Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 33
fAÐIR
Morgunblaðið/Kristinn
væmdastjóri VSÍ og Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ takast í hendur
gsins í Karphúsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Að baki þeim eru
rmaður VSI og Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ.
Hún vildi ekki tjá sig um hvort það
hefðu verið mistök að undirrita samn-
inginn fyrir viku þar sem hún hefði
verið fjarverandi viðræður vegna veik-
inda þann dag.
Félagskonur í Framsókn eru um
2.170 og sagðist Ragna búast við að
mikill meirihluti félagsmanna mundi
fá eingreiðslu til að tryggja 70 þúsund
króna dagvinnulaun frá næstu ára-
mótum en hæsti taxti félagsins var
58-60 þúsund krónur fyrir gerð
samningsins í gær.
Aðspurð um niðurstöðuna fyrir fé-
lagskonur Framsóknar sagði Ragna
að þeim hefði verið raðað í hópa;
matráðskonur hefðu fengð sæmilega
hækkun, ræstingin væri í neðra lagi
en fiskvinnslukonur kæmu þokkalega
út.
Ragna játti því að hún hefði orðið
vör við mikla óánægju þeirra félags-
kvenna sem vinna við ræstingar í
skólum og leikskólum með það að
boðað skyldi til verkfalls í upphafi
páskaviku þegar langt launað páska-
frí var að fara í hönd.
„Ég fann fyrir óánægju út af þessu
og þetta þrýsti á okkur að ljúka þessu
en nei, það voru ekki mistök að boða
verkfall á þessum tíma. Það var rætt
um að fresta því tii 1. apríl en þá
urðum við að velja hvort við vildum
stoppa börnin í skólunum sem voru
að fara í próf.“
Sigurdur Jóhannsson
Mikilvægt að
skapa vinnufrið
„ÞETTA eru öllu meiri hækkanir en
við gerðum ráð fyrir, en við verðum
bara að vona að þanþolið í þjóðhags-
búskapnum sé það mikið að þetta
bjargist. Það er hins vegar mjög mikil-
vægt ef það tekst með þessum samn-
ingum að skapa frið á vinnumarkaðin-
um fram að aldamótum," sagði Sig-
urður Jóhannsson, formaður Vinnu-
málasambandsins.
Sigurður sagði, að ljóst væri að
sumar atvinnugreinar ættu mjög erf-
itt með að taka þennan kostnaðarauka
á sig og þær yrðu að einhverju leyti
að velta honum út í verðlagið. Um
annað væri ekki að ræða.
Sigurður sagði að vinnuveitendur
hefðu fallist á að mæta kröfu verka-
lýðsfélaganna um 70 þúsund króna
lágmarkslaun strax um næstu ára-
mót. Hann sagði að það hefði ekki
verið einfalt mál fyrir vinnuveitendur
að fallast á þessa kröfu.
„Þetta eru grunntaxtarnir í öllu
kerfinu sem við erum að fjalla um og
þeir hafa áhrif á svo gífurlega marga
hópa innan kerfisins þannig að ef við
hefðum tekið þetta stökk upp í 70
þúsund króna markið strax hefði það
leitt til mun meiri hækkana hjá öðrum
launahærri hópum en við gátum stað-
ið undir.“
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Ánægð miðað
við aðstæður
„MIÐAÐ við aðstæður er ég ágætlega
ánægð með samninginn, Ég tel að við
höfum náð þarna inn atriðum sem
skipta mjög miklu máli, ekki síst úti
á landi þar sem samkeppnin er miklu
minni en á höfuðborgarsvæðinu og
markaðslaun hafa mun minni áhrif,“
sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, for-
maður Landssambands íslenskra
verslunarmanna.
„Munurinn á þessum hópi og VR
er sá að við erum með svæði þar sem
er raunverulega engin samkeppni,
víða ekki nema eitt eða tvö atvinnufyr-
irtæki. Þetta er auðvitað allt önnur
aðstaða en hjá VR,“ sagði hún. „Nú
er bara að koma þessu af sér og kynna
samninginn fyrir félögunum svo að
þeir geti greitt um hann atkvæði."
Örn Friðriksson
Náðum megin-
markmiðunum
„VIÐ erum að ná inn öllum megin-
markmiðum sem voru taxtar að
greiddu kaupi, aukinn og vaxandi
kaupmáttur á tímabilinu og einhver
trygging fyrir því að sá kaupmáttur
fari ekki úr skorðum á löngum samn-
ingstíma," sagði örn Friðriksson, for-
maður Samiðnar.
„Svo að í heild séð er ég ánægður
með þennan samning og hann er líka
þannig upp byggður að hann á ekki
að þurfa að valda hér verðbólgu.
Við vorum að gera núna sameigin-
legan kjarasamning fyrir málmiðn-
aðar- og byggingamenn, það er búið
að vinna iengi í því verki og við höfum
náð að samræma mjög mörg atriði
og innihald samningsins er þokkalegt
fyrir okkar fólk þannig að það verður
að sjálfsögðu mælt með þessum
samningi við félagsmenning.
Það sem er athygliverðast í þessum
samningum finnst mér er að þessi
samtök og félög sem voru í þessari
törn núna síðast héldu mjög vel sam-
an síðustu sólarhringana og það þýddi
tvennt; annars vegar að það náðist
fram meiri hækkun á lágmarkstöxt-
unum en annars staðar hafði gerst
og ella hefði verið og það þýddi líka
að við náðum inn tryggingarákvæði
í kjarasamninginn um mat eða opnun
hans ef það gengur ekki eftir sem
áætlað er um aukinn kaupmátt og
það styrkir okkur eflaust í samstarf-
inu áfram,“ sagði Örn Friðriksson.
Örn sagði að meðaltalshækkanir
félaga hefðu ekki verið reiknaðar út
en félagsmenn fengju sömu prósentu-
hækkanir og aðrir.
Almennar kauphækkanir 12,86% á þriggja ára samningstíma
7 0 þúsund króna
lágmarkstekj ur
frá áramótnm
Nýgerðir kjarasamningar ffilda til 15. febrúar
árið 2000 og kveða á um 12,86% almennar
kauphækkanir á tímabilinu. Samið er um
nýtt kauptaxtakerfi og sérstaka dagvinnu-
tryffginffli sem felur í sér 70 þús. kr. lágmarks-
laun frá 1. janúar 1998. Ómar Friðriksson
kynnti sér hina nýgerðu samninga.
’J-T' JARASAMNINGARNIR
■A milli vinnuveitenda, Dags-
brúnar, Framsóknar,
■^“ Samiðnar, Verkamanna-
sambandsins og Landssambands
verslunarmanna, sem undirritaðir
voru í gærkvöldi, gilda til þriggja ára
eða til 15. febrúar árið 2000. Er það
lengri samningstími en samnings-
drög Dagsbrúnar og Framsóknar
sem felld voru í seinustu viku en sá
samningur átti að gilda til 15. októ-
ber 1999. Sáttafundur hafði staðið
yfir samfleytt í um 36 klukkustundir
þegar samningar voru undirritaðir
um kl. níu í gærkvöldi.
4,7% hækkun
við undirritun
Almennar launahækkanir í kjara-
samningunum sem samkomulag náð-
ist um í gærmorgun eru 12,86% á
samningstímanum. Samið var um
4,7% almenna hækkun launa frá
undirritun, 1. janúar 1998 hækka öll
laun um 4% og 1. janúar 1999 um
3,65%. Þetta eru sömu prósentu-
hækkanir og í samningi VR við
vinnuveitendur 10. mars sl. I samn-
ingi Iðju og Landssambands iðn-
verkafólks var hins vegar samið um
4,2% hækkun við undirritun, 4% 1.
janúar 1998 og 3,5% þann 1. janúar
1999. Rafiðnaðarsambandið hefur í
nokkrum samningum sem það hefur
gert að undanförnu samið um 4,7%
við undirritun, 4% 1. jan. 1998, 3,5%
1. jan. 1999 og 1,2% 1. jan. árið
2000. VR samdi um sömu hækkanir
í fjórum áföngum í samningi sínum
við Kaupmannasamtök íslands o.fl.
aðila sem gerður var 1. mars sl.
Eingreiðslur ofan
á kauptaxta
í kjarasamningunum er kveðið á
um aðferð við að taka upp nýtt kaup-
taxtakerfi. Meginmarkmið þess er
að auka hlut dagvinnutaxta m.a. með
fækkun launaflokka og starfsaldurs-
þrepa. Á móti taxtahækkunum
lækka kjarasamnings- og ráðningar-
samningsbundnar álags- og auka-
greiðslur. Með þessu móti eiga föst
laun að vera komin í 70 þúsund kr.
að lágmarki um næstu áramót en
það var ein höfuðkrafa verkalýðs-
reyfinginarinnar í samningunum.
Þeir launamenn sem ekki njóta álags-
eða aukagreiðslna og eru með föst
laun undir 70 þús. kr. á mánuði fá
sérstaka dagvinnutryggingu fyrir því
að laun þeirra verði komin í 70 þús.
eftir næstu áramót. Samkomulag
náðist í fyrrinótt um ákvæði þar sem
segir að frá 1. janúar á næsta ári
skuli lágmarkstekjur fyrir fullt starf
vera 70 þús. kr. á mánuði fyrir starfs-
menn 18 ára og eldri sem hafa starf-
að fjóra mánuði samfellt hjá sama
fyrirtæki. Mánaðarlega skal greiða
uppbót á laun þeirra sem ná ekki
70 þúsund kr. launum en til launa
teljast allar greiðslur, þ.m.t. hvers
konar bónus-, álags- og aukagreiðsl-
ur, sem falla til innan þessa vinnu-
tíma. Þetta hefur t.d. þá þýðingu að
laun starfsmanna sem eru á lægstu
töxtum í dag, sem eru í kringum
50.000 kr. munu fá allt að 20.000
kr. kaupauka um hver mánaðamót
frá og með 1. janúar á næsta ári.
Kauptaxtarnir sjálfir breytast hins
vegar eingöngu við hinar almennu
prósentuhækkanir launa sem samið
var um.
25 þús. kr. desemberuppbót
hækkar í 26 þús. 1998
Skv. samningunum verður desem-
beruppbót 25.100 kr. á þessu ári,
26.100 á næsta ári og 27.100 á ár-
inu 1999. Þá hækkar orlofsuppbót
og verður 8.400 kr. á orlofsárinu
1997, 8.800 á næsta ári og 9.000 á
árinu 1999.
í nýjum ákvæðum um vinnutíma
segir að honum skuli haga þannig
að á hveijum sólarhring, reiknað frá
byijun vinnudags, fái starfsmaður
a.m.k. 11 klst. hvíld og óheimilt er
að skipuleggja vinnu þannig að
vinnutími fari umfram 13 klst. Við
sérstakar aðstæður má þó víkja frá
þessu skv. ákveðnum reglum. Séu
starfsmenn sérstaklega beðnir að
mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld
er náð er heimilt að fresta hvíldinni
og veita síðar, þannig að frítökurétt-
ur, 11/2 klst. í dagvinnu safnist upp
fyrir hveija klukkustund sem hvíldin
skerðist, eða greiða út hluta af frí-
tökuréttinum.
í kjarasamningunum er að finna
samkomulag um íjölmörg atriði sem
varða m.a. vinnutíma og nýr kafli
kveður á um heimild starfsmanna til
að semja í fyrirtækjum um aðiögun
ákvæða samningsins að þörfum og
hagsmunum fyrirtækis og starfs-
manna. Gert er ráð fyrir -------
að í fyrirtækjasamningum
skuli fulltrúar starfs-
manna vera í forsvari fyr-
ir starfsmenn í viðræðum
við stjórnendur fyrirtækja
og kveðið á um aukið hlut-
verk trúnaðarmanna og samninga-
nefnda á vinnustöðum.
Fyrirtækjasamningar án
íhlutunar stéttarfélaga
Stéttarfélögin afsala sér rétti til
beinnar íhlutunar í gerð slíkra samn-
inga en félögin skulu þó ganga úr
skugga um að umsamin frávik frá
aðalkjarasamningum standist
ákvæði laga og samninga um lág-
markskjör og eins geta aðilar leitað
ráðgjafar hjá samtökum vinnuveit-
enda eða stéttarfélaga. Viðræður um
fyrirtækjaþátt samninga fara fram
undir friðarskyldu almennra kjara-
samninga og skulu teknar upp með
samkomulagi beggja aðila.
Heimilt er að láta fyrirtækjasamn-
ing gilda tímabundið til reynslu í allt
að 3 mánuði og ganga þá endanlega
frá efni hans í ljósi reynslunnar.
Annars skal gildistíminn vera ótíma-
bundinn. Svokallaður fyrirtækjaþátt-
ur kjarasamninga á þó ekki að taka
gildi fyrr en 6 mánuðum eftir gildi-
stöku aðalkjarasamnings. Að ári
liðnu getur hvor aðili farið fram á
endurskoðun.
Heimilt er að semja um ýmis frá-
vik i fyrirtækjasamningum enda ná-
ist samkomulag um endurgjald
starfsmanna. í samningum VMSI og
Dagsbrúnar/Framsóknar er veitt
heimild til að semja um að 8 klst.
dagvinnutímabil verði á tímabilinu
frá kl. 7 til 19, en þetta ákvæði er
ekki inni í samningi verslunarmanna.
Heimilt er að semja um fjögurra ■
daga vinnuviku og að færa yfir-
vinnuálag inn í dagvinnugrunn. Þá
er heimilt að semja um að safna
saman yfirvinnutímum og taka í stað
þeirra orlof í jafn margar klst. á virk-
um dögum utan háannatíma. Þá er
m.a. hemilt að semja um afkasta-
hvetjandi launakerfi innan fyrir-
tækja. Takist samkomulag um frávik
af þessu tagi í fyrirtækjasamningi á
jafnframt að semja um hlutdeild
starfsmanna í þeim ávinningi sem
fyrirtæki hefur af breytingum. Hlut-
ur starfsmanna getur m.a. komið
fram í fækkun vinnustunda án skerð-
ingar á tekjum, greiðslu fastrar upp-
hæðar á mánuði eða ársfjórðungi,
hæfniálagi o.fl.
Áður en gengið er til gerðar fyrir-
tækjasamnings skulu stjórnendur
upplýsa trúnaðarmenn og aðra í
samninganefnd um afkomu, framtíð-
arhorfur og starfsmannastefnu fyrir-
tækisins. Þá á trúnaðarmaður rétt á
upplýsingum um launagreiðslur á
vinnustað skv. ákveðnum reglum.
Samið var um ákvæði um að trúnað-
armenn og samninganefnd njóti sér-
stakrar verndar í starfí.
Samið um aukinn
orlofsrétt
Einnig var samið um breytingar á
orlofsrétti. Verður orlof 25 dagar
eftir 5 ára starf í fyrirtæki og 27
dagar eftir tíu ár. Sumarorlof verður
fjórar vikur eða 20 dagar á tímabil-
inu frá 2. maí til 30. september en
veita má orlof utan þess tímabils.
Þeir sem að ósk atvinnurekenda fá
ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofs-
tímabilinu eiga rétt á 25% álagi á
það sem á vantar.
Auk aðalkjarasamninganna sem
--------- gerðir voru í gær hefur
náðst samkomulag um
fjölmarga sérkjarasamn-
inga starfsgreina og hópa
milli verkalýðsfélaganna, >
landssambanda og vinnu-
““““ veitenda. Þannig voru
gerðir í Dagsbrún sjö sérkjarasamn-
ingar m.a. vegna hafnarvinnu, bens-
ínafgreiðslu- og olíustarfsmanna og
starfa öryggisvarða, sem fela í sér
ýmsar kjarabætur til viðbótar hinum
almenna kjarasamningi.
Tekið á málefnum
farandverkafólks
Fiskvinnslufólk innan VMSÍ gerði
einnig ítarlegan samning um sérmál
sín, og náðist m.a. um helgina sam-
komulag um tilfærslu úr bónuskerf-
um í kauptaxta með breytingum á
reiknitölum hóplaunakerfa og sér-
stakt samkomulag um réttindi og
kjör farandverkafólks, en það er í
fyrsta skipti sem kveðið er sérstak-
lega á um málefni farandverkafólks
í kjarasamningum, skv. upplýsingum
talsmanna fískvinnsludeildar VMSÍ. '
Heimilt að
semja um
sveigjanlega
dagvinnu