Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 29
Sleiktu að vild
IKIKLIST
Unglingadeild lcik-
fclags Kópavogs
SAMA ÞÓTT ÉG SLEIKI?
Leikstj. Vigdís Jakobsdóttir. Ljós:
Skúli Rúnar Hilmarsson og Oddný L
Eiríksdóttir. Hljóð: Ólöf Þórðardótt-
ir. Leikarar: Anna Brynja Baldurs-
dóttir, Birgitta Birgisdóttir, Fróði
Steingrímsson, Hafsteinn Már Sig-
urðsson, Magnús Guðmundsson,
Ragnhildiu- Bjarkadóttir og Þórodd-
ur Guðmundsson. Frumsýnt í félags-
heimili Kópavogs 23. marz.
ALLIR MUNA eftir gömlu
„prævad æ“-myndunum sem tröll-
riðu kvikmyndamarkaðnum frá því
meistari Chaplin féll frá unz Víet-
namstríðið og Woodstock skullu á.
Þær voru allar um einmana einka-
spæjara sem hafði ekki fengið verk-
efni í margar vikur, mánuði eða jafn-
vel ár. Þær byrjuðu allar inni á skrif-
stofu spæjarans, ris þeirra var á
hverfiskránni og endirinn alltaf niðri
á höfn. Ofan á endilangri ræmunni
var svo eitthvert afbrigði af innra
eintali einhverrar persónu, svona ef
vera skyldi að áhorfendur föttuðu
ekki „plottið".
Ég er ekki frá því að þetta sé
neikvæðasti inngangur sem ég hef
skrifað, en það er vegna þess að
horfa á rigningarmyndir frá sjötta
áratugnum þykir mér vera með því
leiðinlegra sem ég geri. Ég er heldur
ekki frá því að krökkunum_ í ungl-
ingadeild LK þyki það líka. í leikrit-
inu Sama þótt ég sleiki? er gert
þvílíkt stólpagrín að þessum ihynd-
um, söguþræði, persónum og allri
vinnslu þeirra.
í stuttu máli var sýningin virki-
lega skemmtileg og mikið í hana
lagt. Leikararnir sjö sýndu góðan
leik og jafnan sýninguna út í gegn.
Sviðið var vel nýtt, sem og fremsti
hluti salarins. Lýsingin var yfirleitt
góð, en bezt þótti mér „baklýsing-
in“. Ljósi var komið fyrir við dyr sem
sáust ekki en skuggum þeirra sem
opnuðu og um þær gengu var varp-
að yfir allt sviðið. Frábært dæmi um
hvað má gera með einum ljóskast-
ara.
Leikskráin er frumleg í meira lagi;
póstkort með auglýsingaplakati sem
allir hafa séð en fæstir vita hvaðan
er. Fróður maður sagði mér: „Þetta
er plakatið fyrir myndina Murder,
my love .. .nei, Murder, my swe-
et.. .held ég“. Það segir sig sjálft
að ekki kemst mikið af upplýsingum
fyrir á einu póstkorti, en því var
kippt í liðinn á snilldarlegan hátt -
veffang heimasíðu Leikfélags Kópa-
vogs fylgdi með (http://rvik.is-
mennt.is/'ornalex) - svo þetta litla
póstkort er þannig gert að hinni ítar-
legustu leikskrá.
Ég er viss um að framtíð íslenzks
leikhúss sé í hugarflugi unga fólks-
ins sem er ekkert að hengja sig í
hefðirnar meira en góðu hófi gegn-
ir. Góð sýning í Kópavogi sem ég
hvet alla til að sjá, nema gallharða
Bogart-aðdáendur, þeirra eigin sál-
arheillar vegna.
Heimir Viðarsson
Tónlistarkeppni Norðurlanda
PÁLÍNA Árnadóttir: Á leið til Þrándheims.
Morgunblaðið/Kristinn
GYLFI Þ. Gíslason í íslensku óperunni á laugardaginn ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Vilmundar-
dóttur, Olafi G. Einarssyni, forseta Alþingis, Onnu K. Bjarnadóttur, tengdadóttur sinni, Olafi Ragn-
ari Grímssyni, forseta íslands, og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú.
Gylfi Þ.
Gíslason
heiðraður
DAGSKRÁ var haldin síðastliðinn
laugardag í íslensku óperunni tii
heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrr-
verandi prófessor, alþingismanni
og ráðherra, sem varð áttræður í
febrúar síðastliðnum. Fjöldi lista-
manna kom fram og las, lék, spil-
aði og söng. Einnig var sýning á
höggmyndum, glerlist og mál-
verkum. Jón Baldvin Hannibals-
son flutti erindi sem hann nefndi
„Húmanistinn í islenskri pólitík"
og Bjöm Bjarnason menntamála-
ráðherra flutti ávarp, ásamt Sig-
hvati Björgvinssyni.
Að sögn Garðars Cortes tókst
einkar vel til með dagskrána.
„Framlag listamannanna var
glæsilegt og ávörpin einnig."
Gylfi Þ. Gislason ávarpaði gesti
dagskrárinnar í lok hennar og
fjallaði um samspil vísinda, póli-
tíkur, listanna og ástarinnar.
KARLAKÓRINN Fóstbræður flutti lög eftir Gylfa Þ. Gíslason,
Jón Ásgeirsson og Jórunni Viðar á dagskránni í Islensku óper-
unni. Einnig komu fram kór óperunnar, Jónas Ingimundarson,
Einar Már Guðmundsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Þ. Stephensen,
Þorgeir J. Andrésson, Helgi Hálfdanarson og Rannveig Fríða
Bragadóttir.
Pálína Árna-
dóttir full-
trúi Islands
PÁLÍNA Árnadóttir fiðluleikari
var valin fulltrúi Islands í Tónlist-
arkeppni Norðurlanda 1997, Nord-
Sol, að loknum lokaúrslitum for-
keppninnar sem fram fór í Nor-
ræna húsinu síðastliðinn sunnu-
dag. Keppnin verður haldin í
Þrándheimi dagana 9. til 13. júní
næstkomandi.
Pálína segir sigurinn í for-
keppninni hafa komið sér þægi-
lega á óvart — það sé mikill heiður
að fá tækifæri til að vera fulltrúi
íslands í NordSol. Hún segir hins
vegar of snemmt að segja til um
hvaða þýðingu þetta muni liafa
fyrir hana sem tónlistarmann.
„Það verður bara að koma í Ijós!“
Pálína lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
árið 1994 en undanfarin þijú ár
hefur hún lagt stund á framhalds-
nám í fiðluleik í Houston í Banda-
ríkjunum. Þar mun hún búa sig
undir átökin í Þrándheimi en
framundan eru, svo sem gefur að
skilja, miklar æfingar.
Aðrir keppendur í lokaúrslitum
forkeppninnar voru Magnea Tóm-
asdóttir sópransöngkona og Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópran-
söngkona en dómnefnd skipuðu
Gígja Jóhannsdóttir fiðluleikari,
Gísli Magnússon píanóleikari og
Rut Magnússon söngkona.
Vetrarferðin
TÓNLIST
K i r kj u h vo11
LJÓÐATÓNLEIKAR
Hans Zomer og Gerrit Schuil fluttu
Vetrarferðina eftir Franz Schu-
bert. Laugardagurinn 22. mars.
ÞAÐ ERU til nokkur stórverk,
sem eru táknræn fyrir það mikil-
fenglegasta í listrænni sköpun og
það sem er sameiginlegt með
þeim flestum, er að samtíðar-
menn listamannanna gerðu sér
ekki grein fyrir listrænu mikil-
vægi þessara verka. Reynt hefur
verið að skilgreina fyrirbærið og
eru flestir sammála um að listræn
gagnrýni allra listunnenda (ekki
aðeins listgagnrýnenda) byggist
á því, að viðkomandi verk skír-
skoti með einhveijum hætti til
kunnáttu og fyrri reynslu rýnand-
ans. Á kunnáttsviðinu ráða marg-
vísleg skigreinandi hugtök, er
eiga sér tilvist í þeim verkum, sem
viðkomandi hefur upplifað. Vanti
þetta samspil kunnáttu og upplif-
unar, er hætt við að rýnandinn
verði ósnortinn og jafnvel and-
snúinn verkinu. Á sviði tónlistar
eru nokkur dæmi um slík verk
og má t.d. nefna mörg eftir J.S.
Bach, sem lengi vel voru ekki
talin áhugaverð til flutnings, eins
og t.d. einleikssvíturnar. Þá var
sú „níunda“ eftir Beethoven talin
misheppnuð, Vetrarferðin og
stóra C-dúr sinfónían eftir Schu-
bert, lifðu langa þögn og ballett-
inn Vorblót, eftir Stravinskíj, var
„píptur niður" en seinna skipað í
flokk með mestu tónverkum 20.
aldarinnar.
Niðurstaðan gæti verið sú, að
viðkomandi verk, er með einhveij-
um hætti ekki eins og samtíðin
vill hafa það og má með nokkrum
sanni segja það um stóran hluta
af sönglögum Schuberts, því enn
í dag reynist mörgum erfitt að
meðtaka t.d. Vetrarferðina.
Á tímum Schuberts hafði ekki
verið samin slík tónlist og besta
sátt gerði fólk til þeirra laga
Schuberts, sem voru lagrænust
og helst „strófísk" en ekki „gegn-
umsamin". Það samspil píanósins,
raddarinnar og textans, sem er
aðall Schuberts, er í raun „upp-
finning" hans, framlag til þróunar
liedersöngs, sem Schumann,
Brahms, Wolf og Strauss byggðu
síðar á.
Það eru ekki lítil tíðindi, þegar
Vetrarferðin er tekin til flutnings
og á tónlistarhátíðinni í Garðabæ,
sl. laugardag, fluttu bassabarít-
onsöngvarinn Hans Zomer og
píanóleikarinn Gerrit Schuil þetta
meistaraverk. í flutningi þeirra
fór saman, að galdraverki Schu-
berts, fallega mótað lagferli,
spunnið um innihald textans, varð
mikil list í frábærri túlkun Zo-
mers, er leiktjöld píanósins um-
vöfðu af miklu listfengi í mögnuð-
um leik Schuil. Vandinn við túlk-
un Schuberts er folginn í því, að
sjálf söngverkin eru túlkandi í
gerð sinni og því má svo auðveld-
lega ofgera þeim í túlkun. Sér-
kennilegt samspil lagferlis og
texta býr yfir sérlega fínofnum
blæbrigðum, sem aðeins má
„snerta“ við, með skýrum fram-
burði og oft sérlega hófstilltum
leik. Þannig var einmitt söngur
Hans Zomer, er náði undirlegri
speglun blæbrigða í Wasseflut
(nr. 6) og Af dem Flusse (nr. 7),
sem er eitt af glæsilegri tónverk-
um þessa lagaflokks. Þá var fal-
lega leikið með draumsýnina í
Frúhlingstraume (nr. 11). Der
greise Kopf (nr. 14) og Die Krahe
(nr. 15) voru bæði áhrifamikil í
túlkun Zomer.
Eitt sérkennilegasta lagið í
þessum lagaflokki er Letzte
Hoffnung og þar er Schubert í
raun kominn alla leið í „prógra-
meraðri“ túlkun, en í kvæðinu er
voninni líkt við síðasta laufblaðið,
sem enn þráast við að falla og
er túlkun Schuberts sérkennileg,
bæði hvernig þetta staka laufblað
sveiflast til og svo þegar það fell-
ur og skáldið grætur á „gröf von-
ar“ sinnar. Táuscsung (nr. 19)
var undarlega magnað, sérstak-
lega samspil píanósins og söng-
raddarinnar, svo einfaldar sem
báðar línurnar eru. Der Leier-
mann, „síðasta lagið“ er einmitt
svo sterkt í gerð sinni, að það
má nánast ekkert gera, aðeins
reisa rödd og þó, þegar sungið
er „und die Hunde knurren um
dem alten mann“ og niðurlagið
„Wunderlicher Alter, soll ich mit
dir gehn? Willst zu meinem Lied-
ern deine Leier dreh’n?" er kjarn-
inn í listumsvifum mannsins, að
einhver vilji leika undir Ijóð
skáldsins, að í listinni búi sam-
hyggð mannsins í sinni fegurstu
mynd.
Flutningurinn hjá Hans Zomer
og Gerrit Schuil, á þessu furðu-
verki mannlegrar sköpunar, Vetr-
arferðinni, eftir Schubert, var
sannarlega mikill listviðburður og
það er í raun skiljanlegt, að Schu-
bert undraðist sjálfur sköpunarg-
áfu sína og taldi sig aðeins vera
verkfæri æðri máttar. Það var
hann auðvitað, útvalinn til að
leika mönnum fögur ljóð á hörp-
una sína.
Jón Ásgeirsson