Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 25
ERLEIMT
Reuter
Á hækjum
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
losnaði við hjólastól á sunnudag
og prófaði þá að komast um á
hækjum. Á myndinni stillir leyni-
þjónustumaður hækjurnar er
Clinton hyggst ganga frá kirkju
í Washington.
Ólgan í Papúa Nýju-Gíneu
Níu ráðherr-
ar segja af sér
Port Moresby. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti níu ráðherrar
í stjórn Papúa Nýju-Gíneu ákváðu
í gær að segja af sér og hvöttu sir
Julius Chan forsætisráðherra til að
láta af embætti vegna þeirrar
ákvörðunar hans að ráða erlenda
málaliða til að kveða niður uppreisn
aðskilnaðarsinna á Bougainville-
eyju.
Jerry Singirok, yfirmaður hers-
ins, hefur einnig krafist þess að
Chan segi af sér fyrir fund þingsins
í dag og Sir Wiwa Korowi, yfirland-
stjóri Papúa Nýju-Gíneu, tók undir
þá kröfu í gær.
Þrír ráðherranna eru í flokki
Chans, Framfaraflokknum, og
þeirra á meðal eru David Mai land-
búnaðarráðherra og sir Albert Kip-
alan, ráðherra jarðnæðismála. Kip-
alan kvaðst styðja þá kröfu hersins
að Chan og tveir bandamenn hans,
Chris Haiveta aðstoðarforsætisráð-
herra, og Mathias Ijape varnar-
málaráðherra, segðu af sér.
Mai táraðist þegar hann til-
kynnti ákvörðun sína og kvaðst
ætla að segja af sér þar sem hann
vildi ekki tengjast ákvörðun sem
þjónaði ekki hagsmunum þjóðarinn-
ar og væri ólögleg.
Bráðabirgðastjórn rædd á
þinginu
Deilan hófst fyrir viku þegar
Singirok snerist gegn Chan og
krafðist þess að hann rifti samn-
ingnum við málaliðanna og segði
af sér. Chan reyndi þá að víkja
hershöfðingjanum frá en Singirok
hefur enn bæði tögl og hagldir inn-
an hersins.
Þingið ræðir í dag tillögu um að
Chan verði knúinn til afsagnar og
mynduð verði bráðabirgðastjórn
sem yrði við völd fram yfir kosning-
ar sem verða í júní. Stjórnarand-
stæðingar, þeirra á meðal tveir fyrr-
verandi forsætisráðherrar, sir Mich-
ael Somare og Paias Wingti, sögð-
ust ætla að styðja tillöguna.
Her Ástralíu er í viðbragðsstöðu
vegna ólgunnar í Papúa Nýju-Gíneu
til að geta aðstoðað 10.000 Ástrali,
sem búa í Kyrrahafslandinu, ef
ástandið versnar.
Útivistardaaar
hjá 66°N
15% afsláttur af vörum frá 66°N
Afslátturinn gildir í verslunum 66°N í Reykjavík og á Akureyri,
einnig í Útilíf í Glæsibæ og versluninni Tákn á Húsavík.
1
&$%&%***
®ésm
Fatnaður
ins hring
SEXTIU OG SEX NORÐUR
Tec 7530
Hljómtækjasamstæða
með þriggja diska
geislaspilara og
fjarstýringu.
{"'*£. iggt • ' . j : i
B i‘'“
Verö: 23.900 stgr.
Sansui
MS‘7766
Hljómtækjasamstæða með sjö diska y
geislaspilara og fjarstýringu.
Verö: 39.900 stgr.
MITSUBISHI
og NOKIA
sjónvarpstæki
Ýmsar stærðir
og gerðir
Verö frá 29.900 stgr.
■ rJ
-mmwm
___________________Nintendo 64
( Ein fremsta og besta leikjatölvan á markaðinum í dag/^
Verö: 29.900 stgr
Leikir - veró frá kr. 5.900
(
Mitsubishi myndbandstæki
3ja, 4ra og 6 hausa vel búin mynd-
bandstæki að þörfum hvers og eins
Verö frá 37.900 stgr.
m
Olympus
myndavélar
Mikið úrval af
alsjálfvirkum myndavélum
Verö frá kr. 6.900 stgr,
Olympus sjónaukar
7-8-10 og 12x stækkun
Sérstaklega tærir og bjartir/
Verö frá kr. 7.950 stgr.
V3U