Morgunblaðið - 25.03.1997, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_______________AÐSENPAR GREINAR_
Landssöfnun SVFI - Björgun-
arskip í hvern landshluta
SLYSAVARNA-
FÉLAG íslands fagn-
ar 70 ára afmæli á
næsta ári en segja
má að á þessum árum
hafi orðið stórstígar
framfarir í björgunar-
og hjálparstörfum á
sjó og landi og í
fræðslu um slysa-
varnir. Slysavarnafé-
lagið vinnur mark-
visst að uppbyggingu
öflugs björgunarnets
hér á landi og hefur
frá upphafi fylgt
þeirri stefnu að koma
á þéttu og öflugu
kerfi björgunarfólks um land allt.
Sjó- og landbjörgunarsveitir
félagsins eru hátt í hundrað tals-
ins og félagar um 20.000 á öllu
landinu. Mikill vöxtur er einnig í
unglingastarfi félagsins og hefur
unglingadeildum fjölgað úr tveim-
ur í 38 frá árinu 1982. Þá rekur
félagið Slysavarnaskóla sjómanna
og hefur honum verið einstaklega
vel tekið af sjómönnum og öðrum
hagsmunaaðilum.
Eitt af elstu markmiðum Slysa-
varnafélagsins er að öflug
björgunarskip séu staðsett í hveij-
um landshluta og hillir nú undir
að sá draumur rætist. Stofnaður
hefur verið sérstakur sjóður,
Björgunarbátasjóður Slysavarna-
félags íslands, og er tilgangur
hans er að kaupa og reka björgun-
arbáta í samvinnu við
björgunarsveitir fé-
lagsins. Ágóði af
happdrætti Slysa-
varnafélagsins, sem
nú stendur yfir, renn-
ur óskiptur til kaupa
og reksturs á fimm
nýjum björgunarskip-
um, en fyrir á félagið
fimm björgunarskip,
þ.e. þilfarsskip 12 m
og lengri, auk 25
harðbotnabáta 6-12 m
að lengd. Skipin verða
staðsett í höfnum úti
á landi með áherslu á
staði þar sem rekin
er mikil smábátaútgerð.
Með komu björgunarskipanna
verður gjörbylting í öryggi
björgunarmanna og sæfarenda því
skipin eru mun öflugri en þeir
björgunarbátar sem fyrir eru á
stöðunum. Þijú nýju björgunar-
skipanna eru 52 tonn og koma frá
slysavarnafélögum í Hollandi.
Fyrsta skipið er þegar komið til
landsins og er staðsett í Neskaup-
stað. Hin tvö hollensku skipin
verða á Rifi á Snæfellssnesi og á
austanverðu Norðurlandi. Tvö
nýju skipanna fimm eru 45 tonn
og koma frá Þýskalandi en þau
verða staðsett á Siglufirði og
ísafirði.
Á hveiju skipi er stefnt að því
að hafa þijár áhafnir en þær verða
skipaðar sjálfboðaliðum með
Það er lífsnauðsyn, seg-
ir Gunnar Tómasson,
að björgunarsveitir
SVFÍ búi yfír öflugum
björgunarskipum.
mikla reynslu af sjómennsku. Þeir
hljóta umfangsmikla þjálfun í leit
og björgun á hafinu á námskeiðum
sem haldin eru í samvinnu Slysa-
varnafélagsins og Stýrimanna-
skólans, en í fyrra útskrifuðust
sjö- skipstjórnarmenn af slíkum
námskeiðum. Þessi þjálfun verður
aukin enn frekar með tilkomu
nýju björgunarskipanna og er tek-
in hliðsjón af þjáifun þýsku, hol-
lensku og bresku sjóbjörgunarfé-
laganna. Þessi félög eru með eitt
af öflugustu þjálfunarkerfum í
heimi.
Hannes Þ. Hafstein er stærsta
björgunarskip félagsins, það kom
til landsins í apríl 1993 og er stað-
sett í Sandgerði. Frá því að skipið
var tekið í gagnið hefur það haft
ærin verkefni en flest þeirra hafa
tengst aðstoð við stjórnvana skip
og báta. Samtals eru ferðir
Hannesar orðnar meira en 100
talsins og er skipting þeirra eftir-
farandi: 20 vélarvana bátar hafa
verið dregnir í land; 33 sinnum
hefur verið farið með kafara til
að skera veiðarfæri úr skrúfu; 10
ferðir til að sækja slasaða og sjúka;
11 bráðaútköll þar sem menn voru
taldir í lífshættu; 3 útköll vegna
eftirleitar og 24 ferðir vegna ann-
ars, s.s með varahluti og mannskap
til áhafnaskipta. Sem betur fer er
ekki alltaf um alvarlegan sjávar-
háska að ræða þegar björgunar-
skip Slysavarnafélagsins aðstoða
sæfarendur.
Náin samvinna er á milli Land-
helgisgæslu jslands og Slysa-
varnafélags íslands. Samkvæmt
reglum um skipulag og yfirstjórn
leitar og björgunar á hafinu og
við strendur Islands ber Slysa-
varnafélaginu að annast aðgerð-
arstjórn meðfram ströndinni og
næst henni en stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar annast aðgerða-
stjórn á hafinu þar fyrir utan.
Tilkynningaskylda íslenskra skipa
er staðsett í höfuðstöðvum félags-
ins í Reykjavík en í hugum sjó-
manna eru Slysavarnafélagið og
Tilkynningaskyldan óaðskiljan-
legir þættir þegar öryggi þeirra
er annarsvegar. Slysavarnafélagið
sér um yfirstjórn og rekstur Til-
kynninga-skyldunnar en hvergi í
heiminum er rekin tilkynninga-
skylda með sama hætti og á Is-
landi og margar þjóðir hafa leitað
upplýsinga um hvernig tekist hafi
að koma þessu öryggiskerfi á fót.
Verið er að þróa svokallaða
sjálfvirka tilkynningaskyldu og
sérstakt skjákerfi í stjórnstöð
björgunardeildar Slysavarnafé-
lagsins sem gerir kleift að fylgjast
Gunnar
Tómasson
með öllum skipum við strendur
landsins en gert er ráð fyrir að
kerfið verði tekið í fulla notkun
árið 1999. í björgunarmiðstöð fé-
lagsins er einnig öflugt útkall-
skerfi fyrir björgunarsveitir fé-
lagsins. Þaðan er hægt að kalla
út á örskammri stundu einstaka
björgunarmenn, hópa björgunar-
manna eða fjölda björgunarsveita
allt eftir eðli útkallsins. Þar má'
einnig kalla fram myndir af öllum
björgunarskipum á skjá þannig
að stjórnendur björgunaraðgerða
geta á augabragði gert sér grein
fyrir ganghraða báta, hvaða bátar
eru á ferð og þar fram eftir göt-
um. Það er því lífsnauðsyn að
björgunarsveitir Slysavarnafé-
lagsins búi yfir öflugum björgun-
arskipum til aukins öryggis fyrir
björgunarmenn og sæfarendur, og
til að framfylgja boðum um að-
gerðir frá björgunarmiðstöðinni
sem verður æ skilvirkari.
Skipin eru ómissandi við leitar-
störf en þau rista mjög grunnt og
eru því góð til flutnings á leitar-
mönnum á afskekkt svæði, þegar
landleið er lokuð eða sjóleið er fljót-
farnari. Nýju skipin fimm eru
hönnuð til að komast á sjó við
mjög erfiðar aðstæður og hvolfi
þeim, rétta þau sig við aftur. Þau
búa yfir margföldu siglingarþoli
núverandi björgunarbáta og geta
siglt allt að 1600 sjómílum án þess
að taka eldsneyti.
Öryggi sjómanna og annarra
sæfarenda varðar okkur öll. Með
því að greiða heimsenda hapji-
drættismiða Slysavarnafélags Is-
lands tökum við virkan þátt í
ómissandi starfi sem verður aldrei
metið til fjár.
Höfundur er forseti
Slysavarnafélags íslands.
Vaxtabætur - Enn aðför að eig-
endum félagslegra íbúða
^ - Gœðavara
Gjafavara — matar og kaffístell
Allirverðflokkar.
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Latigavegi 52, s. 562 4244.
A UNDANFÓRN-
UM mánuðum og
árum hefur mikið verið
rætt og ritað um vanda
félagslega íbúðakerfis-
ins. Sumt af því sem
þar hefur komið fram
á rétt á sér og annað
er byggt á vanþekk-
ingu. Mest á óánægjan
þó rætur að rekja til
þess að stjómvöld hafa
sífellt verið að breyta
þeim forsendum sem
kerfið byggir á. Þar
hefur gerst það sama
og víða annars staðar Unnar
t.d. í heilbrigðiskerfinu Jónsson
og skólakerfínu, að framlög ríkisins
hafa minnkað og reikningurinn ver-
ið sendur þeim sem
þjónustunnar njóta, í
þessu tilfelli eigendum
félagslegra íbúða. Af-
leiðingamar era eins
og áður sagði óánægja
og sums staðar flótti
úr félagslega kerfinu,
bæði vegna þess að það
er ekki eins hagstætt
og það var áður fólki
með meðaltekjur og
þar undir, og einnig
vegna stöðugs nei-
kvæðs áróðurs, sem
m.a. félagsmálaráð-
herra hefur verið
óþreytandi að taka
undir og reyndar ala á.
Þær breytingar sem stjórnvöld
hafa gert og hafa mest áhrif á
kostnað og greiðslubyrði eigenda
félagslegra íbúða eru þessar helst-
ar: Fyrning hækkuð, vextir hækk-
aðir og nú síðast skerðing vaxta-
bóta.
Fyrning hækkuð
Fyrning (afskriftir) hækkuð úr
0,5% á ári í 1%, um tíma var fym-
ingin reyndar 1,5% en var fljótlega
breytt aftur i 1% eins og hún er nú.
Áfleiðingar þessarar breytingar
fyrir eigendur félagslegra íbúða eru
þær að eignarmyndun verður mun
hægari. M.ö.o. eigendur íbúðanna
fá minna til baka við sölu íbúð-
anna. Þeir sem voru svo óheppnir
að selja sínar íbúðir á meðan fym-
ingin var 1,5% og höfðu átt þær í
nokkur ár töpuðu tugum eða hundr-
uðum þúsunda.
Vextir hækkaðir
úr 1% í 2,4%
Afleiðingar vaxtahækkunarinnar
eru þær að greiðslubyrði af einni
milljón á mánuði var um kr. 2.400
en hækkaði í um 3.100. M.ö.o.
greiðslubyrði var hækkuð um 30%.
Önnur afleiðing vaxtahækkunar-
innar er hægari eignarmyndun.
Vaxtabætur skertar
Utspil rikisstjórnarinnar í
skattamálum - til að greiða fyrir
kjarasamningum!
Eitt af því sem útspilið felur í
sér er lækkun á frádrætti tekna
frá vaxtabótum úr 6% í 3%, frá-
dráttur vegna eigna er afnuminn,
en í hans stað tekin upp ný viðmið-
un við fasteignamat. Frádráttur
frá vaxtagjöldum nemur nú 1,5%
af fasteignamati íbúðar.
Afleiðingar þessa útspils fyrir
flesta eigendur félagslegra íbúða,
og reyndar aðra tekjulága hópa
einnig, era þær_ að vaxtabætur
lækka veralega. Ástæðan er sú að
1,5% af fasteignamati íbúðar er
oftast mun hærri upphæð en 3%
af tekjum þeirra sem búa í félags-
legum íbúðum. Því lægri sem tekj-
Hærri fyrning og vextir
og skerðing vaxtabóta
eru þau atriði, að mati
Unnars Jónssonar
sem helst hafa haft
áhrif á kostnað og
greiðslubyrði eigenda
félagslegra íbúða.
urnar eru því meiri skerðing verður
á vaxtabótunum.
Kemur verr við landsbyggðina
Samanburður á kostnaði við fé-
lagslega íbúð og íbúð á frjálsum
markaði, sérstaklega á lands-
byggðinni verður enn óhagstæðari.
Ástæðan er sú að á undanförnum
árum hafa félagslegar íbúðir víða
um Iand verið hátt hlutfall nýbygg-
inga. Fasteignamat nýrra íbúða er
hærra en á gömlum íbúðum, og
því verður frádráttur frá vaxtabót-
um hjá eigendum nýlegra félags-
legra íbúða meiri en vegna eldri
íbúða á fijálsum markaði.
Ætla sveitarfélögin og
verkalýðshreyfingin að þegja?
Öll þessi atriði hafa í för með
sér meiri kostnað við að eiga fé-
lagslega íbúð og má ætla að hið
nýja útspil auki enn á vanda sveit-
arfélaga sums staðar á lands-
byggðinni, sem hafa átt í vandræð-
um með að selja félagslegar íbúð-
ir. Þó hefur ekki verið annað að
skilja á t.d. félagsmálaráðherra en
vandinn hafi verið ærinn fyrir.
Þessi hluti af útspilinu ætti reynd-
ar, ef allt væri með felldu, að sigla
samningum við mörg verkalýðsfé-
lög algjörlega í strand, sérstaklega
þau sem hafa láglaunahópa innan
sinna vébanda. Það er því vel skilj-
anlegt að ríkisstjórnin hafi ekki
viljað spila þessu út áður en búið
var að leggja línurnar í kjarasamn-
ingunum.
Einstæðar mæður tapa mestu
Áhrifin af breytingu vaxtabóta-
kerfisins koma líklega ekki eins
illa út fyrir neinn hóp og einstæðar
mæður. Margar þeirra hafa litlar
skattskyldar tekjur og hafa fengið
næstum alla vexti endurgreidda,
því verða þær mjög illa úti við
þessa breytingu. Eftirfarandi tafla
sýnir áhrifin í krónum talið á árs-
grundvelli miðað við mismunandi
forsendur um íbúðaverð og tekjur.
íbúðarverð 8.000.000
Lánsupph. 7.200.000
Fast.mat 5.500.000
Núv. Nýtt
Tekjur kerfi kerfi Mism.
0 172.800 90.300 82.500
500.000 142.800 75.300 67.500
1.000.000 112.800 60.300 52.500
1.500.000 82.800 45.300 37.500
2.000.000 52.800 30.300 22.500
3.000.000 0 300 -300
Ibúðarverð 5.000.000
Lánsupph. 4.500.000
Fast.mat. 4.000.000
Núv. Nýtt
kerfi kerfi Mism.
108.000 48.000 60.000
78.000 33.000 45.000
48.000 18.000 30.000
18.000 3.000 15.000
0 0 0
0 0 0
Náttúrulögmál eða krukk
Af þessu má ljóst vera að það
er ekki náttúrulögmál að félags-
lega íbúðakerfið hefur orðið óhag-
stæðara en það var fyrir nokkrum
árum. Ástæðan er fyrst og fremst
sú að stjórnvöld hafa með sífelldu
krukki gert það óhagstæðara, og
það hefur komið verst við þá sem
hafa lægstar tekjur.
Höfundur er starfsmaður
Húsnæðisstofnunar
á Akureyri.