Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
igg
hj
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
FRANSKI stóðhestakvintettinn vel samæfður dansaði eftir vilja og duttlungum
þjálfarans fram og til baka á litlum hring.
ÍSLENSKU burstabæirnir ásamt íslenska hestinum draga alltaf að sér mikinn fjölda
sýningargesta enda íslenski hesturinn vinsæll í Þýskalandi.
Equitana í Essen:
Á endamörk-
um vaxtarins
Heimssýning hestaíþróttarínnar, Equitana,
var haldin í byrjun mars í borginni Essen í
Þýskalandi. Sýningin var að venju umfangs-
mikil og spannaði nánast allt er lýtur að
-> hestamennskunni í sinni víðustu merkingu
og gott betur. Fyrirbærið Equitana átti aldar-
fjórðungs afmæii og af því tilefni brá Valdi-
mar Kristinsson sér á sýninguna og kynnti
sér hvað boðið var upp á að þessu sinni.
EQUITANA hefur vaxið og dafnað
þessi tuttugu og fímm ár sem liðin
eru frá því fyrsta sýningin var sett
á laggimar af ungum ofurhuga
Wolf Kröber að nafni, sem í dag er
oft kallaður „Herra Equitana“.
Stendur hann vel undir þessari nafn-
gift enda er hann persónugervingur
Equitana. Hann skóp hugmyndina,
kom henni í framkvæmd og hefur
oftast verið þulur kvöldsýninganna
sem eru hápunkturinn.
En einhversstaðar eru endimörk
vaxtarins og nú í fyrsta sinn mátti
sjá merki um hnignun eða stöðnun
á þessari stórkostlegu samkomu.
Þegar best hefur látið hafa á fjórða
hundrað þúsund manns sótt Equit-
ana samkvæmt upplýsingum skipu-
leggjenda. Á næstsíðasta sýningar-
degi nú höfðu um 280 þúsund
manns keypt sér aðgang og sam-
kvæmt fyrri reynslu mátti gera ráð
fyrir allt að 50 þúsund manns síð-
asta daginn. Með öðrum orðum var
sýningin nú með þeim betur sóttu
frá upphafi samkvæmt upplýsing-
um frá skipuleggjendum.
Vörusýningin var með nokkuð
svipuðu sniði og verið hefur, hægt
að fá allt sem hugsast getur fyrir
hestamennskuna. Hægt er að skipta
þessum hluta sýningarinnar í
nokkra flokka. Fyrst er að nefna
ódýr reiðtygi og ýmsa smáhluti svo
sem kamba, múla, heynet, píska og
fleira í þessum dúr. Þá hafa verið
nokkuð áberandi aðilar sem selja
innréttingar í hesthús, gerði, vélar
við hirðingu hrossa, útigjafarútbún-
að og hringteymingarvélar og þjálf-
unarfæribönd, hindranir og fleira.
Bílar eru ávallt nokkuð áberandi
bæði fólksbílar og jeppar og ekki
síður stórglæsilegir hrossaflutn-
ingabílar þar sem mikið er lagt í
ýmiss konar þægindi. Þá er talsvert
um varning fyrir „western-reið-
mennsku" sem virðist njóta vaxandi
vinsælda í Þýskalandi.
Þá voru matsölustaðir mun meira
áberandi nú en áður og alltaf hægt
að fá sér sæti einhversstaðar til að
neyta matar eða dryklqar. Innan um
allt þetta eru svo sölumenn með
ýmsan varning sem hefur lítið eða
ekkert með hestamennsku að gera.
Sýningin nú bar mjög keim af sölu-
mennsku og peningaplokki á ýmsa
vísu. Aðgangseyrir var stórhækk-
aður frá ’95 líklega um 50%. Miðar
á kvöldsýningamar (Top show)
hækkuðu um 20 til 30 þýsk mörk;
jafnvirði um 840 til 1.260 króna.
Ýmsir vildu meina að samsetningin
í sýningarbásunum væri með öðrum
hætti en áður, meiri sölumennska á
ódýra dótinu sem að ofan var getið.
Tilfinning manna, sem sótt hafa
margar sýningar, var gjarnan sú
að tölur skipuleggjenda um aðsókn
væru vafasamar því aldrei hefur
verið eins rúmt um sýningargesti
síðustu tvo sýningardagana, þar
nsTuno
SERVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 681::\ Austurver
Simi 568 4240 j, ~ "
NYTT á Equitana, reiðtygjalausir hestar hlaupa samsíða hring
um höllina og þjálfarinn með sinn fótinn á hvorum hesti.
sem venjulega hefur verið svo pakk-
að í gangana innan um sýningar-
básana að menn hafa lötrað áfram
með hraða skjaldbökunnar. Athygli
vakti á tveimur síðustu kvöldsýn-
ingunum að ekki var fullskipað í
öll sæti í sýningarhöllinni en venjan
hefur verið sú að færri hafa komist
að en viljað á þessar sýningar.
Fimleikar án hrossa
vinsælastir
Þá var það almenn skoðun að
aldrei hafí verið boðið upp á jafnlé-
Iegar kvöldsýningar og nú. Saman-
burður við atriðin á fyrstu sýning-
unum fyrir 25 árum er í sjálfu sér
ekki raunhæfur eða sanngjarn held-
ur er hér fyrst og fremst verið að
tala um það sem hefur getið að líta
síðustu tíu árin. Sirkusatriðin svo-
kölluðu voru mjög áberandi og lík-
lega það besta sem boðið var upp
á, enda þaulæfðir fagmenn þar að
verki. Inn í kvöldsýningunni voru
atriði sem áttu þar ekkert erindi
ef mið er tekið af þeim gæðastaðli
sem virðist hafa verið fylgt gegnum
árin. Það segir kannski meira en
mörg orð að vinsælasta atriðið á
síðustu kvöldsýningunni var fím-
leikasýning danskra krakka á aldr-
inum 7 til 16 ára þar sem hross
komu ekki við sögu!
Hugmyndabankinn gjaldþrota
Þetta mun eftir því sem næst
verður komist hafa verið í fyrsta
skipti, sem boðið er upp á atriði,
þar sem hestar eru ekki með í leikn-
um og spurning hvort hugmynda-
bankinn sé orðinn gjaldþrota eða
hitt hvort sé um fjárhagslegan
sparnað að ræða. Sýning andalúsíu-
hestanna var ekki svipur hjá sjón
miðað við það sem verið hefur, en
Spánveijarnir hafa að jafnaði verið
með eitt af þremur vinsælustu atrið-
um kvöldsýninga. Sömu sögu er að
segja með svörtu perlurnar frá Frís-
nesku eyjunum; þar vantaði mikið
upp á að samjöfnuður næðist við
það sem sést hefur. Ógleymanleg
er munsturreið þýskra reiðsnillinga
sem komið hafa fram á minnsta
kosti tveimur síðustu sýningum.
Órækasti vitnisburðurinn um gæði
kvöldsýninganna er að aldrei fyrr
hefur mátt sjá svo margt fólk
frammi á gangi að spjalli og bjór-
drykkju meðan á sýningu stóð.
Fleira mætti til telja en vel fer á
því að minnast á þau atriði sem
stóðu undir vonum og björguðu því
að fólk gengi ekki út í stórum stíl.
Sirkusinn hrífur
Stórsnjallir franskir hestatemjar-
ar voru í aðalhlutverki kvöldsýning-
um á Equitana. Einn þeirra kom
fram í þriðja skipti með hvíta hest-
inn sinn og alltaf eitthvað nýtt í
pokahorninu. Nú var hann kominn
með annan klár gráan og eins og
áður hafði hann ótrúlega stjórn á
klárunum báðum. Þeir eltu hann
fram og til baka og reyndu að bíta
hann og slá. Sá franski sem var
klæddur eins og steinaldarmaður
fór fljótlega að reyna að temja þess-
ar ógnandi skepnur. Aður en varði
var hann kominn á bak en klárarn-
ir hrekktu í byijun en létu fljótt að
stjórn. Síðan komu kunnugleg atr-
iði eins og að láta annan hestinn
leggjast meðan hinn stóð með fram-
fæturna uppi á félaga sínum og
fleira í þessum dúr. Það sem var
nýtt var hins vegar þegar hann lét
hestana hlaupa samsíða beislis- og
hnakklausa. Sá franski vippaði sér
síðan á bak hestunum og hleypti
tvo hringi um höllina standandi á
baki þeirra. Ótrúlegt samband
manns við tvo hesta.
Hinn leyndiþráður
Sama má segja um annan Frakka
sem kom fram með fímm hvíta stóð-
hesta og lét þá gera ýmsar þrautir
á litlum hring eins og tíðkast í fjöl-
leikahúsum. Meðal annars lét hann
þá hlaupa á stökki og snúa sér einn
hring samtímis um sig sjálfa og
viðstöðulaust áfram í hringnum.
Að ending stukku þeir svo inn í
hringinn að þjálfaranum þar sem
þeir pijónuðu allir samtímis í góðri
breiðfylkingu, dæmigert sirkusatr-
iði. Því var spáð fyrir nokkrum
árum að kvöldsýningarnar væru að
breytast í sirkus og er ekki annað
að sjá en vegur sirkusatriða hafi
vaxið með hveiju árinu. Þessi atriði
hrífa fólkið og hver er kominn til
með að segja að þetta sé eitthvað
minni hestamennska en annað sem
flokkast meira undir reiðmennsku.
Þarna eru á ferðinni stórsnjallir
hestamenn sem lesa vel í sálartetur
hestanna og ná ótrúlegu sambandi
við þá.
Þá er vert að geta indíána nokk-
urs sem fór að dæmi Frakkans fyrr-
nefnda og losaði sig við beislið og
reið hesti sínum aftur á bak og
áfram, krossgang, sniðgang, sat
öfugur á baki hestsins. Stjórnaði
hann hesti sínum með handahreyf-
ingum og fótabendingum og allt
gekk þetta eins og vel smurð mask-
ína sem ekki sló feilpúst. Athygli
vert er að þessir snillingar gera
ýmsar fímiæfíngar betur en ágætir
reiðmenn hérlendis framkvæma
þær með öllum búnaði það er beisli
og hnakk. íslenskir hestamenn eiga
margt eftir ólært.
En áður en skilið er við kvöldsýn-
ingarnar er rétt að taka fram að
þeir sem sáu þennan viðburð í fyrsta
skipti hrifust vissulega en margt
skemmtilegt var að sjá en það er
samanburðurinn við það sem áður
hefur getið að líta á þessum vett-
vangi sem er afar óhagstæður fyrir
nýafstaðna sýningu.
Gróðafíkn og peningaplokk
Um ástæður þess að Equitana
virðist hafa náð toppi var mikið
rætt á staðnum og er sjálfsagt margt
sem kemur til. Herra Equitana seldi
sýninguna fyrir tveimur árum og inn
eru komnir nýir eigendur sem hugs-
anlega gera meiri arðsemiskröfur.
Efnahagur fólks í Þýskalandi er
slæmur um þessar mundir, mikið
atvinnuleysi og óvissa um framtíð-
ina. Miklar hækkanir á aðgangseyri
og leigu á básum. Greinilegur
sparnaður við kaup á skemmtiatrið-
um á kvöldsýningu og þótti mörgum
sem gróðafíkn og peningaplokk
væru farin að ráða of miklu í skipu-
lagningu. Af þeim sökum er Equit-
ana ekki söm og áður þótt enn sé
hún fögur og áhugaverð.