Morgunblaðið - 25.03.1997, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Orkuverð í
Reykjavík og víðar
VIÐ afgreiðslu á
breyttum lögum um
Landsvirkjun varð
snörp umræða um
orkumál á Alþingi sem
vakti athygli lands-
manna á stöðu þeirra
mála.
Mikill tími fór í að
ræða þá aðferðarfræði
sem notuð var til að
meta framlög eigenda
til Landsvirkjunar og
hvemig þau hafa orðið
til. Nokkuð bar á því
að þingmenn og sumir
umsagnaraðilar rugl-
uðust á Marshallað-
stoð og lántökum til
Sogsvirkjana sem Reykjavíkurborg
lagði til Landsvirkjunar við stofnun
hennar. I grein í Morgunblaðinu
15. febr. gerir Aðalsteinn Guðjohn-
sen rafmagnsstjóri mjög vel grein
fyrir þessu. Bendir hann á að Raf-
magnsveita Reykjavíkur byggði
virkjanir við Sogið fyrir lánsfé og
greiddi þau. Rafmagnsveita
Reykjavíkur lagði borginni til þau
peningaframlög sem Reykjavík
hefur lagt til Landsvirkjunar og
því gangi arðgreiðslur, þegar þær
hafa verið greiddar, til Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur en ekki borgar-
sjóðs.
Framlög Reykjavíkurborgar til
Landsvirkjunar koma frá raforku-
sölu til viðskiptavina Rafmagns-
veitu Reykjavíkur sem búa í
Reykjavík og einnig í sveitarfélög-
unum Kópavogi,
Garðabæ, Seltjamar-
nesi og Mosfellsbæ.
Ætti því væntanlegur
arður af rekstri Lands-
virkjunar að koma
fram í lækkun á raf-
orkuverði Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur.
Fram kom að millj-
arðar hafi komið frá
höfuðborgarsvæðinu
til verðjöfnunar raf-
orku á landinu og að
lánayfirtökur vegi þar
þyngst.
I greininni kom
fram að verðjöfnunar-
gjald af raforku sem
lagt var á alla raforkusölu í smá-
sölu var 13.825 mkr. á áranum
1965-1987.
Þetta gjald var lagt á með
ákveðnum hundraðshluta á kwst.
þannig að þeir notendur rafveitna
sem voru með hátt raforkuverð
greiddu hærra verðjöfnunargjald
sem látið var ganga til RARIK og
síðan Orkubús Vestfjarða, þetta
var því óréttlát leið til verðjöfnunar
og var hætt 1987.
Bent var á að 12.567 mkr. hafi
ríkissjóður yfirtekið að lánum RA-
RIK, OV og Rafveitu Sigluíjarðar.
Ég varð upp með mér f.h. Rafveitu
Siglufjarðar að sjá að sú litla raf-
veita var sett upp við hliðina á
þessum stóru.
Ég mótmælti árlega frá setn-
ingu laganna um verðjöfnunar-
Ríkissjóður á að kaupa
hlut sveitarfélaga í
Landsvirkjun, segir
Sverrir Sveinsson,
o g breyta á RARIK
í hlutafélag.
gjaldið álagningu þess á raforku-
sölu Rafveitu Siglufjarðar, vegna
þess að rafveitan sá sjálf um orku-
öflun, flutning, rekstur varaafls
og dreifingu orkunnar til notenda.
Framreiknað vora þessar greiðsl-
ur 300-400 mkr. og við afgreiðslu
fjárlaga 1991 var gefin heimild til
að yfirtaka lán frá árinu 1987 sem
var veitt í tengslum við niðurfell-
ingu verðjöfnunargjaldsins þá kr.
15 mkr. í uppgjöri 40 mkr.
Þetta var því sú fjárhæð sem
rann til Rafveitu Siglufjarðar.
Yfirtaka ríkissjóðs á lánum
vegna Byggðalína og Kröflu 8.531
mkr. var sá kostnaður sem ríkis-
sjóður tók á sig til að orkuverð til
almenningsveitna hækkaði ekki
meira en um 10% til notenda við
yfirtöku Landsvirkjunar á þessum
eignum ríkissjóðs.
Aðgerðir ríkissjóðs með yfirtöku
lána orkufyrirtækjanna vora liður
í því að landsmenn byggju við við-
unandi öryggi og verð á raforku
og vora afgreiddar í mikilli sátt á
Alþingi þegar það var gert.
Sverrir’
Sveinsson
En vora aðrar leiðir til?
Ég man að Magnús Kjartansson
fyrrverandi iðnaðarráðherra setti
fram þá hugmynd um 130 kV
hringtenginguna að menn ættu að
meðhöndla hana sem þjóðveg ork-
unnar um landið og veita til fjár-
magni árlega svipað og til vega-
gerðarinnar.
Ef sú leið hefði verið farin þyrfti
ekki að draga fram í umræðuna
að orkuflutningskostnaður Lands-
virkjunar er mismunandi hár til
hinna 23 afhendingarstaða, sökum
þess hve mislangt þeir era frá
virkjunum.
í 13. gr. laga um Landsvirkjun
er kveðið á að sama verð skuli
vera á afhendingarstöðum á raf-
orku hvar sem er á landinu. Vissu-
lega fer þar fram nokkur verðjöfn-
un en fyrirtækið er nú einu sinni
Landsvirkjun og verður að standa
undir nafni.
En það er ekki sama „hveijir
virkja og hvar“ eins og ég hef
áður bent á. Aðalsteinn segir frá
hugmynd sinni um skipulag orku-
framleiðslu og dreifingu sem hann
setti fram á orkuþingi 1991.
Þar era myndaðar fimm orku-
veitur sem yfirtaka starfandi orku-
veitur í viðkomandi landshlutum.
Þessi hugmynd gengur þvert á
það sjónarmið að breyta RARIK í
hlutafélag eins og fyrrverandi iðn-
aðarráðherra var búinn að láta
vinna frumvarp að, og dagaði uppi
í stjómkerfinu.
Gerð er tillaga að skipta Lands-
virkjun í tvö fyrirtæki og stofna
nýtt fyrirtæki um allar flutn-
ingslínur.
Er þetta nauðsynlegt til að ná
fram þeirri bestun sem allir vilja
sjá í orkuframleiðslu og dreifingu?
Ég tel svo ekki vera.
Hver kannast ekki við ályktun
sem flestir stjórnmálaflokkarnir
setja títt fram á sínum flokksþing-
um eitthvað þessu líkt „stefnt
skal að lækkun raforkuverðs til
upphitunar" og e.t.v. fiskvinnsl-
unnar, ylræktar ofl. Sjaldan er
eytt tíma í að fara ofan í málin
og ræða hvað sé til ráða. Og vegna
óánægju í héraði flytja einstaka
landsbyggðarþingmenn tillögur
um að auka skuli niðurgreiðslur
til upphitunar íbúðarhúsnæðis,'
lækka verð til frystingar, ylræktar
ofl. svo nokkuð sé nefnt svo lands-
menn búi við sem líkast raforku-
verð.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra er að vinna að breyttri skip-
an orkumála eftir að nefnd sem
hann skipaði um „Famtíðarskipan
orkumála" lagði fram tillögur að
því í október sl.
Meðan hann hefur ekki látið
fram koma opinberlega hvemig
hann sér þessi mál fyrir sér í fram-
tíðinni langar mig að setja fram
eftirfarandi sjónarmið.
1. Ríkissjóður verði látinn
kaupa hlut Reykjavíkurborgar og
Akureyrar þannig að Landsvirkjun
verði virkjun allra landsmanna án
eignaraðildar einstakra sveitarfé-
laga. Hyrfi þá sú augljósa mismun-
un sem er nú milli sveitarfélaga
og sá vandi sem á var bent við
umræðuna um breytt lög um
Landsvirkjun og tengdist arð-
greiðslu og raforkuverði.
2. Rafmagnsveitum ríkisins
verði breytt í hlutafélag.
3. í ný orkulög komi ákvæði
sem banni að frá orkufyrirtækjum
verði tekið fjármagn til óskyldra
verkefna. Þannig verði orkufyrir-
tækin rekin með lágmarksgjald-
skrá eins og stendur í reglugerðum
þeirra flestra en ekki til þess að
verða tekjustofn einstakra sveitar-
félaga.
Höfundur er veitustjóri
á Siglufirði.
RAÐALJGLÝSINGAR
ATVIMÍMU-
AUGLÝSINGAR
Vélstjórar
1. vélstjóri óskast á frystitogara. Þarf að geta
leyst yfirvélstjóra af.
Upplýsingar gefur Sævaldur í síma 460 8115.
ÝMISLEGT
Kvikmyndaleikstjórinn
Margrét Rún langar að kynnast íslendingum,
sem kunna lítt þekktar munnmælasögur af
Sölva Helgasyni, Sóloni Islandusi.
Vinsamlega hafið samband í síma 552 1821.
Kæru viðskiptavinir
Fótagerðastofa Óskar og Helgu, Háaleitisbraut
58-60 verður lokuð frá mánudeginum 24. mars.
Opnum aftur miðvikudaginn 2. apríl.
Gleðilega páska.
FUIMDIR/ MANNFAGNAÐUR
\WRE VF/ÍZ/
Aðalfundur
Samvinnufélagsins Hreyfils verður haldinn
í félagsheimili Hreyfils þriðjudaginn 8. apríl
1997 kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Athugað lögmæti fundarins.
2. Skýrsla félagsstjórnar.
3. Reikningar ársins 1996.
4. Kosning í stjórn o.fl.
5. Önnur mál.
Stjórnin.
LISTMUNAUPPBOÐ
Málverk
Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu
meistaranna. Leitum sérstaklega að verkum
eftir Kjarval, Kristínu Jónsdóttur og Jón Stef-
ánsson. Höfum hafið móttöku á verkum fyrir
næsta málverkauppboð.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst.
Aðalstræti 6,
sími 552 4211.
Opiðfrákl. 12-18
virka daga.
BORG
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðisfélag
Seltirninga
Félagsfundur í kvöld, 25. mars, kl. 20.30
á Austurströnd 3.
Davíd Oddsson, forsætisráðherra,
er gesturfundarins og ræðir horfur í ríkis-
búskapnum í ár.
Félagar fjölmenniö.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórnin.
TIL SÖLU
Landsbanki íslands
auglýsir
Tilboð óskast í iðnaðarhúsnæði við Austur-
veg 21, Reyðarfirði.
Á sama stað eru einnig til sölu vélar og tæki
til brauðgerðar.
Nánari upplýsingar gefur Vigfús Ólafsson,
Landsbanka íslands, Reyðarfirði, sími 474 220.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLIF
□ Fjölnir 5997032519 I Frl.
FERÐAFELAG
^ ÍSIANDS
□ Hlin 5997032519 IV/V - 2.
□ EDDA 5997032519 III 1 Frl.
■ Hamar 5997032619 Pf
I.O.O.F. Rb.1 « 1463258 - 9.0.*
Aðaldeild KFUK
Holtavegi
í kvöld kl. 20.30; Biblíulestur
kyrruviku.
Allar konur velkomnar.
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Enn er hægt að panta í
páskaferðirnar:
Landmannalaugar, skíða-
gönguferð 27.-30. mars.
Farangur fluttur í Laugar. Góð
gisting í upphituðu sæluhúsi.
Skíðaganga um „Laugaveg-
inn" frá Sigöldu um Laugar til
Þórsmerkur 27.-31. mars.
Öræfasveit-Skeiðarársandur-
Skaftafell 27.-29. mars.
Miklafell-Laki-Skaftárdalur,
skíðaganga 26.-31. mars.
Þórsmörk-Langidalur 29.-31.
mars. Brottför kl. 9.00.
Gönguferðir. Gist í sæluhús-
inu Skagfjörðsskála.
Þingvallaferð (gamlar götur)
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Samvera á vegum systrafélags-
ins í kvöld kl. 20.30.
Allar konur eru velkomnar.
og skíðagönguferð á Mos-
fellsheiði kl. 10.30 á skírdag.
Á föstudaginn langa er farið á
Skógasand og að Eyjafjöllum
kl. 10.30 og annan í páskum
er ferð á Skeiðarársand kl.
8.00, skíðaganga á Hellisheiði
kl. 10.30 og óvissuf jallganga.
Nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu Ferðafélagsins í Mörkinni
6.