Morgunblaðið - 25.03.1997, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997
MGRGUNBLAÐIÐ
A _
Oþekktir Pólveijar
Evrópumeistarar
EVRÓPUMEISTARARNIR Kierznowski og Lukaszewicz sigurglað-
ir með Anderz Orlow formann pólska bridssambandsins á milli sín.
BRIDS
II a a g, II o 11 a n d i
EVRÓPUMÓTIÐ í
TVÍMENNINGI
Evrópumótíð í tvímenningi fór
fram í Haag, Hollandi, 17.-22.
mars.
Vestur
♦ Á92
VK65
♦ 1075
*KD98
Norður
4K54
V ÁG432
♦ 942
♦ Á3
ÞRJÚ íslensk pör tóku þátt í Evr-
ópumótinu í tvímenningi sem hald-
ið var í síðustu viku. Ekkert þeirra
náði í aðalúrslit mótsins, tvö kom-
ust í B-úrsIit en enduðu þar neðan
við miðju. Evrópumeistarar urðu
Roman Kierznowski og Krzysztof
Lukaszewicz frá Póllandi.
Evrópumeistararnir nýbökuðu
eru óþekktir utan heimalands síns.
Kierznowski er fimmtugur skrif-
stcfumaður og Lukaszewicz 35 ára
rafeindaverkfræðingur. Þeir hafa
spilað saman í 7 ár.
íslensku pörin voru Bragi
Hauksson og Sigtryggur Sigurðs-
son, Helgi Sigurðsson og Sigurður
B. Þorsteinsson og Hjördís Sigur-
jonsdóttir og Ragnheiður Nielsen.
í undankeppni voru Bragi og Sig-
tryggur mjög nálægt því að kom-
ast í undanúrslit en þeir og Sigurð-
ur og Helgi náðu síðan í B-úrslit
þar sem kepptu 157 pör. Þar end-
uðu Bragi og Sigtryggur í 121.
sæti og Sigurður og Helgi í 128.
sæti.
Hjördís og Ragnheiður komust
ekki í B-úrslitin og tóku þess í
stað þátt í uppbótartvímenningi og
enduðu þar í 56. sæti í hópi 64
para.
Hollensk þvingun
í aðalúrslitunum spiluðu 56 pör.
Þar tóku Svíamir Magnus Lind-
kvist og Peter Fredin snemma for-
ustu, en þeir félagar voru í sigur-
sveit Svía á Norðurlandamótinu í
fyrra.
í lokaumferð úrslitanna gáfu
Svíamir eftir og Frakkarnir Quant-
in og Abecassis náðu forustunni
um tíma en enduðu loks í 2. sæti
en Svíarnir duttu í það þriðja.
Quantin náði svonefndri hol-
lenskri þvingun í þessu spili:
Suður
♦ DGl08763
TD
♦ ÁK63
♦ 2
Austur
♦ -
¥ 10987
♦ DG8
♦ G108754
Vestur Norður Austur Suður
Abec. Quantin
- pass 1 spaði
pass 2 hjörtu pass 2 spaðar
pass 4 spaðar pass 4 grönd
pass 5 laúf pass 6 spaðar/
Quantin gaf ekkert eftir í sögn-
um en eftir að vestur spilaði út
laufakóng var útlitið ekki gott því
tapslagur var yfirvofandi á tígul
til viðbótar við spaðaásinn.
Quantin drap með ás, trompaði
lauf og spilaði spaðadrottningu
sem fékk að halda slag. Hann spil-
aði næst hjartadrottningu og vest-
ur lagði kónginn á. Enn spilaði
Quantin spaða á gosa og nú drap
vestur með ás og spilaði meiri
spaða á kónginn í blindum.
Þar sem vonlaust var að fría
hjartalitinn ákvað Quantin að skilja
hann eftir í blindum og vona að
andstæðingarnir gerðu mistök.
Hann fór heim á tígulás og tók
ölltrompin.
í þriggja spila endastöðu átti
blindur eftir D43 í hjarta og Quant-
in átti heima K63 í tígli. Austur
taldi sig þurfa að gæta hjartalitar-
ins og henti því tveimur tíglum.
Og vestur hélt að Quantin ætti 98
eftir í hjarta og austur ætti hjarta-
tíuna staka. Til að upplýsa ekki
hjartastöðuna henti vestur því
einnig tveimur tíglum og hélt eftir
65 í hjarta En nú átti Quantin
þrjá síðustu slagina á tígul.
Þetta er kölluð hollensk þvingun
því Hollendingurinn Bob Slaven-
burg er talinn hafa spilað upp á
svona stöðu fyrstur manna.
Guðm. Sv. Hermannsson
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
Vandræði
með
bréfsíma
VELVAKANDA
barst eftirfarandi bréf:
„Hjá fyrirtækinu sem ég
starfa hjá eru send mörg
símbréf til útlanda á degi
hveijum og sömuleiðis
fáum við mörg símbréf frá
útlöndum. Er bréfsíminn
mikið þarfaþing.
Undanfarið hefur hins
vegar háttað svo til að
nokkrum fyrirtækjum, að-
allega þýskum, hefur ekki
tekist að senda okkur sím-
bréf. Við verðum greini-
lega vör við að þau eru að
reyna en símbréfið kemst
ekki í gegn. Það hefur hins
vegar verið vandræðalaust
fyrir okkur að senda sömu
fyrirtækjum símbréf.
Ég kvartaði yfir þessu
við seljanda bréfsímans
(Póst og síma hf.) og fékk
þau svör að ekkert væri
við þessu að gera. Bréfsími
sendandans „passaði illa
við“ okkar bréfsíma. Eina
ráðið væri að hinn erlendi
aðili eða við skiptum um
bréfsíma.
Mér þætti vænt um að
fá að vita hvort fleiri not-
endur bréfsíma eigi í svip-
uðum vandræðum eða
hvort okkar reynsla er ein-
stök.
Einar Örn Thorlacius
forstjóri,
Ásvallagötu 7, Rvík.
ÉG FÉKK heiftarlega
mjaðmagrindargliðnun á
meðgöngu. Ég leitaði því
til Arnars Haukssonar
kvensjúkdómalæknis.
Hann benti mér á að leita
til Kínveijans á Skóla-
vörðustíg sem er með nátt-
úrulegar lækningaaðferðir.
Ég fór þangað fjórum sinn-
um og hann sagði alltaf
að þetta væri bijósklos sem
leiddi verk niður í mjaðma-
grind. Sumar konur fá
verki í lífbeinið, sagði
hann. Honum tókst að
lækna mig af verk sem ég
hef haft í eitt ár. Mig lang-
ar til að benda fólki á, sem
er með bijósklos eða grind-
argliðnun, endilega að leita
til hans.
Halldóra.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
GYLLT gleraugu í svörtu
hulstri með merkinu
Kisuro töpuðust í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt
laugardags 22. mars. Skil-
vís finnandi vinsamlegast
hringi í síma 564-1107 sem
fyrst eða skili þeim til
lögreglunnar.
Trúlofunarhringur
fannst
SILFURLITAÐUR trúlof-
unarhringur fannst á
Austurgötu í Hafnarfirði
laugardaginn 22. mars.
Eigandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma
565-4324.
Úlpur fundust
v/Rauðavatn
2 ÚLPUR, karlmannsúlpa
svört og gul og unglings-
úlpa blá með gráu og
svörtu í, fundust við
Rauðavatn laugardaginn
22. mars. Upplýsingar í
síma 567-1196.
Gullarmband
tapaðist
STUTT fíngerð þreföld
gullarmbandskeðja hefur
tapast. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma
554-6737.
SNJ ÓLISTAVERK
Yíkveiji skrifar...
ER HÆGT að fá eitthvað
ókeypis? Hingað til hafa menn
ekki getað fundið hvað það er,
nema vera skyldi þeir, sem hafa
fengið úthlutað ókeypis kvóta sem
er að sjálfsögðu á kostnað ann-
arra. Nú er hægt að safna punktum
út um allt. Flugleiðir eru með vild-
arkort. Þar safna menn punktum
yfirleitt út á farseðla, sem aðrir
greiða, þ.e. vinnuveitendur við-
komandi. Olíufélagið er með svo-
kölluð safnkort. Flugleiðir og Visa
gefa út ný kort, sem safna punkt-
um. Mesta athygli hefur vakið hið
svokallaða fríkort, sem nokkur fyr-
irtæki standa að.
Dettur einhveijum í hug að þessi
punktasöfnun sé ókeypis? Halda
einhveijir að þessi fyrirtæki séu
allt í einu svo gjafmild að þau vilji
gefa viðskiptavinum ókeypis ferðir
hingað og þangað, ókeypis máls-
verði á veitingahúsum o.s.frv.?
Auðvitað ekki. Allt er þetta borgað
af viðskiptavinunum sjálfum með
einum eða öðrum hætti.
Sölumennska tekur á sig margar
myndir. Sú nýjasta er þessi; að
safna punktum út um allt. Á
endanum kann sá, sem fær einn
ókeypis farseðil til Parísar eftir 14
mánuði að hafa borgað hann sjálf-
ur með því að beina viðskiptum
sínum til fyrirtækja, sem selja vör-
ur á hærra verði en keppinautar
og meira tii.
xxx
SÍÐUSTU daga hafa nokkur
orðaskipti orðið hér í blaðinu
á milli Einars S. Einarssonar,
framkvæmdastjóra Visa, og Frið-
berts Traustasonar, formanns
Sambands ísl. bankamanna, um
það, hvort greiðslukort, bæði kred-
itkort og debetkort, verði nothæf
ef til verkfalls bankamanna kem-
ur. Hinn fyrrnefndi heldur því
fram, að svo sé. Hinn síðarnefndi,
að svo sé ekki.
Það er óþolandi fyrir almenning
að hafa ekki öruggar upplýsingar
um, hvort kortin séu nothæfir
greiðslumiðlar, ef til verkfalls
bankamanna kemur. Þess vegna
verða bankarnir og stjórnendur
Visa að gefa út yfirlýsingu, sem
hafið er yfir allan efa, að sé rétt,
þar sem fram kemur, hvort og að
hve mikiu leyti greiðslukort eru
nothæf, bæði heima og erlendis í
hugsanlegu verkfalli bankamanna.
NÚ HAFA starfsmenn trésmiðju
ákveðið að kæra til mannrétt-
indanefndar Evrópu mál, sem varðar
skylduaðild að lífeyrissjóði. Þeir voru
skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóð
stéttarfélags síns sem er Sameinaði
lífeyrissjóðurinn en vildu greiða í
Frjálsa lífeyrissjóðinn. Þeir töpuðu
málinu bæði fyrir héraðsdómi og
Hæstarétti.
Eitt skýrt dæmi má nefna um
hvað mikið er í húfi. Lífeyrisgreiðslur
í Fijálsa lífeyrissjóðinn leggjast á
reikning, sem er séreign sjóðfélaga.
Ef hann deyr eignast erfingjar hans,
maki og böm rétt til þeirrar fjárhæð-
ar, sem á reikningi hans er. Þegar
um er að ræða greiðslur i Sameinaða
lífeyrissjóðinn fær maki greiddan líf-
eyri í 36 mánuði og 50% lífeyris í
24 mánuði til viðbótar. Síðan ekki
krónu meir.
Greiðsla í lífeyrissjóð er hluti af
heildarkjörum starfsmanna. Trésmið-
imir máttu sem sagt að mati undir-
réttar og Hæstaréttar ekki gæta líf-
eyrishagsmuna maka sinna heldur
vom þeir dæmdir til að skilja þá eft-
ir tekjulausa nokkmm ámm eftir
andlát þeirra sjálfra. Það er skiljan-
legt að mennirnir kæri svona dóma
til mannréttindanefndar Evrópu.