Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 21

Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 21 Verðkönnun Samkeppnisstofnunar Allt að 354% verðmunur á lyfjum VERÐMUNUR á hæsta og lægsta verði innúðalyfsins Ventoline reyndist 354%, á Kliogest töflum var munurinn 135% og á 10 stykkj- um af endaþarmsstílunum Paras- upp munaði 157%. Þann 17. mars sl. kannaði Sam- keppnisstofnun verð á lyfjum í 30 lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Athugað var verð á 32 algeng- um lyfjum, bæði lyfjum sem eru seld í lausasölu og lyfjum sem eru seld samkvæmt lyfseðli. Að sögn Kristínar Færseth deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun var leitast við að hafa lyfjaúrvalið sem fjölbreyttast og einungis var kann- að verð á einni tegund samheita- lyfja. I töflunni sem birt er hér á síð- unni eru nöfn þeirra lyfjaverslana sem verð var kannað hjá ásamt verði á þeim lyfjum sem könnunin náði til. Við hvert lyf er birt tvenns- konar verð. Það efra er verðið sem almennir sjúklingar greiða en það neðra verðið sem elli-, og örorkulíf- eyrisþegar greiða. Verðið sem hér er birt er það verð sem sjúklingar greiða sjálfir. Kristín segist vilja benda á að greiðsluþáttur Trygg- ingastofnunar ríkisins í lyfseðils- skyldum lyfjum sé afar mismun- andi. „í sumum tilvikum greiða sjúklingar fyrir lyfið að fullu en í öðrum tilvikum greiðir Trygginga- stofnun fyrir lyfíð að mestu. Hlutur Tryggingastofnunar í verði þeirra lyfja sem stofnunin niðurgreiðir kemur því ekki fram í könnuninni. Nýtt Andlits- vörur frá Body Shop KOMIN er í verslanir Body Shop ný lína af andlitsvörum sem eru fyrir feita, venjulega og þurra húð. Vörurnar henta sérstaklega konum Þá er meðalverð lyijanna birt ásamt því hámarksverði sem al- mennir sjúklingar og elli-, og öror- kulífeyrisþegar greiða miðað við verð í lyfjaverðskrá." í einstaka tilvikum greiða sjúklingar ekkert fyrir lyf „Það vekur athygli í þessari könnun að verðið sem sjúídingar greiða sjálfir fyrir lyf sem verðlögð eru með opinberu hámarksverði er að jafnaði lægra en hámarksverð- ið“, segir Kristín. „í einstaka tilvik- um greiða sjúklingar ekkert fyrir lyfin þótt ljrfjabúðir hafi heimild til að láta þá greiða ailt að 3.000 krón- um.“ Hún segir algengt að það verð sem almennir sjúklingar greiða sé að meðaltali 10-15% lægra en hámarksverðið og afsláttarverð til elli-, og örorkulífeyrisþega sé 10-20% lægra. „Einstaka lyfjaversl- anir veita hinsvegar meiri afslátt." Þegar hún er spurð um ástæður fyrir þessum verðmun hjá apótek- unum segir hún að líklega megi rekja samkeppnina sem endurspegl- ast í afslættinum til breyttra reglna um stofnun iyfjaverslana sem tóku gildi með nýjum lyfjalögum." Kristín vill benda á að ýmsar lyfjaverslanir hafa á boðstólum samheitalyf sem eru ódýrari en þau lyf sem valin voru i könnunina. Þá vill hún undirstrika að ekki var lagt mat á þjónustu fyrirtækjanna sem eru með í könnuninni heldur er hér eingöngu um beinan verðsaman- burð að ræða. um og yfir þrítugt. í fréttatilkynn- ingu frá Body Shop segir að um þrítugt fari að verða mikilvægt að nota andlits- vörur með virkum efnum og efnum sem vernda húð- ina. Jafnframt henta vörurnar kon- um sem eru viðkvæmar fyrir ilm- og litarefnum í snyrtivörum. Ut marsmánuð eru vörurnar á sérstöku kynningartilboði í Body Shop versl- ununum í Kringlunni og á Lauga- vegi. 100 tonn af lamba- slögnm til Bosníu UNDANFARNA mánuði hefur Sláturfélag Suðurlands vart annað eftirspurn frá Bosníu eftir íslensk- um lambaslögum. Alls hefur Slátur- félagið sent utan um fjörutiu tonn af þessum varningi. Steinþór Skúla- son forstjóri Sláturfélagsins segir að fleiri sláturleyfishafar hafi einn- ig selt lambaslög til Bosníu og telur hann ekki ólíklegt að yfir 100 tonn hafi farið héðan að undanförnu. úr fitunni og því sé þetta tilvalinn matur fyrir þá. „Það er auðvitað skemmtilegt að finna það sem hentar hveijum markaði, selja mismunandi hluta skrokksins á ólíka staði og ná þann- ig hærra verði. Við erum til dæmis að fá hærra verð fyrir slögin en aðrir þróaðir markaðir hafa viljað borga þar sem fitan er ekki eins eftirsótt.“ Grilluð lambaslög með kartöflum „Það er hefð fyrir mikilli neyslu lambakjöts í Bosníu og grilluð lambaslög með kartöflum eru nokk- urskonar þjóðarréttur þar. íbúar á þessu svæði eru að koma úr styrj- aldarástandi og þarna er mikil fá- tækt. Slögin eru tiltölulega ódýr hluti af lambinu en við erum engu að síður að fá sama verð fyrir slög- in og við fengum hér heima.“ Stein- þór segir að þó slögin séu frekar feit geti Bosníumenn fengið orku Rúllupylsugerð á undanhaldi - Sátuð þið uppi með slögin áður? „Það er kannski ekki hægt að taka það djúpt í árinni að segja að við höfum setið uppi með þau. Hins- vegar er lítið um að fólk borði slög- in ein og sér. Það er meira um að þau fyrirtæki sem búa til rúllupylsu nýti þau og slögin hafa líka verið notuð í kæfu. Það hefur hinsvegar dregið stórlega úr því að almenn- ingur finni sér tíma til að vinna lambakjötið með þessum hætti,“ segir hann. í dag, og á morgun á GRAPHISME, nýju vorlitunum frá Yves Saint Laurent. Einnig kynnum við nýja ilminn YVRESSE Légere. Gréta Boða förðunar- meistari, veitir ráðgjöf um förðun og liti. Glæsilegur kaupauki. Munið VIP kortin. Verið velkomin Oculus Austurstræti 3, s. 551-4033 Nýtt Lyklakerfi K. Þorsteinsson & Co Skútuvogi lOe hefur hafið innflutning á ly- klakerfi frá MUL-T-LOCK. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu K. Þorsteinssyni & CO segir að um sé að ræða nýtt lyklakerfi með 10 pinna sílindrum sem nánast ómögu- legt er að bora eða bijóta upp. MUL-T-LOCK passar í allar al- mennar læsingar á íslenskum markaði og er því kostnaður lítill við að skipta. Lyklarnir eru tvíhliða þannig að mögulegt er að hafa tvennskonar kerfi í einum og sama lyklinum. Ekki er hægt að fjölfalda lyklana í venjulegum lyklaskurðvélum og eykur það öryggið. K. Þorsteins- son & Co hefur einnig umboð fyr- irt.d. Stanley, VISE-GRIP, Weslock og Zinck Lysbro. m Vinsælasti dagsferða- og skólabakpokinn á Norðurlöndum Fermingagjöf sem gagnast allt áriö ÚTIVISTARBÚÐIIU við Umferðarmiöstööina Sími: 551 9800 ÍSLENSKIR OSTAR, HMINASTA Dala-Brie er hreint frábær ostur, Ijúffengur einn sér eÍa me<5 ávöxtum, grœnmeti og kexi. Veisla, teiti, saumahlúhhur eða róleg stunJ, hvert sem tilefnið er fá getur f>ú alltaf treyst á Dala-Brie. Og svo getur Dala-Brie verið tilefni út af fyrir sig...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.