Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 45 SIGURÐUR ÁGÚSTSSON Sigurður Ágústsson fyrrv. kaupmaður, út- gerðarmaður og al- þingismaður, fæddist í Stykkishólmi 25. mars 1897. Sigurður var kominn af þjóðkunnum kjarnaættum úr Ár- nes- og Snæfellssýsl- um, sem dæmi mætti nefna að Magnús Andrésson alþingis- maður í Syðra-Lang- holti var móðurafi Ág- ústar Þórarinssonar föður hans og ömmu- bróðir var Tómas Sæmundsson, Fjölnismaður. Ágúst flytur til Stykkishólms 1892 ásamt eiginkonu sinni Ásgerði Arnfinnsdóttur. Setti hann mjög ánægjulegan svip á Hólminn um sína daga. Hann var bróðir hins þjóðkunna prófasts Árna Þórarins- sonar og hafsjór af sögum og góðri kímni. Lifa mörg spaugsyrði Ágúst- ar enn góðu lífí á vörum eldri borg- ara í Stykkishólmi. Tvítugur að aldri lauk Sigurður prófum frá verslunarskóla í Kaup- mannahöfn með hæstu einkunn, sem tekin var það vor. Faðir hans var verslunarstjóri hjá Tang og Riis-verslun í Stykkishólmi 1913-1931. Tók Sigurður þar við fulltrúastarfi til ársins 1931 en 1932 keypti hann allar fasteignir þeirra og stundaði síðan jöfnum höndum verslunarrekstur, útgerð og fiskvinnslu. Sigurður er í hópi þeirra „alda- mótamanna“, sem yfirtóku eignir og rekstur Dana og hófu á eigin ábyrgð fjölþættan atvinnurekstur. Verslun Tang og Riis þjónaði byggðunum kringum Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum. Það var mikið happ fyrir lítið þorp eins og Stykkis- hólmur var á þessum tíma að þar hófst til vegs og virðingar athfna- maðurinn Sigurður Ágústsson, hlað- inn góðum hugsjónum og mikilli starfsorku. íbúar voru þá 630. í stuttri samantekt mætti e.t.v. byija á þegar hann stofnaði Refa- rækt Stykkishólms, eitt stærsta loð- dýrabú landsins (Evrópu?). Hag- nýtti búið sér fiskúrgang, hesta- kjöt, lunda, selkjöt o.s.frv. Margir helstu forvígismenn Hólmara eign- uðust refí á þessu tímabili, ýmist í eigin búrum eða í vörslu Refarækt- arinnar, sem einnig fékkst við minkarækt. Fyrirtækið var vel þekkt á árunum upp úr 1930 og 1935-1940 var uppgangstími. Á stríðsárunum gekk illa að selja skinnin og birgðir hlóðust upp. Eft- ir styijaldarlok var reiknað með að markaðurinn myndi ijúka upp en svo varð ekki og 1952 lauk þessu ævintýri og fékk Sigurður af því fjárhagslegan skell eins og margir víðs vegar um landsbyggðina. Hins vegar lét hann hvorki þá né síðar erfíðleikana smækka sig á hveiju sem gekk. Hann var gæddur miklu jafnaðargeði og velferð heimabyggðarinnar var efst á hans blaði. í mótbyr var öllum kunnugt um heiðarleik hans og drengskap. Sem dæmi um athafnasemi hans á ótal sviðum má nefna að hann rak Bakaríið í Stykkishólmi um tíma, einnig Samkomuhúsið og hlut átti hann í Bifreiðastöð Stykkis- hólms. Árið 1941-1942 reisir hann frystihús og var þá með fímm báta, sem lögðu upp allt árið. Jafnframt tók hann um langt skeið þátt í út- gerð á Grundarfirði, Hellissandi og síðar á Rifí. 1946 keypti hann nýjan bát frá Svíþjóð „Ágúst Þórarinsson" og 1949 tekur til starfa fískimjöls- verksmiðja, sem hann byggði og um svipað leyti stofnsetti hann Netastofu. Þegar Skipasmíðastöð Stykkishólms var stofnuð, þá var hann driffjöðrin í þeirri fram- kvæmd. Þetta eru svipmyndir sem tala sínu máli, enda hef ég aldrei kynnst starfsglaðari manni en Sigurði Ág- ústssyni. Ekki má gleyma að mjög áberandi þáttur í fari Sigurðar var eðal- borin kurteisi, sem er því miður ekki þjóða- reinkenni okkar. Kurt- eisin var runnin honum í merg og bein, einmitt sú sem aldrei verður lærð, ef hún er ekki meðfædd. Honum „lét ekki að látast“ eins og við sjáum stundum að nokkrum stjórnmála- mönnum hættir til. Rökrétt afleiðing af kurteisinni var hans mikla greiða- semi, sem virtist eiga sér lítil tak- mörk. í stað þess að afgreiða kvabb- ið með „því rniður", þá var oftar hans viðkvæði „ég skal athuga hvort ég get bjargað þessu við“. Heimili hans í Stykkishólmi var vissulega víðfrægt fýrir rausn og höfðingsskap. Hann giftist árið 1923 Ingibjörgu Helgadóttur ættaðri frá Kálfatjörn og Karlsskála við Reyðarfjörð. Ingi- björg var svipmikil og glæsileg kona. Hún hafði stundað nám á hússtjórnarskóla í Danmörku og var snjöll í matreiðslu og kunni einnig að dúka borð af listfengi. Notaði Sigurður mörg tækifæri til að veg- sama hennar hlut í sínu lífshlaupi. Áður en hótelrekstur hófst í Stykkishólmi virtist heimilið að Skólastíg 1 gegna lykilhlutverki í að taka á móti virðulegum gestum, sem sóttu kauptúnið heim. Jafn- framt var þar stöðugt haldið uppi risnu fyrir ýmsa af þeim mikla fjölda, sem áttu margháttuð erindi við Sigurð. Hann var óumdeildur héraðshöfðingi í nær hálfa öld. Á 75 ára afmæli Ingibjargar var tæki- færið notað til að sæma hann heið- ursborgaratitli Stykkishólms, sem aðeins þrír menn höfðu áður hlotið og einn þeirra var Ágúst, faðir hans. Mun sjaldgæft ef ekki einsdæmi að feðgar séu sæmdir slíkri nafnbót. Sólargeislinn í lífi þessara hjóna var einkasonurinn Ágúst, f. 18. júlí 1934. Hann lauk prófí frá Verslun- arskólanum 1955. Að því loknu hélt hann til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og starfaði hjá Coldwater Seafood Corp. Árið 1958 tók hann að starfa við fyrirtæki föður síns og ýmislegt fleira. Ágúst kvæntist Rakel Olsen frá Keflavík 9. febrúar 1963 og eignuð- ust þau fjögur börn. Þeirra heimili var lengi á 1. hæðinni í gamla og sérstæða húsinu á Skólastíg 1 en Ingibjörg og Sigurður bjuggu á efri hæðinni. Brátt unnu ungu hjónin bæði við hin margháttuðu umsvif fyrirtækisins, enda var Sigurður langdvölum syðra, vegna setu sinn- ar á alþingi og margvíslegra ann- arra starfa. Hann var einn af stofn- endum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og í stjórn þar um áratuga skeið. Í stjóm Síldarverksmiðju rík- isins í 21 ár. Einnig í stjórn Skreið- arsamlagsins o.s.frv. Á heimaslóð- um átti Sigurður sæti í hreppsnefnd 1922-1950, hafnarnefnd frá 1922, í stjórn Sparisjóðsins 1928-1964, sýslunefndarmaður frá 1928-1964. Að sjálfsögðu gustaði stundum um Sigurð eins og óhjákvæmilegt er í pólitíkinni, engu að síður voru vinsældir hans slíkar að hann sótti ævinlega verulegt persónufylgi í raðir andstæðinganna. Þar kom að Sigurður hafði mik- inn áhuga á að losa sig við verslun- arreksturinn, sem endaði með því að tveir af starfsmönnum hans og deildarstjóri hjá kaupfélaginu yfír- tóku þá starfsemi 1967. Eftir þessa breytingu hafði hann ftjálsari hendur í sambandi við út- gerðina. Ágúst var oft mjög hug- myndaríkur og um vorið 1969 fór hann ásamt öðrum að leita að rækju á Breiðafírði. Þá urðu þeir varir við mikla skel (hörpudisk) alls staðar þar sem þeir reyndu. Um haustið 1969 má segja að hið mikla skelfiskævintýri hefjist. í apríl 1970 er stofnað hlutafélagið Skel hf., sem átti að kaupa og vinna skel til útflutnings. Endirinn varð sá að 1971 yfírtaka Ágúst og Sig- urður þessa starfsemi. Jafnframt er byijað að vinna skel á ýmsum stöðum á Suðumesjum, Akranesi ogvíðar. í byijun var handskorið úr skel- inni en fljótlega var reist afkasta- mikil og vélvædd hörpudisksverk- smiðja, sem um þessar mundir vinn- ur árlega um 3.000 tonn. Einnig starfrækti fyrirtækið Sig- urður Ágústsson hf. eigið sölufyrir- tæki í San Francisco í Bandaríkjun- um á árunum 1983-1986. Síðasta verk Ágústar heitins, sem féll í valinn árið 1993, 58 ára gamall, var að stofnsetja full- komna rækjuverksmiðju og pökk- unarstöð. Magn rækjuvinnslunnar er nú komið í 4.000 tonn upp úr sjó árlega og síðan fer framleiðslan í mismunandi pakkningar á hina ýmsu markaði. Starfsfólk Sigurðar Ágústssonar hf. er nálægt 100 manns og má af því sjá hvílíkur burðarás fyrir Stykkishólm fyrir- tækið er. Það er vissulega ánægjulegt að fylgjast með hinni öflugu starfsemi fyrirtækisins í dag á aldarafmæli Sigurðar undir dugnaðarlegri for- ystu tengdadótturinnar og sonar- sonarins, sem ber nafn afa síns. Hólmarar og fjöldi vina við Breiðaíjörðinn sýndu Sigurði þakk- læti sitt með veglegum gjöfíim á stórafmælum. Það er hins vegar staðreynd að starfsgleði og kærleiksríkt hugarfar var hans heimanfylgja, sem ein- kenndi lífshlaup hans allt til hinstu stundar. Guðmundur Guðmundarson. Bróðir minn, + ÞORLÁKUR KOLBEINSSON bóndi, Þurá i Ölfusi, er látinn. Arinbjörn Kolbeinsson. + Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI MÁR GUÐMUNDSSON, Hrfsrima 8, Reykjavfk, lést á heimili sinu að morgni 21. mars. Hrefna Guðmundsdóttir, Klemens Arnarson, Eva Rós Jóhannesdóttir, Guðný Linda Óladóttir, Markús Hallgrímsson, Guðmundur Loftur Ólason, Ástrós Anna Klemensdóttir. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐJÓN HAUKUR HAUKSSON, Holtsbúð 77, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garða- bæ miðvikudaginn 26. mars kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Álfheiður Emilsdóttir, Haukur Guðjónsson, irís Dögg Guðjónsdóttir, Haukur Guðjónsson, Áslaug Hulda Magnúsdóttir, Margrét Hauksdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Tunguvegi 1, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 25. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Sigurður A. Álfsson, Jón Friðrík Sigurðsson, Ásrún Matthfasdóttir, Arí Á. Jónsson, Ásrún Á. Jónsdóttir, Álfrún Sigurðardóttir, Jón Krístinn Cortez, Hilda Hrund Cortez, Rúna Dögg Cortez, Guðni R. Gunnarsson, Saga Guðnadóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR HARALDSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Mýrí, Bárðardal. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar- heimilinu Hlíð. Sigríður Karlsdóttir, Jón Karísson, Hólmfríður Fríðríksdóttir, Hildur Svava Karlsdóttir, Aðalbjörg Karisdóttir, Bjargmundur Ingólfsson og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BENEDIKT MÁLMFREÐ STEFÁNSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Norðurbraut 17, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 14.00. Guðný Lilla Benediktsdóttir, Karólína Benediktsdóttir, Sæmundur Guðlaugsson, Ástvaldur Benediktsson, Sigrfður Guðjónsdóttir, Steinar Benediktsson, Rósalind Ragnarsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að kvöldi sunnudagsins 23. mars. Sverrír Sigfússon, Baldur Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir, Magnús Sigfússon, Ásbjöm Sigfússon, Hólmfríður Sigfúsdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.