Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 51

Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25.MARZ1997 51 ! I I I \ ) I I I I l I I Frá sunnu- dagaskól- um Hafn- arfjarðar- kirkju Frá sr. Þórhalli Heimissyni: A LIÐNUM vetri hefur sunnu- dagaskóli verið rekinn á tveimur stöðum í Hafnarfirði á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Annars vegar hefur hefðbundinn sunnudagaskóli verið starfræktur í kirkjunni. En um leið starfar sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla. Þar nýtast að- stæður skólans vel og hefur sunnu- dagaskólinn verið rekinn í sam- vinnu við skólayfirvöld. Sú sam- vinna hefur gefið góða raun. Sæk- ir mikill fjöldi barna og fullorðinna sunnudagaskólann. Sunnudaginn 23. mars, pálma- sunnudag, hættir sunnudagaskól- inn í kirkjunni en í stað þess er öllum börnum í bænum boðið að taka þátt í starfinu í Hvaleyrar- skóla. Rúta fer um bæinn og safn- ar börnum saman, ekur í Hva- leyrarskóla og skilar þeim heim aftur eftir stundina. Sunnudaginn 13. apríl verður haldin mikil sunnudagaskólahátíð í Setbergsskóla fyrir börn úr Mos- hlíðar- og Setbergshverfi á vegum kirkjunnar. Öllu starfi sunnudaga- skólans lýkur síðan með sameigin- legu vorferðalagi sunnudagaskól- anna í Hvaleyrarskóla, Hafnar- fjarðarkirkju og Setbergsskóla. Vorferðin verður farið 20. apríl og heimsækjum við þá sunnudaga- skóla Grindavíkur. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. ------♦ ♦ ♦ Hafa skal það, sem sannara reynist Frá Davíð Sch. Thorsteinsson. í SJÓNVARPSÞÆTTINUM á ell- eftu stundu, 19. mars sl., sagði ég e-ð á þá leið að þeim íslendinjg- um, sem settu upp vélakost Is- lensks bergvatns í Wales, hefði verið sagt upp störfum þegar verkinu var lokið. Mér þykir leitt að segja, að enda þótt þessi ummæli mín hafi verið sögð í góðri trú, er nú komið í ljós að þær upplýsingar, sem Iágu að baki þessarar staðhæfingu reynd- ust rangar. Hið rétta er að bæði Pétur Inga- son og Björn Pálsson sögðu sjálfir upp störfum sínum hjá Seltzer Drinks Company og héldu heim til íslands, þrátt fyrir beiðni forráða- manna Seltzer Drinks Company um að þeir héldu áfram störfum hjá fyrirtækinu. Vona ég að þessi ummæli mín baki ekki þessum fyrrum starfs- mönnum mínum vandræði. DAVÍÐ SCH. THORSTEINSSON. I J i -} Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Guðrúnu Ragnarsdóttur: ÉG VERÐ að lýsa óánægju minni með hann Jóhannes í Neytenda- samtökunum. Hann hefur gert allt til að rífa niður fríkortið svokallaða á svo fáránlegum forsendum að mér blöskrar. Hann leggur dæmið upp þannig að maður geti aldrei unnið sér inn næga punkta vegna þess hve fáa punkta maður fær hjá hvetju fyrirtæki. Hann virðist ekki taka inn í dæmið að það eru jú fimm fyrirtæki sem maður hefur verslað reglulega við inni í kortinu. Og hingað til hefur maður ekki fengið neina umbun fyrir að versla við þessi né nokkur önnur fyrirtæki. Og nú þegar maður fær einhvem bónus fyrir að versla gengur Jó- hannes af göflunum. Hann virðist nefnilega ekki hafa reiknað dæmið N eytendasamtökin hafa brugðist alvarlega til enda. Ég er gift, á 3 böm og við erum með tvo bíla. Við emm í sitthvorum bankanum en nú kemur til greina að vera bæði í Islands- banka. Við emm annað slagið að mála og dytta aðeins að heimilinu. Við eyðum aldrei minna en 50.000 í mat í Hagkaup á mán- uði, kaupum a.m.k. bensín fyrir 20.000 á mánuði, förum einu sinni út á ári sem gerir um 80.000 í flugfarmiða og veltum svona rúmri milljón í gegnum kortin okkar á ári. Málning og þess háttar fyrir húsið er kannski 50-60 þúsund á ári (mismunandi á milli ára). Sam- kvæmt mínum útreikningum fæ ég því 3.000 punkta í Hagkaup, um 5.000 punkta fyrir bensín, 2.000 punkta hjá Flugleiðum, 3.750 hjá Húsasmiðjunni og 2.000 punkta hjá íslandsbanka. Samtals eru þetta 15.750 punktar á ári og hef ég ekki talið með það sem ég eyði í annað en mat hjá Hagkaup og nammið og olíuna hjá Shell. Og eftir því sem þeir segja í kynn- ingarbæklingnum koma fleiri fyrir- tæki inn í kortið auk þess sem alls- konar punktatilboð verða á boð- stólum. Því finnst mér gífurlega ábyrgðarlaust af Jóhannesi að leggja dæmið upp þannig að maður verði að versla fyrir tæpar níu milljónir hjá Hagkaup til að fá eitt- hvað út úr dæminu. Annað hvort er hann ekki búinn að átta sig á dæminu eða honum er svona mein- illa við að neytendur fái loks ein- hvetja umbun. Hvort sem er þá finnst mér Jóhannes hafa gjörsam- lega brugðist í þessu tilfelli. GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR, leikskólakennari, Nökkvavogi 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.