á þessu ári
Magnús Bjamason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir
að þennan góða hagnað félagsins
megi fyrst og fremst rekja til veiði
á uppsjávarfiskum og hás verðs á
mjöli og lýsi. Um afkomu félagsins
á yfirstandandi ári segir Magnús
að hún sé heldur betri en á sama
tíma í fyrra. „Við höfum tekið við
heldur meira magni til bræðslu
heldur en í fyrra eða tæpum 74
þúsund tonnum og fryst 4.300 tonn
af loðnu eftir áramótin. Þetta lítur
vel út og verð á afurðunum er gott,“
sagði hann.
Stærsta fjárfesting fyrirtækisins
á þessu ári eru breytingar á Jóni
Kjartanssyni. Skipt verður um brú
á skipinu, settur á það hvalbakur
og lagfæringar gerðar á íbúðum.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
»-4 i^-. Ur ársreikningi 199 6 _La» L—
Rekstrarreikningur Muijónir króna 1996 1995 Breyt.
Rekstrartekjur 3.106 2.046 +51,8%
Rekstrarqjöld 2.384 1.632 +46,1%
Hagnaður fyrir afskriftir 722 415 +74,0%
Afskriftir 179 130 +37,7%
Fjármagnsgjöld 109 107 +1.9%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 438 181 +142,0%
Hagnaður ársins 312 181 +72.4%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995
I Eianir: I Milliónir króna
Veltufjármunir 466 585 -20,3%
Fastafjármunir 2.800 2.021 +38,5%
Eignir samtals 3.266 2.606 +25,3%
I Skuidir on oiaið fð: I Milliónir króna
Skammtímaskuldir 636 728 -12,6%
Langtímaskuldir 1.558 1.297 +20,1%
Tekjuskattsskuldbinding 227 78 +191,0%
HHHIHHWÉHHHHi 845 503 +68,0%
þar af hlutafé 346 +25,3%
Skuldir og elgið fé samtals wwvn 2.606
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfall 25,9% 19.3% <|jM^j
Arðsemi eigin fjár 62,0% 46,0%
Veltufé frá rekstri, milljónirkr. 539,0 269,0 +100,4%
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FRÁ aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa.
Hagnaður hjá KHB
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
Jarðboran-
ir hækka
um 21,5%
HLUTABRÉF í Jarðborunum
hækkuðu mikið í verði í við-
skiptum á Verðbréfaþingi í gær
5 kjölfar frétta af stórum samn-
ingi fyrirtækisins við Lands-
virkjun um boranir við Kröflu.
Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu
í lok viðskipta fyrir helgi var
3,95, en við lok viðskipta í gær
hafði gengið hækkað í 4,80,
sem jafngildir 21,5% hækkun
Viðskipti með hlutabréf í
Jarðborunum voru mjög lífleg
og seldust hlutabréf fyrir rúmar
tvær milljónir króna að nafn-
virði eða fyrir um 10 milljónir
króna að söluvirði. Samanlögð
viðskipti með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi og Opna tilboðs-
markaðnum námu um 38 millj-
ónum króna í gær, en auk Jarð-
borana seldist talsvert af hluta-
bréfum í SR-mjöli og Fóður-
blöndunni.
Þá seldist einnig talsvert af
spariskírteinum á Verðbréfa-
þingi í gær eða sem nemur rúm-
um 70 milljónum króna. Ávöxt-
unarkrafa á 10 ára skírteinum
hækkaði lítið eitt eða um 0,02
prósentustig, en á lengri skír-
teinunum var hún óbreytt.
HAGNAÐUR Kaupfélags Hér-
aðsbúa nam 71,4 milljónum króna
á síðasta ári. Heildarvelta félagsins
nam 2.223 millj. kr. og hafði aukist
um 8,6% á milli ára. Eigið fé nam
í árslok 337,3 milljónum.
Á árinu 1996 var ráðist í upp-
stokkun á rekstri félagsins með það
að markmiði að tryggja framtíðar-
rekstur þess, og munu aðgerðir
skila sér í bættum rekstri strax
þessu ári. Á árinu var frystihús
KHB gert að sérstöku hlutafélagi,
Kambfelli hf., og er stefnt að því
að selja meirihluta sinn í félaginu.
Einnig stóð félagið að stofnun Kjöt-
kaupa hf., en það félag yfirtók
rekstur Austmats hf. og Kjötvinnslu
KHB.
Stefna félagsins er að beina
kröftum þess að rekstri verslana
og afurðastöðva. Félagið rekur dag-
vöruverslanir á Egilsstöðum, Reyð-
arfirði, Seyðisfirði, Borgarfírði
eystra og á Eskifírði eftir að það
keypti öll hlutabréf í Pöntunarfélagi
Eskfirðinga hf. á síðasta ári. Enn-
fremur tók félagið á leigu sláturhús
Sláturfélags Suðurfjarða sf. á
Breiðdalsvík og slátrar nú sauðfé í
tveimur húsum. Stjórn félagsins var
endurkjörin.
Krupp
hættir við
tilboð í
Thyssen
Bonn. Reuter.
KRUPP samsteypan hefur dregið
tilboð sitt í Thyssen AG til baka
og fyrirtækin segja að samvinna
þeirra geti náð lengra en til sameig-
inlegs fyrirtækis, sem þau hyggist
koma á fót.
„Áður kunngert tilboð er fallið
ur gildi og fleiri tilboð um að taka
við rekstri Thysxsens verða ekki
gerð í framtíðinni," sagði í sameig-
inlegri yfirlýsingu frá Fried. Krupp
AG Hoesch-Krupp og Thyssen.
Eftir fimm daga viðræður hafa
fyrirtækin samþykkt að stofna stál-
fyrirtæki, sem Thyssen mun sjá um
rekstur á vegna þess að framleiðslu-
geta Thyssen Stáhl deildarinnar og
arðsemi hennar er meiri en Krupp-
Hoesch Stáhl að sögn talsmanns
Thyssens.
„Viðræður Thyssens og Krupps
um samruna stálstarfseminnar
ganga vel,“ sagði í yfírlýsingunni.
„Samningsaðilar telja að slíkur
samruni muni gera Þjóðveijum kleift
að varðveita foiystuhlutverk sitt á
sviði stálframleiðslu og móta heild-
arstefnu, sem leiðir til framfara."
Eimskip
með 600
milljóna
skulda-
bréfaútboð
EIMSKIP hefur samið við Bún-
aðarbankann Verðbréf um
skuldabréfaútboð að fjárhæð
600 milljónir króna að undan-
gengnu útboði á meðal helstu
verðbréfafyrirtækja landsins.
Skuldabréfin verða boðin í ís-
lenskum krónum með verð-
tryggingu og eru þau til 6 ára
með einni greiðslu í lokin en
með vaxtagreiðslum tvisvar á
ári, segir í frétt.
Stefnt er að skráningu
skuldabréfanna á Verðbréfa-
þingi íslands og mun Búnaðar-
bankinn Verðbréf taka að sér
öfluga viðskiptavakt á skulda-
bréfunum. Sala skuldabréf-
anna hefst þann 3. apríl næst-
komandi og verður um opið
útboð að ræða.
Samhliða sölu skuldabréf-
anna gera Eimskip og Búnað-
arbankinn Verðbréf með sér
skiptasamning þar sem kjörum
skuldabréfanna er breytt þann-
ig að endanleg kjör sem Eim-
skip greiðir miðast við álag á
millibankavexti (LIBOR) í er-
lendum myntum en Búnaðar-
bankinn yfirtekur innlendu
skuldbindingarnar. Heildar-
fjármögnunarkostnaður sem
Eimskip greiðir nemur u.þ.b.
0,5% álagi á LIBOR og eru þau
kjör í samræmi við þau kjör
sem félaginu bjóðast á erlend-
um mörkuðum.
Spariskír-
teini fyrir
200 milljónir
TÆPLEGA 200 milljónir króna
seldust í spariskírteinum ríkis-
sjóðs í utboði Lánasýslunnar í
gær. Ávöxtunarkrafan er í
samræmi við ávöxtunarkröfu á
Verðbréfaþingi íslands og mjög
svipuð og hún var í síðasta
útboði fyrir tæpum mánuði.
Alls bárust 20 gild tilboð í
spariskírteini að fjárhæð 339
milljónir króna að söluverð-
mæti. Tekið var tilboðum í skír-
teini fyrir 194 milljónir króna
og var meðalávöxtun spariskír-
teina til 5 ára 5,76% og til 8
ára 5,78%.
Ávöxtun á spariskírteinum í
áskrift er 5,26% á skírteinum
til 5 ára og 5,36% á spariskír-
teinum til 10 ára.
Aðeins fallegir hlutir til f e r m i n g a r g j a f a - engar málamiðlanir
Habitat f Kringlunni er verslun full af húsgögnum og smávörum sem njóta sín vel sem fermingargjöf.