Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 47 FRÉTTIR Fyrirlestur um lög- mannsstörf og konur Skiptinemar frá öllum heimshornum * Vildu kynnast Islandi en finnst málfræðin erfið Morgunblaðið/Ásdís HÓPUR nemenda frá ýmsum löndum sem hér dvelst á vegum Rotaryhreyfingarinnar. í röðinni vinstra megin eru: Marcela Judith Folco frá Argentínu (fremst), Katarina Hastings frá Ástr- alíu, Pa Baumann frá Þýskalandi Og César de Almeida Braga frá Brasilíu. í hægri röð eru: Mariamalia Giraldeli Chiuchi frá Brasilíu, Kathleen Bailey frá Kanada, Megumi Konno frá Jap- an, Stephen Ruffalo og Bryon Panaia, báðir frá Bandaríkjunum. CLAIRE Ann Smearman lögmaður mun halda fýrirlestur um lög- mannsstörf og konur í Bandaríkjun- um í dag kl. 12 að Skála Hótel Sögu. Claire Ann Smearman hefur að mestu unnið við lögmannsstörf á annan áratug og sérhæfir sig sviði heimilisofbeldis og sifjaréttar, þ.m.t. erfiðra skilnaðarmála. Hún starfar nú á lögmannsstofu Gordon, Feinblatt, Rothman, Hoffberger & Hollander í Baltimore, auk þess sem hún tekur þátt í lögmannavöktum þar í landi. Ennfremur hefur hún skrifað, kennt og flutt fyrirlestra á ofangreindum sviðum lögfræðinn- ar, auk stjórnskipunarréttar. Clair Anna Smearman flytur FERÐAFÉLAG íslands efnir til margra ferða um bænadaga og páska. 27.-29. mars verður ferð í Óræfasveit og Skaftafell þar sem skoðuð verða ummerki Skeiðarár- hlaups, farið í Skaftafell í vetrarbún- ingi o.fl. Gisting er að Hótel Skafta- felli, Freysnesi og er fararstjóri Kristján M. Baldursson. 27.-30. mars er skíðaganga í Landmannalaugar með dvöl þar í sæluhúsinu. Farangur verður fluttur í Landmannalaugar. Farið verður í Hrafntinnusker ef aðstæður leyfa. Gisting í sæluhúsinu Laugum. Þetta er 4 daga ferð. Fararstjóri er Ólafía Aðalsteinsdóttir. 27.-31. mars er í boði skíðaganga um „Laugaveginn“ frá Sigöldu um Landmannalaugar Opið hús hjá Heima- hlynningu HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 25. mars, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags ís- lands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins er sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Hann ræðir um foreldramissi, sérstaklega um missi og sorg fullorðinna bama, þ.e. 20-40 ára. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Margir söfn- uðir saman hjá Fíladelfíu SAMEIGINLEG samkoma fjöl- margra kristinna safnaða og sam- taka verður í Fíladelfíu, Hátúni 2. Samkoman hefst kl. 20. Ræðumað- einnig í dag fyrirlestur kl. 17.15 sem nefnist Lög gegn heimilisof- beldi á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum, Kvennréttindafé- lags íslands og lagadeildar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda og er hann öllum opinn. í fyrirlestrinum fjallar hún um réttarúrræði sem reynd hafa verið í Bandaríkjunum til að taka á heim- ilisofbeldi og ber þau saman við íslenskar aðstæður. Meðal þess sem hún mun fjalla um er skilgreining afbrotsins heimilisofbeldi, rann- sóknarúrræði, saksókn heimilisof- beldismála, nálgunarbann, úrlausn við skilnað hjóna og forsjá barna. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. til Þórsmerkur. Fararstjóri Kristján Bollason. 26.-31. mars er svo skíða- gangan, Miklafell, Laki, Skaftárdal- ur. Gist verður í gangnamannahús- um og er farangur fluttur milli staða. Fararstjóri Gestur Kristjánsson. 29.-31. mars er þriggja daga ferð- in: Þórsmörk-Langidalur. Farið verður í gönguferð um Mörkina og gist í sæluhúsinu Skagfjörðsskála. Fararstjóri Hermann Valsson. Þingvallaferð (gamlar götur) og skíðagönguferð á Mosfellsheiði eru kl. 10.30 á skírdag. Á föstudaginn langa er farið á Skógasand og að Eyjafjöllum kl. 10.30 og annan í páskum er ferð á Skeiðarársand kl. 8., skíðaganga á á Hellisheiði kl. 10.30 og óvissufjallganga. ur verður dr. Tissa Weerasingha frá Sri Lanka. Weerasingha hefur stofnsett um 50 kirkjur út frá móðurkirkjunni í Colombo og hefur auk þess skrifað margar bækur. Hann er mörgum vel kunnur því hann hefur áður komið hingað til lands og tekið þátt í sameiginlegu átaki samfélaganna. Samkomurnar eru öllum opnar og er aðgangur ókeypis. LEIÐRÉTT Bragi unglingamódel 1997 í FYRIRSÖGN í sunnudagsblaðinu kom fram rangt nafn á sigurvegara í keppninni Unglingamódel 1997. Fyrirsögnin átti að vera: Valgerður og Bragi unglingamódel 1997. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Nafni ofaukið ÞAU mistök áttu sér stað þegar stjórn listamannalauna sendi frá sér yfirlit yfir listamenn sem hlutu starfslaun fyrir árið 1997, að nafni Sigfúsar Bjartmarssonar skálds var ofaukið. Listinn birtist í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Sigfús hlaut ekki úthlutun að þessu sinni. ÍSLENSK málfræði er erfið, var nokkuð sameiginleg yfirlýsing frá níu manna hópi skiptinema frá ýmsum Iöndum sem hefur dvalið hér á landi síðustu mánuði á veg- um Rotaryhreyfingarinnar. Hóp- urinn býr hjá fjölskyldum vítt og breitt um landið og hefur eytt síðustu dögunum saman við gagn og gaman í höfuðborginni, m.a. heimsókn til Morgunblaðsins og fleiri fyrirtækja. Af tiveiju varð Island fyrir val- inu? Ég gat valið milli Ekvador og íslands og vissi að það yrði alltof heitt í Ekvador svo Island varð ofan á, sagði Kathleen Bailey frá Kanada og hún kvaðst geta haldið íslenskunni eitthvað við með því að hitta heima fyrir fólk sem tali málið, m.a. í Gimli. Ég vissi lítið um ísland nema að það er mjög ólíkt Japan og vildi kynn- ast því, sagði Megumi Konno frá Japan og sagði hún fáa Japani kynnast landinu. Má segja að svörin séu nokkuð einkennandi fyrir hópinn, menn fýsti að vita meira um Iandið. Við munum halda sambandi hingað eftir að heim kemur, voru þau sammála um en flest hafa þau dvalið hjá þremur til fimm fjölskyldum til að kynnast sem mest ólíku fólki og viðhorfum. Jón Ásgeir Jónsson, sem er Rotaryfélagi í Hafnarfirði, er annar umsjónarmanna hópsins en þessi nemendaskipti eru eitt af stærstu verkefnum hreyfing- arinnar. Milli 8 og 10 þúsund ung- menni hleypa heimdraganum á ári hverju á vegum hreyfingar- innar til að kanna ný lönd og seg- ir Jón oft erfitt að fá islenskar fjölskyldur til að taka að sér þá 8 til 9 gesti sem hingað sæki ár- lega en það gangi nú alltaf að lokum. Vinna og skoða sig um Hópurinn sem hér hefur dvalist hittist fljótlega eftir að hann kom til landsins og settist saman á íslenskunámskeið. Síðan hafa þau hist aftur og nú stendur ferðalag fyrir dyrum. Fjölskyldur sumra þeirra hafa getað tekið þau með í skoðunarferðir og sum hafa unnið í jólafríinu eða stefna að því að vinna í nokkrar vikur áður en halda skal heim. Hvenær er Þórsmörk? spurði Bryon Panaia frá Bandaríkjunum og hafði greinilega hugmynd um að framhaldsskólanemar hafa síðustu árin hóað sig saman í helgarferð þangað snemma í júlí. Hafði hópurinn áhuga á að fylgjast með hvernig verslunarmannahelgin gengur fyrir sig hjá íslenskum ungmennum, en Jón Ásgeir taldi líkur á að þau yrðu send úr landi áður! Eftir innlit hjá Morgunblaðinu var ætlunin að líta á kaffihús í Kringlunni og heimsækja síðan meðal annars Granda, Reykjalund og Ríkisútvarpið og á sunnudag verður hópnum boðið í Háskólabíó. Páskaferðir Ferða- félagsins PÍONEER PIÓNEER PIOl R frÓklEER PIÓKlEÉk PIÓNEE HÖKlEÉR PIÖNÉERTigfl ÞióNttk þioMBIW NS 60 Magnarí: 2x30w (RMS, 1kHz, 611) Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni _______________ Geislaspilari: liBfTffrT.lf!)'/.1! I Segulbandstæki: Tvöfalt I Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) N-760 Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 811) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni Geíslaspilari: Tekur frMíiMffjl • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Prískiptir 100w (DIN) N-260 Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 611) Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvlskiptir 70w (DIN) Priggja diska Umbobsmenn um land allt Reykjavík: Byggt og Búið Voeturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.BlómsturvBllir, Hellissandi. Guóni Hallgrlmsson. Grundarfirói. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin. Patrekslirði Rafverk Bolungarvlk Straumur ísafirði Norðurland: Kl. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri. Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Kf. Héraösbua, Egilsslððum. Verslunin Vlk, Neskaupstaö. Suðurlend: Árvirkinn Selfossi Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. •_______________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.