Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓSEP
HANNESSON
+ Jósep Hannes-
son var fæddur
að Kotferju, Sand-
víkurhreppi, Árnes-
sýslu, 3. september
1904. Hann lést á
Sólvangi í Hafnar-
firði 16. mars síð-
astiðinn. Foreldrar
hans voru Kristín
Jósefsdóttir, f.
15.04. 1865 á Dísa-
stöðum í Flóa, d.
7.3.1945 í Hafnar-
firði, og Hannes
Gíslason, bóndi í
Kotfeiju, fæddur
13.4. 1862 í Hallskoti í Sandvík-
urhreppi, d. 18.3.1919 í Stóru-
Sandvík. Móðurforeldrar voru
Kristín Einarsdóttir, f. 9.12.
1930, d. 10.2. 1911, spítalahald-
ara og hreppstjóra í Kaldaðar-
nesi Hannessonar, og Jósef
Sveinsson, f. 25.6.1832, d.
13.1.1897, bóndi í Björk í Flóa
og síðar á Hvaleyri við Hafnar-
fjörð. Föðurforeldrar voru Gísli
Hannesson, f. 1819, d. 16.3.
1887, bóndi í Hallskoti, og síðar
á Kotfeiju, og Anna, f. 1822,
Jóhannsdóttir á Kotfeiju,
Hannessonar spítalahaldara
Jónssonar í Kaldaðarnesi.
Systkini Jóseps voru: Kristín,
f. 7.3. 1895, d. 14.1. 1897, Guð-
rún, f. 9.4. 1896, d. 3.2. 1897,
Kristín Jósefína
Guðrún, vann við
hjúkrun á Kleppi
og víðar, f.16.9.
1898, d. 8.6. 1992,
ógift og barnlaus,
og Gísli Guðmund-
ur, trésmiður í
Hafnarfirði, f. 31.3.
1900, d. 15.8. 1980,
ókvæntur og barn-
laus. Fram til ársins
1926 bjó Jósep víða
í Arnessýslu, síðast
í Hraungerði í
Hraungerðis-
hreppi. Á árunum
1926 til 1931 bjó og starfaði
hann að Setbergi í Garða-
hreppi, en fluttist þaðan til
Hafnarfjarðar þar sem hann bjó
til æviloka, lengst af með bróð-
ur sínum Gísla á Áifaskeiði 33.
Hann stundaði ýmis störf m.a.
bifreiðaakstur. Á árunum 1939
til 1974 vann hann að bílavið-
gerðum á Bílaverkstæði Hafn-
arfjarðar hf. þar sem hann var
einn af hluthöfunum. Tvö síð-
ustu æviárin dvaldist Jósep á
elli- og hjúkrunarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði þar sem
hann Iést 16. mars sl. Hann var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Jóseps fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR ÁRNASON,
Hólagötu 9,
Vestmannaeyjum,
andaðist miðvikudaginn 26. febrúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorsteina S. Ólafsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför móður okkar,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Garði,
Mývatnssveit.
Valgerður Halldórsdóttir, Kristján Sigurðsson,
Anna Guðný Halldórsdóttir,
Árni Halldórsson, Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
Guðbjörg Halldórsdóttir,
Hólmfríður Halldórsdóttir, Guðmundur Laugdal,
Arnþrúður Halldórsdóttir, Jón Albert Kristinsson
og fjölskyldur.
+
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda
móðir, amma og iangamma,
GUÐLAUG JÓHANNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Mávahlíð 7,
Reykjavfk,
sem lést föstudaginn 21. mars sl., verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
1. apríl kl. 13.30.
Guðmundur Jónsson,
Þórir Skúlason, Una O. Guðmundsdóttir,
Júlíus Skúlason, Svanborg Jónsdóttir,
Jón Guðmundsson, Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir,
Viðar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Já, nú er hann Jósep dáinn.
Varla fara margir út á ritvöllinn
af því tilefni, en mig langar til að
skrifa lítið eitt um hann og sam-
skipti okkar. Einu sinni var ég að
skrifa eitthvað í áttina við endur-
minningar og hafði stafsetninguna
fornfálega. Þar í var t.d. þetta: “...
ok hafða á Jótlandsheiðum fengit
konu ok vagn gamlan.“ (tilv. lýk-
ur) Já, þetta var hárrétt. Lífsföru-
nautinn hef ég ennþá, en bílinn
varð ég að selja, m.a. vegna þess
hve klaufskur ég var og gat því
varla gert handtak sem vék að við-
haldi farartækisins, en nú er hann
sem stofustáss uppi í Borgarnesi.
En ekki má þetta verða eingöngu
um bílinn og er víst mál að ég víki
nánar að manninum sem alltaf var
tilkippilegur að athuga og gera við
hvaðeina sem bílnum við kom, og
undir hælinn lagt hvort hann vildi
nokkra greiðslu fyrir það. Þetta var
sá er nú er kvaddur, Jósep Hannes-
son.
Ég hef engu við það að bæta sem
í inngangsgreininni stendur um
hann og þá sem honum voru skyld-
astir. Fyrir Jósep Hannessyni voru
ekki barðar bumbur né blásið í
básúnur, og ekki er hægt að segja
að ferill hans í þessu jarðlífi sé
markaður neinum stórátökum. En
ábyggilegt er að hér fór greindur
maður. Hann hafði skýra rödd og
alltaf veitti ég athygli Suðurlands-
undirlendisframburði hans á orðum
sem byija á hv: hvar, hvor, Hvera-
gerði o.s.frv.
Ekki munu húsakynni hans,
þarna á Álfaskeiðinu hafa verið
íburðarmikil, en mér finnst eigin-
lega táknrænt að nánast eina
glæsigripinn sem hann átti gaf
hann Byggðasafni Hafnarfjarðar,
forláta efnismikla og glansandi
lóðaklukku.
Þó nokkur ár liðu frá því að
Jósep hætti daglegu störfunum á
bílaverkstæðinu, og til þess að hann
fór á Sólvang. Én hann lokaði sig
ekki inni í einhverri „andúðarskel"
eins og sumum hættir til þegar
svona er komið. Nei, ef veður og
heilsa leyfði, fór hann alltaf eitt-
hvað út og helzt niður á Strand-
götu, því að á þeim slóðum voru
mestar líkurnar á því að hægt
væri að blanda geði við kunningj-
ana. Þessi frjálsa og óþvingaða
samvist við aðra veitti honum lífs-
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
+ Guðrún Jóns-
dóttir fæddist í
Loðmundarfirði 26.
maí, 1918. Hún lést
á Landspítalanum
hinn 17. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jón Finnbogason
og Oddný Friðrika
Jóhannesdóttir.
Guðrún átti eina
sjstur, Kristínu
Alfheiði. Hinn 2.
desember 1950 gift-
ist Guðrún Sigurði
Aroni Álfssyni, f.
1.5. 1918, í Reykjavík. Þau
bjuggu alla tíð í Reykjavík og
Fyrir 25 árum var ég kynntur
fyrir Guðrúnu Jónsdóttur, konu
með hlýtt bros, glettnisglampa í
augum, með glaðlegt viðmót og
kvik í hreyfingum. Síðan fylgdi
þessi hlýja og gleði mér og fjöl-
skyldu minni gegnum þykkt og
þunnt.
Ákafa og óþolinmæði hins unga
manns gagnvart þeim eldri tók hún
alltaf með jafnaðargeði. Lengi vel
þótti mér óskiljanleg, þótt það síðar
breyttist, þessi glaðværð og ánægja
með lífið eins og það var, sú skoð-
un að við ættum að taka því sem
að höndum bæri og vinna úr því.
Okkar væri ekki að breyta lífs-
ganginum, allt væri fyrirfram
ákveðið á þessari jörð. Hún vissi
að mér mundi lærast þetta. Jafnvel
fyrir 14 árum, er hún kenndi
hjartameins, tók hún því eins og
lífsskoðun hennar sagði til um, úr
þessu yrði hún að vinna.
Sunnudaginn 16. mars síðastlið-
inn fór hún upp á Landspítala, full
vonar um bata en ef á verri veg
færi sátt við það, því hún sagðist
búin að eiga yndislegt líf og gæti
kvatt það í sátt. Á spítalanum átti
hún ljúfa stund með eiginmanni og
börnum tveim og okkur datt ekki
i hug annað en að sjá brosið henn-
ar aftur innan fárra daga.
Mánudagurinn rann upp, sól-
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
eignuðust tvö börn,
Jón Friðrik, f.21.5.
1951, og Alfrúnu,
f.17.9. 1955. Maki
Jóns Friðriks er
Ásrún Matthí-
asdóttir, eiga þau
Ara og Ásrúnu, og
maki Álfrúnar er
Jón Kristinn Cortez
og eiga þau Rúnu
Dögg og Hildu
Hrund og eitt
barnabarn, Sögu.
Útför Guðrúnar
verður gerð frá
Bústaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
bjartur og fagur, var sem vorið
væri að koma eftir kuldaköst og
hremmingar vetrarins. En við sem
heima sátum vissum ekki að þá var
Guðrún að heyja sína síðustu bar-
áttu. Með manninn sinn og börn
hjá sér kvaddi hún þennan heim.
Eftir eru dýrmætar minningar.
Himnarnir tóku brosandi á móti
Guðrúnu Jónsdóttur.
Jón Kristinn.
Elsku amma.
Öll heimsins fallegu orð nægja
ekki til að lýsa þér. Þú varst okkur
svo mikil vinkona með hjartað fullt
af ást og hlýju. Takk fyrir að hafa
alltaf verið hjá okkur. Elsku amma,
við völdum handa þér yndislegt ljóð
sem lýsir þér svo vel.
Þín góðvild, samúð og göfuglyndi
gleymist ei neinum, sem kynntist þér.
I sólblævarþyt og vetrarvindi
vonglöð og örugg þú reyndist mér.
í greipum dauðans, - við draumsins yndi:
jafn-dýrðleg alltaf þín návist er.
(Þóroddur Guðmundsson)
Við elskum þig, amma.
Rúna Dögg og Hilda Hrund.
Af hveiju þurfti amma að deyja,
hún var svo góð og kunni svo mörg
skemmtileg spil. Við gátum alltaf
fengið að vera hjá henni og þegar
við gistum fengum við að sofa í
rúminu hjá henni. Amma gat hjálp-
að okkur að læra heima og búið
til góða aspas- og kakósúpu. Alltaf
þegar við vorum með hósta bjó hún
til heitt og gott sítrónuvatn. Svo
fór hún með okkur í strætó niður
í bæ, við löbbuðum upp og niður
Laugaveginn og endurnýjuðum
happdrættin. Amma kunni mörg
falleg ljóð sem hún söng fyrir okk-
ur á kvöldin. Amma gat gert svo
fyllingu og má vera að hún hafi
beinlínis aukið nokkrum árum við
aldur hans. Ég kom til hans á Sól-
vang um þrem, fjórum tímum áður
en hann dó. Ég tók um báðar hend-
ur hans. Þær voru ískaldar og á
þeim báðum höfðu fingurnir mjög
kreppst inn í lófana. Gæti það ver-,
ið vegna þess hve oft hann handlék
skúfur og rær um dagana?
Heimilt er í minningargreinum
að hafa ljóð, og þau mega vera svo
löng sem vill, ef að þau eru þjóð-
kunn og sígild. En ætli „pupullinn"
að birta eitthvað þessháttar, kemur
ekki til greina að það séu fleiri
erindi en tvö. Og samkvæmt því
endar þetta á tveim hversdagsleg-
um ferskeytlum af sex svona vís-
um, sem Jósep voru fengnar á ní-
ræðisafmæli hans.
Á fómum vegi’ ef fæ þig hitt,
fróðlegt er og gaman.
Ekkert breytist útlit þitt
áratugum saman.
Hljóttu loks við lukkuhag
laun og vinskaps gjaldið,
er þú ferð við endadag
yfirfyrir tjaldið.
Magnús Jónsson.
margt skemmtilegt með okkur. En
núna er hún dáin og við erum voða-
lega leið. En við ætlum að vera
dugleg að heimsækja afa svo hon-
um leiðist ekki.
Ég var lítið bam
og ég spurði móður mína
hver munur væri á gleði og sorg.
Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði:
Sá maður sem aldrei kennir sorg í hjarta sínu
getur ekki glaðst
þvi hann þekkir ekki sorgina.
(Þórunn Magnea)
Kveðja frá
Ara og Ásrúnu.
Það var fyrir um 55 árum að
ég byrjaði að vinna á sama vinnu-
stað og Sigurður Álfsson. Við urð-
um fljótt góðir vinir og sú vinátta
beið engan hnekki þegar við geng-
um í hjónaband, frekar þroskaðist
vináttan, konur okkar urðu góðar
vinkonur, og ófáar urðu gagn-
kvæmar heimsóknir, sérstaklega
áður fyrr meðan börnin voru að
vaxa úr grasi. Og þar kynntumst
við Guðrúnu sem reyndist vera
heilsteypt og góð kona. Það er að
sumu leyti erfitt að lýsa Guðrúnu
svo ekki verði úr því eitthvað sem
kallað yrði oflof, en að segja hana
hafa verið mannkostakonu, góðan
vin vina sinna, nálgast það sem við
viljum segja. Það var ávallt
ánægjulegt að hitta þau hjónin Sig-
urð og Guðrúnu, gleði og þeirra
gott viðmót var svo eðlilegt og
gerði hveija samverustund að sól-
argeisla í hversdagsleikanum.
Rúna eins og hún var kölluð var
ávallt svo einstaklega ljúf og já-
kvæð, hún var greind og gaman
að ræða við hana um ýmsa hluti,
heiðarleiki var henni í blóð borinn,
sem kom fram í öllu tali hennar
og gerðum. Og veg milli vina rækt-
aði hún svo að ekki óx þar gróður
til ófærðar, sú slóð var ávallt greið.
Þau hjónin Rúna og Siggi voru
samhent og byggðu fjölskyldu sinni
gott og fallegt heimili, það var
þeim báðum mikils virði að hafa
börnin og fjölskyldur þeirra í ná-
lægð. Við Nanna fundum það vel
í síðustu heimsókn okkar í janúar
hvað langömmustúlkan litla á neðri
hæðinni var þeim mikill gleðigjafi.
Á kveðjustund fínnur hver og
einn hvað góður vinur er mikils
virði og í hugann kemur söknuður
yfir því að samverustundirnar voru
ekki fleiri og engan um að saka
nema sjálfan sig. En eftir lifa góð-
ar minningar um heilsteypta og
góða vinkonu.
Við Nanna og börn okkar kveðj-
um Rúnu með þakklæti fyrir liðnar
stundir og vottum Sigga, Álfrúnu,
Jóni Friðriki og þeirra ijölskyldum,
einnig Álfheiði systur Rúnu, dýpstu
samúð.
Nanna og Kristján.