Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 41 I I I I 1 I I I I I I þekkti engan. Hún komst til nokk- urrar heilsu á ný og hélt í vináttu- böndin. Hún fékk hvíta stafinn og reyndi að bjarga sér. Sigríður átti einstakan bróður, Gunnlaug, Önnu systur og alla hina í fjölskyldunni. Hennar kæru foreldrar áttu ellina hjá henni Sigríði. En sjónin fór alveg. Hún gat ekki verið ein heima. Hún komst á Eir. Það var mikið lán fyrir hana. Hún naut góðrar aðhlynningar. Um jólin heimsóttum við vinkonumar hana og drukkum með henni súkk- ulaði. Hún var málhress og glöð yfir heimsókninni. Eftir það var heilsan farin og hún vissi lítið af okkur. Nú er hún búin að fá hvíld. Minn- ingarnar lifa og ylja. Kærar þakkir fyrir góða sam- fylgd. Kristín S. Björnsdóttir. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast Sigríðar Elísdóttur, góðrar frænku og vinkonu. Ég hitti Siggu fyrst þegar ég heimsótti tengdafólk mitt á Þór- oddsstöðum í fyrsta sinn. Ég var svolítið kvíðin þegar ég keyrði norð- ur, eins og flestir eru sjálfsagt við þessar aðstæður, auk þess sem Oddur var búinn að segja mér að Sigga frænka væri í heimsókn, þannig að þá hafði ég fleiri til að kynnast. En ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur, því þama tók á móti mér sú besta tengdafjölskylda sem nokkur getur eignast. Sigga var dugleg við að segja frá og spyija um mína hagi, og mikið fannst mér hún merkileg, þessi granna, grá- hærða kona, sem vissi svo ótal margt. Og fljótlega var ég farin að kalla hana „Siggu frænku“ eins og þau systkinin og ekki þótti mér síð- ur vænt um hana. Sigga eignaðist aldrei sin eigin böm - en samt átti hún ótalmörg böm, þvi hún hafði verið kennari og hafði greinilega náð góðu sam- bandi við nemendur sína. Oft kom það fyrir að Sigga fór í bæinn og hitti þar gamla nemendur, sem stoppuðu og spjölluðu við hana. Og hún var alltaf jafnánægð þegar hún sagði okkur frá því. Hún sagði stundum frá því þegar hún hafði staðið með alfræðibók fyrir framan nemendur sína og spurt þá hvort þeim fyndist hún vita mik- ið. Þegar þau játtu því sagði hún að það væri ekki rétt, hún vissi ekki mikið. Bókin hins vegar, hún vissi allt og því skyldu þau vera dugleg að sækja sína vitneskju þangað. Meðan Sigga bjó í íbúðinni sinni í Álftamýri fómm við nokkuð oft þangað og sátum í eldhúsinu hjá henni, dmkkum kók og borðuðum smákökur. Þar var mikið skrafað og oft glatt á hjalla. En það var eitt sem hijáði Siggu og það var að hún var nánast orðin blind. Mikið skelfing hlýtur það að vera erfitt fyrir eldra fólk að missa sjónina, þegar svo mikil dægrastytt- ing felst í lestri, handavinnu o.þ.h. Sigga var þó svo heppin að það kom maður til hennar einu sinni í viku og las fyrir hana og það þótti henni ómetanlegt. Þegar við Oddur giftum okkur kom hún til mín og spurði hvort hún mætti aðeins skoða kjólinn minn. Svo þreifaði hún á satíni, perlum og pallíettum og komst að því að ég væri ógurlega fín. Svo fór að hún gat ekki búið leng- ur ein í Álftamýrinni og fluttist þá á vistheimilið Eir í Grafarvoginum. Þannig vildi til að við vomm að kaupa okkar fyrstu íbúð um sama leyti og því fengum við heilmikið af innbúi hennar. Þegar ungt fólk er að koma sér þaki yfír höfuðið, er ómetanlegt að fá alla þessa hluti að gjöf, og óvíst er að okkur hefði gengið þetta svona vel án hennar aðstoðar. Kunnum við henni miklar þakkir fyrir. Elsku Sigga mín, við vonum að þú hafir það gott á nýjum stað og að Guð hafi verið svo góður að gefa þér sjónina aftur. Við þökkum þér kærlega fyrir allar samveru- stundimar. Guðlaug og Oddur. ANNA LARSSON + Dr. Anna Lars- son fæddist í Örebro í Svíþjóð 22. júlí 1922. Hún lést í Uppsölum 7. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Arvid Larsson, lög- fræðingur, og Sissa Larsson hjúkrunar- kona. Eftirlifandi eig- inmaður Önnu er Börje Tjader pró- fessor. Þau eignuð- ust tvö börn, Cissi lækni, eiginmaður hennar er Göran Lilienborg tannlæknir, þau eiga fjögur börn, og Sten tónlistarmann, eiginkona hans er Helena Tjad- er. Öll eru þau búsett j Uppsöl- um. Anna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Örebro 1940, fil. mag. prófi frá Upp- salaháskóla árið 1946 og doktors- prófi frá sama há- skóla 1971. Hún var sænskur lektor við Háskóla Islands 1953-1956. Síðan var hún m.a. mennta- skólakennari í Upp- sölum og að afloknu doktorsprófi lektor við háskólana í Örebro og Uppsöl- um. Anna lét af störfum fyrir aldurs sakir 1986 og hafði þá um sinn gegnt lekt- orsstarfi við Stofnun í norræn- nm málum við Uppsalaháskóla. Útförin fer fram frá Þrenn- ingarkirkjunni í Uppsölum þriðjudaginn 25. mars. í júnímánuði 1949 var haldið myndarlegt norrænt stúdentamót á íslandi. þátttakendur vom um 80 frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Færeyjum, og fjöldi ís- lenskra háskólaborgara slóst í hóp- inn. Háskólastofnanir voru heim- sóttar og hlýtt á fyrirlestra og ferð- ast að Gullfossi og Geysi og til Þing- valla. Meðal sænsku fulltrúanna var ung stúlka, tiltölulega nýútskrifuð úr norrænudeild Uppsalaháskóia, Anna Larsson. Þetta var fyrsta heimsókn hennar til íslands sem skartaði sínu fegursta og það varð, eins og hún sagði síðar, ást við fyrstu sýn. Sú ást var vissulega endurgoldin enda var hér engin hversdagsmanneskja á ferð. Anna var skarpgreind, kát og fjörmikil, gædd ríkri kímnigáfu og í þessari stuttu heimsókn tengdust vináttu- bönd sem aldrei rofnuðu. Nokkru síðar gerðist hún sendikennari við Háskóla Islands og gegndi því starfi í þijú ár. Skömmu eftir heimkomuna gift- ist Anna Böije Tjáder prófessor og stóð heimili þeirra í Uppsölum alla tíð, jafnvel meðan bæði stunduðu vinnu víðs fjarri, Böije í Lundi og Anna í Örebro. Á þetta heimili var gott að koma og gestrisnin í fyrir- rúmi og ótaldir þeir Islendingar sem þar hafa gist og setið veglegar veisl- ur eða heimsótt þau á sumarstöðv- arnar, æskuheimili Böije í Gamleby. ísiandsferðir þeirra voru líka marg- ar; síðast komu þau á fornsagna- þingið á Akureyri 1994 og notuðu tækifærið og ferðuðust víðar um landið. Anna Larsson var ævinlega tryggur vinur Íslands. Meðan hún veitti móðurmálsnáminu við Örebro- háskóla forstöðu var ófrávíkjanleg regla að bjóða íslenska lektomum þangað einu sinni á ári til að láta nemendurna sjá íslending og hlusta á íslensku. Þetta urðu okkur öllum mjög eftirminnilegar heimsóknir en kostaði háskóiann ofurlítil útgjöld og var snarlega aflagt þegar Anna lét af störfum og fluttist til Upp- sala. Við norrænudeild Uppsalahá- skóla hefur lengi verið lögð talsverð rækt við ísland og íslensk fræði og Anna iét þar ekki sitt eftir liggja hvorki fyrr né síðar. Þad orð fer gjarnan af frændum okkar Svíum að þeir séu hátíðlegir og formfastir. Anna Larsson var glæsilegur fulltrúi hins besta í sænskri menningu, en þessi ímynd var henni víðs ijarri. Kannski var það þess vegna sem margir íslend- ingar héldu ad hún væri íslensk, enda var hún einstaklega vel mælt á íslensku þannig að ekki vottaði fyrir erlendum hreim. „Hvað hefur þú búið lengi í Svíþjóð?" spurði ein landa okkar þegar hún hitti hana í fyrsta sinn. Við fjölskyldan flytjum Böije og öðmm aðstandendum einlægar samúðarkveðjur og ég veit að ég tala einnig fyrir munn fjölmargra annarra sem hafa notið vináttu þeirra á umliðnum ámm. Þorleifur Hauksson. Vetrarkvöld í Uppsölum árið 1991. Það stirndi af hvítum snjónum í myrkrinu. í fjarska rann Fyrisáin hljóðlega gegnum bæinn, þar sem Hrólfur kraki söri gullinu forðum á Fýrisvöllu, eins og Snorri segir frá í Heimskringlu sinni. Rauðleitir tum- ar dómkirkjunnar teygðu sig upp í stjörnubjartan himininn. Við sátum í hlýjunni heima hjá Gun Widmark og létum fara vel um okkur. Blár dúkur á borðum, dauf birta frá ker- taljósum. Veggir stofunnar þaktir bókum frá gólfí til lofts. Tilefni kvöldverðarins var heimsókn sviss- neska málfræðingsins Oskars Bandle til Uppsala. Anna Larsson sat á við hliðina á Oskari og ræddi við hann. Ég lagði við hlustir og mér til mikillar undmnar töluðu þau saman á íslensku. Nokkmm dögum áður hafði Oskar flutt vinum sínum frumort ljóð á sænsku! Það var ein- kennileg tilfínning að heyra þessa tvo útlendinga tala saman á móður- máli mínu og er mér ógleymanlegt. Anna var sjálfri sér lík, brosmild og ræðin, hún var ljós yfirlitum, lágvaxin og einstaklega lífleg. Hún var andstæða manns síns, Böije Tjáder, sem var hávaxinn, teinréttur og alvarlegur. Og fáorður. En þau unnu bæði norrænum fræðum og höfðu gert þau að ævistarfi sínu. Anna hafði verið lektor í sænsku við Háskóla íslands á 6. áratugnum, á eftir Gun Widmark. Síðar lauk Anna doktorsprófi við Uppsalahá- skóla og var verkefni hennar útgáfa á elstu jarðabókum klaustursins í Vadstena. Hún hafði m.a. kennt við norrænudeild Uppsalaháskóla. Ég hafði eitt sinn verið námsmað- ur í Uppsölum en var nú komin aftur til að gegna stöðu lektors í íslensku við Háskólann. Fyrirrenn- ari minn, Þorleifur Hauksson, gekk með mér um hús heimspekideildar og kynnti mig fyrir verðandi sam- starfsfólki norrænudeildarinnar og benti mér m.a. á pósthólf, með nöfn- um allra starfsmanna. Þarna sá ég fyrst nafn Önnu Larsson, hún var komin á eftirlaun en hafði aðstöðu áfram á deildinni. „Þú átt eftir að kynnast henni áður en lagt um líð- ur,“ sagði Þorleifur og reyndist sannspár. Anna tók mér opnum örmum, opnaði hús sitt fyrir mér og fjölskyldu minni. Það nægði að vera íslenskur lektor: Þeir höfðu allir verið vinir hennar og hún fylgd- ist nákvæmlega með þeim eftir að þeir fóru frá Uppsölum. Davíð Erl- ingsson, einn þessara manna, dvald- ist þarna um skeið samtímis mér ásamt Jóhönnu Bogadóttur lista- manni, en Anna útvegaði henni vinnuaðstöðu, ef ég man rétt. Síðar átti Jóhanna eftir að halda mál- verkasýnigu í Gávle. Ekkert var Önnu og Böije eðlilegra en að fara langa leið um miðjan vetur til að vera við opnun sýningarinnar. Ég á mynd frá þessum atburði þar sem Anna situr brosandi fyrir miðju með Böije á aðra hönd og Jóhönnu á hina. Fyrir aftan þau er málverk eftir Jóhönnu, stórt, einkennilegt og með sprengikraft. Óg upp í hugann koma ummæli norska lektorsins, Olaugar Rekdal, þegar ég spurði hana eitt sinn hvenær ég ætti að fara heim af mannfagnaði. „Farðu um leið og Anna,“ sagði Olaug, „þá ertu viss um að missa ekki af neinu." Um vorið bauð Anna okkur Gunn- ari að dveljast í sumarhúsi þeirra hjóna í Gamleby, skammt frá Vest- ervik í Suður-Svíþjóð. Þetta reyndist vera æskuheimili Böije, tvílyft hús í stórum garði. þarna áttum við yndislega daga í sól og sumaryl. Við Anna áttum margt saman að sælda. Hún var ákaflega félags- lynd. Hún kenndi m.a. hópi aldraðra sem vildi fræðast um íslensk mál- efni. Stundum hjálpaði ég henni að fínna efni og eitt sinn hitti ég hóp- inn og talaði um Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur, en bókin hafði komið út á sænsku og fjallar um goðsögulegt efni að hluta til. Anna var raunverulegur femínisti, það fann ég oft. Eitt dæmi þess var að hún hélt nafni sínu við giftingu. Það er ekki venja í Svíþjóð. Anna hafði einnig mikinn áhuga á verkum íslenskra kvenrithöfunda. Þegar bókin Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs las Anna hana. Hún hafði yndi af að lesa ís- lensku. Fyrir síðustu jól bað hún, sárveik en óbuguð, um síðustu bók Fríðu á íslensku. Eitt sinn undirbjuggum við þijár „ásynjumar“, Anna, Gun Widmark og ég, skemmtun í íslenskum anda í norrænudeildinni og kölluðum Skottís í Valhöll. Undirbúningurinn var hinn ánægjulegasti, glatt á hjalla og mikið hlegið. Heimir Pálsson, fyirum lektor í íslensku, var leynigestur kvöldins, en hann og Guðbjörg kona hans komu með hangikjöt að heiman. Meðal skemmtiatriða var spumingakeppni þar sem höfuðáhersla var lögð á þekk- ingu á Vafþrúðnismálum, en efni hennar er að vemlegu leyti hið sama og í Völuspá. En framsetning efnisins bendir til þess að fróðleikskeppni hafí verið iðkuð sem íþrótt á Norður- löndum. Það var Anna sem stjómaði þessari keppni og hún var í essinu sínu. Ég tók eftir því að Anna og Böije vora iðin við að sækja ráðstefnur, fundi og önnur mannamót. Ánægju- leg var ráðstefna sem við sóttum í Gautaborg í miðaldafræðum undir styrkri stjóm Lars Lönnroth og Kristins Jóhannessonar. Og svo var farið í ferðalag og skoðaðar miðalda- kirkjur, fomar grafír og rúnasteinar. Oft bar góða gesti að garði í Uppsölum. Þá kallaði Anna til mann- fagnaðar á fallegu heimili þeirra Böije á Jumkilsgatan 9. Þar rúmaði borðstofuborðið marga, og stofuna prýddu hvít, klassísk húsgögn. Á sérstöku borði lágu nýútkomnar bækur og tímarit. Þessi boð vora mörg, skemmtileg og yndisleg. Þess- ir gestir vora flestir í fræðunum, norrænufræðingar. Stundum komu vinir frá íslandi, eins og Jónas Krist- jánsson og Sigríður kona hans, en Jónas var gerður að heiðursdoktor við Uppsalaháskóla. Þarna hitti ég líka Peter Foote oftar en einu sinni. Peter hafði kynnst svo mörgum ís- lendingum um ævina að hann sagði alltaf „heima“ eða „heima á Is- landi“. Það þótti mér skemmtilegt. Yfír Önnu var æskuþokki og æskuþróttur þótt hún væri komin nálægt sjötugu. Hún var hraust og hreyfingar hennar eins og ungrar konu. í henni bjó lífsþorsti og gleði hennar og hlátur smitaði út frá sér. „Ég hef aldrei orðið almennilega fullorðin," sagði hún eitt sinn við mig glettnislega, og ég held að það hafí leynst sannleikskom í þeim ummælum. Þá er lífsbók Önnu Larsson lokið, fyrr en ætla mátti. En minningin um hana mun lifa í hugum okkar, vina hennar. Við Gunnar sendum Böije og bömum þeirra Önnu okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum útfarar- degi. Það er vetrardagur í Uppsölum. í fjarska rennur Fyrisáin hljóðlega gegnum bæinn, þar sem Hrólfur kraki söri gullinu forðum. Klukkna- hljómurinn frá Þrenningarkirkju teygir sig upp í himininn. Við sitjum í hlýjunni. Gerður Steinþórsdóttir. Honse bouillon Fiske bouillon Svinc f. 3 kodkraft 0kse kodkraft Bouillon til Pasta Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon Alltaf uppi á teningnum! -kemur með góða bragðið! v.is/u hj vqoa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.